Þjóðólfur - 09.02.1880, Síða 2

Þjóðólfur - 09.02.1880, Síða 2
22 Síðan hélt Eiríkur prdfastur Briem frá íslandi ræðu á íslenzku. (þ>á fyigir ágrip af þeirri ræðu). Eptir að Schepelern hafði kastað moldu á kistuna, báru íslenzkir stúdentar hana inn í kapellu kirkjunnar, þar sem hún geymist». 10. desb. f. á. byrjaði sama blað með fagurri og snjallri grein, sem lýsti honum og skýrði stuttlega frá æfi hans og afreksverkum. Grein sú byrjar þannig: «Fyrra laugardag gátum vér þess, að hinn gamli stjórnvitringur íslands og al- þingisforseti lægi bundinn við langvinna og þjáningarfulla sóttarsæng, en ekki varði oss þá, að dauðinn mundi þegar daginn eptir láta lokið hans langa æfistarfi, sem allt var helgað velferð hans fjarlæga fósturlands og ávallt bar ein- kenni hins sanngöfuga ættjarðarvinar. Efalaust vekur fráfall hans almenna sorg á fósturjörðu hans, þegar fregnin um það berst þangað í vor, eins og íslendingar þeir, sem hér eru, og aðrir vinir hans, kenna mikils harms og saknaðar eptir hann. í Jóni Sigurðssyni hefir ísland eigi einungis misst mikinn vísindamann, stjórnskörung og manngæðíng. Hann var líka þjóðhöfðingi, sem hafði sett upp þann frelsisfána, sem eldri og yngri íslendingar höfðu með hug og sál skipað sér í fylkingu undir, og hann var hertogi í þeirri orrustu fyrir frelsi og forræði, sem meir en heilan mannsaldur hefir þegar verið háð á íslandi móti hinni skrifstofulegu stjórn hér suður í Danmörku». Að blöð hægrimanna, «Dagblaðið», og einkum Carl Plougs blað, «Föðurlandið», fari vægari lofsorðum um hinn fráfallna, munu greindir nærri geta, en þó vitum vér ekki til, að þau blöð hafi nokkru sinni látið sinnar þjóðar menn, sem fylgt hafa ólíkri pólítík, njóta betur sannmælis, en þau láta forseta vorn. Báðar þær greinir væri vert að þýða, en ekki er rúm til þess að sinni. Herra Tryggvi lét skera mynd J ó n s sál. í tré og prenta í skrautblaði Khafnar «Illustreret Tidende» og þar með snotra æfisögu hans, eptir séra Eirík Briem frá Steinnesi. Prófessor Fiske skrifar (frá Berlin): «fað er sorglegt að þetta miðsvetrar-póstskip skuli færa íslandi þá harma- fregn, að látinn sé þess mesti sonur — hinn ágætasti ís- lendingur á 19. öldinni. En þó er að minnsta kosti hugfró, að hugsa til þess, að líf hans má kalla fullkomið líf, að hann hafði lokið sínu mikla verki og gekk veg alls holds með meðvitundinni um, að erfiði hans mundi bera ávöxt fyrir alla tíma. Landsréttindi íslands eru trygg um aldur og æfi, og í sífeldri framför síns lands, er aldir líða, mun Jón Sig- urðsson eiga sinn maklegasta minnisvarða. Guð blessi hans gullbjörtu minning!» Prófessor Konráð Maurer — annar góðfrægur Islands- vinur — skrifar þannig (prófessori Fiske) um þjóðmæring vorn og aldavin sinn: «Með fullum rétti kallið þér Jón Sigurðs- son mestan íslending á þessari öld; mér var hann meir en það. Síðan fyrir fullum 24 árum höfum við haft persónuleg viðskipti saman. Stríð hans fyrir frelsi og réttindum lands síns liefi eg trúlega reynt að styðja, eins og mér í minni fjarlægð var unnt að gjöra, og hefi eg fyrir þá sök komizt í nánara samband við hann en líklega nokkur annar útlendur maður. Fyrir þessa sök hef eg og lært betur að þekkja hann en margir aðrir, og eg skal einlæglega játa, að eptir því sem eg þekkti hann betur, eptir því mat eg hann og virti meira. Hann var ekki einungis gáfaður og lærður flestum mönnum fremur, heldur og góður maður og hraustur (ein braver und tapferer mann), sem aldrei hopaði eitt augnablik á hæl, þegar hann eptir beztu vitund vildi gjöra skyldu sína, jafn-óhrædd- ur við vultus instantis tyranni, sem við civiurn ardor, jrrava jubentiurn, vinur vinar síns og óvinur óvinar síns. Friður sé yfir hans moldum!» Prófessor Fiske hefir minnzt hans með greinum og æfisögum í þessum blöðum: á þýzku í «Kölnische Zeitung* og Berliner National-Zeitung*; á ensku í stórblöðunum «New York Herald» og «N. Y. Tribune». Grát pú, fósturjörð, pinn rnikla son; en. vert pó vonylöð, pú ólst ha.nn sjá/f oy áttir! Fyrir andlát sitt arfleiddi frú Ingibjörg ísland að meiri hlut fjármuna sinna, er teljast töluverðir. — Frá Khöfn er oss skrifað: «J>að að þið fáið þetta miðs- vetrarskip, er mest að þakka framgöngu hins hyggna og dug- lega forstjóra Gránufélagsins, og sama er að segja um það, að Nellemann ráðherra og Koch samþykktu fyrstu tillögu þings- ins um ferðalög póstskipanna. Stjórnin og ísland skal borga 58 þús. kr. á ári». — Póstskipið Phönix, kapt. Kihl kom hér til hafnar 4. þ. m., og er það hið fyrsta póstskip, sem heimsækir oss um hæstan vetur. fað fór frá Khöfn 15. f. m., kom við í Hull, og flytur ýmsar vörur og mest salt til Fischers verzlunar. þ>að hafði erfiða en hættulitla ferð. Á því komu út: Páll Eggerz verzlm., Ludvig Alexíusson steinhöggvari og Schow, stein- höggvari danskur. Veðrátta ytra mjög mild um norður-Ev- rópu, en harðari í suðurhlutanum. Stórtíðindi engin. Danska þingið friðsamara en að venju. Ný lög: Breyting á tilskipun um sveitastjórn á Islandi 4. maí 1872, dags. 9. f. m., og lög um uppfrœlHng barna, dags. s. d. J>á var 0g samþykkt í f. m, ný ferðaáœtlun fyrir 2 póstskip (Phönix og Arcturus) milli Danmerkur og íslands, því nær samhljóða fyrstu áætlun al- þingis. Eptir þessari áætlun falla á þessu ári, auk þessarar ferðar, níu póstferðir milli landanna, þar af fer Phönix sex. Fjórum sinnum mætast þau á Seyðisfirði, en aldrei í Reykjavík, enda vorður engin póstskipssigling beint til Rvíkur um mitt sumarið nema ein ferð, 8. júní, og engin frá Kvík beint til Hafnar eptir maíferðina, til 18. olct. Eptir 8. maí verða því allir frá suðurlandinu, sem sigla vilja eða senda vörur til út- landa með póstskipi, að fara vestur og austur fyrir land fvrst og sigla þaðan. Sunnlendingar fá því nú að eins hálfa sjöttu beina milliferð (með þessari) fyrir sjö í fyrra. Að öðru leyti verða ferðir skipanna miklu jafnari og hagfeldari fyrir a 111 landið — ef ísar ekki tálma. Áætlunin verðurauglýstsvofljóttsem unnt er. Ein stór bót er í þessu póstskipamáli, hverir gallar sem upp kunna að koma eða finnast kunna á þessari áætlun: nú höfum vér við enga að semja aðra en ráðherra vorn sjálf- an, sem nú hefir þetta mál einri á sínu valdi. Höfum vér á- stæðu til að treysta honum, með tilstyrk vorrar innlendu stjórnar, til alls hins bezta. Kaupmannahöfn þ. 14. Janúarm. Það sem af er vetrinum hefir víða verið allt með kyrð og spekt og lítið gerzt til frásagnar og tíðinda, þannig í f>ýzkalandi og Austurríki; f suðurhluta Schlesíu hefir verið neyð mikil fyrir sakir sífelds votviðris, og hefir þingið verið að ræða um fjárframlag handa bágstöddum mönnum þar. Bismark hefir verið hrumur á líkamanum, og gaus sá kvittur upp að bann væri andaður, en var jafnharðan borinn aptnr. Á Frakklandi getur maður eigi annað sagt en að allt gangi vel, þrátt fyrir smádeilur á þinginu, og smáuppþot og undirróður Keisarasinna; þannig var haldin veizla mikil þ. 18. d. nóvemberm. í fylkinu Vendée 63 borgarstjórum er böfðu verið afseltir fyrir Keisarafylgi sitt; og lýstu menn þá yfir þvi, að þeir nú sem jafnan vildu hlýðnast guði sínum og Keisara. Eins og eg gat um seinast, voru deilur milli Wadd- ingtoos-ráðaneytis og þjóðvaldssinna, og kom þar, að ráð- gjafarnir kröfðust lausnar við embætti sín, og fal því Grévy lyðvaldsstjóri verkmálaráðgjafanum Freycinet að mynda annað ráðaneyti; hann gerði svo, og eru nú i því allir menn af þjóðvaldsflokknum ; segja menn að Gambetta hafi eigi átt all- lítin þátt í þessu. En það er tekur til gengis og auðsældar landsins, þá er hún f góðu lagi, sem sjá má af því að á tíma- bilinu janúar—september hafa óbeinlínis tekjurnar verið 100 milíónum meiri en til hafði verið tekið, og er það því hérum- hil vfst, að sköttum verður létt á landsbúum, og 5 miliónir franka hafa verið veittar bágstöddum mönnum, er nú í haust sakir frosta hafa fengið illa uppskeru. Á Rússlandi er öðru nær en að allt sé kyrrt orðið ; þar

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.