Þjóðólfur - 31.05.1879, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 31.05.1879, Blaðsíða 3
59 Æðardúnn kemur að vísu eigi til greina á þann hátt, en þó er nokkrum mönnum áríðandi, að verð hans sé eigi fært úr lagi, eða upp úr því, sem kaupmenn gefa fyrir hann í vöru- reikningi að minnsta kosti. En her er munurinn ekki lítill. Yerðlagið í kaupstaðnum í fyrra (1878) var ekki meira en 10 kr.; þó hefir verðlagsskráin nýja 11 kr. 39 a., en árið þar fyrir (1877) gekk dúnninn á 15 kr. og það með tregðu, samt komu fram í verðlagsskránni, sem enn gildir (1878—79) 16kr. 9a. |>etta og annað þvílíkt hlýtur að vera sprottið af röngum skýrslum, sem sýslumenn og prófastar eiga að leiðrétta, þeg- ar í þeim eru auðsjáanlegar villur. Vf. 10/4 1879. P. K. — Eg vona að þér, herra ritstjóri Jpjóðólfs, ijáið eptirfylgj- andi bréfi til amtmannsins yfir vesturamtinu rúm í blaði yð- ar, með því að eg undirskrifaður enn ekki hof fengið svar upp á það, þó mér virðist nauðsynlegt eptir þessu bréfi eða spurningum þeim, sem það inniheldur, að greina sundur leyfi- legar og ómissandi lækningatilraunir frá hinum óleyfilegu og skaðlegtf, þó ólærðir alþýðumenn hafi þessar tilraunir í frammi; en hlutaðeigandi yfirvaldi hefir víst ekki fundist nein skylda liggja á sér í þessu tilliti, en hvort sú skoðun yfirvaldsins sé rétt, getur alþj’ða fengið að dæma um, þegar bréf mitt kem- ur hér fyrir hennar sjónir. Upp á bréfið, sem kemur hér á eptir, skora eg undirskrifaður enn á ný á amtmanninn yfir vesturamtinu, að svara greinilega, og það í fjóðólfi, en vilji hann ekki gjöra það, að hann þá í pjóðólfi gefi mér ástæður fyrir synjuninni. Bréfið hljóðar þannig: oEptir ráðstöfun yðar, herra amtmaður, hefir máli gegn konu minni út af skottulækningum og ólöglegri meðalasölu verið vísað til dómara-aðgjörða, og skal eg í tilefni þessa undirgefnast leyfa mér, að óska fyrir hönd konu minnar og henni til varúðar framvegis, upplýsingar um eptirfylgjandi atriði: 1. Hvað meinar löggjöfin með skottulækningum, heyra t. a. m. undir þær lífgunartilraunir á helfrosnum og drukkn- uðum eða stöðvun á hættulegri blóðrás, samt tilraun að lina drepandi tök, ef óexamíneraðir alþýðumenn hafa þessar til- raunir í frammi með meðulum, þegar ekkert færi er á, að vitja svo snemma, sem þörf gjörist, hinna examíneruðu lækna, og er það á móti lögum, að selja hjálpina í þessum kringum- stæðum, hvort heldur hún er samfara ferðalögum eða með- ala-útlátum ? 2. Er það í öðru lagi ólögleg og saknæm skottulækning, að hjálpa fátæklingum með meðölum, sem hvorki hafa efni né tíma til að vitja hinna examíneruðu lækna, og er þá á móti lögum, að selja meðul, heldur en að neita um hjálpina? 3. Hvaða ráð hefir hið opinbera, þegar tveir sjúklingar úr fjarlægustu stöðum hins sama læknisumdæmis hér á landi sækja læknirinn á sama tíma, þegar nærvora hans á báðum stöðunum er jafn-ómissandi, en bann þó ekki getur farið nema á annan, og er það ólögleg og saknæm skottulækning, ef ó- lærður alþýðumaður í þessu tilliti hjálpar þeim sjúldingi með meðulum, ef hann selur þau, sem hinn reglulegi læknir ekki gat vitjað í tæka tíð? 4. Er það yfir höfuð saknæm skottulækning, ef ólærður maður reynir með heppilegum árangri, að hjálpa þeim sjúkl- ingi, sem hinn reglulegi læknir hefir til ónýtis reynt að lækna? Upp á þessar fjórar fyrirspurnir óska eg hér með undír- gefnast yðar svars, herra amtmaður, sem sé svo upplýsandi og leiðbeinandi fyrir konu mína, sem þörf gjörist, og að þetta svar yrði, svo framt yðar þóknanlegu hentugleikar leyfa, kom- ið til mín innan útgöngu næstkomanda marzmánaðar. Staðarhrauni 24. desbr. 1878. Jónas Guðmundsson. Til amtmannsins yfir vesturamtinu'). SKÝRSLA um manntjónið við Landeyjasand 30. apríl, eptir Sighvat alþ.m. Árnason. Miðvikudaginn 30. apríl næstl. vildi það slys til, að juli hvolfdi á rúmsjó í landróður fyrir Austur-Landeyjasandi með hlaðfermi af korni og kaupstaðarvöru frá Vestmannaeyjum; á þessu skipi voru 12 manns, þar á meðal 2 kvennmenn, sem drukknuðu báðar ásamt 8 skipverjanna, en 2 komust af; 4 hinna drukknuðu voru bændur í Austur-Landeyjahreppi, nl. formaður skipsins Magnús Guðmundsson frá Búðarhóli, Sí- mon Ólafsson frá Miðey, Guðmundur Jónsson frá Vatnahjá- leigu og Guðmundur Ólafsson frá Hólmahjáleigu, hinir 4 voru allir vinnumenn á bezta aldri, 2 úr Fljótshlíð, 1 úr Austur- Landeyjum og 1 undan Eyjafjöllum, og 2 stúlkur ungar og efnilegar úr Austur-Landeyjahreppi. Eptirlátin heimili þess- ara fjögra bænda eru meira og minna bágstödd á ýmsan hátt, fyrir fátækt, fjölskyldu, tæpan efnahag og uppgefin foreldri, og sum af þeim hafa þessi vankvæði sameinuð, og í tilbót voru þessir bændur hvor um sig eina stoð og stytta heimib's síns, vænir og vellátnir menn; þeirra er því sárt saknað af vinum og vandamönnum og að þeim mikill mannskaði, en þó sér í lagi heimilum þeirra, og þar næst sveitarfélagi Austur- Landeyjahrepps. þ>eir 2, sem af komust, sem voru: Jón bóndi j>órðarson í Miðey og vinnumaður hans, losnuðu aldrei við skipið eða náðu í það aptur og aptur, þrátt fyrir það, þó það margveltist um í briminu, uns það barst, með þessum tveim mönnum í, svo nærri landi, að vaðbornir menn úr landi gátu náð í það. — Vegagjörðin yfir Kamba á Hellisheiði skal byrja í sumar og henni vera lokið til úttektar af suðuramtinu 31. á- gúst að ári. Eirikur Ásmundarson í Reykjavík hefir enn tek- izt þessa vegagjörð á hendur móti 4 kr. 65 a. borgun fyrir faðm hvern. 350 faðma, eða '/8, af vegi þessum skal fullbúið í sumar, eða meira. — (Aðsent). Millibils-ritstjóri «lsafoldar» á það hrós skil- ið, að hann leitast við að gjöra blað sitt fróðlegt og skemti- legt, og vekur máls á ýmsu, sem þarflegt er og snertir a_l- mennings gagn. Hann hefir og haft meðferðis æfisögu-ágrip nokkurra merkilegra landsmanna, og kynnt sér mörg gömul skjöl til að bera saman eldri og yngri tíma, einkum í tilliti tií efnahags og atvinnu landsins, og þótt finna megi að ýms-r um alyktunum hans, sýnir þó þetta, að hann vill vanda rit- stjórnina og er því góðra gjalda vert. Verið getur, að hann finni að sumu, sem ekki er útásetuingarvert, og þyki óþarf- lega hníflóttur í orðum, 'þegar því er að skipta; en það má þó með sanni segja, að hann gætir velsœmis í ritbætti sínum og forðast að gjöra ísafold að saurblaði. Sumir hafa fundið það að blaðinu, að ritstjórinn verji skoðanir sínar meira af kappi en með góðum og gildum ástæðnm, að hann í ritdeil- um aflagi sannanir mótstöðumanna sinna og vilji ávallt eiga seinasta orðið; þess vegna sé ekki til neins að svara honum í ísafold, því hann reyni til með smá-athugasemdum að draga athygli lesendanna frá svarinu sjálfu, eða þá hnýti aptan við það einhverri eptirskript og þykist með henni hrekja alt svar- ið, hversu óveruleg sem hún sé, og að honum takist með þessari aðferð að blinda marga glámskyggna lesendur, með því hann sé orðlieppinn og ekki fyrirleitinn. En þótt eitthvað kunni að vera hæft í þessu, má þó rit- stjórn blaðsins heita góð þegar á alt er litið og óskanda, að hún haldi áfram í þá stefnu, að ræða almenn málefni með sama velsæmisblæ, og það munu margir telja mikilsvert, að land vort fer ekki lengur á mis við þá krapta og þær sálar- gáfur, sem þessi ritstjóri hefir að láni þegið. X. Ý m i s 1 e g t. — Oaribaldi, hin gamla glæsilega þjóðhetja ítala, lét nýlega flytja sig til Rómaborgar frá eyjunni Caprera, þar sem hann nokkur undanfarin ár hefir hafst við, karlægur af gigt. Varð að bera hann úr vagninum á dýnum. En skap þessa ofurhuga er enn óbreytt, og er mælt, að erindi hans sé, að safna þar sjálfboða-sveit undir sinn forna frelsisfána, erstanda skuli vígbúin til liðs við Grikki í fessalíu og Epírus, ef Tyrk- inn neyðir þá til allsherjar-uppreistar. — Ríkistekjur Danmerkur umliðið fjárhagsár töldust 46 milliónir kr., en útgjöldin 44 millj. l>ó eru þar í ótalin gjöld til borgunar ríkisskuldaleigna, en þær skuldjr teljast 175 millj. kr. Af tekjunum koma 3 millj. kr. í toll af kaffi, sykri og tóbaki. Nálægt helmingur allra útgjalda (18—19 millj.) ganga til hers og landvarna. Fjárhagurinn virðist því alls eigi glæsilegri en fjárhagur vor er — á pappírnum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.