Þjóðólfur - 15.11.1878, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.11.1878, Blaðsíða 2
122 önnur forföli valdið stundum skaða, þótt þannig væri að farið, en miklu optar mundi öllu farnast vel en nú á sér stað. Hvernig fara Skotar að kaupa sláturfé hér við land? f*eir senda gufuskip sín, og sjá um að allt sé undirbúið þegar þau koma á ákveðnar hafnir eptir fénu. feir kaupa og flylja lif- andi fé. þetta eiga vorir kaupmenn einnig að gjöra, en hætla alveg við það verztunarlag, sem nú tíðkast. |>að er og ætlun vor, að reynslan muni þegar hver vill geta kent þeim, hvað þeim sé nauðugur einn kostur að gjöra ( þes^u efni. Af slysum og fjársköðum, sem urðu ( ofviðrinu, er stór- kostlegast tjónið ( Ásgarði ( Dölum, hrörktust þar í sjó út 300 fjár (af 400) og týndist allt. iVIenn tveir voru yfir fénu, og komst annar af en hinn varð úti. Frá Görðum i Staðarsveit urðu 0g úli tveir menn, sem vildu bjarga fé. Á Hreðavatni í Mýrasýslu fórst fjöldi fjár, og sama spyrst víðar frá. þykir þetta veður hafa verið eitt hið grimmasta, sam gamlir menn muoa. Bráðapestin geysar hér víða um suðurland og hvergi meira en hér í nærstveitunum. þóttust menn og eiga þann gest vísan, því grös fölnuðu og jörð spiltist snemma í hausti sakir hélu og storma, en því olli fóðurb-restur, að menn drógu að taka fé þegar á gjöf, sem er fullreynt að sé hið eina úr- ræði þegar þannig hagar veðráttu ( hagaléttum sveitum, að jörð verður banvæn en fé er veikt fyrir. Skipið >Juno», kapt. Nielsen, sem eptir 50 daga ferð frá Khöfn og voða hraknioga komst inn á Hafnarljörð eptir veðr- ið, varð að lokum ákveðið strandgóss. Verzlunarstjóri Sveinn Guðmundsson frá Borðeyri, sem móti farmi skipsins álti að taka, kom hingað suður, en hvernig eða hvenær sá farmur kemst norður, er mjög óvist. Er nú víða vöruskortur ( kaupstöðum vestra, og hvergi fremur en á Borðeyri. Er mjög kvartað yfir þvl — að oss finst með fullum ástæðum — að strandsiglinga- skipið skuli ekki vera látið koma við á Borðeyri, sem bæði hefur öTugga höfn og liggur inn í miðju landi. Að vísu er leiðin inn á fjörðinn varhugaverð, en úr því öll önnur skip fara hana, ælti valið gufuskip að komast hana l(ka. Krókur er að vísu að koma þar víð, en það er einmitt sá krókur, sem með tím- anum mun borga bezt ferðina. Að vísu vanlar að sögn mikið á að Húnaflói sé nægilega mældur og markaður á sjókort, en að því verði innan skams lokið, skyldu menn vona, ef herskipið Fylla heldur því áfram með kappi. þetta, að Borðeyri verði sjálfsagður viðkomustaður strandferðaskipsins næsta ár og framvegis, vonum vér víst, að landsstjórnin hlutist öfluglega til um. Flindarllöld. 6. þ. m. áttu kaupmenn úr Reykjavík og Hafnarfirði ásamt nokkrum bændum fund með sér hér í bænum, til þess að undirbúa almennan fund síðar fyrir allar sveitir við sunnanverðan fióann, til þess að þá yrðu ræddar og samþykktar reglur fyrir betri fiski- og vöruverkun, svo og í því skyni, að kaupmenn bindi fastmælum, að reyna til að «sortera» fisk framvegis og borga eptir gæðum, um að fækka «anleggjum», sem spillt geta fiskiverkun o. fl. Var nefnd kosin til að undirbúa reglur í þessa stefnu, er Ieggja skal fyrir fundinn, og voru þessir kosnir: Chr Ziemsen úr Hafn- arfirði, Erlendur bóndi á Breiðabólsstöðum, Jón Stefánsson, verzlunarstjóri Fischers, Geir Zoéga og Kristinn úr Engey. Skal fundurinn haldinn hér í Reykjarík 7. desember og skulu á honum mæta, þeir sem á fyrra fundinnm voru og að auki 2 menn úr hverjum hreppi hins nefnda héraðs að meðtöldu Akranesi. J>eir H. Kr. Friðriksson, sem kosinn var til að stýra fyrra fundinum, Jón Stefánsson og ritsjóri pjóðólfs voru kosnir til að rita viðkomandi hreppsnefndum og undirbúa fundinn. 8. þ. m. buðu þeir Árni landfógeti Thorsteinson, Einar fórðarson og H. Kr. Friðriksson til fundar útvegsbændum bæjarins; höfðu þessir menn verið kosnir fyrir bæinn til að sitja á sýslufundi Gullbringu- og Kjósarsýslu, er framfór næstu daga eptír, óg ræða áttí Veiðilagamál það, sem undirbúið hefir verið í sumar, og ekki verður enn útkljáð fyr en búið er enn samkvæmt lögum að halda almennan fund. Niðurstaða sýslu- fundarins og þess aukafundar, sem haldinn var hinn 8., birt- ist hér á eptir. Höfum vér ekki rúm til að ræða þetta mál að sinni, enda virðist oss það nú komið í all viðunanlegt horf, ef það spillist ekki úrþessu; þarf því ekki við að bregða, að það hafi ekki verið rætt til hlýtar, en hitt er og víst, að það er eitthvert hið mesta vandamál. Af reglunum sézt, að sumir eru nú fallnir frá að takmarka með línum eða miðum þau svið, þar sem net megi leggja, og erum vér nokkuð á báðum áttum í því efni, einkum af því, að slíkar ákvarðanir eru mjög svo viðsjálar meðan fáum eða engum er nægilega ljóst, hvað hanu í því efni gjörir, eða hver afleiðing getur af því orðið. Á aukafundinum, sem H. Kr. Friðriksson stýrðí, og var all-fjölsóttur, bar landfógetinn það upp, að þar sem nú væri vakinn svo mikill almennings áhugi fyrir veiðireglum og vöru- vöndun, ættu menn í þessum héruðum að sækja um styrk af fé því, 10000 kr., sem þessi Qárhagsár er veitt til eflingar búnaði og sjávarútvegi. Hann gat þess, að einn roaður fyrir norðan hefði af fö þessu fengið 500 kr. skyrk til að geta ferð- ast til Noregs til að kynna sér sjávar-atvinnubrögð þar. Af nefndu styrktarfé mundi enn mega fá allt að 900krónum, og réði hann til að menn skyldu fela sýslunefndinni á hendur, að biðja landshöfðingja um styrk til siglingar — helzt til Noregs — tveimur efnilegum mönnum er kynna skyldu sér veiðiaðferð, vöruhirðingu og annað sjávaratvinnuveg viðvíkjandi hjá ná- grannaþjóðunum. Hinir nefndarmennirnir úr Reykjavík og fleiri studdu þessa tillögu. Einn fundarmaður réði til að styrkur sá, sem ráðið var til að biðja um, skyldi ganga til að eíla hér laxveiði í sjó, og kvað það mundi leiða til miklu meiri ávinnings, en þótt menn væru sendir til þess að læra veiðiskap af Norðmönnum, því af þeim mundu Sunnlendingar lítið eða ekkert geta lært, sem hér yrði að bótum (?), bað hann formann fundarins að bera það undir atkvæði, hvort styrksins skyldi leyta til þess. Var það þá samþykkt en fyrri tillagan felld, og fór það fjærri vorri skoðun, þar hverjum heilvita Sunnlendingi hlýtur að vera auðsætt, að það er efling hins almenna útvegs, þorskveiðinnar, sem líf allra er undirkomið, og sem einmitt nú — eins og áður er sagt — er hæzt á dagskrá, scm allsherjar nauðsynjamál. Að laxveiðina eigi að efla, neitum vér ekki, en það er vor skoðun, að hitt málið sé svo áríðandi, að ekki beri að sundra kröptum manna og á- huga með nokkru öðru veiðispursmáli, sízt þeim, sem eptir er að sanna, að almenningi geti orðið til verulegrar atvinnu. fessi uppástunga var og ekki borin upp á sýslufundinum. En tillaga landfógetans var borin upp, rædd og samþykkt í einu hljóði, og nefnd kosin til að sjá um val sendimanna, erindisbréf þeirra og utanför, ef styrkurinn fengizt. Að margir meðal almennings búist við litlum árángri af slíkum sendiferðum er nú vorkunnarmál; við nýjum opinber- unum viðvíkjandi fiskidrætti og verkun á fiski þarf ekki að búast. Samt ætlum vér því litla fé, sem landið kostar til 1 eða2 ára utanferðar handa 2 ungum efnismönnum prýðis-vel varið. Ungir menn þurfa jafnan að rýmka hugsunarsvið sitt, og í nágrannalöndum vorum er geysi mikið nytsamt og nýtt að sjá og læra, svo hefir ávallt verið en aldrei eins og nú, er atvinnulag og atferli þjóðanna tekur árlega stór-breyting- ingum. Ættu efnaðir feður jafnan að kosta kapps um að láta syni sína sigla til að sjá og kynna sér heimslífið, sem, hvort vér viljum eða ekki, neyðir oss til eptirtoktar og til að fylgja sínum stefnum og straumi. Heimskt er heimalið barn, á enn almennt heima hjá löndum vorum, enda þótt margur ósigldur sé sigldum fremri. Að mjög mikið ríði á, hverjir sigli, er auðvitað, svo og því að erindisbréf þeirra séu skyn- samlega samin.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.