Þjóðólfur - 18.09.1879, Page 1

Þjóðólfur - 18.09.1879, Page 1
31. ár. Kostar 3kr. (erlendis 4kr.), ef borgast fyrir lok ágústmán. Reykjavík, 18. sept. 1879. Sé borgaS að baustinu kostar árg. Ki.a 3kr. 25 a., en 4kr. eptir árslok. Alþingi. (Frh.) Um fjárhag vorn og fjárstjdrn mætti margt skrifa í blöðum vorum og vel mætti semja samanhangandi ritgjörð um sögu þess máls síðan vér fengum fjárforræðisvaldið, en til þess þarf tíma og rúm og meira en tómann talnafræðis- legan dugnað; viljum vér að svo stöddu ráða mönnum til að lesa sem bezt þann kafla þingtíðindanna, er um það hljóðar. Af fjárhagslögum þingsins fyrir næstkomandi 2 ár, sézt, að svo að segja engar tekjuleifar verða, ef hin nýju frumvörp öll verða að lögum. J>etta stingur í stúf frá úrslitum fyrri reikningsára, með 50 til 100 þúsunda tekjuleifarnar. Auk þessa skal nú taka óspart til viðlagasjóðsins, þannig, að gjört er ráð fyrir, að allmikill hluti hans færist inn í landið og festist í stórfyrirtækjum — brúagjörðum, húsbyggingu o. fl. Menn munu því kannast við, að ný stefna eða ný framkvæmd sé komin á kreik í fjárstjórn landsins, enda hafa framlög þessa þings til menntunar og atvinnu vaxið að miklum mun í ár (þótt sárlítil séu enn í sjálfu sér). Skoðun manna á þessu ætlum vér að verði um allt land svipuð því, sem kom fram í þinginu. sjálfu: meiri hluti eða jafnvel allur þorri manna aðhyllist og lofar þessa stefnu, en einungis vissir «eldri» menn álíta hina stefnuna öllu forsjálari, að,leggja sem mest af landsfé fyrir, telja hvern skilding tvisvar, sem veita skal til nýrra framkvæmda, og synja framlögum til alls, nema til forlags og forsorgunar hinum fornu innstæðum landsstjórn- ar og landsmenntunar — rétt eins og ekki væri um nýja tíð að tala, nýjan búskap og nýtt fyrirkomulag í landsstjórn og lífshögum þjóðarinnar. Jpessarar stefnu menn eru nú sýnir apturhaldsmenn, hversu varlega sem kann að þurfa að halda fram hiuni stefnunni. — fessi nýja stefna — já, þessi nýji andi, sem Ijóslega kom fram á þessu þingi, má vekja mikla gleði og framfaravon í brjósti allra góðra og upplýstra lands- manna. Eptir vorri skoðun og sannfæring lauk þessum fyrsta kjörtíma sjálfstjórnar íslands heppilega og heillavænlega. J>eg- ar vér hina síðustu daga þessa þings námum staðar í öðrum hvorum sal hinna tveggja þingdeilda og virtum fyrir oss, eins og í þinglok, það mannval landsins, sem þessi síðustu 3 þing hefir starfað fyrir land vort og lýð sem hinir fyrstu löggjafar íslands nýju þúsundára — hvörfluðu oss í brjóst vegamót- anna Og skilnaðarstundanna tilfinningar með þegjanda-spurs- málin: hverir þessara merkismanna, sem hér sitja, skyldu nú aptur eiga að skipa þessi sæti? hverra eigum vér að sakna og hverja aptur að sjá? Vel má vera, að sitt þyki að hverj- um, því enginn er algjör, en svo var þetta þing skipað eptir vorri skoðun, að þeir eru mjög fáir, setn vér þyrðum frá að kjósa og hætta til nýrra kosninga, er næst skal þing skipa. |>að er ísjárvert hættuspil, að vilja sífellt breyta til og reyna nýtt fyr en fullreynt er hið fyrra; nýtum þingmönnum ætti sem lengst að halda. Sá, sem er búinn að læra þá list, að sitja með sæmd á löggefanda þingi, hann á ehki að missa sæti sitt fyr en sjálfs forföll banna. En — hver er nýtur þingmaðnr, og hver hefir lært þá list, að sitja með sæmd á löggefanda þingi ? J>að er hver sá, sem reynist svo gtiðut^ maöur og vitur, að honutn se trúanda fyrir almennutn lands- máltim og hann se fœr til fulls að stýra atkvœði sínu. Ein- mitt þessi einkunn er það, sem oss þykir sanngjarnt, að gefa flestum þeim þingmönnum, sem nú gengu af þingi. Fæsta þeirra mundum vér kalla framúrskarandi mælskumenn oða stórvitringa, en þessháttar menn eru á öllum þingum fáir, opt færri en menn ætla; en á þingum, sem hvervetna ann- arstaðar, gildir, að það eru hyggindi, sem í hag koma, og hyggindamenn eigum vér marga á þingi. Og þó er eitt, sem er á og ó, upphaf og endir allrar sannrar þingmennsku, sem allrar sannrar menningar, það er drengskapurinn. Til þess að kunna til fulls að fara með hið konunglega vald atkvæð- isréttarins, þarf ekki báfleygi né mikinn skarpleik né mikinn fróðleik, heldur nóga sannleiksást, samfara góðri og upplýstri skynsemi. Til þess að kunna að stýra atkvæði sínu og til- lögum á löggefanda þingi, þarf þingmaðurinn fyrst af öllu að vera heilbrigð persóna til vilja sem vitsmuna, hann má eng- inn siðferðislegur kyrpingur vera, hvorki heimskur né hrekk- vís og sem minnstur hleypidómamaður; hann verður að vera kominn úr kútveltu þess persónulega og siðferðislega volæðis, sem svo sorglega margir landar vorir voru sokknir í fyrir á- nauð og eymd. — 1 vorum beztu fornsögum eru höfuðkostir mikilla manna venjulega teknir fram með þessum orðum: «hann var vitur maður og vel stilltur», «hann var drengur góður», «hann var hófsmaður um allt», o. s. frv. Einurð, þreklyndi, veglyndi og stórhugur voru jafnan skapkostir vorra beztu forfeðra, en þessar einkunnir mynda enn í dag það sem menn kalla sannan og mikinn karakter, og einmitt þessi karaktér mun allt of víða hafa verið að hverfa, þegar þjóð vor tók aptur að rétta við. |>að var mælt í Noregi, þegar þeir Gizur forvaldsson og fórður Sighvatsson kærðu hvor annan frammi fyrir Hákoni konungi gamla, að aldrei hefðu menn heyrt tvo segja einarðlegar frá skiptum sínum en þá, «mælti hvárrgi í móti öðrum né ósannaði hvárr annars sögu», segir Sturlunga. Og þetta var þó á «síðustu og verstu tím- um» fornsögu vorrar. Apturför þreklyndis og persónulegs drengskapar er apturför hins bezta hjá hverri þjóð og hverj- um einstökum manni, en vöxtur og framför hins sanna drengskapar er hið bezta tákn til framfara í öllu góðu. Og þessara framfara þarf vor þjóð við um alla hluti fram, enda ætlum vér að svo sé Guði fyrir þakkanda, að þessi mann- kostur sé að smávaxa hjá þjóð vorri. Ein þrjú þing hafa háð verið síðan vér fengum «sjálfsforræðið», og mun það vera missýning, að oss sýnist sem þrek og festa bæði einstakra þingmanna og alls þingsins hafi vaxið síðan? Nei, vér erum vissir um, að þetta er ekki missýning; þegar sjálfsábyrgð mannsins eykst, þá eykst sjálfstilfinning hans og drengskap- arlund að sama skapi sem liann gætir betur þeirrar ábyrgðar. [>ví skyldu þá ekki þingmenn hafa vaxið í sjálfs sín augum um leið og köllun þeirra og atkvæði fékk þeim meiri ábyrgð- ar? J>að er frelsisins og sjálfsforræðisins mikli kostur, að þá koma kraptar og kostir í ljós, svo hvergi ber skugga á, en — ókostirnir eins; frelsið er, eins og aðrar Guðs gáfur, blessun, kunni maður og vilji það vel nota, en snýst óðara í bölfan, ef illa er með farið. Til hvers er að fá rögum manni vopn eða óvitanum voða? Hvað verður villumanninum úr sínu náttúrufrelsi? Frelsið hlýtur, ef vel á að, fara, að grundvallast á tilsvarandi menntun og upplýsing, skorðast af tilsvarandi skyldum og stjórnast af tilsvaranda sjálfsábyrgðarkrapti. Ef þjóðmenning vor og þjóðdrengskapur á eptir að endurrísa eptir vonum vorum og hugsjónum, þá verður það ekki að þakka «frelsinu» eingöngu, heldur þeim undirstöðum, sem yort nýja, frjálsura líf (frelsið) byggist á og því, hvernig vér notum þetta frelsi. (Framh. síðar). — Veðráttan í sumar hefir verið óminnilega fög- ur, björt og þurr um allt land nema á Austfjörðum og vestur með Vatnajökli í Skaptafellssýslu. f>ar eystra hefir aptur 97

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.