Þjóðólfur - 15.11.1878, Síða 4

Þjóðólfur - 15.11.1878, Síða 4
124 unirin, tekur önnur við. ó má óhætt fullyrða,. að aldrei þessar fáu aldir síðan saga mannkynsins byrjaði, hefir verið jafnmikið (eða jafnvel helmingur) unnið og afrekað á einni öld, sem gjört hefir verið síðan fyrir 100 árum síðan, til efl- ingar almennu mannfrelsi, almennum réttindum, almennum hagnaði og almennri menntun. Að ýmsir efa þetta, kemur af engu öðru en þekkingarskorti, vérmegum trúa þeim semþetta sýna og sanna með sögunni. Og þó virðist svo—jafnvel sjálf- um þeim, sem sjá þennan sannleika og geta sannað hann — þó virðist sem mannkynið hafi aldrei á æfi sinni vantað eins allar umbætur og framfarir en einmitt nú: frelsismennirnir hrópa nm hlekki ogkúgun, verkmannastéttirnar um ójöfnuð og yfirgang hinna stórauðugu, mentunarskörungarnir um fávizku og hleypidóma, og trúmennirnir og siðvandlætarnir um guð- leysi og lesti. J>essi hróp og þetta stríð kemur ekki af því, að ástand þjóðanna sé lakara eða fari versnandi (nema ef til vill í einhverju sérstöku), heldur vaxa þessi hróp því meira, sem fremur gengur áfram, fyrir þá sök, að menn sjá því betur gallana, sem þeir hreifa meir við þeim, þjóðirnar íinna því fremur hvar skórinn kreppir, sem þær mentast betur, sem fleiri hlekkir hætta að binda þær. Mannkynið eygir því betur hið fjarlæga, fagra fullkomleikans takmark, sem sjón þess betur skerpist og skýrist á hinum sönnu gæðunum. J>egar menn bera saman hreifingar þjóðanna á þessari öld við sögu þeirra á liðnum öldum (ef hún er athuguð ájafnstuttum tímabilum), þá er eins og þá hafi allt legið í töfradvala, líkt og í sögunni af henni J>yrnirósu; að eins einstöku riddari kom fram, sem einhver dularfull heilög hugsjón hélt á sveymi, eða stöku ráns- menn og illþýði, sem vöktu óeyrðir hér eða þar, eða frömdu tröllskap og forneskju. jþjóðirnar sjálfar lágu í hálfdvala, kon- unglegir ránsmenn og páfalegir galdrameun héldu þjóðlíköm- unum og lýðsálunum í hlekkjum og hræðsludoða. þ>ó má svo segja, að ávallt hélt yfirborðið af þeim þjóðum, sem ekki féllu með Grikkjum og Rómverjum, því ljósi, sem þær í byrjun miðaldanna voru búnar að ná,— einkum fyrir hjálp hins mikla, heilaga ljóss, er korn eins og dagsbirtan úr austurátt, vér meinum kristinndóminn sjálfan; og þótt hann yrði að lokum fremur að töfraljósi en sannri birtu í trufii miðaldatímanna, hafa menn þó ekki skilið til þossa dags allan þann mikla mentandi og siðbætandi styrk,- sem hann veitir mannkyninu, — efalaust því fremur sem eflist meira. J>etta ljós glæðist og sjálft bezt í og með mentuninni, því mentunin er þess rétti farvegur. (Framh. síðar). þAIÍKARÁVARP. þegar dóttir okkar, f>óra, fór til Vigand Clausens, þá verzlunarstjóra í Ólafsvík, var hún fyrir ionan fermingaraldur, og hafði því eigi afiokið sínu kristindómsnámi. I’rátt fyrir itrekaðar áminningar sóknarprestsins og bænir okkar, fékk hún eigi að iðka kristindómsnám sitt, þó hún hefði nægar gáfur til þess. þannig komst hún yflr fermingaraldur, áður en hús- bændur hennar í hitt eð fyrra sigldu alfarin til Kaupmanna- hafnar, vildu þau þá fyrir engan mun sleppa þóru, og fengu því að taka hana með sér, undir því staðfasta loforði, að þau létu kenna henni og ferma? í Iíaupmaunahöfn. þelta loforð brást svo algjörlega, að í fyrra vor kom stúlkan aptur inn ( Stykkishólm með húsbændum sinum, alveg óuppfrædd I kristin- dómi og ófermd, orðin hér um 17ára. Urðum bæði við og hún þá svo heppin, að hún komst í sókn okkar háæruverð- uga prófasts, séra E. Iiúlds ( Stykkishólmi, og í næsta hús við hann. Þessi valinkunni höfðingi, sem er jafnkunnur að hrósvcrðri embættisalúð og mannkærleika, lók dóttur okkar að sér með föðurlegri umhyggju fyrir hennar sönnu velferð til lífs og sálar, og sigraði svo með sinni embættisröggsemi, árvekni og stöku kærleiksfullu alúð, þær mörgu hindranir, sem lagðar voru ( veginn fyrir hennar uppfræðingu og andlegu fram- för, að hún náði hjá honum heiðarlegri fermingu á næstl. vori. Af því við, sem játum, að það gagnaði ekki manninum, þótt hann eignaðist allan heinrinn, ef hann liði skipbrot á sálu sinni, viðurkennum, að velnefndur ágætismaður hefir þannig gjört meira sómaverk á dóttur okkar, og veitt okkur stærri velgjörning, en þó hann hefði gefið okknr eða henni stórgjafir, finnum við okkur knúð til,. að votta honum hér með opinber- lega okkar virðingarfyllsta og hjartanlegasta þakklæti. Eyrarbúð í Ólafsvík 7. október 1878. Guðleyfur Erasmusson og Sigriður BrandsdótÚT AUGLÝSÍNGAR — Hér með auglýsist, að þeir, sem eiga að gretða skuldir til verzlunar kaupmanns 0. P. Möller sáluga hér f bænum, eiga að borga þær til faktors N. Zimsens, sem einnig mun svara þeim út, er kunna að eiga hjá verzluninni. Skiptaréttur Reykjavikur, 8. nóvemb. 1878. E. Th. Jónassen. — Samkvæmt ákvörðun sýslunefndarinnar í Ivjósar- og Gull- bringusýslu á fundi þeim, er nefndin ásamt 3 mönnum kosn- um af bæjarstjórn Reykjavíkur kaupstaðar, álti með sér, 9. þ. m., auglýsist hér með, að almennur héraðsfundur vcrður hald- inn á bæjarþingstofunni i Reykjavik, þriðjudaginn 17. desem- bermán. næstkomandi, til þess að ra'ða frumvarp til sam- pykkta um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skip- um í Kjósar- og Gullbringusýslu, að Keykjavík með taldri, suður að Garðskaga, er þá var samþykkt á téðum fundi. Er þvf hér með skorað á alla þá, er lilut eiga að máli bæði ( Iíjósar- og Gullbringusýslu og ( Reykjavkur kaupstað, að sækja ofannefudan héraðsfund, til að taka þátt í umræðunum nm frumvarp það, er áður er getið, og lagt mun verða fyrir fundinn. Atkvæðisrétt á fundinum eiga samkvæmt lögum 14. des. f. á., 2. gr. þeir einir, er kosningarrétt hafa til alþingis. Skrifslofu Iíjósar- og Gullbringusýslu, 12. nóvember 1878. Kristján Jónsson. Wýprentað er: SÁLMALÖG með þremur röddum, ætluð til söngkennslu í skólum og á heimilum, eptir Jónas Helgason, útgefandi Einar jpórðarson (og prentað hjá hon- um); 1. hepti, inniheldur 24 lög (með 1. versi hvers sálms). Kostar .56 aura. Hepti þetta er vel vandað að útgáfunni til ogmjög hent- ugt fyrir almenning, sem leggur stund á söng, og hefir þeg- ar hér fengið góðar viðtökur. 0^=* Her með gef eg hinu heiðraða bœjarfólki til vitundar, svo og öllum öðrum út í frá, að eg hefi sezt að sem skósmið- ur í húsi verslunarmanns Veturs Bjerings her í bcenum. Eg hefi ncegilegt efni til handiðnarinnar, og mun eins gjöra við skófatnað, sem sauma að nýju — hvorttveggja fyrir eins sanngjarnt verð og svo ftjótt sem mer er unt. Lárus G. Ludvigsson, þann 15. þ. m týndist frá Fuglavík á Suðurnesjum 2 hross, nefnilega, hrysaa dökkrauð, með hvítri stjörnu framau í enninu, síðu tagli, og mark miðhlutað hægra og gagnbitað vinstra. Jarpskjóttur hestur, vel vakur, 7 vetragamall; mark grann- gjört: stýft hægra, bógaskjóttur, hvítur npp á lendina, brenni- merktur ( sumar á öllum hófum 0 N*'- þeir sem finna kunna eru vinsamlega beðnir að koma þessum hrossum til undir- skrifaðs á móti sanngjarnri borgun. Kefiavík 30. Oktbr. 1878. 0. Nordfjörd. — Á veginum frá Ártúni við Elliðaár innað Leirvogum laugardag'kvöldið 2. nóv. tapaðist reiðgjörð með koparhringjum. Hver sá sem téða gjörð kynni að finna er beðinn vinsamlega gjöra svo vel og koma henni til Kolbeins Eyólfssooar í Kollafirði eða til min Páls Einarssonar að Sogni í Kjós. — Týnst hefir á stakkstæðinu við Fischers hús skjóða með Dokkru flóneli, rauðu garni, skelplötutölum og perlum. Er beðið að skila þessu á skrifstofu þjóðólfs mót fundarlaunum. — Týnst hefir hryssa Ijósgrá, en þó nokkuð dekkri á lend, faxprúð og taglsíð, fremur lítil vexti, vel feit, svartur lagður var hnýttur í taglið ; mark standfjöður aptan vinstra. Sá sem hitta kann hryssu þessa er beðinn að koma henni eða gjöra vart við hana, að ívarshúsum til Sveins Helgasonar. — í réttum í haust var mér dregin hvít gimbur vetur- gömul með mínu marki sneitt fr. bæði og fjöður aptan bæði, en á kind þessari er undirben fram yfir mitt mark. þar eg ekki get helgað mér kind þessa getur réttur eigandi vitjað hennar eða andvirðis hennar. Tumakoti í Vogum 4. nóv. 1878. Pétur Andrésson. — Fjármark Brynjóifs Bjarnarsonar á Köldukinn í Holtum : tvírifað í stúf vinsta (heilt hægra). Afgreiðslustofa pjóðólfs: 1 Gunnlögsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson. Prentaöur í prentsmiðju Einars þórðaraonar.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.