Þjóðólfur


Þjóðólfur - 14.04.1880, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 14.04.1880, Qupperneq 1
32. ár. Iíostar 3kr. (erlendis 4kr.), ef borgast fyrir lok ágústmán. Reykjavík, 14- april 1880. Woriivömlunarmálið. Samkvæmt undangenginni áskorun kaupmanna í £>jóðólfi, var fundur haldinn 15. f. m. hér í Rvík af verzlunarmönnum bæjarins og úr Hafnarfirði, ásamt ýmsum bændum hér nær- lendis. Umtalsefnið var vöru- og einkum fiskverkunin hér við Faxaflóa. Fundinum stýri H. Kr. Friðriksson yfirkennari, R. af Dbr. Hann gat þess fyrst, að tilraunir manna í fyrra til að bæta verkun fisksins hefðu þegar töluvert bætt álit hans á Spáni, svo að efalaust mundi verð á vöru þessari óðara batna ef þessari vöndun væri áfram haldið. Kom fundar- mönnum því saman um, að brýna nauðsyn bæri til, að aptur væru prentaðar reglur þær, er samþykktar voru 7. des. 1878, og þeim útbýtt meðal alþýðu, og var ritstjóra pjóðólfs falið það starf á hendur á kostnað kaupmanna. þ>ví næst benti fundarstjóri á þann helzta galla, sem reynzt hefði á fiskverkuninni í fyrra, og var hann sá, að fiskurinn hcfði verið talsvert brenndur, eða roð hans stundum svo soðið að strjúka hefði mátt af með höndum, og fiskurinn klofnað að endilöngu beggja vegna með fram bakuggunum. Orsök þessa er talin sú, að fiskurinn hefði verið breiddur um of í fyrstu breiðslunum í miklum sólarhita, og pá látinn liyyja of lenyi i senn uppílopt. í fundarskýrslunni, sem útbýtt er ásamt hinum eldri reglum, er þetta vel tekið fram, og menn minntir á, að láta vel allt vatn renna af fiskinum áður en hann er breiddur til þurks, einkum í miklu sólskini, og látinn ekki lengur liggja í fyrstu breiðslunum en 2^2 til 3 kl. tíma á roðið í einu, og sérstaklega sé hann breiddur á klappir, eða þar sem enginn súgur kemst undir hann. Einn- ig voru menn minntir á, að skera eigi of mikið í fiskinn, er hann er flattur, svo og að afhöfða fiskinn betur, þannig að hvorki roð eða hnakkakúlur spilli útliti hans, en þessa tvenns hefði miður en skyldi verið gætt í fyrra. J>etta var hið helzta sem tekið var fram um fiskverkunina. En eitt hefir fundinum gleymst, sem enn mun þörf að brýna fyrir, þótt það sé bæði tekið fram í fiskibók Jóns Sigurðssonar og líka í 1. gr. fisk- verkunarreglanna frá 7. des. 1878, en það er, að menn skeri hvern fisk, sem dreginn er, þegar á háls. fessarar nauðsynlegu reglu er, að minnsta kosti hér í Rvík, ekki gætt enn sem skyldi. |>ess má geta, að einn fundarmanna, Guðm. fórðarson bæjarfulltrúi í ltvík, tók fram, að eigi mundi þykja ósann- gjarnt, að bændur, sem kaupmenn skoruðu á að vanda sína vöru, skoruðu aptur á móti á kaupmenn, að þeir að sínu leyti kosti kapps um, eptir því sem þeim væri það unt, að vanda aptur á móti útlenda vöru, og benti á ýmsar vörutegundir (t. a. m. leður), er einatt hefði reynst miður en skyldi. Kaup- menn tóku vel undir það, en kváðu sig einatt vant við- komna í því efni, þar fæstir þeirra keyptu vörurnar sjálfirer- lendis, heldur yrðu að trúa öðrum fyrir því, en sjálfsagt væri, að við hafa alla varúð í því efni. Hvað þetta mál snertir í heild sinni og á báða bóga, bæði hvað vöndun á innlendri ogútlendri vöru snertir, álítum vér það eitt hið mesta nauðsynjamál almenning3 og enn mjög skammt á veg komið. Eða hvað segja menn um vöruvönd- un, kaup og sölu, á ö ð r u m vörutegundum, bæði erlendri og innlendri? Af erlendri vöru má enn nefna sprittið og sumt kram-ruslið, og af innlendri vöru má sérstaklega nefna smjörverkunina og söluna á því af hálfu sveitar- manna, og ísu- og smáfiskssölu sjávarbænda á móti. Almennt er, að smjör, sem engar þjóðir nema skrælingjar mundu telja ætt, er boðið og selt eins og góð vara, eða vel verkað smjör Sé borgað að haustinu kostar árg. i< i.i„ 5 3 kr. 25 a., en 4 kr. eptir árslok. væri. Og hins vegar er nú orðið almennt, að misjöfn ísa og annar trosfiskur, er selt með gömlu þorskverði. Að selja pundið af gráðasmjöri fyrir 60 til 70 aura pnd. og slæma ísu fyrir 12 kr. vættina, það er engin saungjörn sala, enda er engin afsökun í því, þótt þar mætist slæm vara slæmri. Menn eiga að vanda vöru sína og síðan gjöra verðmun eptir gæðum. Neyðin er enginn kaupmaður; þegar sjávarbóndinn þarf að kaupa smjör og fær ekki annað en slæmt og illa verkað, kaupir hann það, og eins kaupir landbóndinn trosfiskinn — eins opt slæma vöru fyrir góða (peninga eða fé) eins og slæma fyrir slæma. Með slæmri og óvandaðri vöru gjöra menn hinn mesta skaða eklri einungis mannlegu félagi yflr höfuð, heldur og sjálfum sér. Og þótt þeir, sem þetta skilja, séu án efa að smáfjölga, að m. k. í sumum sveitum, ber mikla nauðsyn til að vekja almennings áhuga í þessu efni, þ. e. á vöndun allrar vöru, svo og meiri sanngirni í kaupum og sölum. Veðráttan og vertíðin. Hvað þýður og hlýindi snertir, má vetur þessi kallast annáls- verður, eins og sýna veðráttuskýrslur vorar. |>ó hafa sjógæftir verið stopular það sem af vertíðinni er liðið. Síðan fyrir mán- aðamótin hefir verið mokfiski hér fyrir öllum innnesjum, þó mest á Hafnarfirði, og eru þar komnir stórhlutir. Minni afli utar og að eins nýlega byrjaður afli fyrir sunnan Garðskaga, ogaustur með landinu. Trjáreki hinn mesti í Grindavík og í Selvogi, af tegldum viði. J>ilskip héðan hafa þegar aflað rétt vel bæði þorslr og hákarl. Frönsk fiskiskip liggja þessa daga mörg hér á höfninni; eitt þeirra kom brotið, heitir Réunion, og skal seljast með öllu tilheyrandi þ. 16. og 17. þ. mán. — 2. apríl hvolfdi báti liéðan úr bænum í austan roki, rétt fyrir utan Akur- ey; týndust 2 menn en 2 varð bjargað. Formaðurinn lézt, er hét þórður Jónsson, ungur maður nýkvongaður; hinn hét þorvaldur, frá Hurðarbaki í Reykholtsdal. Eptirtektavert er tvennt við flesta mannskaða, sem verða hér við Faxaflóa: flestir þeirra verða á siglingu (þessum báti hvolfdi með bundnu skauti), og: enginn maður kann að bjarya lífi sínu á sundi. Hve lenyi skal sú fyrirmunum yanya, að unyir sjómenn lœri ekki sundtök? Veðráttufar í Reykjavík í marzmánuði. Fyrstu daga mánaðarins var hann ýmist á norðan eða landnorðan, kaldur, opt hvass og 6. var blindbilur mest allan daginn á austan landnorðan og hélst hann þar til sunnudag- inn 7. að hann gekk í landsuður með rigningu og hefir síðan mátt heita að hann einlægt hafi verið á austan landsunnan, stundum hvass, stundum hægur með mikilli rigningu. 25.—28. var hér opt logn og bjart veður, síðan aptur austan lands- sunnan með nokkurri úrkomu. Síðan 8. hefir hér eigi sést snjór. Síðan 10. hefir hér ekki frosið að undantekinni aðfaranótt hins 13. þá var 2° frost. Hitamælirinn var hæstur (um hádegi) 19. 8° R. ----- — lægstur (— —) 2. 5° — Meðaltal um hádegi fyrir allan mánuðinn + 3,2°— -----— á nóttu — — — + 0,5° — Mestur kuldi á nóttu aðfaranótt hins 2. -f- 7£° — Loptþyngdarmælir hæstur 26. 30,20 enskir þuml. ---- lægstur 31. 28,40 — — ---- að meðaltali 29,54 — — Rvík */4—80. J. Jónassen. Fæðing'ardagiir konnngs þ. 8. þ. mán. var 41

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.