Þjóðólfur - 31.05.1879, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 31.05.1879, Blaðsíða 1
31. ár. Kostar 3kr (erlendis 4kr.), ef borgast fyrir iok ágíistmán. Reykjavík, 31. maí. 1879. Sé borgað að kaustinu kostar árg. ic uð>i 3 kr. 25 a., en 4 kr. eptir árslok. umu* — í>ar mörgum er orðið heyrum kunnugt um þau fundar- höld og bréfaskipti, sem spunnizt hafa út úr dómkirkjuvið- gjörð þeirri, sem fer hér fram í bænum, skulum vér setja hér — samkvæmt áskonin— 3 hin merkustu bréf þarum hljóðandi —án þess vér að öðru leyti ætlum að hlutast til um mál þetta fyr en téðri viðgjörð er lokið, og vér fáum Ijósari skoðun á öllu saman. I, Bref til landshiifðingja frá yfu'lcennara, R. af dbr. H. Kr. Friðrikssyni, dags. 26. apríl þ. á. «Eins og allir hafa verið einhuga á því, þeir sem séð hafa, hvert útlit og ástand dómkirkjunnar liér í bænum er og hefur verið hin síðustu árin, að hún þyrfti mikilla umbóta við, eins munu og flestirhafa verið einhuga á því, að aðgjörð sú, sem kirkjan fengi, ætti að vera algjörð og svo góð ogfull- komin, að kirkjan yrði sem ný, og því ætti og að rífa allt það burt úr henni, hvort heldur væri að veggjum, viðum eða þaki, sem á einhvern hátt væri skemmt, en halda því einu, sem með öllu væri óspillt og traust. J>egar Jakob trésmiður Sveinsson byrjaði á viðgjörð á kór og anddyri kirkjunnar nú í þessum mánuði, og bæjarbúar sáu, hversu hann hafði hugs- að sér viðgjörðina, og hversu hann ætlaði sér að haga henni, vaknaði þegar hjá mötgum þeirra megn óánægja yfir aðgjörð- inni, og vantraust á traustleika hennar. Með því nú að þeir litu svo á, sem aðgjörð þessi væri í raun réttri á kostnað bæjarbúa, þar sem alþingið í liitt eð fyrra hefði samið lög um allþungan skatt á öll hús bæjarins, sem ganga skyldi í sjóð ldrkjunnar, til þess að kirkjan yrði fær um, að endurborga lán það, 21,000 kr., sem alþingi veitti úr landssjóði til fram- kvæmdar viðgjörðinni, og lög þessi voru samþykkt af konungi, þá þótti þeim mál þetta taka sig sérstaldega næsta mjög, og að þeir því mættu eigi horfa á það aðgjörðalausir, hvernig að- gjörðin væri af hendi leyst, eða hvort hún væri áreiðanleg og traust eða eigi. Af þessum sökum skoruðu nálægt 60 hús- ráðendur hér í bænum á mig skriflega, sem alþingismann Iteykvíkinga, að kalla saman almennan bæjarmannafund, til að ræða málið, og hvort ástæða væri til, að tortryggja traust- leika viðgjörðarinnar, eða að henni væri réttilega hagað. Samkvæmt þessari ósk þæjarmanna stefndi jeg til fundar í gær, hinn 25. d. þ. m., þeim bæjarbúum, sem kosningarrétt og kjörgengi heföu til alþingis, og sóttu þeir fund þennan allfjölmennir, og auk þess ýmsir hinir merkustu bændur úr Seltjarnarneshrepp, sem, eins og kunnugt er, einnig eiga að sækja kirkju hingað til Eeykjavíkur. Yið umræður um málið lýsti það sér, að allir fundarmenn væru einhuga á því, að þeirn þætti aðgjörðin, eins og hún væri fyrirhuguð, mjög við- sjárverð. Beyndar könnuðust þeir við, að þeir bæru eigi fullt skynbragð á múrsmíði, en á hinn bóginn var þeim og kunn- ugt, að þeir menn, sem áður höfðu sagt álit sitt um viðgjörð kirkjunnar, og sem hafa verið þeir menn, er taldir eru að bera fullt skyn á þess konar smíðar, hafa ætlað að minnsta kosti langréttast, að rífa allan múrstein burt úr ölium veggj- um kirkjunnar, og hlaða þá upp aptur úr íslenzku grjóti, og ógjörlegt annað með kórinn og anddyrið, og þá hina sömu skoðuti hafði Jakob sjálfur látið í Ijósi í álitsskjali sínu 21. dag nóvemberm. 1876 að minnsta kosti um kórinn (sjá al- þingistíðindi 1877, I, bls. 33—35). Jætta álit húsasmiða þótti þá fundarmönnum talsvert styðja ætlun sína, að viðgjörðin, eptir því sem hún væri stofnuð, yrði eigi svo traust og áreið- anleg, sem hún vera ætti, þar sem að eins væri gjört nokk- urra þumlunga þykkt hýði úr grásteini utan um hinn gamla, fúna múr í kórnum, og að eins nokkrir steinar úr þessu hýði látnir ganga að eins fáa'þumlunga inn í gamla múrinn. Enda þótt fundarmenn vildu eigi fullyrða, að aðgjörð þessi væri ó- traust, gátu þeir þó eigi borið það traust til Jakobs Sveins- sonar, sem að eins væri tresmiður, og hefði að eins byggt mjög fá timburhús, en hefði aldrei við steinsmíði fengizt eða húsagjörðir úr steini, að honum væri trúanda fyrir einum að ráða með öllu slíku stórsmíði, sem kostaði ærið fé, yfir 20,000 kr., sem því væri á glæ kastað, ef smíðin mistækist,, einkum þar sem aðrir húsasmiðir hefðu frá ráðið því smíðalagi, sem Jakob nú við hefur, og auk þess væru allir verkamenn Jakobs alveg óvanir þess konar grjótsmíði. Eundarmönnum þótti því brýna nauðsyn til bera, að Jakob væri að minnsta kosti skyld- aður til, að hafa einhvern þann mann í ráðum með sér við smíðina, sem kunnugur væri húsagjörð úr steini, og fólu mér á hendur, að bera fram fyrir yður, hávelborni herra, sem hatið yfirumsjón kirkju-aðgjörðarinnar, þá áskorun sína, sem fund- armenn samþykktu í einu hljóði: Að þér vilduð leggja fyrir Jakob Sveinsson, að taka þann mann sér til aðstoðar og umráða við steinsmíðina, sem ætla mætti, að fullt skynbragð bæri á húsagjörð úr steini, og hefði áður að þeim starfað. Eða að öðrum kosti: Að þjer létuð hætta við kirkjusmíð þessa, unz alþingi í sumar gæti sagt, hvort aðgjörð sú, sem nú virðist fyrir- huguð á kirkjunni, sé samkvæm því, sem það hafi ætlazt til að yrði gjörð á henni, án þess þó að Eeykjavíkurbúum standi nokkur kostnaður af því. Jafnframt og jeg hér með ber þessa áskorun fundar- manua fram fyrir yður, hávelborni herra, leyfi jeg mér og fyrir þeirra hönd að beiðast svars yðar sem fyrst». 2. Svar landshöfðingja dags. 30. april p. á. «í þóknanlegu bréfi frá 26. þ. m. hafið þér, herra yfir kennari, samkvæmt ályktun á fundi, er þér sem al'þingismað- ur Reykvíkinga höfðuð kallað saman, skorað á mig að jeg vildi leggja fyrir Jakob trésmið Sveinsson, er stendur fyrir aðgjörð á dómkirkjunni, «að taka þann mann sér til aðstoðar og umráða við stein- “smíðina, sem ætla mætti að fullt skynbragð bæri á húsagjörð «úr steini, og hefði áður að þeim starfað<>, eða að öðum kosti: að jeg léti «hætta við kirkjusmíð þeessa, unz alþingi í sumar «gæti sagt, hvort aðgjörð sú, sem nú virðist fyrirhuguð á «kirkjunni, sé samkvæm því, sem það hafi ætlast til, að yrði «gjörð á henni, án þess þó, að Eeykjavíkurbúum standi nokk- «ur kostnaður af því». Fyrir því vil jeg tjá yður til þóknanlegrar leiðbeinigar það, er hér segir: Samningur sá, er samkvæmt bréfi ráðgjafans frá 15. ágúst f. á. (Stjórnartíð. B. 128) var gjörður við Jakob trésmið Sveinsson eptir að öllum smiðum hér í bænum hafði verið boðið verk þetta, en hann einn tjáð sig fúsan á að taka smíðið að sér, hefir nákvæmlega tiltekið, hvernig verkið skuli leyst af hendi og áskilið, að kirkjan, þegar verkið sé fullbúið, skuli afhent með löglegri úttekt, og að hið umsamda verk- kaup fyrst þá verði fuUborgað", er búið sé á áminnztan hátt að gjöra út um það, hvort verkið sé. viðunanlega af hendi leyst samkvæmt samningnum. þ>að er því auðvitað, að lands- höfðingja vantar lreimild til að skipa yfirsmiðnum liverja menn hann skuli hafa sér til aðstoðar við smíðið, en útlekt- armennirnir verða á sínum tíma að dæma um það, hvort 57

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.