Þjóðólfur


Þjóðólfur - 15.11.1878, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 15.11.1878, Qupperneq 3
123 Á fundi sýslunefndar Kjösar- og Gullbringusýslu, 9. nö- veœber þ. á., þar er og voru mættir 3 menn úr Reykjavík, kosnir af bæjarstjörninni þar, var samþykkt svo látandi FRUMVARP til samþykkta um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opn- um skipum í Kjósar- og Gullhringusýslu, að Reykjavík með- taldri, suður að Garðskaga. I. gr. Lóðir fyrir þorsk og ísu má eigi hafa til veiða á sVæði því, sem samþykktin nær yfir, frá veturnóttum til loka vetrarvertíðar; þó má eigi frá því viku fyrir Jónsmessn til þess 12 vikur eru af sumri lóð leggja á hinum svo nefndu hraun- miðum í Faxaflóa, sem hér eru nefnd: 1. |>úfuáll. 2. Sandhali og Marfló. 3. Böðvarsmið. Brot á móti grein þessari varða sektum allt að 30 krón. (Skýring: 1. Álptaskarðsþúfa miðast við Akrafjall, og Reykja- borg við Lágafellshamra. — 2. Hamarinn á Hólabrú miðast þar til vestur Flá- skarð, og hins vðgar Sandhalahnúkur við Nes- stofu þar til Reykjaborg, eða svo kallaður klett- ur, ber yfir Bakka á Seltjarnarnesi.— 3. Hamarinn rainni miðast þar til dýpra Skarðið ber að Akrafjalli, og hins vegar Miðahnúkur yfir Nes-stofu, og þar til Reykjaborg ber yfir Bakka á Seltjarnarnesi. 2. gr. Enginn má af ásettu ráði leggja net yfir net ann- ars manns, heldur skal þess gætt að minnst 10 faðma bil sé á milli. Brot á móti þessari ákvörðun varða sektum allt að 20 krónum. 3. gr. Ef tilsjónarmönnum þykir þess við þurfa, skulu þeir skipa fyrir hver í sinni veiðistöðu, í hverja stefnu al- menningur skuli leggja net sín. Gildir sú skipun eigi lengur en mest eina vertíð í senn, og skal hana þá birta formönnum með vottum eða á annan jafngildan hátt. Brot gegn þessari skipun varða sektum allt að 10 krónum. 4. gr. Enginn má draga upp þorskanet á nóttu, frá sól- arlagi til sólaruppkomu, nema þau hjá almenningi í þeirri veiðistöðu hafi legið óhreifð í sjó meira en 2 sólarhringa, eða aðra brýna nauðsyn beri til. Brot gegn þessari ákvörðun varða sektuin allt að 50 krónum. 5. gr. Öllum þeim, sem til fiskjar róa, skal bannað að grýta í sjó grjóti því, er til seglfestu hefur verið notað, nema brýna nauðsyn beri til. Brot gegn þessu varða sektum allt að 10 krónum. 6. gr. Bannað skal að flytja háf í land, heldur skal rista hann á kvið, og kasta honum út, en þó má taka úr honum lifur alla. Brot á móti banni þessu varða sektum, er svara 5 aur. fyrir háf hvern, sera á landi er fluttur. 7. gr. Sýslumaður skal eptir uppástungu hreppsnefnda í hverjum hreppi skipa tilsjónarmenn í hverri veiðistöðu svo marga, sem þörf er á, til að halda vörð á því, að samþykkt- um þessum sé hlýöni sýnd. Skulu tilsjónarmenu þessir fá skipunarbréf frá sýslumanni og erindisbréf, er þeir eigi eptir að breyta. 8. gr. Kostnað við eptirlit á, að samðykkt þessari sé fylgt, skal greiða úr hlutaðeigandi sveitarsjóði, eða bæjarsjóði. — Úr bréfi frá Englendingi: «í landafræðiskveri handa böruum, sem eg sá í London í fyrra, stendur þannig um íslondinga: «£>eir eru óþrifin þjóð, og þvo sér aldrei úr vatni». fetta þótti mér hart að heyra, og á ferð minni í sumar til norðurlandsins gjörði eg mér far um að taka eptir, livað satt væri í þessu. Mér varð brátt full-ljóst, að dómur bókarinnar var bæði klúr og ýktur, eg sá íslendinga optlega þvo sér, enda er hreinlætið líklega eitt af því, sem miðar á- fram meðal landsmanna yðar. Samt verð eg hreinskilnislega að játa, að þeir standa töluvert á baki alþýðu í sumum öðr- um löndum hvað raargs konar þrifnað snertir, einkum alla brúkun gdðs vatns og góðs lopts — en af hvorttveggja þessu eiga þeir mikla blessun — svo og í meðferð á matvætum, með- ferð á líkama sínum, mcðferð á húsdýrum, og — ekki sízt — meðferð áúngbörnum. Eptir fornsögum yðar að dæma, hafa forfeðuryðar verið hin mesta skarts- og þrifnaðar þjóð; þeir hafa jafnaðarlega haft laugir og baðhús á heimilum, tíðkað sund og allskonar líkamaæfingar, fimleiki og leiki, sem allt eflir ekki einungis heilsuna, heldur og fjör, smekk, anda og lífs- gleði hvers manns og hverrar þjóðar. Handlaugar tóku menn þá ætíð fyrir og eptir máltíð og breiddu dúk utidir hvern disk, og sýnir það fegurðartilfinning alþýðu. Að hinir f'ornu almennu leikir skuli hafa dáið út hjá yður, er sorglegt, því ef nokkur þjóð þarf þess konar skemmtana við, þá eruð það þér. Eða, því eruð þér þau börn, að taka ekki slíkt upp aptur? Á Englandi eru nógar skemtanir, enda dagar lengri og bjart- ari en hjá yður, en láng beztar skemtanir vorar eru enn í dag þær sömu, sem feður yðar, hinir riddaralegu kappar og skáld, tíðkuðu: jeg meina allskonar veð- eða kappleiki, t,. d. glímur, hlaup, knattleiki, at, sund, skilmingar, skot, reiðir, lilaup. Hvað gjöra — jeg vil segja: hreppstjórar og helztu bændur eða þeirra synir þarfara á vetrum, þegar allt yðar fólk er, eptir því sem þér segið, nálega atvinnulaust hvort sem er, en að bjóða nábúum sínurn til slíkra funda á ís eða sléttum; ætti þá kvennfólkið eins og í fornöld að sitja hjá, °g geyma sigurlaun handa þeim, sem afrek innu í kappleikn- um. (Sigurlaunin mættu svo lítil vera sem vildu) Skrif- ið þér um þetta opt í blaði yðar! Að æfa líkamann, það er: lipurð hans, krapt, fegurð og fjör, það er meira vert en margur heldur, enda heyrir nú slíkt allstaðar til góðs uppeldis, Eitt af hinu leiðasta, sem jeg sá á íslandi, var meðferð á hestum, og í engu landi í heiminum sér maður þann ósið, sem bændur ykkar hafa þegar þeír flytja naut í kuupstað: þá binda þeir þau í taglið á hestinum!! Kunna þeir ekki að reka naut? eða sjá þeir ekki, hve háskaleg kvöl það hlýtur að vera fyrir hestinn, að draga ólmt naut, sem á alla vegu rykkir í hann að aptan? J>ví er ekki þetta bannað af yfir- völdum ykkar? Eins or ljótt að sjá host látinn þannig draga annan host, sem rykkir. Kunna íslendingar ekki að reka hesta?« Srýr alfúnffismaður var kosinn í Strandasýslu í f. m í stað Torfa sál Einarssonar: Kand. Björn Jónsson, rit- stjóri »ísafoldar». ________ (Aðsent). Miklir listamenn eru þeir heri ar Strandamenn og Skagfirðingar, er þeir velja tilþings: þarna kjósa þeir 2 — segi og skrifa tvo — skrifara landshöfðingjans. Aptur hafa bæði þeir og aðrir landar séð sköruglega fyrir því, að engin hræða skuli á þingi sitja, hvorki úr handiðna- né kaupmanna- stéttinni. Hrólfur. Jflannslát. •j- 8. þ. m. andaðist að J>ingvöllum við öxará séra <<iímon D. Beck, eptir viku sjúkdómslegu, 64 ára gamall (f. 1814). Hann var vígður árið 1840, en fékk Júngvelli 1844 og þjón- aði þeim til dauðadags; hann var og prófastur, í Árnessýslu um nokkurn ára tíma. Séra Símon var jafnan talinn sannur heiðursmaður, staðfastur mjög, hógvær og grandvar, skyldu- rækinn embættismaður og hinn mesti ráðs- og reglumaður í öllu. Jijóðmenntun. HvaS sé mark í mannlífs bygð? Mentun jöfn með frclsi trygð. Frchi, jafnrítti. fessi orð hafa hljómað allt í frá fæð- ingu þeirra manna, sem nú eru komnir af fótum fram, og alla þeirra æfi hefur heimurinn leikið á reiðiskjálfi sakir þessara hugsjóna. Huudruðum þúsunda saman hafa menn látið lífið fyrir þær. Og hver er árángurinn orðinn? Hann virðist flestum vera harðla lítill í samanburði við allt, sem í sölurn- ar hefir verið lagt. Leiðángur mannkynsins að marki full- komnunarinnar er lángur og strángur: óðara en ein borg er brotin, rís önnur við á næsta leiti; óðara en ein torfæra er

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.