Þjóðólfur - 15.02.1879, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.02.1879, Blaðsíða 1
31. ár. Kostar 3kr. (erlendís 4kr.), ef borgast fyrir iok ágústmán. Reykjavík, 15-febr. 1879. Sé borgað að haustinu kostar árg. 8 kr. 25 a., en 4 kr. eptir árslok. 5. blað. Heiðrilðu Slinnlenzku fiskimenn! undir drengskap yðar Og dugnaði er margra manna líf og velferð komið; undir framförum yðar sjálfra eru framfarir alls landsins að mörgu leyti komnar; hörð og háskafull er yðar lifsköllun, en hún er helg og hraustum sæmaudi: hinn lirjóstrugasta hluta landsins eigið þér að næra með yðar handafla. Landið er fátækt, en auðugur og undra fagur er hinn mildi akur sjávarins, sem skip yðar plægja; af litlu svæði hans hafið þér opt uppskorið á ári arð, er samsvarar fullum fjórðungi alls landsins árlega meðal-afraksturs. Fyrir svo miklu pundi er yður trúað. Nú virðist náttúran boða nógan afla, gangið þvi guðsblessun á móti með goðum áformum, föstum samtökum, almennum og eindregnum ásetningi, að breyta eptir fiskiverkunarregl- um þeim, sem samdar voru og samþyktar í vetur á fund- ! inum í Eeykjavík 10. desember! Fylgið fast þessum reglum; öll yðar árvekni, allt yðar ómak og allur yðar tilkostnaður til þess, að allur almenning- ur gæti þeirra í bráð og lengd, verður yður margfaldlega endurgoldinn! Thorgrímsen kaupmaður á Eyrarbakka hefir látið prenta 200 expk af fiskiverkunarreglum fundarins 10. desember f. á. til útbýtingar meðal fiskimanna þar. Líka fær hver sem vill sömu reglur gefins á skrifstoíú pjóðólfs. 18. og 19. öldin. Samanburður þessara alda í «ísafold» mun að vísu mörg- um finnast fróðlegur, en þó vér þykjumst skilja, hvað vor fro'ði og fhogskarpi meðbróðir meinar, mun hætt við að almenning- ur leiði ekki alveg réttar ályktanir af röksemdum hans. pess- ar tvær aldir eru injög svo ólíkar; varla hefir nokkur öld í sögu lands vors af sér getið sér Ólíkara afkvæmi, og — vér bætum við — þroskameira en 18. öldin, sem var móðir vorr- ar aldar. Að visu liggja rætur þessarar aldarí flestum greinum hjá hinni, og því gjörir höf. rétt í því að telja fyrri hluta hinnar 19. með hinni 18. En berum land vort saman við sjálft sig árin 1779 og 1879! Aldrei var þjóð vor vesælli, aldrei sökk hún eins djúpt í eymd og volæði sem einmitt á þeirri öld, bæði á undan og eptir nefndu ári. Að vísu voru þá, eins og jafnan, nokkrir dugandismenn uppi, sem gjörðu hvað þeir gátu landinu til líknar; að vísu var þá einmitt að vakna í brjósti þess beztu sona hin sárasta tilfinning sorgar Og gremju vegna landsins; að vísu skapaði þá sem optar mikil neyð mikla menn, og varla hafa nokkrar þjóðhetjur elskað föðurland sitt með meiri trúfesti en þeir Eggert Ólafsson og Skúli fógeti. En hvernig var öldin, hvernig landið, samt? } hvernig seldust út flestallar tilraunirnar og «innréttingarnar»? * Árið 1779 afhenti Skúli «verksmíðarnar» höndlunarfélaginu, og «innréttinganna» blómatíð var á enda; tvö liöpp tilféllu þó landinu það sama ár: fjárkláðinn varð yfirstíginn, og það ann- að, að lærdómslistafélagið var setk á stofn. Árið áður var sauðfé afar-fátt á landinu, en þó «féllu bæði kýr og aðrir peningar, 0g menn dóu af sulti», segir Espólín, en veturinn eptir, 78—79, var góður, «frá nýári til einmánaðar»», en þó *varð peningur víða fóðurvani, og féll um vorið». Ekki er getið um mannfelli úr sulti það ár, en dálítið mannfall var og ekki í annála setjandi, því slíkt fylgdi þá nálega hverju ári sem votur sumri. Nei! 18. öldin er í fæstum greiuum löguð oss til aðdáunar eða fyrirmyndar, þótt fáar aldir megi vera oss nytsamari til fróðleiks eða minnistæðari. pað væri of mikið vanþakklæti við forsjónina, ef ver í alvöru færum að telja þá eymdar- og vanvirðutíð fremri þeirri sem vér lifum á. 17 Yér höfum opt heyrt löndum vorum borið á brýn, að þeir hefðu hugann heldur fastan við gullöld þeirra, «Gunnars og Geirs», hitter fágætt nýnæmi, að sjá einn vorn vitrastamann standa í Herkúles-veginum milli þeirra mæðgna, 18. og 19. aldanna_og, með lærdómshattinn í hendinni hnegja hinni fyrri en snúa hálfu baki við hinni síðari. Hvemig var varið ment- un alþýðu þá? Allur þorri hennar mun lengst af öldinni hafa verið mjög misjafnlega læs og lítt eða ekki skrifandi. Nú eru flestir menn og konur skrifandi, og allir læsir. Hvað leið at- vinnuvegunum þá? Voru alment byrjaðar búnaðar- ogjarða- bætur? Hvað leið sjávarútveginum og þilskipaveiði lands- manna? Allar framfarir vorra daga í þessum og fiestum öðr- um atvinnubrögðum bjuggu þá í heila fræðimannanná, eða þá þeim brá fyrir eins og snæljósi um vetrarnótt, ýmist í «inn- réttingum» stjórnarinnar eða í tilþrifum einstöku fyrirtaks- manna. Hvað leið þá afkomu landsmanna, í einu orði að segja? feir áttu nokkuru íleiri kýr en nú, og nokkuru- fleiri stórbú, en að öðru leyti stóð landsbúskapurinn á þeim mun veikari fótum, að allur samanburður hverfur. Eða var það alkunna ráð borið upp í gamni, að fiytja leyfar landsmanna suður á lyngheiðina jótsku? Hvernig bar sig þá mál vort og meðyitund? Flettum upp lögþingisbókinni frá 1779, oghvor- ugt mun leyna sér. Hvernig var verzlunin? Fullkomin á- nauð, þrátt fyrir Gottrúps-taxtann og það, að stjórnin stýrði henni. Hvernig var þá stjórn vor, og hvað leið þjóðréttindum vorum? ísland var þá, 1779, hin vesælasta nýlenda, sem þá var til undir sóliuni — «dependerandi» af dönsku einveldi, deytt og «demóralíserað» af dönskum okruruin. Hvernig get- ur nokkur maður nefnt nokkurn samanburð á þessum öldum, og gleymt stríði vorrar aldar og sigri í þeim efnum, sem nú voru nefnd? «Vera má, sagði Jón Loptsson við forlák helga, að páfinn í Eóm sé vitr maðr, en eigi er hann vitrari en vort foreldri». Víst voru þeir Skúli fógeti og aðrir skörungar 18. aldarinnar vitrir og miklir afkastamenn, en Jón Sigurðs- son og aðrir beztu menn vorrar aldar hafa líka verið vitrir menn og afkastað miklu — meiru en þeir Skúli, enda er nú önnur og betri öld. Vér viljum sem minnst fara í mannjöfn- uð, en víst hefir þessi öld mönnum á að skipa móti hverjum einstökum binnar fyrri aldar. £á voru að vísu nokkrir mjög vel lærðir menn uppi, enda voru þeir tímar jafnvel lagaðir til að framleiða einstaka fræðimenn, jafnvel polyhistóra, sem þeir voru ílla lagaðir til alþýðumentunar. Allt um það taka vís- indamenn vorrar aldar — þó vér hvorki teljum Magnús Ste- phensen, Finn Magnússon né Espólín — að voru áliti fram fræðimönnum 18. aldarinnar. Sveinbjörn Egilsson og Konráð Gíslason taka eilaust fram þeirn Jóni Ólafssyni og Gunnari Pálssyni, og hafi Finnur biskup verið fyrir sitt leyti lærðari en Jón Sigurðsson, hefir hvorki Finnur né nokkur maður ann- ar skrifað skarpara og hreinna um íslands sögu en Jón. Lærdómslistaritin og Kvöldvökur Hannesar biskups eru góð alþýðurit, en líka hin einustu, sem öldin gaf út og teljandi eru, og bæklingurinn «Atli», en skyldi vor bóka- og blaða- öld ekkert liafa í móti þessu? Skyldi hún ekki hafa 10 móti 1? £að er satt, þá voru samdar tvær beztu ferðabækur um ísland — á dönsku, en dr. Hjaltalín hefir samið fleiri rit um landið — á íslenzku, og íslendingum til miklu meiri upp- byggingar. þ>að eina aðal-atriði á þessum öldum, sem þolir samjöfnuð, er máske Uirhjan, eú mentun klerka þá og nú þolir þó engan samanburð. Átjánda öldin var íslands þýngsta—og vér vonum—seinasta reynsluöld. Allur þorri alþýðu drógst fram við heimsku, hrygð

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.