Þjóðólfur - 28.11.1878, Qupperneq 2
126
indisbréfi þeirra, möttu úttektarmenn hátt á 3. þúsund kr.
virði í ofanálag á vitabygginguna, eða það, sem þeim þótti
ýmist ógjört eða vangjört við vitann. Jón ritari samdi síðan
við Lyders múrmeistara að fullgjöra bygginguna, þannig, að
reikningur bans færi eigi fram úr ofanálagsupphæðinni. pess-
ar nefndu 2—3000 kr., eða svo mikil upphæð, sem reikningur
Lyders kann að verða (minni), er þá fé, sem er um fram þá
upphæð, sem ráðherra íslands heimilaði til byggingarinnar, og
ákvað hann að alt, sem umfram yrði kostað til vitans, skyldi
verða byggjandans skaði.
Eins og kunnugt er, nam áætlunin samkv. Alþ.tíð. 1875,
I. 94: 26,000 kr., en þar í var meðtalinn ófyrirséður kostnaður
1261 kr. 35 a. svo og 788 kr., sem ætlaður voru handa þeim
sem lærði vitageymslu, en þess þurfti ekki við, þar vitavörð-
urinn, sem fenginn er, Arnbjörn Ólafsson, hefur fengið tilsögn
hjá forsmiðnum sjálfum. Ljóskerið sjálft með tilheyrandi á-
hölduin kostaði næstum 12000 kr., og lagði stjórnin það til.
Mælt er að hin áætlaða upphæð til sjálfrar byggingarinnar
(14000 kr.) muni ekki duga, en um það fáum vér enga skýrslu
fyr en í vor, að ráðberrann og hr. Rothe hafa gjört upp reikn-
inga sína.
Ý m i s 1 e g t.
Ferð til nmlirlicima. Hin síðasta skáldsaga Bul-
wers (Lord Lytton Bulwer), sem dáinn er fyrir fáum árum,
er nýlega prentuð og þykir merkileg, eins og flestar aðrar
bækur þess skálds. Sagan heitir: uhin komandi kynslóð»,
(the coming race), og er skoprit í líkum stíl sem Gullivers
ferðalag eptir Swift, eða Niels Klim eptir Holberg. Ungur,
auðugur og vel menntur Vesturheimsmaður er á ferð sinni um
Norðurálfuna að skoða námu eina mikla og djúpa. £>á vill-
ist hann, og veit ekki hvar hann fer, og loksins eptir langa
mæðu kemur hann aptur undir bjart lopt, og er þá kominn
í undirheima. þ>ar hittir hann mikla þjóð og merkilega. Taka
menn honum fálega í fyrstu, og þykjast fljótt sjá, að hann sé
þar hvorki í húsum hæfur né í kirkum græfur sakir lítil-
mensku; er honum þá fenginn vist með manni, sem hafði það
embætti á höndum, að annast gesti og nauðleitarmenn. fessi
maður átti dóttur, er Zee nefnist, hinn mesta kvennskörung
og. forvitru; hún kendi honum túngu þjóðarinnar og síðan
sögu landsins og siðu. Hans túngu nam hún á skammri
stundu, og skyldi hann ekki hverjum brögðum hún beitti til
þess, enda var hann mjög svo tornæmur á listir þjóðarinnar.
Zee sagði honum, að þjóð sín væri upprunalega komin úr
mannheimum, én síðan hefði hún eflzt og aukizt í þessu
landi, og fann hann og skildi, að allt fyrirkomulag, stjórn,
siðir og menntun þar í landi, var mjög frábreitt öllu, er hann
hafði vanizt. Allt fólk var þar mikln meira og fríðara en
annað fólk, hraustara og langlífara; þar lifðu allir á jurta-
fæðu eingöngu. Veðrabrigði eru þar engi, heldur er þarjafn-
hlýtt lopstlag árið um kring, svo og birta jöfn, enda er
æzta embættið í landinu fólgið í því, að stýra birtunni og
tempra hana, og þurfti til þess hina mestu íþrótt. Forseti
stýrir þjóðveldi þessu; engir embættismenn fá hér laun, því
allar sýslanir eru þar þegnar í sæmdar skyni en ekki ábata.
Vísindi og listir hafa þar náð afarháu takmarki. Loptsigl-
ingar kann þar hver maður, svo og vængjaflug; á þar nálega
hver maður sinn ham; þó er það sjaldan að giptar konur
noti hann, því að þær eru heimilisræknar mjög og hinar sið-
látustu frúr, enda er þroski og menntun kvenna hin mesta
þar í landi, og meiri en karla; þær hafa jafnt eða fremur á
hendi skólamál, heimspeki og skáldskap; er þar og enginn
siður að karlar ráðist að konum að fyrra bragði, óðara en
þeim lízt vel á einhverja þeirra, heldur eru það forn for-
réttindi meyja þar, að þær gefa sveinum fyrst undir fótinn í
tilhugalífinu; ferst þeim það og ótrúlega nett og hönduglega.
Sagði Zee að þossi siður væri byggður á því, að ástir og
hjúskapur væri nátengdara hjarta og hamingju konu en karl-
manns; slíkt efldi og lotningu þá, sem ungir menn ættu að
bera fyrir hinu fríðara kyni. í því landi eru einungis uppvax-
andi menn látnir vinna stritvinnu, og þó að eins til eflingar
líkamanum, enda þarf þar enginn að vinna erfiði, því hver-
vetna eru þar vinnuvélar, sem ganga sjálfar og gjöra hvað
sem heiti hefir. Hernaður heyrist þar aldrei; hefir þar
hver borgari staf í hendi, sem er furðusmíði mikið. Stafur
þessi er líkastur hljóðpípu, og verndar hann líf manna og
eignir, en engir kunna það vopn að bera nema landsmenn
sjálfir; eru í honum rafsegulefni afar-mögnuð og kynjaleg,
því sé stafnum beitt rétt, verður allt lifandi óðara en snortið
er að dupti; fyrir þá sök ræður þar enginn að öðrum með ó-
friði, og eru styrjaldir þar í hinni mestu óvirðingu. Trúar-
brögð eru þar mikil og háleit, en lítt eða ekkert gat gestur-
inn numið af þeim. Lög og réttarfar landsins var og afar
fullkomið ; drottnaði þar eigi einungis jafnrétti, heldur og
jöfn menntun, og enginn var þar stéttarrígur; sagði Zee, að
jöfn mentun fyrir alla væri aðal-augnamið stjórnarinnar, og
væru öll landslöginn miðuð eptir þeirri hugsun, þar sem at-
vik og eðli hluta leyfði.
Allvel undi gesturinn hag sínum á þessu Gósenlandi, en
mjög þótti honum hann lítilsmetinn, sá hann á flestra svip,
sem við honum litu, annað tveggja meðaumkun eða fyrirlitn-
ing. Allt um það varð hann þess skjótt var, að eigi all-fáar
konur renndu til hans hýru auga, og þóttist hann þó skilja,
að þær litu á sig fremur sem væri hann barn en vaxinn
maður. Zee, fóstra hans, lét honum fyrst í ljósi ást sína, en
hann gat með engu móti þýðst hana, svo þótti honum hún
standa hátt yfir sér að mannviti og þroska. Aptur leizt hon-
um ofur vel á dóttur forseta ríkisins, hún var kvenna fríðust,
en all-heimsk þótti hún þar í landi. fessi mær lagði og
þokka á hann, og lét það í Ijósi við hann. En skömmu síðar
gefur vinur hans einn honum þá vísbendingu, að ráðið hafi
heyrt kvis um þotta, og hafi mönnum koruið saman um, að
meina þennan ráðahag, enda þótt slík afskipti væri ósamkvæm
landsið; óttuðust þeir, að slíkar samfarir mundu hafa óheppi-
leg áhrif á erfingjana, þar eð hún væri kvenna heimskust en
hann hinn mesti óviti; varð það samþykkt þeirra, að undra-
stafurinn skyldi tekinn fram, og gestinum svo lítið á bæri
breytt í dupt. Leikslokinn urðu, að Zee kenndi í brjóstum
fóstra sinn og skaut honum leynilega undan, og komst
hann síðan klakklaust aptur til mannbeima. Eptir að hann
var heim kominn, gekk hann að eiga unga konu og fríða, en
samfarir þeirra urðu eigi betur en góðar; tók hann þá að
sakna undralandsins og fóstru sinnar Zee; ritaði hann þá
sér til afþreyingar þessa ferðasögu. Er það ætlan hans, að
þegar minnst varir, muni undirheima þjóðin birtast í efri
heimum og leggja þegar undir sig öll lönd, og fyrir því kall-
ar hann þá þjóð hina komandi kynslóð.
Uiiii i iiii björit. pótt birnir smasaman fækki í Nor-
egi, má þó enn lesa öðru hvoru fróðlegar sögur í blöðum þar
um viðureign veiðigarpa og þessara skæðu dýra. Nýlega lás-
um vér í sænsku blaði um þess konar rimmu, sem minnti
oss á Grettissögu, þegar Grettir vann híðbjörninn. þ>að var
einn dag í fyrra sumar norður á Sunnmæri, að smaladrengir
fóru að fé og fundu 11 kindur dauðar eptir björn, sem ný-
lega var korainn í byggðina. Hlupu piltarnir þogar heim og
sögðu til. J>að í þorpinu voru skyttur góðar (í Noregi eru
hvervetna skotmannafélög), og lögðu 6 þegar af stað og þar
að auki múgur manna til að horfa á. Svæðið var brött
hlið, vaxinn kjarrviði, klettar hið efra en íjörður undir, mátti
því auðveldlega kvía dýrið á hlíðinni. Nú sjá skotmenn þeg-
ar björninn, sem bæði var mikið dýr og ólmt, og komast þeg-
ar í skotfæri og særa hann á þrem stöðum, en þó hvergi á
hol. J>á kcmst björninn á hvarf og felur sig í hrísinu. Einn
af skyttunum hét Lars Olsen, ungur maður og vasklegur; bann
réðst inn í runnann, og rak björninn út á bersvæði; gæddi
hann þá rásina austur eptir hlíðinni, en Lars hljóp fyrir hann
og skaut kúlu framan á hann og hitti fótinn, féll þá dýrið
eða lagðist niður og heyrði Lars að það mundi dautt, en í