Þjóðólfur - 09.02.1880, Side 1

Þjóðólfur - 09.02.1880, Side 1
32. ár Kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), ef borgast fyrir lok ágústmán. Reykjavik, 9. febr. 1880. Sé borgað að kaustinu kostar árg. 3kr. 25 a., en 4kr. eptir árslok. 6. b!að. J ó n Slgnrðsson, forseti íslendinga, er andaður. Með hinu fyrsta roiðsvetrar-póstskipi lands vors barst þessi kalda, en ekki óvænta, harmsaga. Hann sálaðist í húsi sínu þann 7. dag desembermán. f. á., og 9 dögum síðar (16. desbr.) fylgdi manni sínum hans trúfasta húsfrú Ingibjörg Einarsdóttir. Samkvæmt ósk þeirra hjóna, hafa landsmenn vorir í Kaupmannahöfn í ráði að senda lík þeirra hingað inn á póstskipinu í apríl í vor, og er oss ritað, að Tryggvi alþingismaður Gunnarsson, sem stóð fyrir útför þeirra beggja, haíi skrifað landshöfðingjanum og falið honum á hendur, sem helzta manni landsins, að sjá um greptran þeirra hér, og jafnframt lagt það til, að þau yrðu jörðuð á landshu kostnad, eins og flestra þjóða siður er, þegar þjóðskörungar deyja. farf og hvorki að efa samþykki þings og þjóðar til þess, ef landshöfðingi finnur ráð til að ná því fé, er til þess þarf, né heldur til hins, sem sjálfsagt er, að útförin fari svo hátíðlega fram, sem unnt er og tilhlýðilegt. Um fráfall Jóns Sigurðssonar, útför og æfi, hafa oss borizt allmörg blöð, en með því engin blöð skýra eins vel og skörulega frá, eða betur í vorum anda, en «Morgunblaðið», skulum vér fyrst tilfæra það, sem þar stendur um útför hans, shr. nr. 291, sunnudag. 14. desbr. f. á.: «Útför Jóns Sigurðssonar fram fór í gær um hádegi í Gwwijowj-kirkjunni; hafði þar fjöldi fólks safnazt saman; meðal þeirra Trap leyndarráð, sem mætti í nafni konungsins, forsetar ríkis- þingsins Krabbe og Liebe, ráðherra íslands Nellemann og deildarforstjóri hans Oddgeir Stephensen, hæstarjettar- dómararnir, þjóðþingismennirnir Bcrg, fíörup, Albcrti, Winther, Bönlökke og Tang (hægrimenu og hægfarar (mo- derate) þingsins voru fjærri), Irminger aðmíráll, ýmsir af kennurum háskólans: Konráð Gíslason, Gisli Brinjúlfsson, Stephens, Svend Grundtvig, Wimmer og Schiern. Allir íslendingar, sem hér eru, voru þar við. — Kistan var krönsum hulin (hún var úr eikarviði og sink-kista innan í) og lá á loki hennar silfurkrans með skildi, gefinn af lands- mönnum hins látna, pálmalaufkrans frá íslenzkum stúdentum og lárviðarkrans frá hinu íslenzka bókmenntafélagi og annar frá þjóðvinafélaginu. Á silfurskildinum stóð: t JÓN SIGURÐSSON fæddur 17. júní 1811 kvongaðist 5. september 1845 dó 7. desember 1879. Ö skab ar n í slands, s ó m i p e s s, s v er ð o g s k j ö l du r. ,Tœnk, naar en Gang den Taagc er forsvunden“, talaði Schepelern fegar lokið var að syngja sálminn: prestur á þessa leið: "Minning þessa manns mun eptir hann lifa, því hann var enginn hversdagsmaður. Páll postuli segir á einum stað, að hann óskaði sér útskúfunar frá Kristi, svo að hann mætti frelsa sína bræður, ættingja sina eptir holdinu, ísra- els útvalinn lýð, sem Guðs ströngu refsidómar hefðu yfir fallið. Yér þekkjum fjarlægðina milli postula og vor, og vit- um og, að ekki stoðar saman að jafna Drottins útvaldri þjóð og nokkurri annari þjóð veraldarinnar; en samt sem áður voru postularnir menn allt eins og vér, og sá brennandi kærleikur, sem gagntók Pál, hinn sami eldheiti kærleikur var lífið og andinn í æfistarfi þess manns, hvers leifum vér fylgjum í dag til síðustu hvíldar. Lengsta hluta æfinnar eyddi hann hér suður í Danmörku, en hugsunin um hina fjarlægu fósturlandsey var sálin í allri hans athöfn. J>ar stóð vagga hans, þar hafði hann forðum daga lært, að fósturjörðu sinni skuldar maður allt, og þar eiga nú bein hans að breytast í dupt. Sárfáir voru heima eins og hann í sögu sinnar þjóðar, hann þekkti hennar horfnu heiðursdaga, henn- ar forna krapt, en hann þekkti líka hennar veikleika; hann vissi, að lítið gat á henni borið meðal annara heims- ins þjóða, en ekki unni hann henni minna fyrir það. Einhverju sinni, þegar hann að venju sinni vitjaði lands síns, var hann (í kvæði) kallaður landsins „sverð og skjöldur“. í þeirri kveðju var sannleikur. Með vísinda-skarpleik sín- um og sinni óþreytanlegu elju við alla fræði, 'jók hann með andans sverði takmörk síns fósturlands, og með þoli og þreki hélt hann lengi skildi fyrir landsréttindum sinnar þjóðar. f>eir eru til, sem ætla, að kröfur hans hafi úr hófi gengið; en hinu mun enginn neita, að það var sannfæringarinnar alvara, sem leiddi hann, og ekki er unnt að misskilja, hvað Island á honum að þakka. J>egar konungurinn á 1000 ára hátíðinni heimsótti landið og gaf því frjálsa stjórnar- skrá, þá var einnig Jóns Sigurðssonar nafn á allra vörum; því það var hann, sem rutt hafði götuna. fegar fregnin um fráfall hans berst tií ættjarðar hans, vekur hún þar hluttekning í hverju húsi; en einnig meðal landa hans hér verður söknuðurinn mikill, einkum meðal hinna ungu, sem áttu hjá houum opið hús, hinna ungu, sem hann sífellt reyndi til að innræta hjá þá sömu ættjarðarást, sem í sjálfs hans brjósti brann. Eins og hann elskaði sitt litla föð- urland og barðist fyrir það, svo hefir hann nú áunnið hið mikla föðurland, er aldrei þverrar, og þar sem vér allir eig- um óðul. Megi æfinlega finnast meðal þjóðanna menn, sem unna og starfa ættjörðu sinni, eins og þessi!» 21

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.