Þjóðólfur - 30.06.1880, Page 3

Þjóðólfur - 30.06.1880, Page 3
71 sóktu sýninguna, en hana sóktu auk Eyfirðinga, fjöldi manna úr |>ingeyjarsýslu og margir úr Skagafirði, alls voru á sýn- ingunni um 1500 manna. Söngfélagið á Akureyri stýrði söngn- um um daginn, voru mörg ný kvæði sungin, eitt eptir síra Matthías Jochumsson. Yeðrið var kalt og norðanstormur, en batnaði þá er fram á daginn kom. Sýningin fór fram með góðri reglu og mun nákvæmari skýrlsa um hana verða sett í næsta blað. (Fróði). — 10. maí var öimur sýning haldin fyrir Skagafjarðarsýslu að Garði í Hegranesi, hinum forna þingstað héraðsins. Helzti forstöðumaðurinn var Gunnlögur Briem frá Beynistað; var þar sýndur fénaður stór og smár, smíði, tóvara og matvæli; var sýningunni að öllu sviplíkt háttað og þeirri á Akureyri, þótt smærra væri og færra sýnt. J>ar var og kvæði sungið og all-fagrar ræður haldnar, fluttu þær G. Briem, Ólafur Sig- urðsson, hinn ágæti bóndi á Ási, svo og bændurnir Magn- ús Jónsson, Björn Pétursson, J>orl. Jónsson, Benedikt Sölva- son, o. fl. Getum vér ekki betur séð, en að sýningar þessar fari prýðisvel úr hendi, þótt smáar séu og eitt er víst, að þær eru talandi vottur um þá lifandi framfaralöngun, sem vökn- uð er víðast hvar á landi voru, en einna mest í norðurlandi. Bindindishreifmgar halda áfram hér og þar um allt land, enda er bindindi hreif't víða á flestum opinberum fundum, og félög víða að koma upp, þótt nær alstaðar séu smá. Frá Isa- fjarðardjúpi er oss sagt, að kaupmenn þar muni vart selja í ár l/io hlut af áfengum drykkjum móti þeirra venjulegu vín- sölu ! Ný stórkostleg vatnsveiting. A Keynivöllum hefir Hal- dór búfræðingur Hjálmarsson unnið að stórkostlegri jarðabót fyrir hinn nytsama og ötula prest, þar, síra |>orkel Bjarnason. Hann hefir hlaðið garð 170 faðma langan og 9—10 ál. breiðan að neðan (þar sem hann er þykkastur) og hleypt síðan vatni á engjar þær er Suðurnes heita; er flóð það eða vatn, sem þar við myndast, nálægt mílu ummáls. Engjastykki þetta hefir áður gefið fulla 500 hesta af þuru heyi, og verði það að starengi, má eflaust margfalda þá tölu. — Víða hér syðra er ár frá ári að lifna hugur manna til jarðabóta. Úr bróí'i frá Khöfn til «Nfara». Nýlega hefir staðið í Times ritgjörð eptir prófessor Kod- well, hann hefir ferðast heima; greinin er þess efnis, að brýn nauðsyn sé að leggja fréttaþráð til íslands og þaðan til Norð- ur-Ameríku og sýnir hann fram á, að það geti orðið mikill hagur fyrir verzlun og viðskipti og veðrafræðina. Rodwell getur þess að prófessor Fiske — hinn ágæti íslandsvinur — hafi skrifað sér, og sagt í því bréfi, að Cyrus Field hafi ritað, að það mundi vera hægt að stofna félag til þess að leggja fréttaþráð yfir íslands ef ríkin í norðurhluta Evrópu vilja skuldbinda sig til að borga nokkuð á hverju ári fyrir hrað- fréttir um veðurlag og vinda. J>essi orð Cyrus Fields hafa töluvert að segja, því að hann varð fyrstur til að gangast fyrir og leggja fréttaþráð milli írlands og Nýfundnalands fyrir fullum 20 árum síðan, og er hann nú forseti félags þess, er á þráðinn milli Bretlands og Norður-Ameríku. Kodwell prófessor getur þess um leið í Times að ísland sé á góðum íramfaravegi, telur hann til þess byggingu vitans á Reykja- nesi, brúagjörðir o. fl. Hann segir og að Norður-Ameríka muni fúslega taka þátt í kostnaðinnm við fréttaþráðinn. |>essu máli hefir og verið hreift hér í Danmörku. Veðrafræðingur- inn Hoflmeyer hefir gefin út franskt rit um þetta mál. Hann sýnir mest fram á hve ómissandi það sé fyrir allar sjóferðir um norðurhluta Atlantshafs, að hraðfréttastöðvar séu hér á íslandi og Færeyjum til þess betur að geta vitað fyrir veður ogvindstöðu. Skipakoma: 24. þ. m. »Phönix» ; með honum kom tjöldi manns: Síra Jón Bjarnason frá Ameriku með frú sinniLáruog systur hennar 2 frá austfjörð.; Helgilæknir Guðmundss.; að vestan: síra Eyjólfur frá Melgraseyri, Jóu Haldórsson frá Laugabóli, I). Thorlasius úr St.hólmi; svo komu og aptur þeir sem í kring- um land höfðu farið héðan: Snæb. J>orvaldsson kpm. og Hallgr. Jónsson af Akranesi, Bjarni bóndi frá Álfsnesi o. 11. 27. þ. m. «Camoens» skip Slimons, fór s. d. norður til Húsavíkur; Slimon sjálfur var með og töluvert af ferðafólki og fór það norður með skipinu. S. d. „A r g 0“, c.apt. J. Guard, lystiship tnilíið frá Liverpool. Helztu ferðamenn á skipinu (sem cetla til Geysis og dvelja her li3 mánuð) eru: brœðumir Holt, Alfred, George og Rohert, allir auðugir IJverpools-kaupmenn (tveir peirra eiga 60—70 stór gufuskip, og þriðji bróðirinn er forseti hins aikunna uReform Club« í Liverpool. Enn fremur Ml‘S. Og MÍSS Holt, Mr. & Miss W. G. Batesou, Miss Florense Long, Miss Florense Melly, Mr. Tli. T. Greg, Mr. 0. H. Ratlihone, Mr. & Mrs. T. E. Paget, Dr. Caton, Mr. W. M. Banks. Próf í fotspjallsvísindum á prestaskólanum 24. júní 1880. Halldór Egilsson.................dável. Helgi Árnason ...................dável. Jón Magnússon .... ágætl.-f- Lárus Eysteinsson . . . ágætl.— Magnús Helgason . . . ágætlega Ólafur Ólafsson.........ágætlega Sigurður Stefánsson . . . ágætlega Burtfararpróf í Reykjavíkur lærðaskóla 16.—19. júní 1880. 1. Hannes Hafsteinn . . . 1 einkunn (97 stig) 2. Jónas Jónasson . . . 1 — (92 -) 3. Pálmi Pálsson . . . 1 — (83 -) 4. Jón Jakobsson . . 2 — (77 -) 5. Lárus J>orláksson . 2 — (77 -) 6. forgrímur fórðarson . 2 — (75 -) 7. Sigfús Bjarnarson . 2 — (57 -) 8. Emil Schou . . . 2 (55 -) 9. Rútur Magnússon . 2 — (49 -) t í>ann 6. aprílmán. þ. á. andaðist að Mosfelli í Mosfells- sveit húsfrú Þuriður Hansdóttir kona merkisbóndans J>orkells Vernharðssonar frá Víðirkeri i Bárðardal. Hún var fædd 22. aprílmán. 1818 á Syðrineslöndum í Mývatnssveit; þar bjuggu foreldrar hennar, fátæk að efnum, en auðug að fjölskyldu. En hún ólst upp að mestu leyti hjá hinum góðfrægu tnerk- ishjónum síra Jóni forsteinssyni í Reykjahlíð og konu hans, húsfrú J>uríði. Giptist þaðan Jóhanni Hallssyni, efnileg- um bóndamanni, en missti hann eptir stuttan tíma og skömmu þar eptir einkabarn þeirra. Svo giptist hún t annað sinn og varð þriðja kona £>orkels bónda Vernharðssonar. Bjuggu þau öll sín búskaparár í Víðirkeri, og þóttu sæmdar- og rausnar- hjón, þó efni þeirra væru ekki mikil, einkum hin síðan árin. Varð þeim tveggja barna auðið, og eru þau: húsfrú Vernika Ragnheiður á Bjarnarstöðum í Bárðardal og Jóhann prestur á Mosfelli í Mosfellssveit, og þangað fluttust þau hjón sum- arið 1878. J>uríður sál. var guðhrædd kona, hreinlynd og örlynd, tápmikil og hin mesta búsýslukona, hjartagóð og raungóð, eiginkona trúföst og ástrík, umhyggjusamasta og nákvæmasta móðir. Yfirsetukona var hún lengi, þótt; ólærð væri, og þótti heppin og farsæl. Að framtakssemi og ást til mennta og framfara átti hún fáa sína líka, enda sparaði hún ekkert sem í hennar valdi stóð til að koma börnum sínum til mennta og framfæris, og sannaðist það á henni, að sigursæll er jafnan góður vilji. Hönd hennar var jafnan útrétt til þeirra, sem nauðlíðandi voru, því hjarta hennar mátti ekkert aumt vita. Er hennar því að maklegleikum sárt saknað af ástvinum henn- ar og öðrum þeim, sem þekktu hennar ástríka og viðkvæma hjarta. ý Dag 26. júlímán. í fyrra, sálaðist heiðursbóndinn Guð- mundur Guðmundsson á Sámsstöðum í Hvítársíðu, og var jarðsunginn að Gilsbakka dag 7. ágúst; heima á Sáms- stöðum voru fluttar 2 húskveðjur yfir líkkistunui, 1 ræða flutt. yfir henni í kirkjunni og 1 yfir gröfinni. Guðmundur sálugi var fæddur að Háafelli í Hvítársíðu 1793, og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, til þess hann var fulltíða orðinn, og fór í vinnumannsstétt að Kolsstöðum í sama hrepp, og giptist hann þar árið 1821, sinni eptirþreyjandi ekkju, dóttir bónd-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.