Þjóðólfur - 09.04.1879, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 09.04.1879, Blaðsíða 3
39 skrokks, skal þó vera aðal undirstaða fyrir áliti matsmanna, þannig: að sem næst fari að nr. 1 sé hver sá skrokkur, er vegur frá 48 til 40 pnd. nr. 2 frá 39 til 32 pnd. og nr. 3 frá 31 til 24 pnd. Skrokkur sem vegur yfir 48 pnd. álízt ágæt vara Enginn dilkaskrokkur léttari en 24 pnd. skal tek- inn sem verzlunarvara, né af ám, sem mjólkað hafa það sama sumar. Skinn skiptast að mestu leiti eptir aldri sauðfjárins: nr. 1 eru gærur af 3 vetra sauðum og eldri, nr. 2 af 2 vetra sauðum og geldum ám, nr. 3 af veturgömlu fé, og nr. 4 af dilkum; þó geta matsmenn vikið frá þessu í einstökum tilfell- um, þegar þeim finnst sanngirni mæla með. Ekkert skinn léttara en 5 pnd. verður tekið, vigtin er miðuð við að ullin sé þurr. c. Verðmun á hvítri uli, skal hagað þannig, að nr. 1 verð- ur eins og ullin að undanförnu heifir verið að meðaltali, við hvern verzlunarstað fyrir sig, og verður borgað fyrir þá ull það verð, sem annars mundi hafa verið gefið fyrir ullina ó- aðskilda. Sú ull, sem er afbrags góð, nefnd «ágœt», skal borguð með 5 aurum meira en nr. 1. Mislit skiptist í 2 fiokka eptir gæðum, og verðmunur 5 aurar. Sú ull, sem svo er slæm, að hún ekki nær því að vera nr. 2 verður ekki tekin, og eng- in ull, sem eigi er vel þur. Haustull heldur ekki tekin nema sérskild og óblönduð með vorull. Verð á kjöti nr. 1, er 3 a. hærra en nr. 2, en aptur er nr. 3, 3 a. lægra. þ>að kjöt sem nefnist ágœtt (yfir 48 pnd.) verður borgað með 2 a. meir en nr l.1 2. a. Verðmunur verður gjörður á öðrum vörum eptir gæð- um eptir því, sem verzlunarstjórnar geta komið við og þeir álíta réttast, en um það dæma ekki matsmenn fyrst um sinn. b. Á þeim stöðum sem verzlunarstjórar eru fleiri en einn, skal hverjum þeirra stránglega fyrirlagt, að þegar einn þeirra fellir í verðieða «kasserar» slæma vöru hjá verzlunarmönnum, það^er að segja, þá vöru, sem matsmenn ekki dæma um, þá skal hann strax senda boð um það til hinna verzlunarstjór- anna, og má þá enginn þeirra taka þá vöru eða gefa hærra verð en í fyrstu var ákveðið. fessi samningur gildir í ár, fyrst um sinn til reynslu. Karpmannahöfn 27. Febrúar 1879. Tryggvi Gunnarsson. Munch Bryde. L. Popp. B. Steinclce. V. T. Thostrup. pr. pr. Örum fy Wulff. G. Iwersen. 1) f>á fylgir í samningnum 2. kafli, um daga pá, er skoðunargjörS niatsnWnna skuli fara fram, á hverjum verzlunarstað frá Djúpavogi og aorðvestur um að Blönduósi. Kitst. * * * fennan nýja samning tökum vér því fúslegar í blað vort, sem hann hljóðar um sama efni, sem svo mikið hefir verið rætt um í blaði voru, að korua þyrfti sem allra fyrst á hér á suðurlandi, og eru hér framsett í reglulegum samningi líkar skuldbindingar þeim, sem kaupmenn hér við Faxaflóa gjörðu á fundinum 7. desembermánaðar í vetur, að borga vörur eptir gæðum, o. frv. sbr. 2. tölublað þ. á. Jpjóðólfs. Vonum vér fastlega, að kaupmenn gjöri nú, ekki síður en bændur á sinn hátt, alt sem unt er, til þess að fá reglum sínum fram- fylgt með samtökum og krapti. Enn má það atvik hvetja áhuga kaupmanna og bænda, að samkvæmt réttarskýrslum frá Spáni, sem oss hafa verið sýndar þýðingar af, voru tveir skipsfarmar af saltfiski, er keyptir höfðu verið þar fyrirfram eins og bezti fiskur, felldur af eiðsvörnum matsmönnum niður í annað verð, sökum illrar verkunar og þar af leiðandi skemda. Nú lítur út fyrir, að mikill afli bjóðist almenningi hér á suðurlandi; ættu menn því meiri og öflugri gaum að gefa þeim uppörfunum, sem nú er verið að brýna fyrir öllum við- komendum, um góða vöruverkun, — uppörfunum, sem allsherj- ar nauðsyn hefir skapað og daglega fylgir á eptir. SKÝRSLA um tekjur og útgjöld prestaskólasjóðsins við árslok 1878. Tekjur. Kr. A. 1. Eptirstöðvar við árslok 1877: kr. a. a, konungleg skuldabréf . , 3100 » b, skuldabréf einstakra manna . . . 300 » c, í peningum hjá forstöðumanni prestaskól. 1 90 3401 90 2. Vrxtir til 11. des. 1878 .... 7 7 . . 136 » ~ 3537 90 Útgjöld. Kr. A. 1. Styrkur veittur: kr. a. a. Stúdent Árna þ>orsteinssyni ... 50 » b. — Eirki Gíslasyni......................50 » c. — Kjartani Einarssyni .... 33 » 133 „ 2. Borgað fyrir auglýsingu reiknings í pjóðólfi ! T 3 » 3. Eptirstöðvar við árslok 1878: a, konungleg skuldabréf.............3100 » b, skuldabréf einstakra manna . . . 300 » c, í peningum hjá forstöðumanni prestaskól. 1 90 3491 90 ~ 3537 90 Umsjónarmenn sjóðsins. SKÝRSLÁ gjöf Halldórs Andréssonar til prestaskólans við árslok 1878. Tekjur. Kr. A. 1. Eptirstöðvar við árslok 1877: kr. a. a, konungleg skuldabréf............. 1000 » b, skuldabréf einstakra manna . . • 1350 » c, á vöxtum í sparisjóði............. 14 70 d, í peningum hjá forstöðumanni prestaskól. 37 12 2401 82 2. Vextir til 11. des. 1878 ..................... 94 52 3. Innleyst af Skuldabréfum ................... 50 » 2546 34 Útgjöld. kr. a. 1. Styrkur veittur: , kr. a. a. stúdent Ólafi Ólafssyni................50 » b. — Kjartani Einarssyni . . . . 17 » 07 „ 2. Borgað fyrir auglýsingu á reikningi í jpjóðólfi . 3 » 3. Á móti 3. tölulið í tekjunum................... 50 » 4. Eptirstöðvar við árslok 1878: kr. a. a. konungl. skuldabréf................... 1000 » b. skuldabréf einstakra manna . . . 1300 » c. á vöxtum í sparisjóð................15 22 d. í peningum hjá forstöðumanni presta- skólans.............................. 111 12 2426 34 2546 34 Umsjónarmenn sjóðsins. Strand. 30. f. m. strandaði norskt vöruskip, peirra Snæb. porvaldssonar á Akranesi, nálægt pormóðsskeri, milli Akraness og Mýra. Skipið, 28 1, var hlaðið nauðsynjavörum; hafði pað fyrst hrakist vestur fyrir Jökul, en snúið pá við, og haldið hér inn flóann of vestarlega; harðviðri var á og slæmt skygni sakir frostpoku; sáu skipverjar sker fyrir sér og pektu, en í sömu svipan hjó skipið niður að aptan svo stýrið brotnaði; leituðu peir pá ráðs að setja undan, pví aflands-vindur var á, en stjórn var horfin, og bar skipið pegar eptir á sker, brotnaði og sökk. Skipverjar björguðust slyppir til lands á bátnum. Ilinn 64. afmælisdag'nr konnngs vors var að venju hátíðlega haldinn hér í bænum í gær með flagg- an, samkomum og minnisdrykkjum. Sátu embættismenn og fáeinir aðrir veizlu á sjúkrahúsinu, en fjöldi annara bæjar- manna höfðu samkomu um kvöldið í «Glasgow». Voru á báðum stöðum hin venjulegu minni drukkin og ræður fluttar, eins 0g andinn gaf hverjum inn að tala. Fyrir minni kon- ungs mælti bæjarfógeti Jónassen, fyrir minni íslands og Al- þingis Finsen landshöfðingi, fyrir Danmerkur minni amtmaður B. Thorberg, og fyrir landshöfðingja yfirkennari llelgesen, &c. Smávegis (flelst eptir enskum blöðum). — 1877 námu tollar og tekjur Englendinga, (í Evrópu) af tóbaki og áfengum drykkjum, helmingi allra ríkistekja, eða 40, 500, 728, pund. — 1 millj. 200 pús. pund, telst á Englandi sjálfu lagt handa almennum skólum, sem „ölmusur“ úr föstum sjóðum. — Atvinnuskorturinn er víða óvenjulega mikill í Norðurálfunni. í héraðinu Lombardíu á ítaltu töldust í haust 300 púsund kvennmenn, sem höfðu eina 80 aura í vikulaun. 80,000 manna varð að styrkja í 3 borgum norðar til á Englaridi í vetur. — pegar síðast var talið fólkið í Austurríki fundust par 183 karl- menn og 229 konur yfir 100 ára að aldri. — 1877 taldist svo til að 2 menn hefðu druknað á dag kringum strendur Englands, en 7 menn á degi hverjum (að jöíriuði) í enskum ám, vötnum og sýkjum. — John Bright, hinn frægi frelsismaður á Englandi, segir, að eina úr- ræðið til að losa morðvopnin úr höndum konunga og pjóða, sé, að losa öll pau eigingirnisbönd í verzlunarviðskiptum, sem nú stíja sundur pjóðunum, með bönnum, tollum og öðrum meinlokum. — Hinir ný-uppkomnu sunnudagsskólar — segja margir fræðimenn — reynast ár frá ári betra og betra allsherjar mentunar- meðal þjóðanna. — Nýprentað í ísafoldarprentsmiðju 1 hefti af orða- safni eptir Jón rektor J>orkelsson (Suplement til Islandske Ordböger), og: Pétur Pétursson prófastur ogDr.Hall- grímur Scheving, tvær ræður. Útgefandi P. Pétursson (biskup). Ræður þessar, hin fyrri eptir séra Halldór á Hofi, en hin síðari eptir Pétur biskup, eru bæði fagrar 0g lýsa viðkomandi mönnum vel og skarplega, en þó er það mikill skaði, ekki síður en óviðurkvæmilegt, að ekki skuli enn vera á prenti æfisögur slíkra 0g þvílíkra merkismanna.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.