Þjóðólfur - 30.12.1879, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.12.1879, Blaðsíða 2
6 — Hvað líðlir „dokkunni/1? Eins og Llöðin hafa áö- nr hent á, er pað ekki síður óvirðing en skaði fyrir höfuðstaðinn og sérstaklega kaupmenn hans, að engin fullkomin skipsbryggja, því síður dokka, skuli enn vera her til. Ein bryggja, pótt risavaxin væri — eins og .,ísafold“ ræður til að kaupa — nægir ekki hálfum bæn- um. Nei, látum einstaka verzlunarmenn byggja pess konar bryggjur — líka peirri t. a. m. sem Sass stór- kaupmaður hefir svo drengilega prýtt Tangann með á ísafirði — hér parf og á að byggja dokku, sem skip bæði geta legið í og fermt sig og affermt í. Yæri ekki reynanda að setja nefnd manna pessu máli til íhugun- ar ? gæti hún aptur, pegar hin útlendu herskip eru hér, leitað sér góðra tillaga og upplýsinga. —- Vindlispil. pað er merkilegt að sjómenn hér syðra skuli ekki nota hin einföldu og ódýru vinduspil, sem víða annarsstaðar tíðkast, til pess að setja með róðrarskip. Slíkar vindur kosta lítið í samanburði við gagnið, enda ættu fleiri útvegsbændur, sem uppsátur eiga í sömu vör, að leggja saman. í togið má nota meira en hálf- slitna kaðla. p>að er töluverður ábætir og prekraun fyrir sjómenn, sem koma preyttir að landi, að koma klökuðum skipum upp frá sjó með fárra handa afli. Grísli lAgniisson. Geisli hvarf, en Gísla Ge/ík fyrir Dáinsbrekku, Syryja sveinar niuryir, Só/, oy drúpir skóli. Sjaldan Hel tók heila- höll bjartari öllu, Snilliny pá er snjallan Snart, né betra hjarta. {i.KZX. IVSormónarmr. Herra ritstjóri! par eð hingað eru komnir með síðustu póstskipsferð frá Ameriku 2 landar vorir, sern eru Mormóna- trúar og hafa það erindi að boða hér á landi trú Mormóna, vil eg leyfa mér að auglýsa það hér í yðar heiðraða blaði löndum mínum til viðvörunar, ef nokkrir þeirra skyldu láta tælast til að taka trú Mormóna, að stjórnin í Ameriku í vor eð leið bað erindreka sína í norðurálfunni auglýsa það í blöð- um í þeim löndum, þar sem þeir væru, að engir Mormónar fengi landsvist í Ameríku, sem héðan af kæmu þangað frá norðurálfunni, heldur yrði þeim vísað á burt þaðan aptur. Reykjavík 6. desbr. 1879. X. * * * pað mun hafa verið af sömu ástæðu, að bæjarfógetinn hér í Iivík bannaði nefndum Mormónaprestum að pródika hér opinberlega. Menn þessir heita Jón Eyvindsson og Jakob B. Jónsson. peir eru frernur ungir menn, og hvorki óviðfeldnir né ógreindir í tali. peir hafa rit meðferðis og til sals, á íslenzku, eptir pórð Diðriksson, sem skýrir frá helztu kenn- ingum Mormóna og uppruna. En uppruni þeirra er þessi: 22. sept. 1827 vitraðist engill af himnum Jótef Smith (að hann sagði) og »bað hann gauga til einnar hæðar, sem beitir Cumorah í bænum Manchester, Wayne héraði». par sagði engillinn mundu íinnast gullplötur «innihaldandi þann eilífa náðarboðskap». Smith fann töflurnar, á að hafa sýnt þær nokkrum mönnum, og þýtt (eptir mikla mæðu) letriðmeð hinum heilögu verkfærum, er hann kallar Úrim og Túmmim. Eptir þessum spjöldum er þá Mormóns bók samin, Mormons trú prédikuð og hans trúarflokkur tilkominn. En hver er Mor- mon? Mormon hét sá, sem eptir skipan Guðs gróf gullplöt- urnar árið 420 e. Kr. á þeim stað, sem Jósef Smith fann þær rúmum 1400 árum síðar. Á töflunum stóð «Jesú Krists náðarboðskapur, ein3 og vér lesum hann i nýja testament- inu», og "sömuleiðis historían af Jareds fólki, sem kom frá turninum Babel, þegar Drottinn aðskildí tungumálin, hér um bil 1867 árum eptir veraldarinnar sköpun, og fluttist til vesturálf'u heimsins, Ameriku». pessi þjóð — fyrst 8 skipshafnir — bjó í Ameriku 1500 ár, þá var hún eyðilögð sakir óguðleika síns. «Og sjá, einn spámaður að nafui Ether skrifaði þeirra historíu». 600 f. Kr. kom frá Jerúsalem fólk, sem aptur bygði Ameriku. pað fann Ethers historíu. Af því fólki komu tvær stórþjóðir Nefítar og Lamanítar. Lamanítar voru svartir og illir, en hinir bjartir og góðir og þeim birtist Kristur eptir upprisuna. pó féllu þeir frá á 3. og 4. öld og urðu eyðilagðir af Lam^nítum. Mormón lifði lengst þeirra, enda var það hann, sem, eins og áður er sagt, gróf töflurnar. Á þessum töflum (plötum) bygði nú Jósef Smith trú sína, enda fann hann brátt fleiri og fleiri biflíustaði (einkum i Esaíasi, Daníel og Opb. bók), er sýndu og sönnuðu annað, sem «hinir síðustu daga heilögu» þurftu með sér til sálubjálpar: hið fyrirheitna land þessa nýja guðsfólks var Amerika og hin nýja Zíon, borgin við Saltsjóinn, o. fl. Helztu kenningar þeirra eru: Mormónar eru það guðsfólk, sem einir hafa hið hreina evan- gelíum, þeir hafa og guðstjórn með æðsta presti, postulum og öldungum. peir vígja og lækna með handauppáleggingu, skírast fullorðnir, og skírast (svo opt sem vill) fyrir hina dauðu (til þess «Krists prédikun fyrir öndunum» geti hrifið, þar eð enginn, hvorki þessa heims né ánnars, verði án skírn- ar hólpinn, en barnaskírnin sé ónýt). Enginn refonuator síð- an eptir postulanna daga segir J. Smith að hafi kennt Guðs erindi, því að «vitnisburðina hafi vantað». pannig hafi Lút- her hvorki haft í sinni kirkju fullorðinna skírn, handauppá- leggingu, postula og öldunga, opinberun eða kraptaverk — þetta allt hafi Jósef Smith og hans trúuðu. peir banna stranglega alla lesti — sérstaklega óskírlífi, en fleirkvæni leyfa þeir og hafa haft til þessa. Hinn nýfráfallni æztiprestur þeirra Brigham Young átti 19 konur. Nú er fleirkvæni þeirra bannað með ströngum lögum, enda framtíð þessa trúarflokks talin mjög hæpin — síðan járnbrautarumferðin jókst í hinu afskekta Utah. John Taylor heitir nú þeirra æztiprestur. Með þessu vildum vér gefa litla hugmynd um þennan kyn- lega trúarflokk; hans saga er vart 50ára gomul, en felur í sér einhvern hinn einkennilegasta viðburð þessarar aldar. Hvort er undrunarverðast í sögu Mormónanna: afl hjátrúar, van- trúar eða trúar? Af þeim 100 eða 150 kristnu trúarflokkum standa Mormónar, hvað «plötuna» eða «plöturnar» snertir, einna lægst allra, og í þeim plötum hefir gamlatestamentistrú hinna fornu Púrítana gengið fram af sér og grafið út vinstra megin. Að Jósef Smith (að minsta kosti hin seinni ár sín), og síðan allur fjöldi hans trúarbræðra, hafi sjálfir trúað því, sem þeir kenndu, er óefanda, og hvað snertir þá menn, sem héðan hafa villst og hingað aptur með hégiljur þessar, þá væri synd að hrekja þá eða hallmæla þeim. peir vita ekki hvað þeir gjöra. Nýir trúarflokkar eru ætíð voðalegir óupp- lýstum almúga, sem byggir trú sína á bókstaf og kreddum, en eru hvorki orðnir fastir í vantrúarlopti aldarinnar né komnir til þeirrar sannfæringar, sem byggist á hjátrúarlausri menntun og lífsskoðun hinna beztu trúmanna. Og því hættulegri er hver ný kenning, sem meiri bókstafstrú og hjá- trú er í henni, því meiri óstjórn, æsing og frekja, sem henni fylgir. Hinir hreinustu og andlegustu flokkar hafa optast fæsta lærisveina, en hinir óhreinustu flesta. petta er satt, þótt sorglegur sannleiki sé. Mannkynið er enn í sinni vöggu — það er aö segja, allur þorri þess, og því er það, að þeir hafa svo mikið til síns máls, sem við ekkert eru eins hræddir sem almennt frelsi, ekki sízt í trúarefnum. Aptur er vor skoðun sú, að eina ráðið til þess að flýta fyrir endurlausn þjóðanna frá oki og bölvun trúarofsa og heimsku annars veg- ar og frá guðleysi hins vegar, sé fullkomið trúarbragðafrelsi — samfara tilsvarandi frelsi og framfarakappi í öðrum efnum. — (Aðsent). þjóðólfur minn! hart þykir okkur bændunum pað, að millibilsritstjóri ísafoldar, pessi ónefndi maður, skuli drótta pvi að pér eða okkur bændunum, að við séum keyptir fyrir hálfgrjón til pess að láta kaupmennina njóta sannmælis; en ef maður vildi ná drótta pví að millibilsstjóranum, að honum hefði verið neitað um hálfgrjón upp ákrít í kaupstöðunum, og að hann vœri nú kaupmönnunum stórreiður fyrir petta, og skeytti pvi á þeim skapi sínu. pað er hœgt að gjöra pess konar getsakir, en hvernig ætti okkur að koma slikt til hugar við millibils- stjórann, sem, eins og kunnugt er, hefir sérlega tiltrú og opinn kredít í öllum kaupstöðum, ef hann vildi láta svo lítið að nota hanu, og sem enn frernur hefir eins almennan orðróm fyrir ærlegheit eins og fyrir geðgæzku og góðgirni og aðra mannkosti, sem hafa aflað honum svo stórra vinsælda utanlands og innan. Annar bóndi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.