Þjóðólfur - 02.11.1878, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 02.11.1878, Blaðsíða 3
119 afli, og fólk varð að svelta. Nú er þilbátaveiði byrjuð hér á eyjum, svo að úr þessu má vænta þess, að niðjar vorir muni geta sótt aflann eins þar sem lengra er að leita hans og keppst við nágranua vora, Hjaltur og Skota, í slað þéss er áður tíðkaðist, að vorir landar urðu að svelta meðan hinir fylltu skip sín íleirum sinnum á ári hverju á grunnum, sem ekki liggja lengra en 10 til 12 vikur undan eyjunum». Að endingu minntst höf. aptur á verzlunina og vill ínnræta löndum sínum, sem virðast ala frá gamalli tíð töluverða torlryggni til kaupmanna, þá skoðun, að allar frarnfarir, allur uppgángur at- vinnuvega og ekki sizt auknar samgöngur, sjómenska og sigi- ingar hljóti eptir eðli sínu að vera verzlunarstétt hvers lands i hag og festa rækt hennar og virðingu við allt félagið og fyrst og fremst við bændastéttina; á Færeyjum séu og kaupmenn yflr höfuð að tala fremur þjóðlegir og styðji drjúgum almenn vel- ferðarmál, enda leggur sú stétt að tiltölu mest fé til almennra þarfa. Með verzlunarfélögum bænda (Forbrugsforeninger), sem sumir eyjarskeggjar vilja reyna að koma á, kveðst höf. grein- arinnar ekki þora að mæla. Að vísu álítur hann að þau stundum gætu greitt fyrir verzlun meðal áreiðanlegra efna- manna; en auk þess sem stjórn slíkra íélaga fari mjög opt út um þúfur, einkum á tæpum verzlunartimum, þegar kaup- menn sjálfir mega gjalda alls varhuga við, að þeir haldi fé sínu, þá álitur hann að fátækir menn muni þykjast litlu eða engu Bof^nari fyrir slík félög, þegar farið yrði að reyna þau. Vér höfum haft þessa grein svo fjölorða sökum þess að oss finst í frásögninni á högum Færeyinga margt af vorum eigin högum bregða fyrir eins og í spegli oss til lærdóms og leiðbeiningar. — fjögrejf^lan í IjOndon. í fyrra töldust lögreglu- mennirnir í þessari miklu borg 10500 manns, og var þó lög- regluliðið í City ekki meðtalið, en City er hin forna Lundúna- borg, og búa þar flestir kaupmenn borgarinnar, og hefir sá hlutinn stjórn út af fyrir sig og ýms forn einkaréttindi í frá miðaldatímum. Nálægt 78 þúsundir manna voru fángaðir, og meir en tveim þriðjúngum þeirra hegnt, meðal þeirra tólf hundruð 54 innbrotsþjófum. Af slysum fórust á borgarstræt- unum 120 manns, en nálægt 3000manna fengu moiðsli. Flestir sköðuðust við að verða fyrir vögnum. Yfir 5000 börn og á þriðja þúsund fullorðinna týndust; af þeim fundust þó aptur öll börnin nema 53, og 153 fullorðnir. — Bithöfundalaun á Englandi eru stundum ótrú- lega mikil: skáldkonan George Elliot (Mrs. Lewes) fékk fyrir rómaninn «Romola» 144þúsundkr. Thaekeray fékk í nokkur ár 36 þúsund kr. árlega fyrir að seinja skáldsögur handa tímariti einu í London, og að auki fekk hann 10 pund (180 kr.) fyrir hverja blaðs. Skáldið Tennyson hefir opt fengið pund fyrir línu hverja. Fyrir hverja örk sem samin er og send tímaritum á Englandi, gefa ritstjórarnir venjulega 375 kr. — Gautaborg. 10. f. m. voru 6 menn valdir fyrir þá borg til ríkisþings Svía; einn af þeim var dr. S. A. Iledlund, útgefari Gautaborgartíðindanna. — Danmörk á Parísarsýningunni. Mesti Qöldi gripa var, eins og áður hefir verið sagt, sendur frá Danmörku til sýningarinnar. Af verðlaunum, sem dönskum mönnum var búið að ánafna af sýningarstjórninni, dæmdust: ein stórlaun (grand prix), 8 heiðursskrár, 7 gullmedalíur, 52 silfurmedalíur, 71 eirmedalía og 74 «heiðrandi umtal» (mention honorable). — í suðurríkjum Bandafylkjanna hefir gula drepsóttin geys- aði í haust með allra versta móti, farið á fám dögum borg úr borg, fólk flúið undan þúsundum saman, en samt sem áð- ur hefir fólk falliö hrönnum saman. Áður hefir sótt þessi sjaldan grandað svörtum mönuum, cn nú liafa eins negrar sem hvítir menn sýkst af henni og dáið. Til allrar lukku geysar sýki þossi aldrei nema í vissum (heitum) löhdum. — prófessorarnir Sliemann 0g Adler, sem hin síðast- liðnu ár hafa verið að grafa eptir fornmonjum á Grikklandi á kostnað Ifióðveerja, hafa smámsaman fundið ótal merkilegar fornleifar af listaverkam Grikkja; eru afsteypur af fundunum í gipsi jafnóðura sendar heim t.il fýzkalands, því hlutina sjálfa má ekki lengur flytja úr landinu. Merkilegastur er út- gröptur hins víðfræga Seifs-musteris í Olympíu. fykjast menn nú nokkurn veginn skilja hvernig það var í lögun; það sjá mcnn og, að þar hefir engan vegin allt smíði verið með sama hagleik gjört, því þar finst margt scm er mjög ólíkt handlagi Praxiteless og lians samaldarmanna. Hefir Adler í ráði að láta þar reisa nýtt Seifs-musteri eptir hinu forna lil sýnis og til geymslu hinna miklu nýfundnu listaverka. — «Barbariskur» dómur. Dáti nokkur í Kaupmanna- höfn hafði nýl. orðið sundurorða við yfirboðara sinn, þar sem þeir hittust á veitingastað, og urðu úr ryskingar. Samkvæmt hin- um gömlu og grimmu herlögum var dátinn síðan dæmdur til að þola eitt hundrað og fimmtíu keyrishögg, og þar á of- an 30 daga fangelsi við vatn og brauð! Mundu ekki slík lög þykja hörð á voru landi? Annars tala nú nálega öll vinstri- blöð á Norðurlöndum um þetta og því um líkt «barbarí», sem enn er í lögum Dana, Svía og Norðmanna, og skora á þing og þjóðir, að fá hinum beimsku- og þrælslegu heragalögum breytt, svo að frjálsum þjóðum sæmi. Ættu og allir heilvita menn nú á tímum að vita — ekki sízt norrænar þjóðir — að barsmíði og önnur ærumeiðandi grimdarmeðferð við únga menn, er hin andstyggilegustu ólög og fásinna. Slíkur skræl- ingjaháttur var fjærri hugsun og skaplyndi vorra drengilegu forfeðra, og lék þó það orð á, að þeir kynnu að þjóna konung- um og öðrum herstjórum; þeir kunnu að vísu að drepa menn, en að húðfletta menn kunnu þeir ekki. jpegar löggjafar Bandaríkjanna eitt sinn ræddu um, hvort barsmíði skyldi við hafa við heraga hjá sér, æpti hinn spaki dr. Channing svo að allir sem heyrðu hrukku við: «Hvað þá, Ameríkumenn: berja m e n n !» — Ofviðri. Dagana frá 21. til 26. f. mán. dundi yfir eitthvert hið mesta afspyrnu-veður, sem menn muna; það stóð norðan og útnorðan. Að kvöldi hins 22. rak hér upp í strand skonnortan «Helene frá Hamborg», sem bafði flutt vörur til Siemsens konsúls. Menn björguðust á skipsbátnum, með því fjöldi manns stóð í fjörunni og tók í raóti. Annars eru hér nálega engin bjargarúrræði til ef líkt eða lakara ber að hönd- um. Skipið brotnaði mjög í botninn og skemmdust þær vörur, sem í því voru, en þær voru ekki mjög miklar. Skipskrokk- urinn með siglntrjám og reiða var seldur við uppboð fyrir 865 kr. (Hendr. Siemsen). í veðri þessu urðu ýmsir skaðar hér í bænum, bátar og eitt eða fleiri skip fuku eða brotnuðu, svo og útihús, þök og þil; skaðar hafa og orðið víða um nær- sveitirnar á heyjum, húsum og skipum (1 skip fauk á sjó út frá Móum og annað frá Leirárgörðum; timburstofa brotnaði á Leirá, o. s. frv.). Fyrir norðan land ætla menn að rok þetta hafi mörgum orðið að skaða, en einkum ugga menn um skip þau, sem annaðhvort hafa legið á misjöfuum höfnum, eða hreppt vcðrið nærri landinu. — Skipakoma: Skipið «J u n ó» kapt. Nielsen, er fara átti til Borðeyrar, hleypti inn á Hafnarfjörð eptir ofviðr- ið; það er bilað mjög, og er búizt við, að það verði strand- góss. — í gær kom hér til hafnar «Gylfi» hið nýja skip þeirra dbrm. G. Zoega frá Færeyjum, eptir 16 daga ferð. f>að mætti ofviðrinu við Dyrhólaey og rak það 30 vikur til hafs, uns storminum slotaði; hafði veðrið verið aftakahart, en þó komst það af með heilu og höldnu. — P ó s t s k i p i ð «P h ö n i x» lagði af stað 18. f. mán. með því sigldu: fröken Jarðþrúður Jónsdóttir, Péturssonar há- yfirdómara, til Khafnar; verzlunarm. Hansen til Færeyja, og Mr. Locke, enskur ferðamaður. — P r e s t v í g s 1 a. 13. f. mán. var kand. theol. Jóhann L. Sveinbjarnarson (frá Skáleyjum) vígður aðstoðarprestur Danícls prófasts Halldórssonar á Hrafnagili.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.