Þjóðólfur - 14.04.1880, Side 2
42
haldinn hér á venjulega hátt, það er að segja: flaggað á hús-
um og minni vors elskaða konungs drukkið í húsi landshöfð-
ingja. Einnig héldu piltar lærðaskólans þeirra venjulega boð
og dansleik. f<5 tók fjöldi pilta ekki þátt í því, og er það
slæmt, því kostnaðurinn verður þá of þungur á hinum. Fyrir
hinum venjulegu minnum mæltu: Hannes Havstein, Einar
Hjörleifsson, Lárus Jóhannesson og Bjarni fórarinsson. Mælt-
ist öllum vel og sumum ágætlega. Aptur fórst samsæti em-
bættismanna fyrir í þetta sinn — líklega sökum þess að eng-
inn þeirra tók nú öðrum fram með fyrirbúnaðinn ; kom þar
ekki fram það sem Sturlungar forðum sögðu um Haukdæli og
Oddaverja, og Norðlingar segja enn um þá herra Beykjavíkur-
embættismenn, að það sé kynfylgja þeirra að halda beztar
veizlur á landi hér.
— Póstskipið fór aptur þ. 24. f. m. og skal koma apt-
ur 30. þ. m. Með því sigldu: Eggert Gunnarsson alþingism.
J. Möller og Björn Blöndal úr Húnavatnssýslu og fröken |*óra
Pétursson.
.Jarðarför séra Ásm. sál. Jónssonar fram fór
að Odda 8. þ. m., þar voru á 3. hundrað manna og sat all-
ur hávaði þeirra að boði; þar voru viðstaddir 12 prestar. Hús-
kveðjuna hélt séra ísl. Gíslason frá Arnárbæli, en ræðu í
kirkjunni séra Skúli (nú prófastur) á Breiðabólstað. Silfur-
skjöldur var á kistunni og öll útförin hið höfðinglegasta.
Jarðarför f»esrra .Jóns ^ig-nrðssonar er
ákveðin að fari fram hinn fyrsta hentuga dag eptir komu
póstskips í lok þessa mánaðar, en nákvæmara verður ekki dag-
sett fyr en skipið er komið. Til aðstoðar sér við tilhögun og
stjórn útfararinnar hefir landshöfðinginn skipað fjögra manna
nefnd: skólakennarana Björn M. Ólsen, H. E. Helgesen og
Stgr. Thorsteinson og séra Matth. Jochumsson. Einnig hef-
ir hann falið þeim B. Gröndal, Stgr. Thorsteinsson og Matth.
Jochumssyni að hafa til söngva við komu kistnanna í land, í
kirkjunni (kantate) og við gröfina. Um tilhögun útfararinnar
verður skýrsla prentuð og til útbýtingar höfð svo tímanlega,
að þeir sem fylgja, geti kynnt sér hana áður, enda er fyrir-
búnaðurinn eigi enn kominn svo í kring, að vér getum skýrt
frá honum nákvæmar að sinni. Nefndin féllst á þá tillögu
landshöfðingja, að gröfin yrði hlaðin upp úr höggnu og stein-
límdu grjóti og steinhvelfing yfir og er það smíði nú langt
komið. Engin viðhöfn verður spöruð, sem við þykir eiga, til
þess að sorgarathöfn þessi verði eins þjóð vorri sem hinum
látnu til fullrar sæmdar. I>ar til heyrir auk guðsþjónustu og
söngva, flokkuð líkfylgd eða prósessía, sorgartjöld, blómstur-
búnaður, o. fl.
Óskir hafa komið úr einu eða tveimnr héruðum lands-
ins, að útförinni yrði frestað til fyrstu komu Arktúrusar kring
um land, en af því þær óskir komu ekki fyr en póstar voru
komnir hjá, var þeim ekki hægt að sinna. Fullyrt er að ís-
firðingar og fleiri hafi í ráði að senda nefnd manna (Deputa-
tíón) til heiðurs við útförina.
Óskanda væri, að sem flestir vinir lands vors og hinna
látnu, sem því geta við komið, yrðu hér við staddir. 1 ráði
er að bændur verði tilkjörnir að taka fyrstir við kistum þeirra
hjóna, er þær eru fluttar í land, og bera þær til kirkju eða
á leið þangað.
Híýprentað í ísaf. prentsmiðju: Tímarit kins ís-
lenzkci bókmentafelac/s 1. árg. 1. hepti. f>að inniheldur auk
formála: 1. um Sturlungu og Prolegomena Dr. G. Vigfússon-
ar, eptir B. Gröndal. 2. um túnrækt eptir séra G. Einarsson
á Breiðabólstað. 3. æfiágrip Jóns biskups Árnasonar, eptir
Dr. G. Thomsen. Eitgjörð B. Gröndals er samin í höf. eigin
alkunnna anda og stíl: með yfirburðum fróðleiks og andríkis,
en undir eins með hans venjulegu «kraptyrðum», sem stund-
um verða ekki að því skapi sanngjörn eða sannfærandi,
sem þau eru snjöll. fað er satt, að Dr. G. Y. er ekki
allstaðar sanngjarn og fullyrðir margt, sem hann sannar
ekki, en hafa ekki fleiri fornfræðingar en hann og S.
Bugge gjört sig seka í hinu sama? Mun ekki Finnur
Magnússon, N. M. Petersen o. fl., vera jafnríkir af getgátum
og Dr. G. V.? Að undantekinni kenning Dr. G. V. um upp-
runa eddukviðanna, finnum vér fátt sérlega saknæmt í hans
Prolegomena. Annars hefir höfundurinn lang-skörulegast rifið
niður þá hypothese og þar erum vér fullkomlega á hans máli. Hitt
ætlum vér, að enginn hafi þó betur tekið fram en Guðbrand-
ur og fundið, hve angelsaxneskur og enda keltneskur andi og
þjóðerni hafi haft áhrif á anda og þjóðerni vorra forfeðra, þótt
mikið vanti á, að sú gáta sé að fullu leyst enn. Hvað út-
gáfu þessa á Sturlungu snertir, og nafna og staðaregistrin
sérstaklega, þá getur engum blandast hugur um það, að þetta
er betra og vandaðra verk, en gamla útgáfan. — Bitgjörð
séra Guðmundar er að vísu engin vísinda-ritgjörð, en óska
viljum vér að sem allra flestir bændur vildu lesa hana. Höf.
er allra manna færastur til að rita um búnað, og þessi hug-
vekja hans er bæði ljóslega samin og á áþreifanlegum rökum
byggð, enda hljóðar hún um eitt hið þýðingarmesta spursmál
íslenzkrar búfræði. — Æfiágrip Jóns Árnasonar er og vel
samið rit og að vorri ætlun lang bezt af höfundarins æfiá-
gripum. Engin ný kvæði eru í hepti þessu.
!l<arnaskólinn á £yrarbakka.
í barnaskólann á Eyrarbakka gengu í vetur 32 börn, flest
fyrir innan fermingu. Hann er nú i tveimur deildum og á 2
skólahús; annað var byggt á Stokkseyri næstliðið haust.
Námsgreinir eru: barnalærdómur, lestur, skript, reikningur,
danska, réttritun og söngur; nokkur lærðu þessutan biblíu-
sögur, landafræði og mannkynssögu. J>essutan kenndu hinar
góðfrægu dætur Bd. G. Thorgrímsens stúlkubörnum hannyrðir,
án endurgjalds, eins og að undanförnu, en herra P. Níelsen
kenndi piltunum leikfimi eins og fyrri ókeypis.
í skóladeildinni á Stokkseyri hélt kennarinn þar einnig
sunnudagaskóla og tóku þátt í því 12 piltar yfir fermingu, og
lærðu helzt skript, réttritun og reikning. Yfir höfuð gekk
kennslan vel í báðuin deildum skólans og framfarir barnanna
voru rétt góðar. V*' 80 J. B.
— f>ó að lítil þörf virðist vera til þess, að svara öllum
þeim nafnlausu greinum, er fram koma í blöðum, og sem opt
eru rírar hvað innihald snertir, þá finn jeg þó ástæðu til að
láta álit mitt í Ijósi um greinarkorn, er «Hafnfirðingur» nokk-
ur (eflaust óekta Hafnfirðingur) hefir skrifað sig undir í 6.
tölubl. ísafoldar þ. á.
Hinn heiðraði Hafnfirðingur er fyrst óánægður með, að
verðið á saltfiski hafi orðið lægra undanfarið ár en áður, og
er hann sjálfsagt ekki sá einasti, sem er á þeirri skoðun, því
allir hlutaðeigendur, bæði bændur og kaupmenn, hljóta að vera
óánægðir með þetta, en fyrst enginn þeirra gat komið fiskin-
um i hærra verð, þá er til lítils að vera að ergja sig yfir því
nú. Hvað því við víkur, að menn hafi vandað fremur venju
fiskverkun árið sem leið, þá er eg honum samdóma um það,
en eg verð líka hlutdrægnislaust að segja, að mikið hefir
vantað upp á það, að fiskurinu væri svo vel verkaður og sér
í lagi hertur, sem hann gat verið; það vantaði talsvert á að
fiskurinn, yfir höfuð, væri svo þurr þegar hann var lagður
inn, að óhætt væri að láta hann fara ósólaðan til útlanda.
f>etta lagast að líkindum smátt og smátt, ef bændur, sem
vonanda er, sannfærast um, að vöruvöndun og vörumat er
eins mikið ef ekki meira þeim í hag en kaupmönnum. En
þegar bændur yfirgefa sinn vana-kaupmann, af því að hann
lætur meta fiskinn, og fer til annars kaupmánns, sem ekki
brúkar þessa aðferð, sem mer er kunnugt að átti sér stað í
fyrra, þá styður slík aðferð ekki þetta velferðarmál Suður-
landsins, því bændur ættu einmitt að neyða alla kaupmenn
til þess að hafa vörumatsmenn, og það holzt þá, sem
vandlátir eru.
Vörumatsmenn hér í Hafnarfirði voru í fyrra ákærðir um
að þeir væru of vandlátir, en þeir hefðu þvert á móti átt lof
skilið, hefðu þeir verið nógu vandlátir. Með öllu þessu vand-
læti varð þó niðurstaðan sú, að af þeim fiski, sem tekinn var
hjá mér sem nr. 1, varð eg að senda frá mér 3 af hundraði
seim nr. 2, og kalla eg það samt gott, hafi hlutfallið ekki
orðið meira hjá sumum öðrum kaupmönnum. Eg get ftillviss-
að hinn heiðraða Hafnfirðing um það, að enginn fiskur hefir
í fyrra farið héðan til Spánar án þess að vörumatsmennirnir
hafi dæmt hann hæfan til þess. Hvað því viðvíkur, að fiskur,
sem á hefir gefið milli lands og skips, hafi verið látinn fara
innan um góðan fisk, þá veit eg ekki til að þetta hafi átt sér
stað hjá mér, og eg álít það mjög ótrúlegt, að það hafi átt
sér nokkurs staðar stað, því að skipstjóri, sem á að skrifa
undir, að liann hafi tekið við farmi af þessum fiski, er vanur
að kvarta, ef það ber til, að fiskur dignar á leiðinni út í
skipið, og sér því um að slíkur fiskur verði fluttur aptur í
land. Annars álít eg það mjög ónauðsynlegt fyrir bændur að
vilja kenna kaupmönnum að skipa út saltfiski, því það er
sannarlega nokkuð, sem kaupmenn hafa nægilegt vit á, og