Þjóðólfur


Þjóðólfur - 15.02.1879, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 15.02.1879, Qupperneq 2
18 og sult, en ríkismennirnir — þeir voru «ríkir í héraði», miklu ríkari en vorir hálaunuðu embættismenn eru nú, en einnig ríkari að harðlyndi, ofmetnaði og ágirnd. Eptir vorri skoðun eiga islenzkir embættismenn ekki að vera höfð- ingjar, það eiga þeir bændur að vera og heita, sem eru skör- ungar í búskap, húss- og sveitastjórn; en embættis- menn eiga að vera embœttismenn, og annað ekki. Að öðru leyti skulu «öndverðir ernir klóast», þar sem rit- stjóri «lsafoldar» á við lagsmenn sína og sessunauta á em- bættis- og þingbekknum. En hvernig svo sem hann og þeir koma sér saman í þessum samjöfnuði, er alþýðu einsætt, að bera nefndar aldir aldrei svo saman, að hún gleymi að gefa guði dýrðina, og viðurkenna að þeir, sem nú lifa, liíi á betri og í flestu tilliti farsælli öld, enda gleyma þá ekki held- ur hinu, að af þeim, sem mikið er gefið, verður rnikils krafizt. J>að er gott að leita sér og öðrum að fyrirmyndum á liðnum öldum — miklir menn og góðir hafa jafnan uppi verið — en sína beztu fyrirmynd sér hver framfaraþjóð í sinni framtíðarvon, því þar sér bún eins og í sama spegli sína gömlu og sína nýju gullöld, sína horfnu og aptur fundnu Paradís. V erzlnnarmáliö. Grein vor í 2. nr. «þjóðólfs» þ. á. um verzlunarskuld- irnar, befur vakið «ísafold» til langra og voldugra röksemda um sama efni. Hvort þess blaðs skoðun í því efni er sann- ari eða framsett með minni hlutdrægni en vor, er bezt að aðrir dæmi um. Og sé svo, sem vér ætlum, að öðrum aðila málsins, sem sé verzlunarstéttinni, þyki sinn hlutur fyrir borð borinn, er henni víst ekki minna ætlanda, en að bera hönd fyrir höfuð sér. Yér skulum að eins brýna fyrir mönnum, að láta hvorki leiðast til hlutdrægni eða ofurkapps f þessu máli, þó þeir heyri blöðin í þessu, sem mörgn öðru, kenna eins og fjöldanum klæja eyrun. Vor skoðun á eðli og ástandi verzl- unar vorrar er í fám orðum þessi: hún er ekki nýlenduverzl- un, hún er eins frjáls og óbundin gagnvart lögum, sem nokkur verzlun hér I heimi getur verið ; hún er ekki heldur okurverlun, okurverzlun er hótfindnis-orð, sem enginn skilur, enda er hér enginn «taxti» né heldur «prang» , og allra sízt okurleyfi. Verzlun vor er frjáls, svo að hver sem vill gelur verzlað hér, hvort sem hann er íslenzkur maður eða danskur, kristinn eða Gyðingur, Tyrki eða heiðingi. En verzlun vor er vöruskiptaverzlun (bartering) á unninni vöru, langt að tluttri, móti hrá-vöru, sem vér seljum. Verzlun vor er lánsverzlun, innstæðulítil, óviss og peningalaus og að miklu leyti, sem stendur, 1 höudum danskra kaupmanna. í betri árum er verzlun þessi vel viðunandi hvað verðlag snertir, og að sumr- inu til stfgur verð á hinni innlendu vöru venjulega eins hátt og menn með sanngirni geta krafizt. Á öðrum tímum ársins en vor og haust, er verzlun hjá oss bæði lítil og óveruleg, þar bændur hafa hvorki vörur né peninga og kaupmenn litlar eða engar birgðir. Að landsmenn sjálfir ekki eiga verzlun sína, verður eigi öðru um kent en sjálfra þeirra fátækt og strjálleika. Að kaupmenn græða á verzlun sinni hér, er sjálf- sagt og eðlilegt, því án gróða stenzt engin verzlun, já, að þeir græði sem mest þeir geta, það er líka eðlilegt og gamall kaupmannasiður. Að taía um okur og kúgun kaupmanna, þar sem eins hagar til og hér, að vilja kenna þeim, hve mikið eða lítið þeir megi setja upp vörur sínar, hvað sé kaup- staðarskuldir og hverjum og hvernig þeir skuli lána, svo bændum sé betur borgið, það er barnaskapur og misskilning- ur, sem vekur úfbúð og elur hleypidóma og er blöðum vorum og þjóð tíl jafnlítils sóma og þrefið um «háu launin». Vér verðum aldrei «frjáls þjóð•>, fyr en sá rígur milli stétla, sem drottnar meðal vor, hverfur fyrir þeirri keppni, sem þeir kapp- ar sýna, sem með hver aunars fulltingi berjast fósturjörðu sinni til frelsis. llin innlendu verzlunarfélög hafa bezt kent oss að þekkja eðli verzlunarinnar hér á landi, og þeir sem kunna að ætla að vér tölum ekki nógu frjálslega eða þjóðlega um þetta mál, gjöra vel í að kynna sér eðli, ástand og arð slíkra félaga. Meðan lánsverzlunin er ekki niðurbrotin, meðan peningar ekki fást í hverri verzlun móti vel verkaðri vöru ; og meðan at- vinnuvegir landsins, efni og dugnaður ekki eflist og lagast, á meðan megum vér í næði keuna kaupmönnum um okur og kúgun. Peir hlæja að oss, en hagur vor batnar ekki neitt. það eru bændur og kaupmenn í sameiningu, sem verða að bæta öll vor verzlunarviðskipti; það eru þeir ( sameiningu, sem verða að koma á peningaverzlun, það eru þeir í sameiningu, sem verða að aftaka lánsverzlunina, og það eru þeir i sam- einingu, sem verða að skapa hér betri innlendan markað og innlendan arð af unninni sem óuoninni vöru. það sem næst liggur ( þessu efni er því ekki það, að kenna öðrum aðila málsinn um eymd vorrar verzlunar, heldur það, að innlendir vandi sina vöru, og selji hana ekki hærra en svo, að kaup- menn geti borgað hana með peningum, og hins vegar, að kaupmenn fylgi og sýni samskonar sanngirni í móti, en hvor- irtveggja í sameiningu finni upp faslar reglur til að takmarka lán og skuldir, helzt ( þá stefnu, sem bent er á ( 2. nr. þessa blaðs. IVýar uppjfötvanir. Sá, sem nú er frægastur allra ýngri hugvitsmanna er Edison, maður miðaldra í Bandarikjunum. Á fáum árum hefir hann uppgötvað ótal undra-vélar. Meðal þeirra eru merkastar: telefóninn, fónografmn og míkrofóninn. Telefón- inn er málþráður, sem ekki einungis flytur milli tveggja staða hristinginn, svo vélin, sem tekur, við rispi orðin, held- ur hljóðið sjálft. Á þennan hátt gera menn n'n heyrt hver anoars málróm, þó sinn sé í hvoru héraði. Fónografinn er ekki rafvél, heldur eins kona hljóðvél, sem talað erí, og sem tekur við orðunum og gefur þau aptur eins og skýrt bergmál, en þó ólík klettunum að þvi, að hún getur geymt bergmálið, ef «dregið er fyrir», þó menn vildu í þúsund ár. Ef þá er dregið frá, hieyptur sama hljóðið eptir sama tónstiga út úr vélinni aptur talandi sömu orð og f sama rómi sem áður var talað inn. List þessi er byggð á næmri hljómhimnu ( vélinni, sem má hreifa og stöðva eptir vild þess er á hana. Mlkró- fóninn eykur hljóðið (heyrnina) á sinn hátt eins og stækkun- arglerið stækkar mynd hlutanna fyrir auganu. Gangur mel- flugunnar eptir gleri heyrist gegnum þá vél eins skýrt og gangur hests á grjóti. Báðar hinar síðarnefndu vélar eru að sögn bæði einfaldar og ódýrar. Enn hafði sami hngvitsmaður nýfundið upp, er síðast fréttist, þá list, að skipta rafljósi, og láta það sem gaslog gjósa upp úr pípum, hvar sem menn vildu. Slík ljós hafa lítt orðið almenningi að notum til þessa. Aí þessari uppgötvun vænta menn stórkostslegs sparnaðar, þvf Edison lofar þvf, að óðara en uppgötvun sin komist á, skuli hver húsráðandi spara allan hávaðann af því fé, sem hann nú verji á ári hverju til Ijósbirtu. Aliir efnafræðingar, brugðu óðar við, þegar þeir heyrðu um þessa miklu uppgötvun, og fóru að reyna til að finna hana upp Iíka, (þv( aðferðina duldi Edison enn þegar síðast fréttist), en fæstum þeirra eða engum hafði tekist það nema að nokkru leyti. Með næstu skipum berast sjálfsagt meiri tíðindi um þetta. Einnig á voru landi hafa lengi hugvitsmenn fæðst—og dáið. Þannig hefir einn «ósigldur» Breiðfirðingur, Brynjólfur Odds- son á Rúfeyjum , fundið sjálfur upp leirkerasmíði, og er oss sagt, að hann muni ætla að leita styrks úr landssjóði til þess, að læra betur þá list. Helgi snikkari Helgason hér ( bænum hefir nýlega smiðað smá-organ (harmóníum), einn og að öllu leyti, eins og organsmiðir gjöra erlendis. Hljóðfærið þykir gott og að hljómfegurð og smlði að sjá nálega eins og 1 hin útlendu, þau sem vér liöfum séð. Hann kveðst treysta sér til að smlða og selja hvert af þeim hljóðfærum að 30 kr. ódýrara en jafnstór útlend orgön kosta, enda sparaðist þá og flutningskostnaður mikill. Ættu menn því að gefa þessu gaum, og panta hjá nefndum hagleiksmanni þau orgön, sem menn þurfa og hann kemst yfir að smíða. Vér efum ekki að landsstjórnin gjöri sitt til að hlynna að þessum og öðrum hagleiksmönnum, sem næg likindi eru til að muni efla iðnaðarframfarir landsins, enda þótt einka- leyfislögin frá síðasta þingi næðu ekki staðfestingu konungs. Reiö þóröax* kakala. J>að var seint nm haustið 1247, að pórður reið af Vest- Qörðum suður um land, og er hann reið vestur aptur um Borgarfjörð var Kolbeinn ungi Arnórsson kominn að norðan með 600 manna; reið hann þegar eptir |>órði með meginn flokkinn og elti hann út um Mýrar og allt vestur að «Vóðlum» (laungufjörum), þar bar J>órð undan. Sturlunga fer um það svofeldum orðum: 7. þ. 11. k. 25 bl. «kvam hann (þ>órðr) þar (í Fagrey) laugardaginn fyrir hádegi, þat var hinn næsta dag fyrir Andreasmesso, þótti þat öllum mikil furda ok varla dæmi til finnast at menn hefdu ridit hinum sömu hestum í einni reið af fingvelli ok til Helgafells í svo miklum úfærð- um sem þá voru. Pórðr reið fimmtadaginn um hádegi af Pingvelli, en lcvam til Helgafells föstunáttina er stjarna var í austri, þóttust þá allir þegar vita at |>órd mundi til nokk- urra stórra luta undan rekit hafa».

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.