Þjóðólfur - 14.04.1880, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 14.04.1880, Blaðsíða 3
43 það er einnig þeim sjálfum í hag að útskipun fari fram með reglu og varúð. Að endingu skil eg hinn heiðraða Hafnfirðing svo, sem hann álíti að vörumatsmennirnir hafi ekki verið sjálfum sér samkvæmir, en dæmið, sem hann kemur með þessu til sann- inda, er einkis virði, því eins og hann sjálfur getur til, hefir fiskurinn að líkindum verið þurrkaður áður en hann var lagð- ur inn í síðasta skipti. Menn mega annars virða matsmönn- um þessum til vorkunnar, þó þeir stundum verði sjálfum sér ósamkvæmir, því verk þeirra er vandasamt og getur aldrei orðið svo af hendi leyst, að ekki megi út á setja, enda hafa þeir of almennt verið skoðaðir sem illviljaðir tollheimtumenn í stað þess, að þeir í raun og veru eru hornsteinar í grund- velli þeim, sem umbótin á saltfisksverkuninni á að byggjast á. Af því eg hef heyrt suma taka illa undir að verka gotu sína á þann hátt, er sagt var frá um daginn í «J>jóð- ólfi», þá skal eg um leið nota tækifærið til að fræða menn á því, að herra M. Johannessen hefir, eins og segir í fjóðólfi, sjálfur reynt þessa aðferð og haft góð not af, enda er hún viðhöfð af frönskum fiskimönnnm. Samt álít eg að þessi að- ferð verði ekki notuð nema þar, sem gotutunnurnar geta staðið í húsaskjóli, og eins mun betra að viðhafa gömlu aðferðina þegar fram á vertíð kemur, því gotan inniheldur þá mikið af sjó, som ekki nær að renna nógu fljótt frá henni, þegar hún er söltuð í tunnur, en þegar um góð hrogn er að ræða, þá blýtur nýja aðferðin að vera hentug og ábatasöm. Hafnarfirði 18. marz 1880. C. Zimsen. SKÝESLA um ástand prestaskólasjóðsins við i irslok 1879. Tekjur. Kr. A. 1. Eptirstöðvar við árslok 1878: kr. a. a, konungl. skuldabréf 3100 » b, skuldabréf einstakra manna . . 300 » c, í pen. hjá forstöðum. prestaskólans 1 90 3401 90 2. Vextir til 11. des. 1879 .... 136 » 3537 90 Útgjöld. Kr. A. 1. Styrkur veittur: kr. a. a, stúdent Magnúsj Helgasyni . . . 50 » b, — Helga Árnasyni . . . . , 50 » c, — Lárusi Eysteinssyni . . , . 33 » 133 » 2. Borgað fyrir auglýsing reiknings í Uióðólfi . 2 » 3. Eptirstöðvar við árslok 1879: kr. a. a, konungl. skuldabréf 3100 » b, skuldabréf einstakra manna . . 300 » c, í pen. hjá forstöðum. prestaskólans 1 90 3401 90 3537 ÓO Umsjónarmenn sjóðsins. SKÝRSLA um gjöf Halldórs Andréssonar til prestaskólans við árslok 1879. Tekjur. Kr. A. 1. Eptirstöðvar við árslok 1878 : kr. a. a, konungl. skuldabréf 1000 » b, skuldabrjef einstakra manna . . 1300 » c, á vöxtum í sparisjóð 15 22 d, í pen. hjá forstöðum. prestaskólans 111 12 2426 34 2. Vextir til 11. des. 1879 .... . 95 14 13- Á móti 3. tölulið útgjaldanna . . . 111 12 2632 60 Útgjöld. Kr. A. 1. Styrkur veittur: kr. a. a, stúdent Lárusi Eysteinssyni . . . 7 » b, — Sigurði Stefánssyni . . . 42 » c, — Jóni Magnússyni . . . . 40 » 89 » 2. Borgað fyrir auglýsing á reikningi í Þjóðólfi . 3 » 3. Sett á vöxtu 1 sparisjóð .... 111 12 4. Eptirstöðvar við árslok 1879: kr. a. a, konungl. skuldabréf .... 1000 » b, skuldabréf einstakra manna . . 1300 » c, á vöxtum í sparisjóði .... 129 48 2429 48 2632 60 Umsjónarmenn sjóðsins. t Hinn 4. ágústm. 1879 andaðist merkisbóndinn Pétur Féldsted Sívertsen í Höfn í Melasveit. Var hann jarð- aður að Leirá 11. d. s. m., og voru, auk annars fjölmennis, 5 prestar við jarðarförina, er allir fluttu þar ræður. Sívert- sen var fæddur í Bvík 15. desbrm. 1824; og var hann sonur hins lærða mentavinar Sívertsens kaupmans í Rvík; en móðir hans var Guðrún Guðmundsd. systir Helga biskups. Sívert- sen var við verzlun í ýmsum stöðum í mörg ár, fyrst í Hafn- arfirði í nokkur ár, unz hann 1837 fór í sömu stöðu að Eyr- arbakka, til hins góðkunna kaupmanns Guðm. Thorgrímsens, sem gaf honum bezta vitnisburð fyrir dugnað, hreinskilni og húsbóndahollustu. Og þegar Sívertsen fór þaðan 1862, ept- ir 15 ára þjónustu, gaf Thorgrímsen honum silfurdósir, bezta grip, með ártölunum um veru hans hjá honum, og sem viðurkenningu hans duglegu og trúa þjónustu. Sívertsen var tvíkvongaður; í fyrra sinni gekk hann að eiga Sigríði forsleinsd. prests í Reykholti, 30. maím. 1857, meðan hann enn var á Eyrarbakka. Hana missti hann 21. júním. 1860. Með henni eignaðist hann 3 börn, og lifa nú 2 þeirra, sem eru uppkomnar efnisstúlkur. í seinna sinni átti hann (19. ág. 1863) Steinunni jporgrímsdóttur, prests frá Saurbæ, og þá keypti hann jörðina Höfn, og reisti þar bú, og bjó þar til dauðadags. í seinna hjónabandinu átti hann 2 syni, er nú lifa. — Sáttasemjari í Mela prestakalli var hann frá 1866, og einnig var hann þar í hreppsnefndinni frá því hún komst á, meðan honum vannst aldur til. Sívertsen var mikilhæfur maður í mörgum greinum. Og eins og hann var stórmenni að ásýnd og hreystimaður að afii, eins var hann líka stórhuga, duglegur, og framkvæmdarsamur í sér- hverri lífsstöðu. Á jörð sinni hafði hann rausnarbú og betr- aði hana stórum. Hann var einn hinn skemtilegasti og gest- risnasti maður heim að sækja; höfðinglundaður, brjóstgóður, og svo hjálpsamur, að hann sparði ekkert í því skyni, hver svo sem hans leitaði. Hann var því sannnefnd stytta sveit- ar- og mannfélagsins og ávann sér virðing, ást og góðan orðstír nær og fjær. — Fyrir næstliðin jól gaf Fröken Guðrún J>orkellsdóttir í Stykkishólmi 50 kr. til jólaglaðnings nokkrum fátækum mönn- um með börnum þeirra hér í Staðarsveit, og úthlutaði sam- kvæmt hennar ráðstöfun sóknarpresturinn á Staðastað þessari gjöf meðal 7 fátækra barnamanna, rétt fyrir jólin. Sem hreppsnefndaroddviti í Staðarsveit, finn eg mér því skylt, að votta ofannefndu, eðallynduðu heiðurskvendi hér með opinberlega mitt virðingarfyllsta þakklæti, vegna minna fátæku sveitunga, fyrir þessa hennar jafnrausnarlegu og kærleiksfullu gjöf, sem þiggendurnir biðja Drottinn að launa. Elliða í Staðarsveit 16. febrúar 1880. Guðmundur Sigurðsson. & e $ l t«i m © s\ — Samkvæmt opnu bréfi 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hérmeð skorað á skuldheimtumenn og jafnframt því erfingja og gjaldtakendur ekkjunnar Guðrúnar Sveinsdóttur, er andaðist að heimili sínu Reynisdal í Mýrdal í síðastliðnum nóv. að gefa sig fram við skiptaráðanda hér ( sýslu með sannanir hér fyrir innan 6 mánaða frá síðasta birtingardegi þessarar innköllunar. Skrifstofu Skaptafellssýslu 17. febrúar 1880. Einar Thorlacíus settur. — Hér með auglýsist, að miðvikudaginn 28. dag næstkom- andi aprílmánaðar kl. 10 f. m. verður yfirboðsþing haldið á Hofsós til að selja fjármuni þá, er fyrrum kaupmaður Jakob sál. Holm lét eptir sig, og þar á meðal 4/» parta afhinni svo nefndu Hofstorfu, nefnilega höfuðbólinu Hofi með 4 hjáleigum, alls 504/io hdr., og kirkjujörðunum f>rastastöðum með Gerði 202/io hndr. og Svínavöllum 155/io hndr., sömuleiðis hálft hið stóra gamla íbúðarhús á Hofsós. Vera má að allt húsið verði selt, og, ef til vill, meiri hluti Hofstorfunnar. Söluskilmálarnir verða til sýnis hjá söðlasmið Sigurði Ingimundarsyni á Hofsós í hálfan mánuð á undan yfirboðs- þinginu. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu, 28. febr. 1880. E. Bricm. — Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861 innkallast hér með allir þeir, er til skuldar telja í dánarbúi fyrrum kaupmanns Jakobs Holms á Hofsós, er dó 5. þ. m., til þess innan 6 mánaða frá birtingu þessarar auglýsingar að koma fram með og sanna skuldakröfur sínar fyrir skiptarétti þessarar sýslu. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu, 28. febr. 1880. E. Briem. — Hér með er skorað á erfingja Baldvíns Sveinssonar frá Hafursvöllum í Vindhælishreppi, sem drukknaði í fiskiróðri á Húnaflóa hinn 8. nóv. f. á., að gefa sig fram og sanna erfða-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.