Þjóðólfur - 08.05.1880, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 08.05.1880, Blaðsíða 1
32- ár. Kostar 3kr, (erlendis 4kr.), ef borgast fyrir lok ágiistmán. Reykjavík, 8- mai 1880. . ... Sé borgað að haustinu kostar árg. io 1,1 „x 3kr. 25 a., en 4kr. eptir árslok. "™U« Jaröarföi* Jóris Si^uirössoiiai* og' Xngil)jai*gai* Einarsdóttiii* f<5r fram þ. 4. þ. mán. á sviplíkan hátt og áður var búið að auglýsa með prentuðum reglum. Bréflegar óskir höfðu komið til landshöfðingja um, að útförinni yrði frestað þangað til í lok þ. m., til enda júnímán. eða jafnvel til júlímán. En þett^ varð ekki tekið til greina af því að bréfln bárust ekki fyr hingað en eptir að hin fyrri póstferð var hér um garð gengin, og þannig eigi tími til þess að gjöra öllum þeim aðvart, er þegar höfðu fengið boð um að jarðarförin skyldi fram fara um þessi mánaðarmót, og þótti því hætt við, að ýmsir menn úr fjarlægum sveitum mundu gjöra sér ónýtisferð í þessu skyni. Hér við bættist og það, að hér er enginn hæfilegur staður til að geyma lík á fram á sumar, því hér var eigi annar staður en líkhúsið, sem eigi má teppa, enda er enginn staður hæfur til að varðveita á líkumhitatímann, nemajarðhús úr steini gjör. Sjálfsagt þótti og, að menn mundu eigi láta sér fyrir brjósti brenna að sækja sorgarfund þenna, þótt erfið- leikar væru nokkru meiri nú en síðar. En af því að menn út um landið vonuðust eptir, að útförinni yrði frestað, leiddi það, að menn voru ekki viðbúnir í tíma að kjósa nefndir eða fulltrúa til útfararinnar, eins og þó mun hafa verið í ráði víðast hvar. jpannig höfðu ísfirðingar átt fund með sér og kosið 4 sendimenn, en þeir treystust ekki að fara, og var þá Halldóri Kr. Friðrikssyni sent bréf og hann beðinn að mæta við útförina fyrir þeirra hönd. Kjörnir sendimenn mættu: fyrir Barðastrandarsýslu Hafiiði Eyjólfsson dbrm. frá Svefn- eyjum og Ólafur borgari Guðmundsson frá Flatey; fyrir Snæ- fellsnessýslu D. Thorlacius fyr alþm. úr Stykkishólmi og fórður alþm. frá Rauðkollsstöðum; fyrir Mýrasýslu Ásgeir Finn- bogason dbrm. frá Lundum og Hjálmar Pétursson alþm. (sem þó varð að snúa aptur á leiðinni sökum veikinda); fyrir Borg- arfjarðarsýslu jþórður forsteinsson bóndi frá Leirá og Hall- grímur Jónsson fyr alþm. af Akranesi. Eins og við mátti búast sótti þennan sorgarfund fóstursonur og frændi þeirra hjóna, Sigurður Jónsson sýslumaður og frú hans, úr Stykkis- hólmi. Úr nærsýslunum: síra ísleifur Gíslason, síra Jens Pálsson ; Stefán Bjarnason sýslumaður með dóttur, frökenarnar Thorgrímsen þrjár, Sigurður Thórarensen 0. fl. af Eyrarbakka, Jón Árnason úr J>orlákshöfn; síra St. Thórarensen frá Kálfa- tjörn, Egill Hallgrímsson úr Yogum, Jón Breiðfjörð, Jón frá Yatnsnesi 0. fl. af Vatnsleysuströnd; jþojsteinn Egilsson, J>órð- ur Jónsson 0. fl. úr Hafnarfirði; af Álptanesi síra fórarinn próf. Böðvarsson, Magnús bóndi á Dysjum, Dr. G. Thomsen frá Bessastöðum með frú, Kristján sýslumaður Jónsson, Kristj- án Matthiesen frá Hliði, Erlendur hreppstjóri á Breiðabóls- stöðum 0. fl.; síra Jóhann porkelsson frá Mosfelli og allir helztu bændur þeirrar sveitar og af Seltjarnarnesi; þeir bræður J>órður og Eyólfur Runólfssynir af Kjalarnesi; síra forkell á Reynivöllum, póröur bóndi á Laxárnesi og þeir Meðalfells- bræður Páll og Brynjólfur Einarss.; síra porvaldur Böðvarsson frá Saurbæ og Snæbjörn kaupmaður son hans, fórður hrepp- stjóri frá Fiskilæk, Magnús hreppstjóri á Hrafnabjörgum, Ste- fán frá Hvítanosi 0. fl. 0. fl. Úr Reykjavíkurbæ var allur þorri vaxins fólks við útförina. Jarðarförin skyldi byrja kl. 11 f. m., en hálfri stundu fyrir tók fólk að safnast saman við hinn ákveðna landtöku- stað. Um það leyti safnaðist og 4. flokkur líkfylgdarinnar eins og áður hafði verið gjört ráð fyrir í hinni prentuðu skýrslu, á flöt lærða skólans, og gekk þaðan í prósessíu til bryggjuhússins. Gengu stúdentar og skólasveinar hvorir und- ir sínu merki, og handiðnamenn undir 3. merkinu. Kl. 11 var öll líkfylgdin komin saman. Var það meiri mannfjöldi en nokkru sinni áður mun hafa fylgt nokkurri útför hér á landi. Til göngu var sldpað þannig, að í 1. flokki gengu fremstir Hilmar Finsen landshöfðingi, Pétur Péturssou biskup og Dr. G. Thomsen (forsetar alþingis) og Magnús Stephensen yfir- dómari (forseti Bókmentafélagsins), næstir þeim heiðursgestir frá hinum útlendu horskipum og Eiríkur prófastur Briem, og þá aðstoðarmenn landshöfðingja við útförina. |>á fylgdi ætt- fólkið, og þá aðrir flokkar, samkvæmt auglýsingu, erstóð í síðasta nr. þ. blaðs. Tíu marskálkar af stúdentaflokkinum, er girtir voru svörtum fetlum með hvítum börmum, var skip- að til hliðar fólkinu til að gæta reglu og tókst þeim það fim- lega. Eins og sjálfsagt er, hengu flögg á miðjum stöngum um allan bæinn og á öllum skipum. Öllum búðum var lokað. Ásvæð- inufyrirofanbryggjuhúsið, þar sem fylgdin beið líkanna, stóðu skrúðpallar tveir, tjaldaðir svörtu klæði og með blómkransa á hverjum gafli, en yfir porti bryggjuhússins, því er upp veit í bæinn, var slöngvað grænum lyngfléttum, tvísettum að ofan. Á sjálfri bryggjunni voru gjörð göng úrspjótmynduðum stöng- um og fjaðrirnar silfurlitaðar, en milli stanganna hengu svart- ar blæjur niður í sveig. J>eir sira Eiríkur Briem, sá er ís- lendingar í Iíöfn höfðu beðið að afhenda hér líkin, og H. E. Helgesen höfðu verið sendir af nefndinni til að fylgja kistun- um í land. Kl. 11 sást til þeirra. Voru þær fluttar á báti með þilfari á og borðin breidd svörtu klæði, en svartar blæj- ur hengu niður í sveig af borðstokkunum. Fyrir bátinum réru 2 velmenntir bátar frá danska herskipinu «Ingólfi», en eptir fylgdi 3. báturinn með lúðurþeytara Ingólfs, er blésu sorgar- lög alla leið í land. fegar líkbáturinn fór fram hjá franska herskipinu «Actif», stóðu skipverjar allir fram við borðstokk- inn ásamt fyrirliða berhöfðaðir meðan báturinn sveif hjá. Samtíða lék lúðurþeytarasveit Helga Helgasonar sorgarlög í landi. Veður var fremur hvasst af suðri með smáskúrum og brim nokkuð, en er kisturnar voru hafðar upp á bryggjuna, skein sólin fram og skaut ljóma á fjörubrimið og bátana. pað var hátíðlegt augnablik. Á bryggjunni stóð forstöðunefndin og skyldmenni þeirra hjóna. Meðal þeirra tókum vér eptir syst- kynabörnum þeirra, Sigurði sýslumanni og konu hans, ásamt öðrum börnum Jens rektors Sigurðssonar, sem hér dvelja, forláki Ó. Jobnson og konu hans, Nikulási Jafetssyni og systrum hans. Valdir menn af bændastétt báru kisturnar upp af bryggjunni og settu niður á hina nefndu skrúðpalla 1 miðjum mannhringnum. Nefndin hafði falið Geir Zoega dbrm. að útvega menn til líkburðarins og stýra honum, og var ákveðið, að 32 bændur, 16 stúdentar og 16 iðnaðarmenn skyldu skiptast um að bera (nema út úr kirkjunni sjálfri); fór það og allt fram með fastri reglu. Meðan staðið var við fyrir ofan bryggjuna söng söngflokkur Jónasar Helgasonar þennan söng, er ort hafði Stgr. Thorsteinsson. Sunnan bar snekkja Sorgar fram að ströndum, Lýsir vorsól á landsins þraut; Dýrðarmann dáinn Dýrstu með vífi þ>að faðmar senn í friðarskaut. Hnígin er hetjan, Skarð er fyrir skildi, ísland harmar sinn óskason: Aldar af djúpi Upp rann hans dagur Með nýrri sól og nýrri von. Minnist þess mengi, Margopt steig hann fyrrum Íturfríður á Ingólfs strönd; Frumherjar frelsis Fluttan með vori Vor Saga leiddi sér við hönd. ’Fram!’ var hans orðtak, Fremstur var hann allra, — Ægishjálmur í augum skein, — Bönd vor að brjóta, Brutir að ryðja — Nú liggja hér hans látin bein. Hvílir til hliðar Húsfrú, prýði kvenna, Frægðarmanni sem fylgdi vel. Týndust eigi trygðir, Tengdum með höndum |>au leiddust gegnum líf og hel. Honum með henni Hinzta svefnrúm býður Ættarjörð fram við unnar djúp; Friðsal að tjalda Flýtt sér hún hefir Með grænum frum-vors gróðrarhjúp. 49

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.