Þjóðólfur


Þjóðólfur - 30.06.1880, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 30.06.1880, Qupperneq 2
70 14. grein. (með breytingu sem gjörð var á aukafundi 21. október 1870). Ábirgðarkaupið er árlega 4V20/o þess verðs sem í ábirgð er tekið, fram til 1. ágúst. Verði skipið haft til veiða eptir þann tíma, skal við bæta Vk°lo. En sé skipið haft til ann- ara ferða, sem einungis mega vera hér við land, þarf til þess sérlegt samþykki félagsstjórnarinnar. 15. grein. Félagið bætir fullkominn skipreka, og ef skip laskast, svo eigi verður sjófært. En þá borgar félagið aðgjörð- ina hálfu minna að tiltölu, en algjört skipbrot, eður á skip- um í fyrsta íiokki 3/s, á skipum í öðrum flokki %6 0g á skip- um í þriðja flokki XU aðgjörðarinnar, ef skip eru í fyllstu á- birgð. |>á skulu og, ef eigi næst til stjórnenda félagsins, ó- vilhallir menn, þeir er bera skyn á málið, segja álit sitt um það, eins og þeir vilja eið að vinna, hvort fært sé að gjöra að skipinu, eða er það fullkominn skipreki. 16. grein. Félagið ábirgist skipin að eins frá 14. apríl til 14. septembermánaðar. En þó skip farist eða laskist á þessu tímabili, þá tekur félagið engan þátt í þeim skaða: a. jþegar ekki er á skipinu helmingur skipverja og þar á meðal skipstjóri eða stýrimaður. b. þegar skip liggur daglangt að nauðsynjalausu annarstað- ar, en á góðri höfn eða legu. c. fegar skip ferst fyrir hirðuleysi eða vangá eiganda. pó nær þetta eigi til þess hluta í skipinu, er aðrir menn kynnu eiga. En ef skip týnist eða laskast fyrir vangæzlu annara, þá bætir félagið að vísu skaðann, en á aptur að- gang að þeim, er tjóninu olli. d. Ef skipstjóri eða útgjörðarmenn brjóta eða laska skip sitt af ásettu ráði. 17. grein. fað, sem bjargað verður af brotnu félagsskipi, er eign félagsins að jafnri tiltölu við þann hluta, sem fölag- ið hefir tekið ábirgð á skipinu. 18. gr. Eigi skal félaginu skylt að lúka bætur fyrir skip- tjón, fyrri en missiri eptir að tjónið er sannað fyrir félags- stjórninni samkvæmt 15. grein. 19. gr. Ef eigi hrökkur sjóður félagsins til að bæta áfall- inn skaða eitthvert ár, þá skal því, sem til vantar, jafna nið- ur á félagsmenn að rjettri tiltölu við það verð, er þeir eiga í ábirgð. 20. gr. Sá, er hafa skal atkvæðisrétt í málefnum félags- ins, verður að minnsta kosti að eiga l/» í skipi. Enginn fé- lagsmanna hefir rétt til meira en eins atkvæðis, hve mikið sem hann á. 21. gr. Haö einhver félagsmanna hvorki greitt ábirgðar- gjald sitt, það er greiða skyldi á aðalfundi næst áður, né sett félagsstjórninni veð fyrir því, áður vertið byrjar, þá tekur fé- lagið enga ábirgð á skipi hans, þó það farist, svo lengi sem hann eigi hefir goldið það, er honum bar. En brjóti nokkur lög félagsins því til hnekkis, svo að tveir þriðju hlutir félags- manna samþykkja á aðalfundi, að hann sé félagsrækur, þá á hann eigi tilkall til neins framar úr félagssjóði. 22. gr. Nú vilja einn eða fleiri menn ganga úr félaginu, en það mega þeir að eins gjöra á tímabilinu millurn 14. september og 14. apríl, og geta þeir þá innan eins missiris fengið helming þess fjár, er þeir eiga óeytt í félagssjóði. Kjósi þeir heldur að fá allt, er þeir þá eiga í sjóðnum, skal þeim og gefinn kostur á því með þeim hætti, að greiddur sé XU fjárins árlega í 5 ár, en enga fá þeir vöxtu af fénu, þeg- ar það nemur minna en 100 rd. En sá, sem byggir að nýju skip sitt, er hann hefir skilvíslega svarað ábirgðargjaldi í 5 ár eða lengur, og eigi á þeim tíma fengið neinn skaða bætt- an úr féiagssjóði, hann skal innan eins míssiris geta heimt að fullu það er hann á óeytt í sjóðnum, svo fraraarlega sem hann enn vill vera í fölaginu með hið nýbyggða skip sitt. 23. gr. |>eir sem eitt sinn hafa gongið úr félaginu, eins og gjört er ráð fyrir í næstu grein hér á undan, geta aptur f'eng- ið inngöngu í félagið, en verða þá álitnir sem nýir félaglags- menn og hljóta því að greiða auk ábirgðargjalds 2V2°/o sem inngöugueyri. 24. gr. Allan þann ágreininger rísa kann millum há- setaogskipstjóra, ellegar skipstjóra og útgjörðarmanna, og þeir eigi geta orðið ásáttir um, skal bera undir stjórn félagsins, og gjörir hún þá um málið. |>ó skulu þeir er hlut eiga að, eiga kost á að bera málið aptur fram á aðalfundi, og ræður þar afl atkvæða málalokum. Ef ágreiningur verður millum embættismanna félagsins og annara félagsiasmanna, skal því skjóta til aðalfundar og skera úr með atkvæðafjölda. En greini stjórnarmenn félagsins á um eitthvað sín í milli, þá ræður þar enn atkvæðamunur. 25. gr. Breyta málögum þessum á aðalfundi félagsins, en þá skal stjórnin ætíð auglýsa fyrir fram, er hún kveður til slíks fundar, hverjar breytinger við lögin verði upp bornar. Eigi má þó breyta lögunum á þeim fundi, nema tveir þriðju hlutir allra félagsmanna samþykki breytinguna. Nú koma eigi svo margir til fundar, að breytingin geti orðið löglega samþykkt, en þá skal stjórn félagsins kvcðja til ann- ars fundar, og ræður þar einfaldur atkvæðamunur. 26. gr. (Samþykkt á aukafundi 21. október 1870). Félagsstjórnin hefir vald til að vorja allt að 100 rd. á hverju ári af félagssjóði til sjómannakennslu. 27. gr. Ábirgðar lög þessi skulu rituð í gjörðabók, sem félagið á og skrifa allir félagsmenn nöfn sín undir þau. I>ing- lýsa skal lögunum og nýmælum þeim, er síðan kunna verða við þau gjörð. Prenta skal og lögin, og sér sjórn félagsins um að nóg sé til af þeim. Annar kafli þessara laga hljóðar um skyldur skipseiganda; þriðji kaflinn um skyldur skipstjóra; fjórði kaflinn um skyldur háseta og fimmti kaflinn er erindisbréf virðingamanna. jessa kafla álítum vér miður þörf á að auglýsa að svo stöddu, en 1. kaflann prentum vér í heilu líki, því að hann er nauðsyn- legt að yfirvega og að hafa kynnt sér, öllum þeim, sem skip eiga og vilja láta sér skiljast hve þaríieg sé stofnun slíks fé- lagsskapar. Síðar í sumar munum vér tala um fundarhöld til framgangs þessu máli, en til þess tíma óskum vér að menn vildu sem vandlegast athuga lög þessi; vér getum ekki betur skilið, en að þau séu svo skynsamlega og þjóðlega hugsuð að efninu til (forminu mætti breyta), að flestir greindir menn verði að fallast á það fyrirkomulag sem þau mynda. Af árs- reikningum hins eyfirzka félags (sem herra E. Laxdal hefir gefið oss) sjáum vér að tala hinna tryggðu skipa hefir verið síðan 1868, að það hófst, mest 35 (árið 1871), og minnst 25 (árið í fyrra); félagið skiptist í Eyjafjarðardeild og Siglufjarð- ardeild og er eptirtektavert, að skip Eyjafjarðardeildarinnar hafa fjölgað síðan félagið hófst, en fækkað í hinni úr 15 niður í 6. Ein 5 skip hafa farist siðan ábirgðin hófst, öll að vér ætlum úr Siglufirði. Ábirgðarupphæð beggja deilda var 1869 rúmir 33000 rd., en í fyrra nál. 90,000 kr., en árstekjur félagsins (ábirgðargjald, aukaábirgð, inngöngueyrir, o. fl.) 1869 voru 317 rd., en fyrra rúmar 36000 kr. Samkv. 22. gr. má skoða félagið som almennan sparasjóð, og í annan stað sýnir sú grein, að hver félagsmaður missir ekki heldur á sína innslœðu í sjóði félagsins með fullri rentu. Slíkt félag er því verndar og sparifelag, og er oss ekki unt að sjá, hverja ástæðu nokkur heilvita-maður getur fundið því til fyrirstöðu hér á Suðurlandi, að stofnað sé sviplíkt félag. Eins og áður hefir verið sýnt fram á, oiga Sunnlendingar hér um bil jafnmörg skip og Norðlendingar, en að vísu stærri og dýrari að jöfnuði, þeir stunda og mestmegnis þorskveiði, en allt um það, virðist slíkt félag og mundi reynast alveg eins hægt að hafa hér og alveg eins ómissanlegt, eins og fyrir norðan. (íripasýning Eyfirðinga. á Oddeyri fór fram 8. júní, byrj- aði hún kl. 10 og stóð lil kl. 8. Við byrjun sýningarinnar hélt síra Davíð Guðmundsson ræðu um tilgang honnar, síðar um daginn mælti síra Arnljótur Ólafsson fyrir minni íslands og síra Tómás Hallgrímsson fyrir minni kvenna. Á sýning- unni var sýndur sauðfénaður, hestar og nautpeningur, ýmis- legur iðnaður (vefnaður og hannirðir), og hafði komið mikið til hennar af þess konar munum, aptur var fremur fátt af verkfærum og smíðisgripum, engin skip eða veiðarfæri voru sýnd. Til verðlauna var útbýtt 183 krónum. Allir munirnir voru inni í húsi á Oddeyri, og 3 tjöld voru reist fyrir þá er

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.