Þjóðólfur - 30.11.1878, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.11.1878, Blaðsíða 2
132 haust, og kaupstaðir flestir vestra- tómir; lítur þar harðinda- lega út, enda bætist það við, að töður þykja léttar svo kýr mjólka illa. t Hinn 3. október andaðist að Keynivöllum konan Mar- gret Porkelsdótlir, móðir sira þ>orkels. Hún var fædd 6. nov. 1811 að Sólheimum í Sæmundarhlíð, dóttir forkels Jónssonar og Sigþrúðar Arnadóttur, og því alsystir rektors Jóns forkels- sonar. Hún giptist 1835 Bjarna Bjarnasyni frá Álptagerði. Bjuggu þau saman 34 ár og varð 14 barna auðið. Margrét sáluga var greindarkona, stilt og þolinmóð, hrein í hjarta og grandvör í hegðun og sannkölluð sæmdarkona í sinni stétt. V ý j a Island. Með þessu póstskipi barst oss heill hálfsvetrarforði af cFramfara.'i — (Hvað mun Nýlendingum geta þótt að rit- stjórn þess? Oss lízt ritstjóri «Framfara» hinn nýtasti, bæði frjálslyndur og fjörugur, og efum vér mjog, að þeir skipti um til batnaðar, ef þeir bola H. Briem frá) — Eptir því sem sjá má af blaðinu, leit þolanlega út með árferði og uppskeru í nýlendunni. En mikill — já, geysi-mikill virðist frumbýlings- skapur þeirra landanna þar veia, eða, við hverju er að búast? Félitlir eða félausir menn, og skuldugir, á nýbýlum, lítt yrktum, jí óruddu landi, langt, langt fyrir norðvestan jalla veröldina! Vér ætlum oss þó hvorki að aumka þá né hlæja að þeim, gjörðum vér það, gætu þeir goldið oss í sömu mynt. J>að er eugin þjóð til í heimi þessum, sem ekki mætti bæði gráta yfir og hlæja að. Hvað gildir hrós hinna gömlu ríkjanna, og hvað hinna úngu? Hin gömlu standa á gömlu viti og gamalli heimsku, hin úugu á nýju viti og nýrri heimsku — ef ekki allt er hið sama, því fátt er nýtt undir sólunni; að minsta kosti eiga menn jafn varlega að vegsama eða hreykjast yfir hinu gamla, sem hinu nýja; hið forna gull, sem margir þykjast sjá, er opt ekki annað en ellinnar mosa- litur. Ný stórkostleg breyting frá venju og hefð, er opt mjór, en mikils vísir, auk þess sem slíkar hreifingar fylgja æðra lögmáli en því, en vér í daglegu tali köllum frívilja. En — vér ætluðum ekki að rita heimsspeki. Sú stefna Fram- fara, að láta ekki hugfallast, heldur berast vel af og tala táp og kjark í hverja skræfu, líkar oss vel. Að vísu leynir sér með engu móti, að íslendingar þeir, sem þangað eru fluttir, grípa þar miklu minna hnoss en þeir hugsuðu, en úr því þeir eru þángað komnir, eru ekki nema tveir kostir fyrir höndum, annar er að örvingla og gefast upp, en hinn er að þreyta æfistríðið með nýjum dug og drengskap. Bæði Jón prestur Bjarnason — sem víst ekki er þeim ófyrirsynju send- ur — og Halldór Briem, hafa nýlega brýnt þetta skorinort fyrir löndum sínum, þeirra viðkvæði er: «nema þið verðið nýir menn, þrífist þið hér aldrei!». J>etta skiljum vér svo: í atvinnubrögðum og þjóðfélagsskap er Nýlend- ingum nauðugur einn kostur, að hætta að vera íslend- ingar en byrja að vera Vesturheimsmenn; að öðrum kosti er þeim dauðinn vís. Vér trúum því nú fastlega, að þeir lifi, já, eigi meiri sögu fyrir höndum en flestir ætla nú — vér meinum sem Vesturheimsmenn af íslenzku kyni, en ekki íslendingar. Að ímynda sér að íslenzkir siðir og málið með muni eigi smásaman týnast, enda þótt nýlend- an stæði nokkra stnnd, er fávizka; og að berjast fyrir því, væri hið skaðlegasta óráð. Smáþjóðir lifa stuttu lífi og opt- ast bæði veiku og erfiðu, og ef fáeinir menn ætluðu sér að hafa siði og túngu út af fyrir sig í hinni frjálsu, óðlátu Am- eriku — hvílíkur barnaskapur! Eitt, sem mest stendur oss íslendingum fyrir framförum, er vor lítilleiki; heimsmentunin getur ekki borið sig nema þjóðin sé svo stór, að hún t. a. m. geti borið bókmentir. Forfeður vorir gátu það að vísu, en hvernig? af því þá voru miðaldir, og af því öll norðurlönd voru þá ein þjóð ásamt þeim. Nú getum vér ekki fylgst með öðrum nema aðrir komi til vor og vér séum daglega að læra eins og skólabörn, og vér megum jafnvel bæta við og segja, að það er einmitt vor gamli, vegsamlegi gimsteinn, túnga vor, sem einmitt er þröskuldur í vegi fyrir oss, að geta fylgst með öðrum þjóðum, með því vér erum neyddir til að kosta bók- mentir fyrir oss sjálfa, en að eins fáeinir læra annara túngur. Að túngan sé dýrdripur fyrir sig, það er annað mál. Með þessu meinum vér ekki, að landar vorir vestra ættu að flýta sér að týna sem fyrst túngu feðra sinna. Nei, fari þeir var- lega, hún týnist þeim samt. J>eir eiga að læra og kenna börnum sínurn landsmálið sem fyrst og til fullnustu, en sitt gamla mál noti þeir meðan það vill lifa hjá þeim eða getur það. (Framh. síðar). AU GLÝSÍNGAR Hér með auglýsist, að yfirkennaraembættið við barnaskóla Isafjarðar verður laust 1. júní næsta ár. Laun yfiikennarans eru samkv. reglugjörð skólans dags 15 nóvbr. 1877 þúsund krónur á ári og að auki annað hvort kauplaust húsnæði í skólahúsinu, með þeirri kvöð að halda skólanum hreinum og leggja í ofna án sérstaks endurgjalds, eða hundrað krónur í húsaleigustyrk. Kennslan byrjar 1. sept. Yfirkennaraembætt- ið verður þeim einum veitt, er tekið hefir embættispróf í guð- fræði og getur orðið prestur á íslandi. Bónarbréf um em- bætti þetta, rituð af sækjanda sjálfum, verða að sendast bæ- arstjórninni á ísafirði í frankeruðum bréfum, eigi seinna en með pósti þeim, er koma á til ísafjarðar í miðjum maímán- uði næsta ár. ísaiirði, 8. nóv. 1878. Bœjarstjórnin. — Eigi alls fyrir löngu stofnuðu úngir menn á Langanesi í pingeyjarsýslu félag til framfara í söng. En með því að félagsmenn vantaði þekking á ýmsu, er þar að lýtur, leituðu þeir sér upplýsíngar hjá herra Jónasi Helgasyni, organleikara í Beykjavík. Sendi hann félaginu að gjöf allmörg exemplör af söngbæklingum þeim, er hann hefir út gefið, og gaf félags- mönnum þar að auki ýmsar góðar leiöbeiningar, er allt sam- an kom þeim að góðu lialdi. Fyrir þetta kunna félagsmenn herra Jónasi Helgasyni hinar beztu þakkir. Langnesingur. — Miss Cherrington hefir fyrir milligöngu frú Sigríðar Magnusson í Cambridge sent vinnusjóð lieykjavíkur 36 krón. Fyrir þessa miklu og höfðinglegu gjöf. vottum vér hér með nefndri Miss Cherrington okkar innilegasta þakklæti. Forstöðunefndin. — Um íslenzkan faldbúning með myndum eptir Sigurð málara Guðmundsson, er búið hefir undir prentun og útgefið frú Guðrún Gísladóttur á Steinnesi, fæst keypt hjá forstjóra barnaskólans í Beykjavík H. E. Helgesen og kostar 3 kr. 30 aura í möppu, en 2 kr. 80 aura möppulaust. Uer með pakka eg skiptavinum mínum fyrir gó8 samskipti, petta nær pví útlíðanda ár, og læt pá um leið vita, að eg nú hefi auk allskonar prentpappírs, margar tegundir af skrifpappír, og kostar bókin (24arkir) frá 22 til 72 aura eptir gæðum og stærð; pappírstegundirnar eru: Bi- cupa, Propatria, Concept, kardus- og póstpappír af ýrnsum stærðum, pess utan hefi eg umslög (Convolutter) af mismunandi stærðum. Verðið á pessum pappírstegundum mun reynast eitt hið bezta, sem hér á landi er fáanlegt. Reykjavík 28. nóvember 1878. Einar Pórðarson. — Úr pakkhúsi J. Zimsen hefir horfið poki með nýjum poka í, tóbaksbita og skjóðu með ýmsu dóti. J>essu er beðið að halda til skila, strax þegar finst, á skrifstofu pjóðólfs. — Misprentun í síðasta blaði bls. 127, 2 dálki, línu 37. að ofan: «þannig hefir þessi heiðursmaður (B. Steincke) gefið safninu í einu fyrir utan hlutina sjálfa». pað átti að vera: «Pannig hefir heiðursmaður pessi gefið safninu 17 lóð 3 kv. 2 ort. í einu», o. s. frv. Afgreiðslustofa þ>jóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og áhyrgðarmaður: Matthías Jochumsson. Prentaður í prentsmiðju Einars pói'ðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.