Þjóðólfur - 09.04.1879, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.04.1879, Blaðsíða 1
31. ár. Kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), ef borgast fyrir lok ágústmán. Reybjavík, 9. apríl. 1879. — Póstskipið Phönix kom 20. f. m., en fór af stað aptur 27. Með því tóku far verzlunarm. J. Tkorarensen í Reykjaríirði, G. Thordahl úr Rvík, J. Möller frá Blönduósi og Einar Jónsson af Eyrarbakka, Sigm. Guðm. prentari og Jón Jónsson (úr Múlas. til Vesturheims). En með skipinu komu: Kr. 0. porgrímsson bóksali, Kr. Jónasson kaupm. á Akureyri, J. Guðmundsson kaupm frá Fiatey, E. B. Guðmundsson frá Hraunum (sem dvaldi í Noregi í vetur), og Friðrik Eggerz frá Borðeyri. ghipakoma og tíðindi. 20. f. m. kom hið 1. vöruskip, «Sigþrúður» með vörur til Fischers v., og 6. þ. m. «Draxholm», með vörur til P. C. Knudtzons v. Með því skipi komu dönsk blöð til 20. f. m. Með marzmán. hófst veðrátta mild og hagstæð í Danmörku. Friður þykir all-tryggur í Ev- rópu, eitis og stendur, og eins virðist sem vonir manna séu nú óðum að kressast viðvíkjandi verzlun og atvinnu; einkum þykir atvinnuhagur Bandaríkjanna í Ameríku vera á sýnileg- um viðreisnarvegi. Kyrt að kalla má heita á öllum ríkisþing- um, og tolllög Bismarks höfðu útlit til að komast á án þing- slita. Á þingi Frakka hafa verið viðsjár allmiklar, síðan Du- faure varð að sleppa ráðherraforsætinu, en Waddington tók við, °g leggja klerkar eg konungssinnar þjóðveldismönnum allar þær snörur, er þeir geta, enda hefir þingið sett þá hertogann af Broglie og hans vini sem landráðamenn á dagskrá. Á danska þinginu fer allt fram. vonsheldur friðlega, og gagnvart Prússastjórn heflr bæði stjórn og þjóð tekið þá hyggilegu stefnu, , að vega sem mianst með orðum, enda svegja að svo stöddu hv'ergi til, hvorki með tollsamninga né annað. Hertoginn af Connaught, sonur Victoríu drottningar, kvongaðist 13. f. m. Lovísu dóttur Karl Friðriks prins af Preussen; þykir það enn styrkja hin miklu vináttubönd milii stjórnenda þeirra stórvelda. Asíu-pestin (svarti dauði), sem vakið hefir svo mikinn ótta í vetur, er nú sögð yfirstígin og útdauð í Rússlandi. «Plet«- typhus sá, er ísafold segir að hafi verið kominn til Berlin, reyndist: prentvilla. Hörmulegur atburður stóð yfir á Ungaralandi: stórfljótið Theis, sem flæðir þvert yfir landið úr Karphata-fjöllum suður í Duná, hljóp yfir borgina Szegedin (með 80,000 íbúa) í miðj- um f. m. Eyðileggingu þessari er jafnað við hina voveifleg- ustu atburði mannkynssögunnar; bíðum vjer fréttaritara vorra að skýra gjör frá þeim stórtíðindum. Skáldið Björnstjerne Björnson hefir enn samið tvö leikrit, er refsa eiga siðuspillingu þessara tíma, heitir annað: «Det nye System», en hitt: «Leonarda». Fæst af hinum síðari skáldskap hans þykir jafnast við hinar fyrstu sögur hans og ljóðmæli. Hann hefir og í vetur staðið fremstur í óróa-stappi miklu í Kristianíu. Vill sá flokkur af nema samríkis-merkið (úníónsflaggið), og setja hið norska merki í þess stað; gengu töluverðar óeyrðir um það, er síðast spurðist. Björnson er eindreginn þjóðveldismaður, og sézt lítt fyrir. Áf þeim útlendu fréttum, sem ekki komust í síðasta blað vort, er helzt að geta þessa: vegur Frakklands þykir mörgum standa með miklum blóma. Macmahon lagði sjálfkrafa niður forsetadæmið 30. jan., og var kosinn forseti til 7 ára Jules Grevy (fæddur 1813), en til þingsforseta í hans stað var kos- inn Gambetta. Ráðaneytisforseti varð Waddington. Heitir nú svo, að þjóðvaldsmenn hafi fengið öll völd í hendur áFrakk- landi, en síðustu blaðaspár segja, að enn muni því fjærri fara, að sú þjóðstjórn hafi náð friði og festu. í Austurríki hefir mátt heita tíðindalítið síðan lokið var að ná Bosníu frá Tyrkj- - «m; hefir nú stjórnin sett þar n)'ja landsstjórn. Humberto 37 Sé borgað ab haustinu kostar árg. 3kr. 25 a., en 4kr. eptir árelok. 10. blað. Ítalíukonungi var veitt banatilræði í vetur með rýtingi, af ill- menni einu, er Passavante hét, og síðar var drepinn. Einn af köppum Garibalda og ráðgjafi konungs, hljóp fram fyrir konung, og varði hann með berum höndum; varð hann sár, en konungur lítt. fessu undu menn hið versta, því Humberto er hinn áttsælasti höfðingi og manna frjálslyndastur, eins og þeir langfeðgar hafa verið. Páfinn hefir látið einskonar bann- bréf út ganga í vetur yfir prótestanta og aðra óvini hinnar rómversku kirkju, og mælist það bréf illa fyrir. fó er páfi þessi talinn vitur maður og vel að sér gjör, enda þarf nu meira en meðalmann til að fylla «hið postullega sæti»; trú manna og lífsskoðun öll hefir, ef til vill, aldrei verið jafn- skelfilega á reyki, sem einmitt nú. í Arabíu hafa ránsmenn þeir, er Yahabytar nefnast, hafið uppreist gegn Tyrkjum, og rænt jafnvel hinar helgu pilagrímalestir (Karavana), nálægt Mekka og Medína; voru þeir ósigraðir, er síðast fréttist. Nú er í almæli, að ríkir Evrópu-Gyðingar kaupi Palestínu eð Gyðíngaland af Tyrkjum, og setji þar aptur Ísraelsríki. Á Egyptalandi hafa orðið óeyrðir; vilja bæði Frakkar og Eng- lendingar greiða Qárvandræði jarlsins, en hann þykir hafa beit( menn þeirra brögðum til þess að firra stjórn sína afskiptun þeirra. Hafa báðar hinar nefndu stjórnir sent þangað herski* í Bandaríkjunum þykir allur ríkis- og þjóðhagur fara óðum batnandi. Á ferð sinni til vesturríkjanna snemma í vetur, lýsti Hayes rikisforseti yfir því, að ríkisskuldirnar minkuðu stórum, og alment traust í viðskiptum væri stórkostlega að vaxa í landinu. Af helztu mannalátum skal geta þessara: C. F. Böttiger, skáld í Svíþjóð, tengdasonur Tegnérs biskups; Espartero her- togi, hinn níræði gamli þjóðskörungur Spánverja; faðir hans var fátækur vinnumaður; Alice, stórhertogafrú af Hessen- Dramstadt, dóttir Viktoríu drottningar, ein hin mesta ágætis- kona. í Khöfn létust í vetur: G. Brock, hinn alkunni mála- færslumaður við hæztarétt, og C. F. Sörensen, professor, mál- ari; hann kom hingað með konungi á þjóðhátíðinni. Á Færeyjum hefir verið slæmur vetur og illt til afla, en á Hálogalandi leit út fyrir hin beztu aflabrögð. — Vöruverð batnaði hjer drjúgum við komu póstskips- ins; rúgur féll úr 20 kr. í 16 kr., bbygg úr 30—36kr. í 28 kr., mél niður í 18 kr., kaffi í 80—85 a., sykur í 40 a. Fréttir iimJendar. Seínni hluta febrúar og til síðustu daga, gokk hörð og köld norðanátt, með 5—9° R. frosti; varð þá lítið stunduð aflabrögð hjer í veiðistöðunum, þótt nógur fiskur væri fyrir. Má svo að orði kveða, að flóinn liafi verið fullur af fiski, en til þessa hefur þess mjög misjafut notizt. Mestir hlutir munu vera komnir á suður- nesjum og í Garði, þar næst í Höfnum, en minni á Strönd og lítill á inn-nesjum. Aptur hafa margir mist net sín í norðanstorminum, og almenningur við það beðið stór-tjón. J>ó hefur annað mótlæti meira angrað almenning hér við flóann, en það er hin mannskæða lungnabólga, sem geng- ið hefur og gengur enn. Hefur þegar fjöldi manna andast úr henni, og þó hvergi að tiltölu fieiri en í veiðistöðum Gull- bringusýslu. í Strandar hroppi dóu 9 manns á 12 dögum eptir að sóttin kom þar fyrst. Er þar nú, auk annara, nýdáinn Steini Halldórsson frá Valdastöðum í Kjós, valinkunnur a.torkumaður og sæmdarbóndi. Hér í bænum eru og ýmsir menn nýdánir úr taki þessu, meðal þeirra Jorlákur bóndi á Bakka, greindar og ráðvendnismaður mikill, Olafur bóndi frá Fjalli á Skeiðum, og nú síðast Stefán Björnsson (gullsmiðs frá Gvendareyjnm á Breiðafirði) úngur verzlunarmaður, vellát-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.