Þjóðólfur - 29.05.1880, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.05.1880, Blaðsíða 3
59 getur í verið, enda á hann að stjórna annari fjölmennustu þjóð í heimi. Gladstone heíir nú einn um sjötugt. £>eir sem kaupa og lesa, „Skírnir11 fá fróðlega sögu af honum í ár og kosning- ar-rimmu Breta. — Arcínrns hafnaði sig bér 22. þ. m. Hafði hann haft gott leiði alla ferðina, utan storma nokkra frá Sauðár- krók og vestur fyrir land. Til Eskifjarðar komu með honum síra Jón Bjarnason frá Ameríku og kona hans, einnig ríkis- bóndi einn austfirzkur, er flutti vestur í fyrra; hann kom nú alfarinn aptur með alla sína fjölskyldu. Til Seyðisfjarðar kom Björn Petursson, fyrrum alþingismaður, er fór til Vesturheims 1876. Kona hans og börn eru vestra eptir, en óljóst mun það enn hvort herra B. P. sé sjálfur alkominn eða ekld. Til Eskifjarðar og Seyðisfjarðar voru alls með skipinu 80—90 far- þegjar, er þar fóru á land, og var þó enn margt farþegja með á aðrar hafnir. Farm hafði skipið og mikinn til ýmsra hafna, mest þó til austur og norðurlands, en talsvert einnig til Vesturlands. Af farþegjum hingað til bæjarins voru hinir merkustu: Jón Ólafsson ritstjóri «Skuldar» og síra Jónas Hallgrímsson á Hólmum (bíða hér báðir Phönixar og fara heimleiðis með honum 10. júní); einnig Halldór búfræðingur Hjálmarsson, er hér verður í sumar sunnanlands; þessir allir af AusQörðum. Frá Stykkishólmi komu þeir læknarnir Hjörtur Jómson og Ólafur Sigvaldason og prófastur síra Steingrímur Jónsson frá Garpsdal með konu sinni og systrum. — ísafirði 19. maí. «Hr. ritstjóri! Sýslunefndarmenn vorir allir með séra Stefán í broddi, en að frádregnum sýslu- manninum, rituðu landshöfðingjanum áskorun um, að hann gerði kost á sér þar, til þingmanns. fetta var allt gjört í launpukri á bak við sýslubúa og án þess að helztu menn sýslunnar væru til ráða kvaddir. Hefir aðferð þes’si vakið óánægju manna almennt hér, ekki af því að menn hafi neitt á móti þingsetu landshöfðingja H. Finsens í sjálfu sér sem þjóðkjörins þingmanns, heldur af því að oss hér virðist sem erlendis og annarstaðar yfir höfuð muni lögð sérstök pólítísk þýðing í það, að einmitt kjördæmi Jóns Sigurðssonar kjósi hr. Finsen til eptirmanns hans. Vér höfum heyrt hér, að Hún- vetningar muni skora á hr. Finsen, og það álítum vér Isfirð- ingar miklu tilhlýðilegra, að hann yrði þar kosinn. Hér í sýslu mun hann eigi kostningu ná án talsverðs stríð, ef hann nær henni.» — Kitst. «J>jóð.» vill bæta við þessa fregn, þeirri athuga- semd um stöðu landshöfðingja sem konungsfulltrúa gagnvart þinginu, að hún er á voru þingi allt önnur, en staða ráðherra á erlendum þjóðþingum. Hver ráðherra fylgir nl. sjálfs síns skoðun, en landshöfðinginn á er þingi voru umboðsmaður ráð- gjafans og verður sem konungslulltrúi að fylgja ráðherrans skoðun, en sem þjóðkjörinn þingmaður á hann að fylgja sinni sannfœringu, og þannig geta hans tvær kallanir opt komist í öfuga afstöðu hvor við aðra. Vér álítum hr. Finsen gott þingmannsefni, en vér álítum, að stjórnin verði þá að hafa annan umboðsmann á þingi. — Indriði Einarsson hefir í ísafold (VII, 14) ritað mjög fróðlega ritgjörð um seðilbanka á íslandi, og ætlum vér þá ritgjörð hið bezta sem enn hefir ritað verið hér um það nauð- synjamál. Hann reiknar þjóðareign vora fasta og lausa 33 millíónir, og verzlunarvörumagn vort árlega á að nema ca. 10% af þeirri upphæð. — Málþráður yfir ísland. Eptir 20 ára svefn eða meira er nú aptur orðið útlit fyrir að málþráður kunni að verða lagður yfir ísland (og Færeyjar og Grænland). |>að sem mest ýtir undir þetta fyrirtæki, ef það verður að verki, er skortur sá hinn mikli á rannsókna-stöðvum til veður-rann- sókna í Atlantshafi. Hoffmeyer, fostöðumaður veðurfræða- stofnunarinnar í Höfn, hefir fyrst hreyft þessu máli, og virð- ist svo, sem það fái vonum betri undirtektir meðal þeirra þjóða, er hlut eiga að máli, sem eru helzt: Bretland hið mikla, Vesturheimur, Frakkland, Holland, Belgia auk Norður- landa. — Cyrus Field, hinn frægi málþráða-konungur, er lagði þráðinn yfir Atlantshaf, hefir veitt máli þessu sérlegan gaum. — Fiskiafli í Noregi hefir orðið enn meiri enn í fyrra, en fiskiverðið lægra. — Allur hinn standandi her í Norðurálfunni telst nú 3l/a milljón manna, og er það sjálfsagt aldarinnar mesta húmbúg. — Náttúru-viðburður. Presturinn á Stóruvöllum í ltangárvallasýslu skrifaði oss fyrir skemstu eptirfylgjandi: «í fyrra sumar að morgni hins 25. júní lá sílabreiða á litlum bletti á Minnivallatúni (bæ hér í grend við); hefir slíkt, svo menn muni, að eins einu sinni áður borið við, á svo nefndum Hellismoldum, Eiríkur Eyjólfsson b. á Mv., segir að síli þessi hafi verið spegilfögur og sem þeim hefði niðurrignt; þykkviðri stóð af hafi (bærinn er yfir 4 mílur frá sjó) en útlit var fyrir, að rignt hefði um nóttina. Tvö af sílunum hefi eg geymt hjá mér í spiritus. og þykja mér þau líkust svo nefndum trönu- sílum að lengd og lögun». Útskýringu yfir náttúru-viðburð þennan óskum vér að fá hjá náttúru-fróðum mönnum. Veðiirátlufar s fSeylijavBfs s ajjrélrnáísuði. Fyrst framan af mánuðinum var veður hvasst á austan (landnorðan) með snjókomu til fjalla, (2. var fjarskalegt rok á austan í nokkra klukkutíma), svo nokkra daga á norðan (5. 6. 7.). Síðan ýmist við suður eða landsuður með nokk- urri rigningu og stundum hvass; 8.—11. var vindur sunnan lands stundum hvass; 12.—13. vestan útnorðan með miklum brimhroða og snjókomu til fjalla og hér varð jörð alhvít að- faranótt hins 13.; 14.—21. hægur á lands. eða austan og vanalega bjart veður; 21.—23. vestan útnorðanhroði mikill og 24. genginn í norður en hægur; 25. logn og fagurt veður; 26. —30. lands., opt hvass og stundum með talsverðum rigning- arskúrum. Hitamælir var hæstur (um hádegi) 19. . . + 10° K. ---— lægstur — — 24. . . + 1° — Meðaltal um hádegi fyrir allan mánuðinn . + 5,3° — -----á nóttu — —--------------. + 1,04°— Mestur kuldi á nóttu (aðfaranótt hins 25.) -r- 4° — Loptþyngdarmælir hæstur 25. . . 30,10 enskir þuml. ---- lægstur 2. . . 28,39 — — Að raeðaltali..................... 29,45 — — Rvík ’/sSO. J. Jónassen. — Á síðastl. sumri 10. júlí 1879 andaðist að Óseyarrnesi í Flóa úr lungnabólgu merkisbóndinn Bjarni Hannesson. Hann var fæddur á Baugstöðum í Stokkseyrarhreppi árið 1816, fiuttist að Óseyrarnesi vorið 1839 og giptist næsta ár jungfrú Sigríði Guðmundsdóttur; bóndadóttur þar; tók hann við búi af tengdaföður sínum árið 1842, og bjó í Óseyrarnesi 33 ár. þ>au eignuðust að eins eina dóttur Elínu, fædda 1842, sem ár. 1868 giptist óðalsbónda Grími Gíslasyni á Óseyrarnesi. Árið 1875 hætti Bjarni sál. búskap sökum vanheilsu og lifði 4 síð- ustu árin hjá tengdasyni sínuin og einkadóttur. Bjarni sál. var mesti greindarmaður og búhöldur góður, enda varð hann ríkur maður eptir því sem hér er kallað. Hreppstjóri var hann nokkur ár í Stokkseyrarhreppi og fórst honum það mæta vel, sem allt annað er hann tókst á hendur, enda var hann mesti lánsmaður. Bjarni sál. var bezti maki, ástríkur faðir, tryggasti vinur og sómi stéttar sinnar. — Úr bréfi undan Jökli ds. 14. apríl. Efnahagur og ástand almennings kringum Jökulinn má með rétttu heita mjög, bágborið, og aflist ekki í vor, horfir til mestu báginda. í hrepp þessum (neshr, ytra) hafa um næstl. 30 ár fallið niður um 50 tómthús og fólk fækkað á annað hundrað, nú eru eptir í öllum hreppnum um 30 tómthús og eru íbúar þeirra því nær allir annaðhvort sveitarlimir eða örsnauðir fá- tæklingar. það er fleira en aflaleysið, sem veldur fátækt þess- ari. Menn hafa enn þá ekki viljað taka upp samsöltun eins og við Djúp, hvar við allra afli kemst í fullt verð, heldur tek- ur hver sinn litla hlut í fjöru ásamt sínum gjafarfiski, sem sumir formenn úthluta hásetum sínum af náð!! eins og í okkar gamla einveldi, selja svo optast fátæklingar meira eða minna af hlut sínum blautum fyrir hálfvirði, og nokkrir kunna ekki að verka eða herða hlut sinn svo vel fari. Yæri samsöltun, yrði mönnum hálfu meira úr hlut sínum en nú viðgengst. |>að styður líka að bágindunum hin mikla ást, er menn hafa á hinum gagnslitla eða gagnslausa útlenda munaði. J>ví varla getur talist holl kaup að láta 5 álna virði á landsvísu fyrir 1 pd. af kaffi, 1 pd. kandis og rótina með, eða fyrir sprittblöndu pott, sem flestir súpa sér til skaða og skammar. Drykkju- skapur fer þó stórum minnkandi, og nokkrir farnir að sjá hið sanna, en enn þá strandar allt á menntunarleysinu, en bráðum ætti að að ráðast bót á því og mundi þar annað betra á eptir fylgja. Skepnuhöld mega heita góð kringum Jökulinn,, og ber nú lítið á lungna- og bráðasótt fénaðarins og fl. í Eyrar- sveit er að komast á fót góð kartöplugarðarækt og fékk þar fátækur Qölskyldumaður svo mikið úr görðum sínum að hann gat fengið fyrir það nógan kornmat fyrir heimili sitt, og eru því margir þar innra að búa til garða, og má það heita góð framför. |>ví bæði eru garðir bezti búbætir og ómissandi fyrir heilsuna.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.