Þjóðólfur - 02.02.1880, Page 2
18
svarið fyrir hreppinn, þegar lántakarinn gefst upp frá skuld
sinui ágoldinni. Hvað mikið hafa kaupmenn þannig borgað?
En því fer svo fjærri, að kaupmenn fái nokkra þökk fyrir
þetta hjá hinum betur settu meðborgurum; þeir eru að minnsta
kosti margir, sem nota sér fólkið á póstskipinu til útvegunar á hinu
og þessu, i stað þess að unna verzlunarstéttinni, sem ásamt
þeim ber mestan hlut af mannfélagsins sköttum, óskertrar at-
vinnu og nota hana í viðskiptum við erlenda menn; því ó-
sanngjarnt má þykja, að þeir menn, sem ekki borga einn eyri
til almennra þarfa, skuli hljóta hávaðann af öllum pöntunum,
með því ekki er heldur að efa, að þeir taki líka töluvert í sín
ómakslaun, auk smá-góðgjörða, enda ber við, að það sem þeir
fiytja, sé dýrara en hér mætti fást (en þá hugga menn sig
við það, að varan sé betri, hvort sem hún er það eða ekki),
og á ofan verzla þessir menn hér með ýmsan smávarning.
Annars væri það ekki óeðlilegt, þótt fólkið á póstskipinu gæti
selt stöku hluti ódýrara en kaupmenn, því það borgar ekkert
flutningsgjald, og, ef til vill, sjaldnast nokkurn toll né heldur
kaupir það verzlunarleyfi. A hinn bóginn er vitaskuld, að
mönnum er þægilegra að lofa skuldinni í búðinni að bíða ó-
borgaðri (ekki bregst hið rentulausa lánstraust til dómadags),
til þess menn geti sent peninga til einhvers urtakramara í
Khöfn og fengið fyrir þá kassa með «kólóníalvörur», en það
orð mun á seinni tíð tákna ýmislegt fleira en kafli og sykur,
svo sem t. a. m. vín og áfenga drykki. Sjálfsagt gæti það
orðið í hag landssjóðnum ekki síður en gufuskipsfélaginu, ef
hinn réttt viðkomandi vildi renna loku fyrir þetta laumuspil,
og víst má oss andarlegt þykja, að slíkt hefir getað dulizt
hinum hvössn augum «ísafoldar», en hitt er satt, það er á-
sælni kaupmanna við landsmenn, sem hún hefir sett sig dóm-
ara yfir, en ásælni landsmanna gagnvart landssjóðnum o. fl.,
liggur auðsjáanlega ekki undir hennar dómsatkvæði.
Að endingu viljum vér ekki gleyma að taka fram, að
skjddu prédikanir Isafoldar um ágang og okur kaupmanna
hafa komið þeirri trú inn hjá mönnum, að Islendingar séu
verst settir allra norrænna þjóða, hvað verðlag snertir á þeirra
innanlands nauðsynjum, þá vaða menn í villu og svíma; bæði
í Danmörku og Norvegi, og eins í Svíaríki og á Englandi, eru
flestar vörutegundir, í smákaupum, dýrari en her, að undan-
teknum sumum þeim vöruln, sem löndin sjálf framleiða, eins
og korn í Danmörku og járn og steinkol á Englandi, enda
er auðvitað, að rúmfang þeirra og þyngd veldur því, aðj þær
verði dýrari hingað fluttar; en aðrar vörur, t. a. m. kaffi og
sykur, og þá sjálfsagt allar glys- og munaðarvörur eru ódýrari
hér en erlendis (um einstöka útkjálkaverzlanir tölum vér ekki),
ekki einungis fyrir þá sök, að slíkar vörur eru hér enn þátoll-
fríar, heldur og sökum þess, að smákaupasalar erlendis reikna
sér miklu meiri hag en hér er gjört, þótt þeir verzli í móti
borgun út í hönd, og aukakostnaður sé þar á margan hátt
minni. Allt um þetta eru verzlunarmenn í öðrum löndum
hafðir í heiðri eins og bæði nytsamir og góðir borgarar og
álitnir eins nauðsynlegar stoðir undir mannfélagsins miklu
byggingu eins og embættismenn og bændur, og enda doctores
phílosophice líka.
Rvk. 28/i 1880. X.
Ein helzta orsíiltin til iiall;e- a á islandi.
Töluvert er búið að tala og semja um þær mörgu og
miklu hallærisorsakir, sem leitt hafa eymd og ófarir yfir þetta
land. Flest af ritum þeim um það efni, sem skráð hafa verið,
höfum vér að vísu séð, en við hendina höfum vér fátt af því.
Af öllum þeim orsökum, sem Hannes biskup Finnsson, Magn-
ús Stephensen, Espólín, Jón Sigurðsson, Jón Hjaltalín og all-
ir aðrir, sem um þetta efni háfa skrifað, munu hinar helztu
teljast þessar: eldgos, plágur, verzhinar-ánauð, stjórnlegt ó-
frelsi og illt vetrarfar, Yér neitum nú ekki, að það sé alveg
rétt, að þessar hafi verið hinar helztu hallærisorsakirnar, en
vér ætlum þó, að mikið vanti á, að þetta mál sé enn nægi-
lega skoðað. Annálar vorir t. a. m. eru um enga viðburði
eins fjölorðir eins og um harða vetur; aptur tala flestir yngri
höfundar meira um hinar orsaki.nar, svo sem stjórulegt ólag
og verzlunarbágindin. Yor ætlun er nú, að allar þessrr or-
sakir og ýmsar fieiri hafi að vísu dyggilega lagst á eitt til
þess að koma þjóð vorri fyrir kattarnef — hefði þess orðið
auðið, en einkum þykja oss hörðu veturnir, eins og annálamönn-
unum, eptirtektaverðir. fað er sagt um Flóka gamla, er
fyrstur skírði þetta land, að hanu hafi »eigi gáð að fá heyja,
ok dó allt kvikfé þeirra um vetrinn«. fantiig fór hið fvrsta
búskaparárið, sem norrænir menn bjuggu á íslandi, og sá
»fellir« varð sá fyrsti en ekki hinn síðasti. Að telja felli-
vetur vorrar landsbyggingar er torvelt, starf, enda þarf þess
ekki. Annálar vorir, sagnir og saga, leggst, að oss finnst, á
eitt til að sýna og sanna, að ekkert hefir ollað jafn-tíðum
hnekki landi voru, sem harðir vetur. En — er þa'ð rétt að
nefna þessa hallærisorsök þessu nafni? Víst er um það, að
miklir vetur, ógurlegir voða-vetur hafa komið á þessu landi,
en hve margir eru þó þeir vetur, sem sögur geta um, og sem
vér verðum að kalla kynja- eða voða-vetur? Vér finnum þá
ekki marga, og þeir sem muna betur atinála og sögur en vér,
geta rengt oss, ef vér segjum, að vér finnum ekki fleiri en 2
—3 á öld hverri, að tiltölu, og þó vart svo marga. Allt um það
segjum vér, að veturnir hafi harðast knúð hurðir vorrar þjóð-
ar. En hvernig og hvers vegna? Fyrir hverja orsök strá-
felldi Flóki fé sitt? Ari fróði svarar: »£>eir gáðu eigi fyrir
veiðum at fá heyjanna« — |>að er að segja : sumarið fyrir.
Vor ætlun er, að orsök hins fyrsta fellis hafi verið flestra fellira
orsök; og fyrir því ætlum vér það rangt að kalla veturna
aðalorsök hallæranna. Aðalorsök peirra hefír verið óforsjálni
landsmanna á sumrum og haustum, eða með öðrum orðum:
röng heyja-ásetning og ill meðferð alls kvibfénaðar. Annálar
vorir eru sparir á landshagsskýrslum og fyrir því er og verð-
ur búnaðarsagan erfiðasti kafli vorrar sögu. £>ó ætlum vér að
þetta sé hægt að sanna. Einstök kynja-ár eyðileggja vart
nokkra þjóð, og það hafa ekki verið hinir verstu vetur, sem
fóru lengst með fjör og krapt vorrar þjóðar, heldur hinir
mörgu veturnir, sem forfeður vorir máttu og áttu að búast
við að kæmu ár eptir ár. þ>egar á hinni svo nefndu gullöld
landsins er talað um harða vetur og hallæri. Án efa hefir
landið þá verið ólíkt betra til útigangs en það nú er orðið,
því af örnefnum, sögum og eðli landsins má sanna, að frá-
sögn Ara fróða um að landið, þegar það fyrst byggðist, hafi
verið viði vaxið milli fjalls og fjöru, sé að miklu leyti bók-
stafiega sönu. Nú þótt hagur alþýðu liafi aldrei staðið með
eins miklum blóma eins og sumir þykjast sjá af vorum
gullaldarlegu sögum, heldur að landsmenn hafi jafnan í frá
fyrstu tíð átt í vök að verjast með atvinnu og afkomu, þá
má ætla, og svo mikið af sögunum sanna, að mannfellis-
harðindi hafa lítið eða ekki komið við landið meðan þess sjálfs-
stjórn stóð eða jafnvel öld lengur, það er fram yfir miðja 14.
öld. En hafi felliveturnir, sem vér ætlum, verið fáir að til-
tölu allt það tímabil, mun það alls ekki hafa verið að þakka
eins búskaparlagi fornmanna, eins og því, að landið var þá
miklu betra til boitar, einkum að vetrinum, og það bæði fyr-
ir naut og sauði. Útigangur á flestum peningi nema lömbum
og kúm allt árið um kring má fullyrða að verið hafi föst
tíðska í mörgum, ef eklci flestuin héruðum landsins. Að vísu
voru þá tún, einkum höfuðbólanna, margfallt stærri þá en nú,
svo að kúafjöldi á stórbúum mun hafa verið að minnsta kosti
ferfaldur við það, sem nú tíðkast; Guðmundur ríki hafði, eins
og kunnugt er, 120 kúa á Möðruvöllum í Eyjafirði. Á Sturl-
ungaöld mun bú Ögmundar Helgasonar hafa talið jafnmargar
kýr. þorgils Skarði setti saman bú að Staðarstað með 40
kúa. Snorri Sturluson missti hundrað (120) nauta í einu, er
gengu úti á Svignaskarði. Fornmenn munu eflaust víða hafa
haft miklu fleiri naut en sauði að tiltölu, eins og sjáifsagt
hefir verið rétt ráðlag.
Vér munum ekki eptir nema fáum stöðum í fornsögum.
þar sem talað er um að einn maður hafi átt svo mörgum
hundruðum skipti af sauðum (geldingum) eða isauð, og það
mun fyrst hafa verið eptir plágurnar eða jafnvel eptir siða-
bótina, að sauðfénaðurinn tók svo mjög að fjölga á móts við
kýr, og þá líka í hrönnum að falla, nálega á hverjum vetri.
Af máldögum má sjá, að fram eptir öllum öldum héldust við
hin miklu nautabú á stórgörðunum, enda þótt hvergi í sögunni
finnist þau stærri en á 15. og 16. öldinni (eptir síðari pláguna)
Guðmundur ríki á Reykhólum hafði 150 kúa (?) og ein út-