Þjóðólfur - 16.10.1878, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.10.1878, Blaðsíða 3
115 Elliðaárnar. Eptir Egilsson. Gleðileg tíðindi! Samkvæmt bréfi landshðfðingjans til amtmannsins yfir suður og vestur amtinu dagsett 13. ágúst þ. á. og sem birt er í stjórnartíðindunura, getur maður átt vissa von um, að hneykslið í Elliðaánum, sem sð þvergyröingar Thomsens danska, ekki muni aptur sjást þar, því svo segir landshöfðinginn í áminstu bréfi: að almennar ákvarSanir um friSun á laxi, lem lögin 11. maí 1876 innihnldi, nái til ElliSaánna einn og annara áa. (þetta vissi maður nú samt fyr). Ein af hinum helztu almennu ákvörðunum téðra friðunarlaga er sú, að enginn má pvergirSa á, en sé á í fleiri kvfslum, þá sýnist þó meiga þvergirða eina þeirra, þó ekki þá sem mest er veiðiförin í. En — hvernig stendur nú á því, að þvergirðingar Thomsens í öllum kvíslum Elliðaánna, hafa verið óátaldar síðan friðunar- lögin voru þinglesin, þrátt fyrir umkvartanir almennings bæði á þinginu og utan þings, já hvað meira er, að menn þeir eru dæmdir sekir og það til fángelsis, sem eptir gömlum og nýum lögum voru að koma f veginn fyrir að slík lagabrot væru framin, sem þvergirðingarnar í öllum kvíslum Elliðaánna voru, því, eptir 2. gr. nefndra laga, má enginn leggja eða byggja veiðivél lengra en út í miðja á, og það enda einungis undir vissum kringumstæðum, og 5. gr. tiltekur allt annað millibil milli rima í grindum, sem notaðar eru við laxveiði, en það sem fyrir hefir fundist í laxakistum Thomsens, svo hér var við tvöfalt lagabrot að tefla. Nú eru slík ólögmæt veiðiáhöld eptir 7. grein sömu laga óhelg og upptæk, og eptir eldri lögum Jónsb. Llb. Kap. 56. eru jafnvel þeir menn sekir, sem ekki hjálpa þeim, er finnur slíkar ólögmætar veiðivélar, til að taka þær upp. En þessi rötti skilningur á upptekt ólöglegra veiði- véla í Elliðaánum hefir átt örðugt uppdráttar hjá vorum sunnlenzku dómendum, en af hverri orsök er óskiljanlegt. En hvernig skoða dómendur að upptektir á lóðum og þorskanet- um, hjá innlendum fiskimönnum eigi að framkvæmast? l>að vita allir, og það skilja allir dómendur, nefnilega: sá fyrsti sem finnur slík veiðarfæri á óleyfilegum stað eða tíma, á að taka þau upp samstundis, og svo er það búið, nema hvað eigandi slíkra veiðarfæra verður miskunarlaust sektaður og lögum beitt að maklegleikum, en uppljóstrar og upptökumað- ur sæmdur verðugum launum fyrir starfa sinn, því í öllum slíkum aðburðum, munu friðunarlög og viðtektir vera notaðar, og það allt gott og gilt, noma þegar um Elliðaárnar er að gjöra. Eg vona að landsfirréttur vor kippi nú slíku í lið- inn, þegar mál áminstra manna, um upptekt á hinum óhelgu veiðivélum Thomsens í Elliðaánum, verður fyrir hann lagt, sem nú skeður þessa daga, og ættu þeir sannarlega skilið að fá heiðarlega uppreisn fyrir alla þá ofsókn, som þeir hafa mætt þegar þeir með sóma og dugnaði vildu ryðja til rúms réttum skilningi á lögum vorum og almennum réttindum, og það þó þeir hafi gamla og nýja reynzlu fyrir, að æðri og lægri rétt- ur í Reykjavík liefðu jafnan tekið hart á, ef Thomsen kaup- maður þóttist vera af einhverjum áreittur, hvað laxveiði hans snerti í Elliðaánum. Framh. síðar. Ðálltil hugvekja um bráðapestina. Bráðapestin er sá vogestur, sem vofir yfir sauðfénaði vorum og spillir stórum árlega stofni og arði þessa .aðalat- vinnuvegs vors, því hlýtur sauðfjáreigandinn að vera sí hugs- andi um að geta varnað þessum vogesti svo, að hann gjöri sem minstan skaða, og mér er það sönn ánægja að vera orðinn viss um, að mjög margir eru komnir á þá trú, að varna megi öllum stórskaða af bráðapestinni. Eg nnfærist líka ár frá ári um að svo er. Fn — menn verða j hafa það hugfast, vilji þeir verja sauðfénað sinn fyrir pestinni, að það verður að gjörast með því, að sýkisefnið geti ekki myndast eða að minsta kosti ekki náð fullri æsingu í skepnunni, því fari sýkiseinkennið að sjást þá heitir hún ó- læknandi, þó einstaka kind kunni að batna. 1 ritum þeim, sem komið hafa fyrir almenningssjónir ekki alls fyrir löngu, eru talin allmörg ráð til að varna pestinni og er þeim svo varið, að svo má að orði kveða, að ekkert þeirra sé einhlýtt gegn pestinni, en hins vegar sé í mörgum þeirra, notuðum í tíma, mikil vörn. Eg er hræddur um að bráðapestin verði skæð komandi haust og vetur, nema að snjór hylji jörð snemma og það til langframa, því annars mun gras missa fljótt kjarna sinn og beitin verða of þur og vanta nægan og eðli sauðkindarinnar nógu hentugan vökva. fað skal reynast sannleikur, að þegar svo árar eða viðrar, að gras sleppir fljótt kjarna sínum og lög, þá verður pesthættara en ella, og það er eðlilegt, því af fóðri sem vantar kjarna og lög missir blóð þeirrar sauðkindar, sem á því framfærist, meira og minna sitt rétta eðli, og stíflur myndast í inníflunum — segi eg það enn! — og af þessu leiðir, að kindin verður mjög meðtækileg til að taka móti ýmsum ytri áhrifum sem gjörir hana sóttveika og hleypa ofæsingu í blóðið, af hverju aptur leiðir ofherzlu lakans og drepið í vinstrinni. En eg skal nú ekki fara fleirum orðum um þetta, heldur taka enn að nýju fram hin helztu ráð til þesss að varna því, að pestarefnið myndist í sauðfénu, og þó að það myndist, að það ekki nái fullum krapti eða eyðist smámsaman. Að haustinu þegar grös fara að falla og beit er orðin svo létt að féð sparðar og moldtað safnast ofan á hús, sé féð farið að liggja inni, skal gefa því að minsta kosti á hálfsmánaðarfresti eitthvað það, sem mýkir vallgang, kælir og þynnir blóðið t. a. m. lýsi og salt, steinolíu og nýmjólk, salt- vatn eða matarsalt eða glaubersalt eingöngu, o. s. frv. Hent- ast er að skamtarnir séu litlir en optar gefið. Sé féð liálsstutt og þykkvaxið um bógana þá er bót að því til að varna ofæsingu í blóðinu og bólgu í lungunum, að taka einkum úngu fé blóð á halstæðum og láta blæða allt að mörk úr kindinni, en þetta veikir fjör og krapta fénaðarins. Að taka blóð og láta blæða lítið er til verra eins. Að hánka fé til að varna því pestveiki er að því leyti ráð, að hankinn dregur frá brjóstinu og varnar lúngnaaólgu og verður því eins og blóðtakan óbeinlínis vörn gegn pestinni, því lúngnaveiku fé og blóðríku er miklu pesthættara en öðru fé. það er bót við pest, að Qármaðurinn gjöri sér allt far um, þegar þurviðri og hélur eru, að féð drekki rennandi vatn eða svo gott vatn, sem unt er að fá. Gott vatn nóglega drukkið mýkir vallganginn, þynnir og kælir blóðið. Að hýsa fé snemma varnar því að verða skinnvott, og hleypa því ekki snöggleg út úr húshita út í mikinn kulda er að þvi leiti vörn gegn pest, að það kemur í veg fyrir ofkæl- ingu og þar af leiðandi sóttveiki. Að húsavistinn sé loptgóð og mátulega hlý er og svo bót við pest. Fari féð að drepast inni í húsum úr pest, er áríðandi að svæla þau innan með einhverju því, sem útrýmir hinu óholla lopti (einir, tjara, brennisteinn, klórkalk m. m.). Eg hefi fullan grun á, að bráðapestaródaun sé að því leyti næmur, að hann flýti fyrir að sýkin brjótist út á því fé, sem sýkisefnið hefir í sér fólgið. Að byrja snemma vetrar að gefa fé að morgninum kjarn- góða «tuggu» er góð bót við pest, vegna kjarnans sem í morgungjöfinni er, vegna kælingarinnar sem kemur í féð áður en það fer út og vegna þess að það velur betur þegar í beit- ina er komið. Að þurka sem bezt fóður fénaðarins og salta það að sumrinu, eða strá salti yfir heyið í jötunni að vetrinum er gott ráð gegn pest, samkvæmt því sem áður er sagt. Að varna fé, sem ekki er vant við fjörubeit, að jeta fjörugras er vörn gegn post. Reynstan vill sanna að úr þeim fjárflokki, sem óvanur er Qörubeit en kemmst í fjöru, drepast ein eða fleiri kindur næsta dægur.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.