Þjóðólfur - 28.11.1878, Side 3

Þjóðólfur - 28.11.1878, Side 3
127 sömu svipan skautst bángsi fram og þrífur manninn, sem köttur mundi mús, og bítur um fótinn við ristina. Lars var í þykkum stígvélum og stóðu þó tennur dýrsins á beini, en sárs- auka kvaðst hann eigi bafa fundið sökum reiði og ákafa, voru nú félagar hans komnir i skotfæri, og kallaði hann og bað þá skjóta óvættinn, en þeir stóðu höggdofa og horfðu þegjandi á. «Jeg varðist nú — segir Lars í frásögu sinni — í ofboði og lamdi björninn heljar högg um höfuðið með byssunni en hann beit mig á víxl eða dró ofan lilíðina; við eitt höggið datt jeg yfir hann, og þreif um lcið í lurg hans og feldi; hann beit þá enn í sama fótinn; þá rakjeg byssuhlaupið tveim höndum í gin hans og gat losað lót minn, en hafði nær mist byssuna; því næst rak jeg hana í þunnvánga dýrsins svo hart að það datt á hliðina, en stökk þegar upp á aptnrfæturnar og vildi hremma mig; jeg sé stein mikinn við fætur mér, sleppi byss- unni, þríf hann og sendi í kverk birninum svo hart að hann steypist aptur á bak. þetta varð mér til lífs. í mesta skyndi stýngjeg kúlu í riffilinn og hæfi dýrið áður en það hafði apt- ur náð í mig; var það banaskot, enda dundi þá og annað skot, sem ófreskjunni hefði og ráðið að fullu». Sextán sár hafði Lars eptir björninn og stóðu öll á beini, og lá hann lengi rúmfastur eptir en batnaði þó til fulls. Byssuhlaupið bar og merki eptir fundinn, og var alt skorað og beglað eptir tönnur dýrsins. IVauta át á flii^laiuli, Svo er reiknað að 1 millíón nauta sé etin árlega í því landi, og þarf hér um bil fjórða hlut þess sláturs inn að flytja; úr Danmörku eru 50 þúsund uxar fluttir árlega til Englands, flestir til Húll, og etnir þar. Nú hafa menn fundið þá list, að flytja sláturkjöt ferskt svo langa vegu, sem vera skal, ýmist lagt í ís, eða á skipum með blásturvélar, sem halda kjötinn köldu og hreinu; verður fyrir því bráðum hætt að flytja lifandi pening milli landa, enda hafa þeir farmar einatt ollað sjúkdómum og, tjóni. Fompeji, hinn frægi fornstaður, sem árið 78 e. Kr. varð undir hraunflóði úr Vesúvíusfjalli, er nú — eins og kunn- ugt er — uppgrafinn og sumpart byggður aptur; standa þar víða lieil hús og stræti. í haust var þar opnað til leika fornt leikhús, er maður að nafui Marcus Quintus Martins átti. Sá sem nú á leikhús þetta auglýsti þannig er það skyldi opna: «1 kvöld á að opna aptur hús þetta til leika eptir að það hefir hvílt sig óbrúkað 1800 vetur. Vona jeg að hinir heiðr- uðu borgarar þessa bæjar sýni mér sömu velvild og þeir ávallt sýndu fyrirmanni mínum, herra Mareus Quintus Martius». Bréíin hans Bismarks. Bismark á bréfasafn eitt sérstakt; það eru skamma- bölbæna- heitinga- og heiptar bréf, hólmgöngustefnur og særingar, sem hans pólitísku kunn- ingjar hafa verið að smá gleðja hann með. í stað þess að í venjulegum brjefum stendur: «elskulegi, háttvirti tryggðavin! Guð gefi að þesssar fáu línur hitti þig heilan og hressan», o. s. frv. stendur þar: «þjjóðkúgari, þrjótur, bölvaramenni! 10 heiðursmenn hafa staðiáðið að drepa þig — kúlur, knífar, eitur, allt er á reiðum höndum; um undanfæri er ekki að tala». í einu af þessum vinabréfum stendur í eptirskript: «Að kona þín verði drepinn líka, er ekkert spursmál». Forn^ripasafnlð. Herra kaupmaður fí. steincke á Akureyri hefir gefið forn- gripasafninu þessa hluti 18. júlí 1874: 1. Tveir silfurslcyldir gyltir, vega 6 lóð 3 kv.; þeir eru ferskeyttir og 2 þuml. á hverja hlið, báðir jafnstórir, rammi er utan með, sem skiptist í tvo snúninga, en lægra verk ímilli; þar fyrir innan er grunnurinn sléttur; á öðrum skyldinum er Kristur á krossinum og Jóhannes og María til hverrar hliðar. Á hinum er Kristur í miðið með kórónu á höfði og staf í hægri liendi, til hægri hliðar er Pétur með lykilinn, til vinstri er Jóhannes?; heldur hann á einhverju sinu í hvorri hendi, sem ekki verður séð með vissu, hvað á að þýða. Myndirnar eru hálfmyndir {«basreliefs«); búningarnir líkjast rómverskum, «toga« að yfirhöfn og síður kyrtill undir «tuniga«. |>essir gripir eru mjög einkennilegir og engir þeim líkir hér á safn- inu, er því ekki hægt að ákveða með vissu til hvers þeir liafa verið hafðir fyr en fleiri kynnu að koma til samanburðar, en þeir munu varla vera yngri en síðan um siðaskiptin; mér er nær að halda, að þeir upprunalega ekki hafi verið gjörðir til að hafa á neinn kvenn'oúning, heldur á einhvern hátt við guðs- þjónustuna; «brjóstkringlur» — sjá Völundarkviðu, vísu 24.; «kingur», — sjá Afbildninger for nordiske 01dsager» af Vor- saae, Kh. 1854 bls. 81, og líka 1859, bls. 95, 96—97 — eða möttuls eða axlarskyldir eða hempuskyldir—hafa þeir ekki ver- ið, slíkt var jafnan kringlótt eða aflángt, á belti geta þeir heklur ekki hafa verið hafðir, það sýna kengir sem verið hafa undir öðrum á 2 hliðar, og síðar teknar burt, hefðu þá mynd- irnar hlotið að vera lángsetis; tvö göt hafa verið boruð íhvert horn á þessum skjöldum, en auðséð að það er gjört síðar. 2. Silfurspónn (skeið), með krínglóttu blaði, skaptið er breitt næst blaðinu, þar á mannsmynd gylt, aptur er skaptið snúið, og gyltur hnappur á með engilshöfði með vængjum, aptan og framan, vegur 3 lóð. 3. Silfursvuntuhnappur, gyltur, flatur (kápuhnappur), með stórgjörðu víravirki, vegur 2 lóð 2 kv. 2 ort. 4. Jprír beltis- eða laufaprjónshnappar — einn með laufi, vega 1 lóð 3 kv. 2 ort. 5. Tveir minni úr «prinsmetal». 6. Hjónaskál (bræðraskál, sem herra Steincke kallar) í botninum að innan stendur: B. I. D. 1660; hún er meðtveim- ur handarhöldum, lítið eitt aflöng, skiptist í 8 útskot eða hvolf, safnið á aðrar 2, önnur skiptist í 6, hin í 4, allar af líkri gjörð, með hálf-gotnesku lagi. Af hjónaskálinni áttu brúðhjónin fyrst að drékka, og síðan allir boðsgestirnir, því kvað Leirulækjarfúsi: «Brúðhjónabollinn berst að höndum mér», o. s. frv. þ>essar skálar taka hér um bil 'U pela. J>essi vegur 3 lóð 2 ort. 7. Tveir litlir víravirkishnappar, vega 2 kv. 8. Hólkur, eða húa af staf, úr nýsilfri með manna- myndum utan á. pannig hefur þessi heiðursmaður gefið safninu í einu fyrir utan hlutanna gildi, sem gamlar menjar. J>ar að auki hefir hann áður gefið 14. júlí 1873 hellusöðul drifinn, með ártali 1870. Frú Póríður Sveinbjarnardóttir Kúld í Stykkishólmi hefir gefið forngripasafninu 31. Júlí 1877 silfursprota gyltan af gömlu belti og hringju með hringjustokknum við, vegur 7lU lóð, allt heilt og óskemt eins og það upprunalega liefur verið smíðað, sprotinn og hringjustokkurinn eru með englamyndum í miðju, og því gamla hringavíravirki í kring, hringjan er með upphleyptum rósum, aptan á sprotanum er haglega grafin rós, og I. M. D. innan í; hringjustokkurinn er með laut að framan til að festa viö púng, sem konur báru við beltið, sem þá var títt; verkið á þessu er mjög gott, og lítur út fyrir ekki að vera yngra en frá 16. öld; gripir þessir eru að minsta lagi 25 kr. virði, og eru komnir í eigu frú J>óríðar frá Vogi á Mýrum. Sama hefir 2. oktbr. gefið: 2 gullborða, baldýraða, að sögn frá Oddakirkju, af hökli, þeir eru 2'U þuml. á breidd, og hafa auðsjáanlega verið kliptir í sundur að endilöngu, og verið þannig helming breiðari; þessi baldýring er að því leyti ein- kennileg, að milli blaðanna er líka allt gullsaumað; borðarnir hafa síðast verið hafðir á treyju. Einar Jafetsson, verzlunarstjóri í Reykjavík, hefir gefið safninu 13. marz 1878 10 kr. í peningum. * * * Skýrsla yfir safnið nær fram undir árslokin 1870; síðan hafa mörg hundruð númer aukizt við, bæði keypt og gefin; skal nú hér getið í fám orðum þeirra, sem mest hafa gefið; hinir sem færri eða einstök númer liafa gefið, eiga sjálfsagt sömu viðurkenningu skilið, en við getum ekki komið því við að sinni að nefna þá. 1870, 15. júlí Sœmundur Guðmundsson á Hvolfsstaðahellir 7. nr. 1873, 14. júlí Jónatan Porláksson

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.