Þjóðólfur - 02.11.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 02.11.1878, Blaðsíða 1
30. ár. Reykjavik, 2. nóv. 1878. 29. blaó. Brcf frá íslenzkuin kaupmanni í Kaupmannahöfn. ('ljegar eg las hin síðustu blöð af «f>jóðólfi» og «ísafold», som þér senduð mér, gladdi það mig, að sjá þessi blöð leggja alúð við íiskverkunarmálið — þetta mikla framfara- og velferðar- spursmál jafnt kaupmanna sem almennings á landinu, og hef eg beztu von um að þessi viðleitni muni kröptuglega flýta fyrir því, að mönnum auðnist að afstýra meiri vandræðum í þessu efni. Viðvíkjandi greininni í 20. tbl. ísafoldar vil eg taka fram sérstaklega, að þær fiskverkunarreglur, sem þar eru teknar fram, eru einkar góðar og alveg samliljóða þeirri að- ferð, sem eg vil til ráða. J>að er einnig mín skoðun, að verzl- unarstéttin sé óbeinlíuis nokkur sök f hinni slæmu fiskverk- nn, þótt í minni mæli sé en hin nefnda grein vill kenna oss um. Hin sérstaklega tilhögun, sem verzlunin við Faxaflóann hefir í för með sér, t. a. m. það, að meiri liluti af fiskinum er lagður inn hér og þar við «anleggin», þar sem kaupmenn- irnir ckki geta haft eptirlit við móttökuna, svo og það, að sumt af fiskinum, að minsta kosti sjómannafiskurinn, er borg- að áður en fiskurinn er lagður inn og skoðaður, — þetta og fleira gjörir oss mjög erfitt að geta verðlagt fiskinn og borgað hann eptir gæðum. Samt sem áður er kaupmönnum vorkunn- arlaust að gjöra miklu meira í þessa stefnu en gjört hefir verið hin síöustu ár, enda ríður á, að þess verði nú gætt eptirleiðis. Einkar æskilegt væri, að yfirvöldin settu eiðsvarna virðingarmenn (Vragere), sem kveöja mætti til, óðara en kaup- anda og seljanda kæmi ekki saman um gæði og verð vörunn- ar, þó því að eins, að þessir menn fengju laun fyrir starf sitt á annan hátt en beinlínis frá verzlunarstéttinni, því að ella rnundi traust bænda á úrskurði skoðunarmannanna veikjast, með því þeir mundu skoða þá sem þjóna kaupmanuanna. I>ar eð nú ríður á, að menn strax í byrjun næstu ver- tíðar verði búnir að fastákveða ráðstafanir til þess að koma lagi á fiskverkunina, þá hljóta bændur sjálfir að gjörast frumkvöðlar í því, og álít eg að fundir þeir, sem í ráði er að halda í haust og í vetur komanda, séu alveg nauðsynlegir, enda þótt blaðið «ísaföld» virðist ætla að það hafi lítinn á- rangur. Gætu nú þessir fundir, samkvæmt minni von, orðið málinu til eflingar, þá ríður kaupmönnum á að gæta sín megin skyldu sinnar þegar fiskurinn verður lagður inn og ábyrgjast að hann verði samvizkusamlega verðlagður og borgaður eptir hans gæðum. Eptir minni skoðun mundi lítið bæta, allrasízt hvað næstkomanda ár snertir, þótt kaupmenn vildu kunngjöra, að fiskur næstkomanda ár verði tekinn og borgaður eptir öðr- um mælikvarða en að undanförnu — sem er hið eina úrræði, sem þeim eins og nú stendur er unt að gjöra — ef þeir ekki þegar áður hafa náð samkomulagi við bændur um, að þeir sjái um í tíma, að fiskur þeirra verði betur verkaður en áður hefir verið. Eptir eðli þessa máls geta að eins bændurnir en ekki kaupmonn stígið hér hið fyrsta framkvæmdarstig. Auk fiskverkunarinnar, sem sjálfsagt er mest áríðandi, er annað atriði, sem ræða þyrfti um á fundum til betri úrræða framvegis. það er engan veginn þýðingarlaust, nær eða á hvaða tíð fiskur og hrogn er lagt inn í verzlanirnar, því það er auðsjá- anlega áríðandi öllum, að kaupmaðurinn fái sem fyrst íslenzku vörurnar til þess hann geti notað hið fyrsta og bezta færi til að selja þær aptur. Mér er t. a. m. kunnugt, að kaupmenn- irnir á Vestmannaeyjum hafa síðastliðin 16 ár getað árlega sent fisk sinn til Spánar í júní, og optara snemma í þeim mánuði, og með því þeir þannig hafa komið lllt mánuði minst vörunni til markaðar þar á undan kauþmönnunum við Faxa- flóa, hafa þeir árlega fengið töluvert hærra verð fyrir sinn fisk en þeir, og árið 1877 fengu þeir jafnvel 14 krónum meira verð en nokkur kaupmaður við Faxaflóa fékk fyrír saltfisk sama ár. Fyrir Eyrarbakkafisk, sem sendur var af stað í júní, fékkst það sama sumar 5'/« kr. meira en Faxaflóa-kaupmenn fengu, sem ekki gátu sent sinn fisk af stað fyr en í júlímánaöarlok. Af þessu má sjá, að tímanleg móttaka vörunnar, getur ekki sjaldan valdið betri sölukjörum fyrir kaupmenn. Afleiðing þess að fiskur um undanfarin ár hefir svo seint verið lagður inn, hefir því bæði orðið sú, að kaupmenn við Faxaflóa hafa fengið lægra verð fyrir hann á Spáni, en þeir sem þar voru komnir með fisk á undan, og sú, að þeir hafa ekki getað gefið eins mikið fyrir fisldnn bér eins og kaupmenn á Vestmannaeyjum og á Eyrarbakka. Fyrir þá sök væri mjög svo æskilegt, að bændur framvegis vildu kappkosta að leggja fisk sinn inn svo timanlega sem peim framasl cr unt, enda ætla eg ekki að þeir þyrfti að óttast það, að kaupmenn mundu nota sér það, að fiskurinn kæmist þeim snemma í hendur, til þess að setja verð hans niður. I>vert í mót er það ætlan mín, að þegar Faxaflóa-kaupmenn standa jafnt að vígi við aðra kaupmenn, bæði hvað útskipan vörunnar og gæði hennar snertir, muni þeir gjöra sitt ítrasta til þess að gefa bændum svo hátt verð sem unt er fyrir vöru þeirra; enda yrði verzlunarkeppnin því meiri, sem verzluninni gæti fyr orðið lokið í hvert sinn. Ekki er síður áríðanda, að gotan sé snemma lögð inn til þess hún verði vel seld, því síldveiðar þær, sem hún er ætluð, eru helzt reknar í maí, júní, júlí og ágúst, og sala gotunnar í útlöndum er því bundin við þessa mánuði. þ>essi vara má því ekki leggjast seinna inn en í júní, eins og áður átti sér stað. Sé gotan ekki send út fyr en á hanstin, verður hún optast að liggja óseld allan veturinn, og verður slíkt optast til stór-baga viðkomendum. Að endingu vil eg ekki undan fella að benda á hið eink- ar-æskilega í því, að betra samkomulag en alment hefir átt sér stað á síðari árura, gæti sem fyrst komizt á milli kaup- manna og skiptavina þeirra. Mér virðist sem hvorirtveggjá beri eins og tortryggni til annara, en slíkt getur með engu móti haft góðar afleiðingar á viðskiptin. Efalaust er sökiu nokkur á báðar síður, sem eg reyndar ekki ætla hér að tala frekar um, hitt hljóta allir að sjá, að það hlýtur hvorum- tveggja að miða til eigin hags og heilla, ef hvorir sýna öðr- um traust og trúnað, og leggjast á eitt með hreinskilnu sam- komulagi, að bæta arð og afrakstur landsins svo, að vörurnar nái sem hæztu verði bæði á Islandi og utanlands, Sá stund- arhagnaður, sem annar kann að geta náð í með því að leggja inn illa verkaða vöru og skrúfa upp verð hennar, eða hinn málsparturinn með því að skrúfa upp verðið á sínum vörum þegar færi býðst, verður ekki til frambúðar og leiðir aldrei til áreiðanlegra og ábatasamra viðskipta á hvoruga hönd. pegar nú bændur og kaupmenu eru orðnir samþykkir (sem eg vona þeir verði) um, að reyna til að bæta fiskverk- unina, koma á tímanlegri afgreiðslu varanna, svo og því, að þær verði borgaðar eptir gæðum, þá álít eg heppilegt, ef hvorirtveggju viðkomendur ætti almennan fund með sér na;st- komanda ár í júnímánuði, og reyndu þar að koma sér saman um verð bæði á dönskum og íslenzkum vörum, bæði til þess að koma meiri festu á «prísana» en áður kefir veríð, og til þess að burtrýma þeim tálma fyrir tímanlegri innlátning ís-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.