Þjóðólfur - 18.09.1879, Page 4

Þjóðólfur - 18.09.1879, Page 4
100 að settar séu fastar reglur, er liver félagsmaður frjáls- lega og fúslega undirgengst, að j)eir brotlegu séu á- minntir og aðvaraðir meðan nokkur von er um að peir bæti ráð sitt, og ætti gjörðarbók að haldast yfir pað, er gjörist á fundum félagsins; og í liana að innfærast nöfn félagsmanna. Án fastrar, reglulegrar stjórnar er ekki við öðru að búast en að þessi félög mundu bráð- um sundrast, og höfum vér í. því efni ljóst dæmi fyrir oss á bindindisfélögum jjeim sem stofnuð voru allvíða hér á landi árið 1843, j>ví sökum áhugaleysis j)eirra, er hefðu átt að standa fyrir þeim, dofnaði bráðum hinn almenni áhugi á hinu góða málefni, og eptir fá ár féll bindindi svo að segja i dauðadá. Nú ættum vér Islendingar aptur að taka til óspilltra mála og gæta j)ess að vér ekki aptur ströndum í sama skeri. Með stöðugum áhuga og elju óg þolinmæði er það ekki efanda, að vér munum vinna sigur á ofdrykkj- unni, og þannig verða stökkt á burt, allri þeirri bölvun, sem henni er samfara. En nú kynnu eirihverjir, er láta sér vera mjög annt um að auka sem mest tekjur landsins, að hugsa með sér: hvaðan fáum vér ígyldi hins mikla vínfangastolls, ef menn hætta að neyta áfengra drykkja. En geti menn með því að drekka frá sér fé og fjör, vit og framkvæmd, svarað þessum mikla tolli, þá má nærri geta að þeir því heldur geta svarað ígyldi hans, með með því að spara það fé, er þeir annars verja til vln- drykkju, og verja kröptum sínum og tíma, betur en þeir annars gjöra. Landstjórninni ætti og sízt að verða vandræði úr því, að hér á landi yrði með öllu afnumin nautn áfengra drykkja. Margir munu segja að algjör afneitun áfengra drykkja ekki sé bönnuð í guðsorði, og vitna til þess sem skrifað stendur, að „vín á réttum tíma drukkið til nægju sé fögnuður hjartans“, og að Kristur hafi við brúðkaupið í Kana snúið vatni í vín, o. s. frv.; en skyldi þetta eiga að vera til þess að fella bindindi fyrir nautn þeirra drykkja, sem ótalmörgum verða til tjóns og ó- hamingju? Nei, jiess er velgætanda að sú vínnautn, sem leyfð er í guðsorði, á ekkert skylt við það óhóf, sem tiðkast nú á dögum í miklu sterkari og skaðvænni drykk, en þá er menn áður kunnu til að búa, og þar næst fyrirdæmir guðsorð sér hvað það sem getur orðið öðrum til ásteytingar. Gætið þess, segir Eáll postuli, að yðar frjálsræði ekki verði hinum veiku ásteytingar- efni, og ef sami postuli jafnvel kvaðst aldrei skyldu kjöt eta, ef hann með þeirri nautn hneykslaði bróður sinn, hví skyldi j)á nautn áfengs drykkjar, þó í hófi sé, ekki verða synd, ef Vér þar með leiðum aðra til ofdrykkju. Brynjnlfur Jónsson. — Prestaskólinn. Embættispróf frá prestaskólanum tóku 18.---23. f. m. þeir Einar Jónsson, með 1. eink., 45 tr. Morten Hansen með 1. eink., 45 tr. Jóhann þorsteinsson með 1. eink., 43 tr. Spurningar til hins skrifl. prófs: í biblíuþýðing: Lúcas 22, 24—32. 1 trúfræði: að útlista hina gnostísku skoðun á persónu Krists, og meta hana frá sjónarmiði kristilegrar opinberunar. í siðfræði: að lýsa eðli og kostum sannrar vináttu, og gjöra grein fyrir því með rökum, hvort kristindómurinn sé eptir anda sínurn minna meðmæltur henni, en hin heiðna forn- aldarspcki. Kæðutexti: sálmurinn 23. allur. — V e i t t b r a u ð 27. f. m. Fell í Sléttuhlíð kand. theol. Einari Jónssyni; og Lundarhrekka í Bárðardal 29. f. m. sira Jóni þorsteinssyni í Húsavík. Prestvígsla. Sunnudaginn 31. f. m. vígður til Fells í Sléttuhlíð cand. theol. Einar Jónsson. Settur héraðslæknir í siglufjarðarumdæmi 28. júlí cand. med. & chir. Helgi Guðmundsson, frá 1. þ. m. í Hristín Pálsdwttlr (frá Hraunum í Fljótum). (pegar lík hennar var flutt um borö í Díönu, sbr. 23. tbl. jjdls. p. á.) Nú heim, í herrans nafni, Frá hörðum næturstað! — það dugar eigi að dvelja, því Drottinn skipar það. Stíg örugg hafs á öldu, Guðs engill ræður för, j>ú svífur sæl af bárum Er sólin gyllir vör. j>ú kvaddir hóp þíns hjarta, Er heljar- nísti -mein, Ó, góða, blíða brúður ! þá byrgði margur kvein: Nú falla tár í Fljótum j>ví fölnuð er sú rós, Er H r a u n u m vegleg veitti Sinn varma, krapt og ljós. þú finnur hóp þíns hjarta Á himnaríkis strönd, Og læknir allra lýða Svo ljúft þér réttir hönd. Ó, góði, göfgi svanni, þá grær þitt banasár — Far heil til föðurhúsa, ’ Far heil um eilíf ár! * Ó, stutta tíð til tára, Ó, tæpa lífs vors skeið! Sjá, ferjan er á floti, Vér förum sömu leið. •— Ó, maki, barn og bróðir, þó byrgi sorg þinn munn, I gegn um dauðann dynur Guðs djúpa kærleiks unn. Matth. Jochumsson. & Q) $ k t $ fí 1^1®« — Samkvæmt fyrirmælum í lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfl 4. jan. 1861 er hör með skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi Guðmundar Ilalldórssonar frá Seljabrekku- naustum ( Eyrarhrepp, sem drukknaði í næstliðnum maímán- uði, að koma fram með skuldakröfur sínar í dánarbúi þessu, í hverju erflngjar hafa neitað að gangast við arfl og skuldum, og sanna þær fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu innan 6 mánaða frá síðasta degi þessarar innköllunar. Skrifstofu ísafjarðarsýslu, ísafirði 13. ágúst 1879. C. Fensmark. — Fullkomið verkfærasafn handa Ijósmyndasmið ásamt með öllum áhöldum og efnum til Ijósmyndunar fæst til kaups með mjög lágu verði, og geta menn fengið lista yfir þau hjá verzl- unarstjóra J. N. Thornséns á Vestmannaeyjum — Hér með gjöri eg heyrum kunnugt, að eg hefi sezt að hér í bænum í húsi Kristjáns bóksala þorgrímssonar, sem bókbindari, og frambýð því vinnu mína og þénustu hverj- um sem vill. Reykjavík 16. september 1879. Ólafur Árnason. — Fundist hefir hér á götu gullsjalnál (Brosche) og er hún til sýnis á skrifstofu þjóðólfs. — 17. þ. m. fannst á veginum frá Öskjuhlíð ofan að Skólavörðunni HNAKKUK, og þar skamt frá undirdekk, poki og gæruskinn. þessa getur eigandinn vitjað á skrifst. þdlfs. Vm e<Sli og heilhrigði mannlegs líkama eptir heraðs- lœhni Jónassen fæst til kaups hjá flestum bókasölumönnum hér á landi fyrir 85 a. Afgreiðslustofa þjóðólfs: í Gunnlaugsens liúsi. — Útgefandi og áLyrgðarmaður: Matthías Jochunisson. Prentaður í prentsmiðju Einars pórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.