Þjóðólfur - 29.05.1880, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.05.1880, Blaðsíða 2
58 eitt og hið sama, sem Jpjóðólfur hefir áður optar en einu sinni bent á, að þótt tilgangur bókmenntafél. sé sá, «að styrkja og styðja íslenzka tungu og bókvísin. og það sé þannig að nokkru leyti visindafelag, þá er hins að gæta, eins og lögin taka fram, að »engu síður skal felagið ala önn fyrir, að skráðar verði bœkur og prentaðar, er parflegar virðast almenningi". Að vísu neitum vér því ekki, að félagið hafi annað veifið reynt til að uppfylla jöfnum höndum einnig þessa grein laga sinna, en engum fær þó dulist, að það hefir miklu meiri stund lagt á hið strangvísindalega atriðið en hið þjóðment- andi. Svo vér nú lítið eitt minnumst á áðurnefnt fornsagna- bindi, þá getur oss ekki skilist að nein þörf hafi verið á að gefa út handa alþýðu nýja vísindalega útgáfu af fornsögunum, sem allar hafa áður verið prentaðar (Glúma þrisvar sinn- um). Oss virðist önnur fornfræðafélög, einkum Arna Magn- ússonar nefndin, geti og eigi að annast þess konar útgáfur smátt og smátt, en útgáfur þær sem Bókmentafélagið á út að gefa, eiga að vera alþýðu-útgáfur, með fastsettum og sam- hljóða rithætti og texta, ekki uppprentaðar skinnbækur með villandi texta og meira eða minna ósamhljóða staf- setningu, endalausum týningi af orðamun, og allra sízt með heila kafla af ólæsilegum handritabrotum. Slíkt les ekki al- þýða sér til nota, og fyrir því er rangt að iáta hana kaupa slíkar útgáfur; slíkt er og félaginu heldur til skaða en ábata. Alþýðu-útgáfur köllum vér þær, sem gjörðar eru úr garði eins og Egilssaga, sem prentuð var í landsprentsmiðjunni 1856, alþýðu-útgáfurnar af Njálu, Vatnsdælu sem Sv. Skúlason gaf út og enda hina nýju útgáfu Dr. Jóns forkelssonar af Gunn- laugssögu Ormstungu, þótt nokkuð af orðamun fylgi, o. fi. Ein skýring er nauðsynleg í öllum þess konar bókum og hún er: skýring á vísum og drápum og í annan stað, skýring á aldri hverrar sögu og þýðingu hennar í sagnafræðislegu tilliti. í nefndu bindi kveðst Guðmundur forláksson hafa farið bil beggja við útgáfu Glúmu, farið mitt á milli ritháttarins á skinnbókunum og réttum rithætti, og kveðst hafa gjört það af tilhliðrun við alþýðu, því ella hefði átt að fara ná- kvæmlega eptir skinnbókatextunum. jpessi regla þykir oss ó- hæfileg. Vísum í víga-Glúmsögu fylgja og engar efnisskýring- ar og fyrir því eru þær ónýtar alþýðu, enda bætist ofan á, að þær eru meira og minna rangar í skinnbókum og handrit- um; að vísu er texti þeirra sumra nokkuð lagfærður (af Dr. Konráði), en skrítið er, að í vísunum finnast öfugar hendingar, sem hverjum alþýðumanni væri vorkunnarlaust að kunna að færa til rétts máls, t. a. m. bls. 47. «Vargi opt um borgit». Eins í miðri vísu á bls 61: «Dynnjörðr mik of barðan», fyrir: Dynnjarðr m. o. b. Skothendur eru rang- ar í vísunni á bls. 80: «Breiða jörð með börðum», fvrir: Breiða jarð með borðum (eða á annan hátt, sem líklegast væri svo að rétt sé kveðið). Annars eru fiestar vísur Glúms afar-illar viðfangs, en hvernig sem þær hafa kveðnar verið, er óhætt að laga rangar hendingar með því að kippa úr hljóð- vörpum, sem öllum kemur saman um, að aldrei hafi staðið í vísum frá 10. og 11. öld. Með þessu höfum vér lauslega bent á, hversu slíkar útgáfur séu ekkki eingungis óhentar og villandi fyrir alþýðu, heldur og ófullkomnar og ónógar í vís- indalegu tilliti. Meining vor er þó ekki sú, að félagið hætti að útgefa vísindaleg rit, heldur að það gefi út vísindaleg rit betur löguð handa almenningi og, í öðru lagi, meira en tíðska hefir verið af nýjum alþýðubókum, eins og stefna Keykja- víkur deildarinnar nú er tekin að verða, og líkara stefnu J>jóð- vinafélagsins. Og nú kemur aðalefni þessarar greinar: Hví skyldu þessi félög vera tvö? Er ekki stefna þeirra og augnamið orðið að mestu eða öllu eitt og hið sama? Hví skyldu þau þá starfa með aðskildum kröptum? Menn kunna að svara: pau eiga að keppa hvort við annað. Vérsvörum: pau hljóta að koma hvert í bága við annað. ]?ótt þau hafi sviplíkt augnamið, þá hefir hvort sín lög fyrir sig, og sinn sjóð og fjárhag fyrirsig. Fyrir því má búast við, að hvort hugsi mest um sinn hag. Nú er árstillag félaganna hvors um sig ólíkt, 6 kr. í öðru en 2 í hinu. J>ótt nú gjört sé ráð fyrir hinu bezta, að bæði félögin sýni fyllsta dugnað, og bæði rétti við eða réttara að segja: að Bókmfl. rétti við, og hitt réttist í fyrsta sinn úr þeim kröggum sem það frá upphafi hefir verið í, helzt það varla lengi, heldur mun annaðhvort skarða ef ekki sliga annað, og því þá eigi hið ódýrra félagið hið dýrra ? Félög, sem starfa í gagnstæða átt, auka venjulega kapp hvort annars, en kröptum, sem í sömu átt stefna, má ekki skipta nema nauðsyn beri til. Nei, vér höfum ekki ráð á að eiga nema eitt þjóðmentandi félag, en eitt öflugt getum vér átt og er lífsnauðsynlegt að eiga, félag með fastri og vitur- iegri stjórn, og ekki tvískipt, heldur í einu lagi og einni heild, eitt bókmentafélag í höfuðstað landsins, en alls enga deild í Kaupmannahöfn. í næsta blaði skulum vér benda á hvernig vér hugsum samsteypu þessara félaga og stjórnarfyrirkomulag hins nýja Bókmentafélags. — Nýkomin eru út 2. og 3. hepti 2. árg. Kirkjutíðind,- anna og er efni þeirra: 1. Ný sönnun fyrir aldri guðspjall- anna, eptir Eirík Magnússon (meistara), 2. Hin elzta frum- skrá úr norrænum kirkjulögum, eptir sama höf. 3. Um ástand hinna hólpnu sálna (niðurlag), 4. Yfirlit yfir skipun geistlegra embætta á íslandi 1. nóv. 1879. 5. Staður mannsins í al- heiminum, eptir E. Bersier, 6. Mormóna-villan á Vestmanna- eyjum, eptir Brynjúlf Jónsson, og 7. Ágrip af æfi síra þ>or- kells Arngrímssonar Vídalíns. J>essi hepti, einkum 5. 6. og 7. greínirnar, virðast tölu- vert útgengilegri en hin undangengnu. J>að er og varla hugsanlegt að hin íslenzka þjóðkirkja sé ekki enn búin að fá menningu til að eiga tímarit út af fyrir sig, en lieiri og fyllri krapta er enn vant ef slíkt rit á að vinna verulegt gagn. En þótt ritið þyki veikt og magurt í fyrstu, ættu sem flestir samt að styrkja það, með því að kaupa ritið. í öðru lagi ættu hinir betri prestar að sjá köllun sína til að styrkja það á andlegann hátt, eða með þeim ritgjörðum, sem kirkju og kristindómi mættu verða til eflingar. — Frá fjóðvinafélaginu eru á leiðinni bæði Almanakið og Andvari, og prýðir andlitsmynd Jóns Sigurðssonar og æfisaga hvottvoggja. Fá félagar í ár bækur fyrir 3 kr. (móti 2 kr. tillagi). I¥ordonskjöl(l. Síðustu dagana af aprílmánuði var allt í uppnámi í Kaupmannahöfn, hátíðahöld, glaumur og fögnuður út af komu «Vega», skipsins sem Nordenskjöld hefir siglt á kringum Asíu. Einkum var Nordenskjöld og skip- stjóranum Palander sýnd hin mesta vegsemd og dálæti; hefir svo verið hvervetna í stórborgum þeim í Norðurálfu, er þeir hafa við komið, og hefir einskis konungs eða keisara sigurförr verið vegsamlegri gjörð, en ferð þeirra félaga á «Vega». Kon- ungur vor liafði þá Nordenskjöid í heimboði, landafræðafélag- ið gjörði þeim aðra veizlu, verzlunarstéttin hina þriðju og al- menningur gjörði enn hina fjórðu veizluna og bauð allri skips- höfninni af «Vega» til. Á konungsgildinu voru kvæði flutt eptir Plóg gamla og þau hirðskáldin H. P. Holst og Carl Andersen. — J>að var ekki fyrir blásnauða að sitja auðmanna- gildið (verzlunarstéttarinnar); má nærri geta, hvað þar var etið og drukkið, þar sem kostnaðurinn varð hátt á annað hundrað krónur fyrir hvern mann. — Á almennings-gildinu kostaði það 10 kr. fyrir manninn. J>ar voru kvæði flutt eptir Holger Drachmann og S. Schandorph. — Allt er nú nefnt eptir þeim félögum eða skipinu: Vega-húfur, Vega-sígarar, Nordenskjölds-hattar, Palanders-frakkar o. s. frv. — J>egar Nordenskjöld kom heim, var hann gjörður að baróni og Pa- lander og Oscar Dickson voru báðir aðlaðir. Dickson fékk og stórkrossinn og Sibiriakoff kommandörkrossinn; þeir báðir hafa mest kostað þetta fyrirtæki. En Norðstjörnu og Vasaorðu- krossum rigndi sem hagléli yfir hina aðra hluttakenda í för- inni. England. J>ar eru nú ráðgjafaskipti á komin, og er Gladstone orðinn forsætisráðherra og hefir líka fjármálastjórn- ina á hendi, Hartington er Inda-ráðherra, Granville utanrík- isráðherra. — Dufferin lávarður er orðinn vice-konungur yfir Indlandi; er það hin hæsta staða nú í heimi, er nokkur þegn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.