Þjóðólfur - 22.09.1880, Side 4
100
S m á v e g i s.
— Slys á herskipinu Ingólfi varð í sumar rétfc áður en skip-
ið hélt heimleiðis frá Austfjörðum. Bar það svo til, að kúla
sem var verið að skjóta úr stórbyssunni á apturþilfarinu,
sprakk inn og hljóp aptur úr hlaupinu, er ekki var búið að
loka fyrir. Urðu 13 menn sárir meira og minna og einn af
þeim dó degi síðar.
— Nýlega varð eitt stórkostlega slysið á Englandi. í einni
kolanámunni hrundu niður undirgöng og höf'ðu þar 119menn
bana, auk 70 hesta.
— Á Færeyjum rak í sumar nafnfjöl af skipi og nafnið «Herdís»
á með stórum gylltum stöfum, þar hjá var og kjöttunna rekin.
Demantar í suður-Afríku fundust svo mildir í fyrra, að
þeir voru virtir hátt9. milj. punda. Englendingar eiga þær námur.
Eldspítur. í fyrra smíðaði eldspítna-fabrikan í Jónkaup-
angi í Svíþjóð eldspítur fyrir 2 milj. og 800 þús. kr. far
starfa yfir 2000 verkmenn árið um kring.
Túnfiskur. Herra P. Nielsen á Eyrarbakka hefir tilkynnt
oss, að þar hafi nýlega rekið nýdauður og heill túnfiskur
(Tunnus mediterraneus)', hann var 6 feta langur og vóg 193
pd. Fisk þennan væri nauðsynlegt að fá handa náttúrufræð-
issafni skólans, því hann er bæði fagur og sjaldséður í norð-
urhluta Evrópu, enda er hann kenndur við miðjarðarhafið.
Til mætti geta að hið hlýja sumar hér norður frá, hafi haff;
áhrif á fiskigöngur suður í höfum, en það spursmál felum vér
náttúrufróðum mönnum.
Strand. 18. þ. m. rak hér í strand og brotnaði í ofsa-
veðri á norðan, jagtin «Knud“, er flutti vörur til Knudtzons
verzlunar. Strand þetta ásamt töluverðum útlendum vörum,
verður selt við uppboð.
„þeir e/tu haun á fjórtán liófalireÁnum“
Off hörnuðust ,,sem se/nvnffur í fjörn“.
Sbr. „Skúlaskeið" eptir Dr. G. Thomsen.
Enn þá er «ísafold» á ferðinni með «hitt og þetta» gasp-
ur um mig og mínar aðgjörðir, og nenni eg ekki í þetta sinn
að þegja við því með öllu, því þegar hún fer að gefa mér
sínar eigin prentvillur og hæða mig líka f'yrir sínar yfir-
sjónir, já, þá fer nú að verða vandlifað í henni veröldu.
«Fimbuljón» biður I)r. Jón forkelsson að fræða sig um ým-
islegt í kvæðinu Víg Sn. Sturlusonar t. a. m. orðin bragaljós
og að braga; það get eg gjört; fletti hann upp Frizners og
ívar Aasens orðbókum, lesi hann kvæði Bjarna amtmanns, og
lesi hann Konungsskuggsjá, þá mun hanu fá betri fræðslu um
þessi orð. í klausunni sem hann tilfærir: «Fjöllin blésu forn
ogköld» o.8. frv., stendur: «frá bjargasal», en erFimbuljóns eigin
prentvilla og líka Jóns Ólafssonar, sem lét prenta kvæðið. í
handriti mínu og eins í «Baldri» stendur: «úr bjargasaU.
«Líkt og hljóði hamslaus börn»; þar er «hljóði» prentvilla
«Fimbuljóns» eins, en á að vera: «hljóðni». Annars eru lín-
urnar, sem Fimbuljón tilfærir frá 12. bls., einhverjar hinar
veikustu í kvæðinu, jeg skal játa það, enda prentar «Fimbul-
jón» línurnar eins og fimbulflón, hvað aðgreiningarmerkin
snertir, einkum þar sem hann setur semíkólon við enda vísu
orðsins: «Skelfing grípur sérhvert hold», því þar hefir J. Ól.
kommu, eins og á að vera. Orðið «benrögn» er óljóst fleirum
en mér, en virðist upprunalega vera blóðskenning = benregn.
Jeg hef það í merkingunni: undur eða fyrirburður, sbr. upp-
haf 72. kap. í Njálu. þá fæ jeg aptur að heyra í ísafold of-
urlítið skens f'yrir erfiljóð mín eptir Jón Sigurðsson, því ætla
eg ekki að svara, heldur lofa þeim Fimbuljóni og Reginfríði
okkar að æfa sinn smekk og hugvit í náðum. En skyldi
Fimbulj^n sjálfur láta prenta eitthvað af sínum meistaraverk-
um, þá skal jeg, ef bann æskir þess, ognjóti jeg þeirrar ánægju
aö sjá þau og lesa, gjarna senda honum ofurlítinn urðarkött
upp á hans «Urðarbeims-segultinda» — með svar í sömu
mynt. Matth. Jochumsson.
k BJ ® t ®
— Hér með innkallast samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861,
með 6 mánaða fresti frá seinustu birtingu þessarar innköllun-
ar, allir þeir, sem telja til skuldar hjá félagsbúinu eptir for-
eldra mína, Ásmund prófast Jónsson, sem andaðist að Odda
18. marz næstl. og áðurlátna konu hans Guðrúnu forgríms-
dóttur, til innan greinds tíma að lýsa kröfum sínum og sanna
þær fyrir ísleifi presti Gíslasyni á Arnarbæli í Ölfusi, sem fyrir
mig og samarfa mína veitir slíkum skuldalýsingum og skil-
ríkjum viðtöku. Seinna lýstum skuldakröfum verður ekki sint
við skipti okkar samarfanna.
Odda 21. júlí 1880.
Þuríður Ásmundsdóttir.
— Urbakka, rauðum, baldýruðum hefir einhver gleymt í
Havsteins búð ; má vitja hans á skrifstofu pjóðólfs.
— Undirdekk grænt, bryddað svörtu klæði, laufabekkur í
hornum, týndist á veginum frá Hvaleyrargörðum að Vatns-
leysu. í>ví er beðið að skila til G. Guðmundssonar á Ás-
láksstöðum á Vatnsleysuströnd eða til Filpusar Vilhjálmssonar
á Stærra-Hofi á Eangárvöllum.
— Á leiðinní frá Reykjavík upp að Miðdal í Mosfellssveit,
tapaðist frá mér í júlímánuði í sumar vaxkápa, strigabuxur
og vaðmálsjakki. Bið eg hvern þann sem fundið hefir þessa
muni að skila þeim til mín gegn sanngjörnum fundarlaunum.
Káravík 16. septbr. 1880. þorkell Guðmundsson.
— |>ann 10. maí þ. á. týndi eg í mýrinni fyrir austan
Grímsstaði á Seltjarnarnesi sigurnagla-járnístaði. Sá sem
skilar því að Efri-Gróf í Flóa fær 1 kr. í fundarlaun.
Magnús Ormsson.
— Kapsel úr gulli hefir fundist í sumar á veginum frá
Hólmi ofan að Elliðaánum og má vitja þess á skrifstofu þ>jóð-
ólfs.
— Nýlega hofir týnst gullkapsel uýtt með kvennmannsmynd
í, fest á flöjelsband, — líklega niður við sjó eða á Jeið frá
sjónum upp að stígnum. Finnandinn er beðinn að skila þess-
um grip mót fundarlaunum á skrifstofu pjóðólfs.
10 0 k r ó n u r!
Eins og í fyrra, hefir aptur í ár einhver eða einhverjir,
sem hafa heldur en ekki góðan hug til niín, gjört mér
l>ann greiða að eyðileggja með hnífsknrðum 5 sauðskinn,
sem hengu milli bryggjnhúsauna við verzlun rnína.
En með þvi eg hefi nú fengið meira en nóg af svo
góðu, og vildi gjarnan fá að komast í kuuningsskap vift
þessa mína leyndar-vini, lofa eg hverjum þeim, sem segir
til og sanuar höfund þessa tiltækis, svo að hann geti sætt
ábyrgft og hegniugu,
100 króna verðlaunum.
Odæftisverkið var framið milli hins 11. og hins 13. dags þ.
mán. Reykjavik, 14. sept. 1880.
G. Ernil Umbehagen.
LEIÐRÉTTING. 1 kvæðinu í síðasta blaði, soinasta erindi
stendur misprontað: sannvinnr fyrir sann-vinur.
— Líka skal her leiðrétt missögn í auglýsingu í 21. blaði
þ. árs um sölu á Lágafelli í Mosfellssveit, þar stendur: óðals-
bóndi Halldór jþórðarson á Vatnsleysu, en átti að vera: Halld.
J>órð. á Bræðratungu.
Afgreiðslustofa pjóðólfs: í Gunnlaugsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson.
PrentaSur i prentsmiðju Einars þórðarsonar.