Þjóðólfur - 28.11.1878, Síða 4

Þjóðólfur - 28.11.1878, Síða 4
128 á fdrðarstöðum, 12 nr. S. a. Jón Jónsson á Múnkaþverá, hreppstjóri, 12 nr. 1873, 27.ágúst I’orleifur Jónsson, fyrrum prófastur í Hvammi, 7 nr. 1874, 29. sept. Jón Guðmundsson á Munaðarnesi í Trékyllisvík á Ströndum 11 nr. 1875, 18. fobr. úr dánarbúi Sigurðar málara 8 nr., ánafnað safninu með bréfi frá honum, afhent af herra E. Egilsson í Kvík. 1875, lö.júlí sira Helgi Sigurðsson á Melum 7 nr. 1876, 9. júlí Porsteinn Porsteinsson á Upsum, 9 nr. 1876, 9. júlí Einar Guðmunds- son á Miðvogi, Borgíirðingur, 10 nr. 1876, 15. okt. Sveinn búfrœðingur, 22 nr. 1877, 9. okt. sami, 1. útskorið drykkj- arhorn með rósum og ártali 1743. 2. möttulsnál úr bronsi. 3. skærakinn úr járni, ryðguð. Brúarfundinum skal síðar nákvæmlega lýst, hann er frá |>orsteini bónda Narfasyni á Brú í Biskupstúngum, og einnig öðrum hlutum, sem gamlir eru, eiukanlega vopnum, eða það sem við kemur búningum, eða sem fundið er í fornum dysj- um. Hólaábreiðunni skal einnig lýst, hún er keyptur gripur. Reykjavík, 23. nóv. 1878. Jón Arnason. Sigurður Vigfússon. þAKKARÁVAltP. — Norðdælingar — hreppsbúar minir — hafa auðsýnt mér mikln stærri velgjörninga en svo, að eg megni að endurgjalda þá, því vil eg með línum þessum opinberlega láta í Ijósiviður- kenningu mína, og innilegustu þakkir til þeirra, fyrir gjafir þær er þeir óverðskuldað hafa veitt mér, á ýmsan hátt. Eg ímynda mér að þeim sé eigi þént með því, að eg nafngreini þá alla, eða telji upp gjafirnar; hitt mundi þeim meiri ánægja eins og öðrum ærlegum mönnum, ef eg gæti sýnt það í verki að eg vildi bjarga mér sjálfur, svo að guð og góðir menn vilji hjálpa mér til þess. Iíróki í Norðurárda! 1. nóvbr. 1878. Jón Helgason. AUGLÝSÍNGAR — Hér með auglýsist að þriðjudaginn 17. desember næst- komandi verður ( verzlunarhúsum kaupmanns O. P. Möllers sáluga hér 1 bænum við opinbert uppboð seldur ýmislegur búnaðarvarningur svo og nokkuð af salti. Uppboðið byrjar kl. 10. f. m. Söluskilmálar auglýsast á uppboðsstaðnum. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavik 21. nóvember 1878. E. Th. Jónassen. — Hér með auglýsist að föstudaginn 20. desember næst- komaudi verður við opinbert uppboð, sem haldið verður í þinghúsi bæjarins seldar ýmsar góðar bækur tilheyrandi dán- búi Gísla skólakennara Magnússonar. Uppboðið byrjar kl. 10l/s f- m. Skilmála fyrir uppboði þessu birtast á uppboðsstaðnum á nndan uppboðinu. Skrá yör bækurnar verður til sýnis á skrif- stofu bæjarfógeta vikuna fyrir uppboðið. Skrifstofa bæjarfógela í Reykjavik 21 nóvumber 1878. E. Th. Jónassen. — Hér með auglýsist að föstudaginn þ. 27. desemb. næst- kom. verður við opinbert uppboð i húsum kaupmanns 0. P. Möllers sáluga hér í bænum selt mikið af góðum bókum á ýmsum tungumálum tilbeyrandi dánarbúi téðs kaupmans. Uppboð þetta byrjar kl. IO'/í f. m. verða skilmálar fyrirsöl- unni anglýstir á uppboðsstaðnum. Skrá yfir bækurnar verður til sýnis á skrifstofu bæjarfógetans viku á undan uppboðinu. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík 21 nóv. 1878 E. Th. Jónassen. — í landareign bæjarins nefir nýlega fundist hvftt lamb dautt úr bráðapest, með marki: Hvatt (hálft af framan?) hægra hálft af framan vinstra, og með 2 svörtum lögðum öðrum í herðakambi og hinum á mölunum. Réttur eigandi þessa lambs getur hjá mér fengið andvirði lambsins að frá dregnum kosln- aði fyrir þessa auglýsingu. Skrifstofu bæjarfógetans ( Reykjavík, 16. nóv. 1878. E. Th. Jónassen. — Samkvæmt ályktun þeirri, er gjörð var á almennum prentsmiðjufundi norður- og austurumdæmisins 30. ágúst slðastliðinn, auglýsist hér með, að prentsmiðja norð- ur- og austurumdæmisins er til sölu, þannig að hæstbjóðandi getur tekið við henni frá 21. júní næstkom- andi. þeir, sem kaupa vilja, sendi tilboð sín til mín sem oddvita prentsmiðjunefndarinnar. Laugalandi 7. nóvember 1878. Eggert Gunnarsson. — Shi|> til köIii : Sluppskipið «Fox», frá þórshöfn, 38 smálestir, bygt á Englandi, eirslegið ait að utan, sem þrjú síðastliðin ár hefir verið á fiskiveiðum við fsland, fæst til kaups með góðu verði, ef menn snúa sér til 0. P. Effersö í þórshöfu á Færeyjum. þórshöfn 19. nóvbr. 1878. O. P. Effersö. — Yfirfrakkar, frakkar, jakkarog allur ann- ar heldri manna fatnaður, er nú til sölu hjá mér — alt nýtt og mikið af hverju fyrir sig. Reykjavik 25. nóvbr. 1878. F. A. Löve. — Á stranduppboði á þingeyrasandi 2. d. nóvembermán. tapaðist með snöggum atburði peningabudda rneð 120—30 kr. í gulli, er voru í Ijereptsposa í fóðri í buddunni. Þar að auki voru f henni nokkrar (c: 10) kr. ( silfri. Af því eg er nokk- urn veginn viss, að einhver, sem á uppboðinu var, hefir fund- ið sjóð þenna, bið eg hann að halda honum til skila til mín hið allra-fyrsta, sjálfsagt móti hinum riflegustu fundarlaunum. Undirfelli 8. nóvbr. 1878. Hjörl. Einarsson. — Með því að eg hefi fastráðið, að fara utan með þessari gufuskipsferð og dvelja ( Kaupmannahöfn þangað til ( marzm. næstkom., þá gef eg öllurn skiptavinum mínum hér með til vitundar, að stúdent Ólafur RósenkraDS hefir tekizt á hendur alla reikninga mfna og innheimtur á skuldum, meðan eg dvel ytra, en Bjarna Thorarensen lærisveini mínum hefi eg falið á hendur að sjá um allt það, er að bókbandi lýtur og bóka og pappírs sölu. Reykjavik 25. nóv. 1878. Kr. Ó. Porgrimsson, bókbindari. 0(5|r' þeir sem kynnu að vilja fá vinnu eða njóta tilsagnar í húsasmíði við aðgjörð dómkirkjunnar í Ileykjavík, sem ( ráði er að byrji ( vor komanda, svo suemma sem veðrátta leyfir,— geta ( því tilliti bréflega eða munnlega snúði sér til Jahobs Sveinssonar í Reyhjavík. ÚSr f>e'r) sem v'Ua fá tímakenslu í námsgreinum þeim, er kenndar eru í barnaskólum, geta fengið slika tilsögn hjá mér með betri kostum en annarstaðar. Reykjavík, 25. nóv. 1878. Valdimar Ásmundsson. Alls konar handrit, bréf og reikninga endurrita eg gegn lítilli borgun. Valdimar Ásmundsson. — Jseir sem vilja eignast „stuttar rjettrítnnarreglur meB mátfræði- legam skýringum" samdar af Valdimar Ásmundarsyni og prentabar í Reykjavik 1878, geta fengið pær fyrir 50 og 60 aura bjá helztu bóka- sölumönnum hér á landi; en peir sem kynnu aðviljataka kver petta til útsölu, eru beðnir að snúa sér til prentara Bjarnar Jónssonar í Reykjavík. — Mig undirskrifaðan vantar síðan í haust rautt mertryppi tvævett, óafrakað, ennistoppslaust, mark: standfjöður fr. hægra, og bið og alla þá, sem hitta kynnu, að koma þvl til mín að Bjarnastöðum á Álptanesi. Magnús Oddsson. — Á næstliðnu hausti hefur til mln dregist grákápótt geld- iugslamb með minu marki, standfjöður framan hægra, biti apt- an vinstra. en þar eg ekki á þella lamb, má réttur eigandl vitja verðsins að frá dregnum kostnaði til undirskrifaðs. Bollastöðum í Flóa 13. okt. 1878. Björn þorvaldsson. — Á þjóðveginum á Rauðalækjarbökkum frá Alkötlustöðum upp undir Efri-Rauðalæk tapaðist ( haust koparstanga-beizli með snæristaumum, og er finnandi beðinn að skila því ann- aðhvort að Syðri-Rauðalæk eða til mín, að Stórumörk undir Eyjafjöllum, mót sanngjörnum fundarlaunum. Jón Jónsson. — Ilér með gjöri eg undirskrifaður vilanlegt, að í áformi er að byggja nýlendu á Laugarvatnsvöllum eða rétt hjá þeim, hvar af leiðir, að þeir menn, sem hafa að undanförnu fengið að á þar hestum sínum eða fengið þá til annara afnota eða landið þar í grend, geta ekki fengið það framvegis eða úr því fardagar eru komnir 1879; verður það þvf af minni hálfu öll- um öðrum óheimilt frá nefndu timabili utan níbýlis-bóndanum sjálfum. Laugavatni 14. nóv. 1878. Eyjólfur Eyjólfsson. — BarnalðBrdómsbók prestaskólak. U. Hálfdánar- sonar er nú alprentað, og er til sölu hjá mér. Reykjavík 26. Nóvember 1878. Einar Pórðarson. Afgreiðslustofa pjóðólfs: í Gunnlögsens liúsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jocliumsson. Prentaður í preutsmiðju Einars pórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.