Þjóðólfur - 28.11.1879, Qupperneq 2
126
gat fengið af cementi. og var það brúkað í grunninn með
litlu af gömlu kalki frá konsúl Smith, og cementi, sem próf.
átti. J>ar sem herra Egilsson segir, að eigi hafi verið brúkað
kalk fyr en með byrjun júlímánaðar eða síðast í júní, þá er
það enn rangt, því að cementið var brúkað fyrri partinn af
júní og kalkið undir eins og það fékkst, um miðjanjúní. far
sem herra Egilsson segir, að prófasturinn hafi getað fengið
kalk eptir vild, þá er það enn eigi rétt, því auk þess sem það
vantaði fyrst, var einu sinni sent eptir skipsfarmi af því, og
fengust þá að eins 5 tunnur og varð að því töluverður bagi.
Eptir áskorun gef eg líka þá skýrslu að eg varð að hætta
við byggingu steinhússins á Elliðavatni eingöngu vegna þess
að kalk vantaði, en ekki af því að húsbóndinn þar væri las-
inn eða tíðin bág, eins og segir í yfiriýsingu í þjóðólfi, sem
nafn hans er skrifað undir. Ummæli Sigmuudar um það,
að hann hafi haft skaða af því, að hann vantaði kalk, hafa eg
og fleiri heyrt, og hefði þó skaðinn getað orðið meiri, ef eg
og þeir, sem með mér voru að byggingunni, hefðum heimtað
þær bætur, sem við höfðum rétt til.
Björn Guðmundsson.
*
* *
— Eg var einn af þeim, sem á síðastiiðnu vori voru ráðnir
til að byggja steinhús að Elliðavatni, en varð að hætta af því
kalk vantaði. Talaði Sæmundur bóndi þá og síðar um þann
skaða, sem hann hefði af vöntun þessari. Hvað snertir yfir-
lýsingu þá sem er í 2ö. tbl. J>jóð. undir hans nafni, þá heíir
hann sagt mér, að herra Egilsson hafi sýnt sér tvær yfirlýs-
ingar, og sé sú yfirlýsingin, sem er í «J>jóð.» sú sem hann
ekki undirskrifaði. Magnús Pálsson.
Ath. Litla grein, sem fylgdi Jiessum vottorðum hér að ofan, gátum vér
ekki tekið í petta sinn sökum riímleysis, enda segir prófasturinn
að aðalástæður sínar í máli þessu séu í Jieim. Mál þetta álítum
vér fullrætt í pessu blaði. Rstj.
— Yfirstýrimaður Oblsen á póstskipinu »Phönix« er horfinn
á sviplegan og sorglegan hátt. Hann kom seint um kvöld
þann 23. úr landi, lagði að skipinu og sagði skipverja þeim,
sem með honum var, að fara um borð, sem liann gjörði, en
sjálfur setti hann aptur frá skipinu,og sigldi á hvarf út í myrkrið.
fetta var góða stund eptir miðnætti, hægur austanvindur
var á, en fremur dimt. f>rátt fyrir miklar eptirleitanir hefir
hvorki maðurinn fundist né báturinn. Óisen var ungur mað-
ur, Færeyingur að ætt, nýkvongaður, manna gjörvilegastur og
naut hins bezta mannorðs. Ætla menn að kviða hafi fyllt
bátinn og hann sokkið þegar; í bátnum voru þungir
kettingar.
& (!) & g> t « fi
— Þau hross sem ekki verða útgengin 30. nóvbr. næst-
komandi í Selvogshrepp verða seld. t'ann 30. oktbr. 1879.
Hreppsnefndin.
— Brúnn foli 2 vetur með sneiðrifað framan hægra, hvatt
vinstra er í óskilum hér i Saurbæá Kjalarnesi, og verður seld-
ur fyrir árslok ef eigandi hirðir hann ekki.
Eyólfur Runólfsson.
— Rauður foli óaífekstur hér um bil 5 vetra, markið er
miðhlutað hægra stýft viustra, kom til min seint í júlímánuði
i sumar; má réttur eigandi vitja hans til min mót sanngjarnri
þóknun fvrir hirðingu og þessa auglýsingu.
Forsæti í Viliingaholtshreppi 13. nóvbr. 1879.
Gestur Guðnason.
— Rauðskjótt hryssa hefur tapast héðan, með samlitu mer-
folaldi, í miðjum september mánuði, aðfengin austan úr Mýrdal.
Hver sem kynni að finna hana, er beðinn að koma benni tll
skila mót borgun.
Kirkjuvogi þann 15 nóvember 1879.
t Brynjólfur Gunnarsson.
— Af fjalli vantar mig rautt mertrippi með stýfðan helming
aptan hægra, gat vinstra, 3 vetra, óaffext og þriflegt
Grímur Magnússou á Núpskoti á Álptanesi
— Mig vantar af fjalli, 2 kindur; önnur þeirra merkt hálftaf
aptan hægra, fjöður framan, miðhlntað vinstra, fjöður apt.
hornamark sama mark; hin: sneiðrifað aptan hægra og sýlt
vinstra og tvær svartar bandfléltur sína I hverju eyra.
Gamalíel Guðmundssoo.
á Nauthól á Seltjarnarnesi.
— Á næstlinu hausti var mér mregin hvítur sauður sem
jeg átti ekki, veturgamall með mínu klára marki, hálft affrain-
an hægra, sneilt aptan vinstra. Réttur eigandi þessarar kindar
getur vitjað andviröisins til mín að Lónshúsum í Garði.
Jón Pálsson.
— Mér undirskrifaðri heör í haust verið dregið grátt hrút-
lamb með mmu rnarki, blaðstíft aptan hægra, hver sem sann-
ar eignarrétt sinn á larnbinu getur samið um það við mig.
Brekkn i Biskupstúgum 30. oktbr. 1879.
Helga Jónsdóttir.
— Nú I haust hefur mér verið dregin hvít hníflótt ær 2
vetur, með mínu fjármarki, sýlt bæði og boðbíldur aptan bæði
brennimerkt B. H., sá sém getur sannað eignarrétt sinn til
kindar þessarar og hefur brennimarkið til samanburðar, getur
samið við mig, ef að hún þá verður lifandi eða vfs.
Uvammkoti 26. oktbr. 1879.
Þorlákur Guðmundsson.
— Hjá mér undirskrifuðum er hvíthirnd ær, sem mér var .
dregin og eg á ekki, mark á henni er sýll hægra 2 bitar
framan, sýlt vinstra gat undir. Bið réttan eiganda að vitja til
mín. Ytri Njarðvik 22. nóvbr. 1879.
Jóhann Kr. Jónsson.
— Mér undirskrifuðum var dreginn í Dælarrétt hvítur sauð-
ur tvævetur, eirnamark: blaðstíft aptan hægra, tvfstift framan
vinstra, og rifa f hærri stúf, hornmarkaður með minu marki,
geirskorið bæði, brennimerktur mjög óglögt, hver sem getur
sannað eignarrétt sinn á þessum sauð má vitja andvirðisins til
mín að frádregnum áföllnum kostnaði og semja um markið við
mig. Bjargi við Rv. 2. nóvbr. 1879.
Gísli Bjarnason.
— Nýupptekið fjármark: tvistíft aptan hægra og gagnbitað
vinstra. Brennimark PF. J. IF. skyldi einhver í sömu eða nær-
sýslum eiga sammerkt við mig bið eg hann að gjöra svo vel
að semja við mig. Bafnarfirði h. 16. nóvember 1879.
Pjetur J. Jónsson.
— Hinn 15. okt. síðastl. tapaðist hestur frá Litlahrauni að
Eyrarbakka, móskjóttur að lit, mark: (að mig minnir) 2 fjaðrir
Hesturinn er fremur lftill, vetrar-affextur, ólatur, járnaður á 3
fótum. Sá, sem finnur hest þennan, er beðinn að halda hon-
um til skila að Garðhúsum á Eyrarbakka mót sanngjörnum
fundarlaunum. Isak Jónsson.
— 1 haust var mcr liingað drcgið lamb. með marki
Guðmundar sonar míns: fjöður aptan hægra, biti aptan
vinstra. En með því að nefndur sonur minn á eigi
lamb J>etta, bið eg þann, er sammerkt á við liann, að
gefa sig fram við mig, svo að hann geti fengið andvirði
lambsins, og samið um markið. Eu borga verður hann
allan áfallinn kostnað. Yarmalæk 12. nóv. 1879.
Auðunn Vigfússon.
1 norsku verzluninni í Reykjavik fæst:
Lamper, moderne, Æbler, Valnödder, Paranödder,
Spanske Nödder, Confect - Figen, Confect - Rosiner,
Krakmandler, Syltetöier, Pickles, fxin Eiscuits & Nic-
nac, mange Sorter Brystsukker & Bonbons. Fiint
dansk Smör i Dunke, Ansjavis i Blikboxer.
— Hér með leyfi eg mér opinberlega að votta mínar
hjartanlegar þakkir öllum þeim góðu mönnum, sem í fjarveru
minni veittu kærleikshjálp og aðstoð eiginkonu minni í henn-
ar miklu sjúkdómsneyð. Sérstaklega tilnefni eg dómkirkju-
prestinn og hans góðu frú og hjeraðslæknir herra Jónassen.
Friðfinnur Árnason.
— Bækur, pappír og bókbandsefni, allt með góðu verði.
gullstáss, góð vasa-Uhr, pennar, blek o. fi. fæst hjá undir-
skrifuðum. Reykjavík, 27. nóvember 1879.
Einar pórðarson.
— 26. |>. m. voru fullprentuð 17 hepti (yíir 170
arkir) af Alpingistíðindunum.
Afgreiðslustofa pjóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jocliumsson.
Prentaöur í prentsmiðju Einars póröarsonar.