Þjóðólfur - 24.03.1879, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 24.03.1879, Blaðsíða 4
32 myndir þær, sem Íiggja til grundvallar fyrir 1. og 3. frum** varpinu einkar góðar og fallegar, en samt sem áður þorum vér ekki að mæla með því, að fyrsta frumvarpið verði gjört að lögum, eins og það er orðað. Vér játum, að það mundi koma miklu góðu til leiðar, ef menn væri í hverjum söfnuði, sem væri prestinum til aðstoðar í því, að efla þar góða reglu, andlogar framfarir, uppfræðingu ungdómsins og í því, aðsam- lyndi og friður haldist á heimilum og meðal allra í söfnuðin- um. En þessir menn ættu, að oss finst, ekkert að hafa að sýsla með fjárheimtur fyrir prest og kirkju, því slík fjárheimta mundi illa samrýmast við hitt ætlunarverk þeirra eða jafnvel spilla fyrir allri viðleitni þeirra í æðri stefnu. Fjárheimtuna virðist oss eðlilegra að fela hreppsnefndunum á hendur, því slík veraldleg störf eiga miklu betur við þeirra verkahring. Einnig finnst oss ísjárvert, að gjöra nokkrum að lagaskyldu, að hafa þvílíkan starfa á hendi, sem mönnum þessum er ætl- aður, eða binda verkahring þeirra með lögum. Eins ætlum vér, að margir þeir söfnuðir muni vera, þar sem örfáir séu færir um að leysa þessi verk vel af hendi. Væri kirkjan öll ekki þjóðkirkja og bundin að ofan við grundvallarlög og vald- stjórn, væri hér öðru máli að gegna, en þar eð því er öðrn- vísi varið, og með því engum í nefndinni hefir þótt ráð, eða álitið tilhlýðilegt að benda með einu orði á þau náttúrurétt- indi hvers safnaðar, að eiga atkvæðisrétt við skipan presta, þá virðist oss réttast að raska sem minst verður, að neðan, því fyrirkomulagi kirkjustjórnar vorrar, sem nú stendur. Eðli- legast finst oss í þessu, að presturinn sjálfur reyndi til að út- vega sér þessa meðhjálpendur, þar eð hann má bezt þekkja sóknarbændur sína, hverir séu bezt fallnir til þess að efla andlegt gagn safnaðarins. Hvað nú 3. frumvarp minnahlutans snertir, þá er það, eins og vér sögðum, fögur hugmynd, og — vér bætum við — eðlileg réttindi, að söfnuðunum sé, þegar svo á stendur, gefinn kostur á að taka að sér fjárhald og umsjón sóknarkirkna sinna, 2. og 4. gr. frumv. virðist oss ætti að falla burtu, og eins hin 3. þ>að verður að vera komið undir samþykki kirkjueigandans eða ráðandans á eina hlið, og safnaðarins á hina, með hverj- um skilmálum söfnuðurinn skuli taka við kirkjunni afhonum, hvort hún skuli takast út eða ekki, hvort söfnuðurinn skuli taka sjóð hennar, ef til er, hvort söfnuðurinn skuli borga skuld hennar prestinum eða eigandanum, ef hún stendur í skuld til þeirra og íi. þvílíkt. Enn fremur virðist oss það sjálfsagt, að hér á landi, þar sem sptir nú gildandi lögum sú skylda liggur á stjórninni, að efla ákveðna trú, hijóti hver söfnuður, eigi hann að geta fengið umráð kirkju sinnar, að setja næga trygg- ingu fyrir henni og fé hennar og að biskupi megi tráa fyrir því, að dæma um, hvort sú trygging se næg eða ekki. Erumvarp þetta vildum vér því orða þannig: Frumvarp til laga um, að söfnuðir taki að sér umsjón og fjárhald kirkna. 1. gr. Bétt er að söfnuðir taki að sér öll umráð sóknar- kirkju sinnar, ef meiri hluti sóknarmanna þeirra, er til kirkju gjalda, óska þess, og eigandi kirkjunnar eða forráðamaður hennar er því samþykkur, og biskup gefur lof til þess. 2. gr. Söfnuðir þeir, sem taka að sér umsjón og viðhald kirkju sinnar, gangast undir allar þær skyldur áhrærandi kirkj- una, er hvílt hafa á eiganda hennar eða forráðamanni, ogskal kirkjan halda áfram að vera háð sama eptirliti og yfirstjórn sem áður. 3. gr. fegar söfnuður hefir fengið forráð kirkju, skulu þeir, sem fé gjalda til hennar, kjósa mann, er hafi á hendi reikninga kirkjunnar og umsjón yfir henni og fé hennar. Vér höfum nú yfirfarið þetta málefni, og látið skoðun vora á því og tillögur í ljósi, svo greinilega og hógværlega, sem oss var unt. Eins og allir sjá, ræður það miklu, hver afdrif þess verða á alþingi. Ættu þeir menn, sem láta sér það miklu skipta, og vit hafa á því, að hagnýta sér sem bezt þann tíma, sem enn er kostur á að nota, málinu til skýringar eða lagfæringar, áður en það kemur til þingsins úrslita. í þess- ari ritgjörð er að vísu lítið sem ekkert minst á það augnamið, sem þessi mikla tilbreytni eigi að stefua að, eða sé gjörð fyrir; ætlum vér, ef guð lofar, að rita síðar eitthvað um það; en eitt skulum vér að endingu taka fram, sem vakti fyrir oss, með- al annars, þar sem vér leggjum til að fækka minna presta- köilum, en nefndin hefir gjört, og það er sú ástæða, að útlit er fyrir og jafnvel vissa, að sú fæð á prestaefnum, sem und- anfarinn nokkurra ára tíma, hefir svo mjög krept að kirkju vorri, sú fæð virðist nú vera óðum að hverfa; sveinar lærðaskólans og þá um leið prestaefni iandsins, fjölga nú ár frá ári, þar eð fyrir nokkrum árum síðan töldust sveinar skólans einir 29, en nú ern þeir orðnir nær 100 að tölu. — Póstskipið <'Phönix», kapt. Abrosen, kom 20. þ. mán. og hafði liaft góða ferð, en ekki komizt frá Khöfn fyr en hinn 6. þ. mán. sökum ísa í Eyrarsundi. Afalmennum fréttum frá útlöndum visum vér til næsta blaðs, en getum hér hinnahelztu með fám orðum: friður yfir alla uorðurálfuna; sótt af'ar-voða- leg hefir geysað i suð-austur hluta Hússlands, og sóttvarnar- ráð þegar samin og sett til varnar henni af hálfu þjóðverja. Sama eða meira ólag, sem í fyrra, á verzlun og atvinnubrögð- um, bankahrun (einkum á Englandi) og virinuskortur viða. f Danmörku geysar enn sami ófriðurinn milli fólksþings og stjórnar og hægri mauna. 10. desbr. fékk Estrúp ráðherra kon- ung til að slita þinginu; hafði fólksþingið neitað að leggja töluvert ríkisfé þá þegar eyjarbúum þeim í Vesfindium, sem svartir menn brenndu fyrir í haust, og þá var frásagt í blaði þessu. Nýjar kosningar fóru fram í Danmörku 3. jan. þ. á. Á þýzkalandi þvkir kenna meir og meir harðstjórnar af hendi Bismarks, bæði innanríkis (einktim gegn sósialistum og kaþólsk- um) og utanríkis, og enn hala Danir kerit á hans hörðu knúum: með samþykki Austurrikisstjórnar strikaði hann 11. jan. út 5. grein Pragarfriðarins (þar sem Dönum var há- tiðlega heitið, að sá hluti Slésvíkinga, sem kysi heldur að fylgja þeirra forna landi, mætti danskur vera). þetla tiltæki vakti hina mestu gremju í Danmörku, enda fáum vér ekki bet- ur séð, en að þar sé sýndur hinn mesti ójafnaður — ofan á allar þær skapraunir og hrakningu, sem hinir þjóðræknu Slés- vikurbúar hafa þolað stðan 1864. Á FraTkklandi eru orðin for- setaskipti, Macmahon farin frá, en annar kominu í hans stað. í útlendum blöðum sjáum vér að þessir merkismenn, auk margra fleiri, hafa andast í vetur: C. F. Böttiger, skáld í Sví- þjóð; hann var tengdasonur Tegnérs ; Espartero, hinn gamli hershöfðingi Spánverja, nálægt níræður að aldri. í Khöfn hafa andast: G. Brock, hinn alkunni, skarpvitri málafærslumað- ur við hæztarétt, og C. F. Sörensen, prófessor, málari, sá hinn sami sem kom hingað með konnngi vorum á þjóðhátíðinni. Alice, stórhertogafrú af Hessen-Dramstadt, dótlir Victoriu drottn- ingar, var og nýdáin ; hún þótti mikið afbragð kvenna fyrir mannkosta sakir. í Færeyjum hefir gengið slæm tíð og afli enginn. í Ló- fætinum f Noregi var tekið að aflast með beztamóti. Um verð á íslenzkum vörum er daufur kurr í kaupmönnum; dún stóð þó lakast: á 9 kr. 50 a. pd. Útlendar vörur hafa þó þegar sumar fallið að mun við komu póstskipsins: rúgur úr 20 kr. niður í 16 kr., bánkabygg úr 30—36 kr. niður í 28 kr., mél í 18 kr. kaffi niður í 75—85 a. Innlendar fréttir. N.póstur kom 17. en v.póstur hinn 20. þ. m. Vetrarfarið heftr mátt heita gott hér á landi, þegar góan er undanskilin, þó hafa harðindi og jarðbönn síð- an fyrir vetur gengið yfir Pingeyjar- og víst uokkurn hluta Múlasýslanna, enda vorn menn þar kvfðafullir með fóður og skepnuhöld, ef svo héldist tíð til vors. Meðalfiskiafli við ísa- fjarðardjúp, en fremur títill undir Jökli. Hér við flóann er nú sem stendur hið bezta aflaútlit. Heilsufar hefir á ýmsum stöðum verið í veikara lagi, þó hvergi eins og á austljörðum; hefir þessi vet- ur, og einkum siðastl. haust orðið löndum vorum þar mikil revnslutíðy því hvergi urðu fjárskaðar f haust eins feykilega miklir eins og þar. Tveir kvennmenn úr Eyðaþinghá f Múlas. urðu úti í liríðarbil milli bæja á gamlárskvöld. í Fellnahrepp þar eystra fórst 50—90 fjár til jafnaðar á bæ. 10. jan, sál- aðist á Akureyri fröken Margrét Stephansdóttir, amtmanns Thorarensens. Nýdáinn var og gáfumaðurinn Sigvaldi Jóns- son á Bergstöðum f Uúnavatnssýslu. — Veitt brauá: Hallormstaður í Suður-Múlas. Præp. Hon. sira Sveini Níolssyni í Reykjavík. Afgreiðslustofa pjóðólfs: í Gunnlaugsens liúsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson. Prentaður í prentsmiðju Einars pórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.