Þjóðólfur - 30.06.1880, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 30.06.1880, Blaðsíða 4
72 ans þar, jporsteins sál. Hjálmarssonar, byrjaði hann þá bú- skap við mjög lítil efni á Augastöðum í Hálsahreppi, þar bjó hann í 7 ár, og batnaði þar nokkuð efnahagur hans, þaðan ilutti hann búferlum að Sámsstöðum í Hvítársíðu, og bjó þar síðan til dauðadags. Hann bjó búi sínu jafnlengi og hann var í hjónabandi nefnil. 58 ár, og átti hann 16 börn, hvar af að eins lifa nú 5. Fósturbörn 4 ól hann upp að miklu og öllu leyti, og gekk þeim í föðurstað. Guðmundur sál. var ástríkur maki, góður faðir, reglusamur og umgengnisgóðnr húsfaðir, og vandi fólk sitt á siðsemi, reglusemi og góða lát- prýði. Hann var iðjumaður og verkmaður mikiil og hið mesta hraustmenni, að hverju sem hann starfaði; hann hlóð garð í kiingum allt tún sitt, slettaði mikið, hreinsaði og talsverðar skriður af túninu sínu, og húsaði vel upp bæ sinn, sem var mjög níddur, er hann kom að Sámstöðum. Hann var sátta- semjari 25 ár. Hann var greindarmaður mikill og hygginn, skemtilegur og viðræðugóður við alla, gestrisinn og fús til hjálpar við þurfandi. Guðmundur sál. var félagsmaður hinn bezti, stoð og styrkur sveitar sinnar, ráðhollur þeim, er leit- uðu ráða hans. Hann mátti kallast bjargvættur mjög margra | og enginn mun hafa farið synjandi frá heimili þeirra höfðings- | hjóna, sem leituðu hjálpar þeirra; hann var búmaður góður og var því orðinn' upp úr fátækt einn með efnaðri bændum. Hann var því hinn mesti sóma- og dugnaðarmaður í sveit sinni og þó víðar væri leitað, og óskandi væri að margir væru hans líkar að dugnaði, hjálpfýsi og ráðdeild, guðrækni og trúrækni, því þessa kosti hafði Guðmundur sálugi sannarlera til að bera. Seinustu 6 ár æfi hans var hann orðinn rnjög farinn að heilsu og 2 þau seinustu mátti kallast, að hanu varla færi úr rúm- inu, til þess Guð hvíldi hans örmagna líkama þann dag, sem áður er getið. ___ — Jafnvel þótt eg viti að enginn af velgjörðamönnum mínum hafi í hrósunarskyni látið mér í té gjafir sínar, i mínum þröngu högum, þegar Guði fyrst þóknaðist að svipta mig mínum ástkæra ektamaka, og svo þar á eptir að leggja báðar dætur mínar á sóttarsængina og síðan í gröfina, þá finn eg mér skyldugt að láta minningu þeirra staka veglynd- is verða heyrum kunnugt. f eir, sem sæmdu mig gjöfum, voru þessir: J>orsteinn Jónsson á Berustöðum 12 kr. 50 a., Gunnar Bjarnason á Sandhólaferju 10 kr., Helgi Jónsson á Árbæ 8 kr., Filippus Jónsson á Hellnatúni 7 kr., þ>órunn jpórðardóttir s. st. 2 kr., Jón Jónsson á Ási 6 kr. 50 kr., Jón Jónsson á Ilafntóptum 3 kr., Guðmundur Ólaf3son á Seli 3 kr., Jón Jpórðarson á Berustöðum 5 kr., Bjarni Jónsson á Efrirauðalæk 3 kr., Árni Helgason á Brekkum 3 kr., Sigurður Runólfsson s. st. 1 kr., Magnús .Jónsson á Snjallsteinskofa 2 kr., Jón Eiríksson á Bjóluhjáleigu 1 kr., Runólfur Runólfsson á Áshól 1 kr., sira Jón Brynjólfsson á Kálfholti þrjár húskveðjur. Öllum þessum og fleirum, sem af kristilegum kærleika veittu mér hjálparhöndur, votta eg hér með mitt alúðarfyllsta þakklæti og bið hinn alleina ríka að launa þeim öllum góð- um launum af nægtum síns föðurkærleika. Moldartungu 22. júní 1880. Salvör J>orsteinsdóttir. — Hér með vil eg opinberlega endurgjalda með þeim eina eyri, sem eg hef fyrir hendi, en það er með þakklæti, og votta eg það þeim heiðurshjónum hra Ingjaldi Sigurðssyni og konu hans md. Guðrúnu Amadúttur á Lambastöðum, fyrir það að þau önnuðust mig endurgjaldslaust eða af tómum mannkær- leika mikinn hluta umliðins vetrar og til þessarar tíðar með- an eg lá sárþjáður af bólguveiki, sem mér nú fyrir Guðs hjálp og þeirra er bötnuð. St. í Rvík 20. júní 1880. Hallgrímur Einarsson frá Síðumúla. (tígfT Af því eg á nokkur kvæði, og er að safna þeim, fyrir þá, sem hlut eiga að máli, eptir bónda Davíð aál. Jónsson frá Brattlandi í Skaptafellssýslu; þá mælist eg til, að þeir, sem hafa kvæði undir höndum eða rit eptir þennan mann, sem af sumum var kallaður mála-Davíð, vildu senda mér þau eða afskript af þeim; helzt vildi eg fá handrit skáldsins sjálfs. Fyrir handritið vil eg undir gangast að borga sanngjarna þóknun. Hjörleifshöfða 20. júní 1880. Markús Loptsson. Auglýsinga r. — Ondirskrifuð einustu erlingjar Snorra heitinns dýralæknis sonar okkar, sem sálaðist hér í október f. á. skorum hér með á alla þá sem telja til skuldar hjá dánarbúi hans innan 12 mánaða frá síðasta birtingardegi þessarar innkölíunar, að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir okkur, sem án milligöngu skiptaréttsins ætlum að taka að okkur bú hans. Papey í Suðurmúlasýslu 7. júní 1880. Jón Porvarðarson, Rósa Snorradóttir. Áheit til Garðakirkju á Álptanesi: Frá ónefndum...................4 kr. Frá ónefndri í Reykjavík . . 1 kr. Frá ónefndum í Reykjavík . . 1 kr. — Skömmu fyrir hvítasunnu í vor fanst á Vogastapa lítil svipa laglega búin, og að nokkru leyti einkennileg. Enn fremur fanst á sama svæði þann 24. maí næstliðinn, selskinnstaska með tré botnum, áskornu fangamerki og ártali; í henni voru mjóir hálfsokkar og nýir skór. Hver sem getur helgað sér þessa muni með réttri lýsingu á þeim, getur vitjað þeirra til undirskrifaðs móti því að greiða hæfileg fundarlaun og borga þessa fyrir auglýsingu. Keflavík 12. júní 1880. P. J. Petersen. — Beizli með járnstöngum og kaðaltaumum, og höfuð- leðri af sútaskinni, hvarf úr farangri mínum, við verzlunar- húsinu á Eyrarbakka 2. þ. m. Bréfaveski með ýmsum blöðum o. fl. týndi eg enn fremur 15. maí rnilli Hæls og og Minna-Hofs í Gnúpverjahrepp. þ>á er fiuna kynnu muni þessa, bið eg að halda þeim til skila til mín að Minna-Hofi í Gnúpverjahreppi. Guðmundur Jónsson. — Einhversstaðar á götum bæjarins týndist, fimt.udaginn 25. júnímánaðar, kapsel úr gulli með grænu gleri eða steini á annari hliðinni; finnandinn er beðinn að halda því til skila mót fundarlaunum á skrifstofu Jpjóðólfs. — Týnst hefir kveykhaldari úr steinolíumaskínu, hér á strætunum og er sá sem finnur beðinn að skila því til frú M. Lárusdóttur í Rvík. — Aðfaranótt hins 16. júní næstl. hvarf úr Hafnaríirði frá húsi Ólafs J>orvaldssonar rauðskjóttur hestur, óaffextur, al- járnaður 8 vetra gamall, mark hamarskorið hægra og, — að mig minnir — sneytt aptan vinstra. J>eir sem kynnu að hitta hest þennan eru beðnir mót sanngjörnum ómakslaunum að skila honum til herra Ólafs Guðlögssonar á Hlíðarhúsum við Reykjavík. p. t. Rvk. 23. júní 1880 G. Guðmundsson. — Týnzt hefir spanskreyrssvipa hér á strætum bæjarins. Enn fremur beizli með járnstöngum og kaðaltaumum; sá sem finnur er beðinn að skila þessu á skrifstofu pjóðólfs. Dönsk lestrarbók, eptir Steingrím Thorsteinsson skólakennara, fæst til kaups á ísafirði hjá porvaldi lækni Jónssyni, á Akureyri hjá Eggert faktor Laxdal og Frb. bókbindara Steinssyni, á Eskifirði hjá Jóni ritstjóra Ólafs- syiii og í Reykjavík hjá prentara E. pórðarsyni, og undir- skrifuðum forleggjara bókarinnar. Upplagið (2000) verður að líkindum uppselt í haust. Og Víg Snorra Sturlusonar eptir Matth. Jochumsson. Reykjavík 29. júní 1880. Kr. Ó Porgrímson. — Reikningsbók, eptir E. Briem báðir partar, sem er í miklu afhaldi, fæst nú keypt í flestum kaupstöðum hér á landi, og hjá útgefuiulunum. Afgreiðslustofa pjóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson. Prentaður í prentsmiðju Einars pórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.