Þjóðólfur - 22.04.1880, Page 4

Þjóðólfur - 22.04.1880, Page 4
48 — Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hér með skorað á alla þá, er telja tíl skuldar í dán- arbúinu eptir bóndann Pétur F. Sivertsen í Höfn, er andaðist 4. ágúst þ. á., að lýsa skuldakröfum sínum og sanna þær fyr- ir skiptaráðanda hér í sýslu áður 12 mánuðir séu liðnir frá síðasta birtingardegi þessarar innköllunar. Skrifstofu Mýra og Borgarfjarðarsýslu 28. nóv. 1879. Gufimundur Pálsson. — Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 innkallast hér með allir þeir, er til skuldar telja hjá dánarbúi Ólafs sál. Thorlaciusar hreppstjóra frá Dufansdal hér í sýslu, er andaðist 8. nóv. f. á á sjúkrahúsinu í Eeykjavík, til þess að koma fram með kröfur sínar á hendur téðu dán- arbúi og sanna þær fyrir skiptaréttinum bér í sýslu, og skal það gjört eigi síðar en 6 mánuðum eptir síðustu birtingu þessarar innköllunar, ella verður kröfunum eigi gaumur gefinn. Skrifstofu BarÖastrandarsýslu 12. jan. 1880. Asmundur Sveinsson, settur. jglf* Mynd af Daða Níelssyni «fróða» er til sölu hjá undir- skrifuðum verð: 50 a. Myndjþessi er fyrst tekin af Sigurði heitnum Guðmundssyni «málara» en nú Ijósmynduð af Sig- fúsi Eymundarsyni ljósmyndara. Reykjavík, 12. apríl 1880. Jón Borgfirðingur. 'ágf’ Hjá Einari fórðarsyni, prentara, fæst smjör og vín keypt. — Fundist hefir á götum bæjarins peningabudda þann 18. þ. m. og má réttur eigandi vitja hennar til undirskrifaðs, ef hann borgar þessa auglýsingu, og segir til hvað í buddunni átti að vera. Reykjavík 21. apríl 1880. Erlindur Magnússon, gullsmiður. Carl Franz Siemsens verzlun. Undirskrifaður vill fá til kaups góð mórauð tóuskinn. Reykjavík í apríl 1880. G. Emil Unbehagen. — Samkvæmt þeirri lagaskyldu, er á hreppsnefndum hvílir eptir 17. gr. samanbornri víð síðari hluta 22. gr. í tilskipun af 4. maí 1872, auglýsist hjer með, að allt heimaland hreppsins verður smalað að hrossum föstudag í 8. viku sumars, eða 11. júní næstk., og þeim hrossum, sem þá fyrirfinnast réttað í Kambsrétt. Hrossum, sem ekki verða hirt við þetta réttar- hald, verður komið til vöktunar upp á fullt endurgjald af hlutaðeigendum um næstu 14 daga, og þau óútgengnu þá seld við opinbert uppboð. Sömu smölun og réttun verður á- fram haldið annan hvorn föstudag, eða með 14 daga milli- bili allt sumarið út, ef þörf gjörist. 'Áminnast því allir bú- endur hreppsins um, að hafa engin ótamin hross í heimahög" um, eptir þánn ofanskrifaða réttardag. Mosfellshreppi í apríl 1880. Hreppsnefndin. mann (Leipzig 1875), en hin eptir H. von Wolzogen (1876). Fyrir skömmu hefir Dr. B. Sijmons gefið út á hollenzku þýð- ingu yfir nokkurn hluta eddu, «Uit de Edda» í «Taalkundige Bijdrage», tímariti í Hollandi. í þýzkt tímarit hefir Dr. E. Mogh ritað «Untersuchungen iiber die Gylfagynning». Um fornar íslenzkar bókmenntir eru opt ritaðar greinir í þessi tímarit: «Germania», «Zeitschrift fiir deutsche Philolo- gie», «Beitráge zur Geschichte der deutschen Sprache» og «Literarisches Centralblatt». J>að eru einkum Maurer, Mö- bius, Brenner, Gering og Edzardi, sem rita í þau. Af því,1 sem nú hefir verið sagt, er auðsætt, að íslenzku námið hefir mjög aukist á pýzkalandi á fáum hinum siðustu árum. B. og Ó. jpýddu. Jarðarför Jóns Sigurðssonar og konu bans fer fram 2 eða 3 dögum eptir komu næsta póstskips, og verður dagurinn ákveðinn og auglýstur svo fljótt sem unnt er eptir komu skipsins og almenningi birt, hvernig útförinni verður hagað. Til bráðahyrgða hefir nefndin hugsað ser pessa tilhögun: Líkkisturnar verða fluttar að bryggjuhúsinu og bornar rakleiðis úr bátnum upp fyrir pað, og settar par á pall. Meðan kisturnar eru á leiðinni frá skip- inu pangað til pær verða settar á pallinn, verður leik- ið á horn. Síðan verður kvæði sungið. Göngunni frá bryggjuhúsinu verðurpannig hagað: Á undan kistunum ganga stúdentar og læri- sveinar hins lærða skóla, pá peir, sem eiga að bera kisturnar. Á eptir kistunum ganga: 1. Forstöðunefnd útfararinnar, forsetar alpingis og forseti bókmenntafé- lagsins. 2. Ættingjar hinna framliðnu og prestar. 3. Alpingismenn. 4. Fulltrúar frá ýmsum héröðum og fé- lögum og verður röð peirra nákvæmar ákvebin, pegar nefndin fær að vita hverjir koma. 5. Aðrir peir sem fyigja. Marskálkar, er reglu skulu halda, munu gæta pess að allt fari fram eptir pví sem ákveðið er. Engum verður leyft að fara inn í kirkjuna á undan líkfylgdinni. Upp á lopt kirkjunnar verður engum leyft nema kvennmönnum, peim sem inngöngumiða hafa. Eptir athöfnina í kirkjunni gengur líkfylgdin í sömu röð og áður til kirkjugarðsins. p’eir, sem vilja komast í 4. flokk líkfylgdar- innar, eru beðnir að snúa sér sem fyrst til Bjarnar kennara Olsens. Nefndin gengur að pví vísu, að allir muni gjöra sitt til pess, að jarðarförin fari svo hátíðlega fram sem unnt er, og telcur pakklátlega móti hverri aðstoð og bendingu, sem henni býðst í pá átt. Reykjavík 22. apríl 1880. Hilmar Finsen. Björn Magnússon Ólsen. H. E. Helge- sen. Matth. Jochnmsson. Stein.gr. Thorsteinson. — SKIPAKOMA. 19. þ. m. «Ingólfur» (danska herskipið), foringi Jessen, kapteinn í flotanum, næsti foringi Shibsted. — 18. þ. m. «Marie Christine» til M. Jónss. í Bráðræði og veltufél. með vörur. — 21. þ. m. «Anette Mathilde» með vörur til P. C. Ivnudtzons verzlunar. ®«regiir. Með síðasta skipi komu erl. fréttir frá 7. þ. m. Tíðin hin bezta, og aflabrögð í Noregi fullt eins góð og í fyrra, undir 30mill. Verð á norskum fiski (þurrum) á Spáni stóð 4kr. fyrir «vog», og mun það samsvara 36 kr. skpd. (9 vogir í skpd.) Lýsi var einnig að lækka í verði. Útlendar vörur virðast hvorki hækka né lækka í verði, eins og stendur. Eptir þessu er útlitið, að fiskurinn nái ekki hærra verði í sumar en uridanfarin ár. pví meira ríður almenningi á, að vanda sem bezt verkun á þeim mikla afla, sem nú kemur á land. Afgreiðslustofa J>jóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson. Prentaður i prentsmiðju Einars pórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.