Þjóðólfur - 12.02.1881, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 12.02.1881, Blaðsíða 2
14 nefndarm. Vigfússon fyrir honnm, töluðu menn sig þar saman um, hvern af þessum þremur þingmannaefnum kjósa skyldi, og kom öllum saman um að kjósa Egilsson í Rvík. í «ísa- fold» stendur: «var þar ekki skortur á brennivíni; gjörðu flestir hinir ómerkari hreppsbúar þá samtök móti Hjálmi en með Agli, í þessum flokki var presturinn» þar kemur nú fyrst í ljós af hverri sannleiksást greinin í ísafold er rituð. Að þar væri veitt brennivín til að fá atkvæði með Agli, er uppspunn- in lýgi, auðsjáanlega af öfund til Egils, út af því að hann náði kosningu. Ætli Hjálmur telji sér þetta huggun? Sé alt lof sem Hjálmur fær, á líkum grundvelli bygt og þetta, skulum vér ekki öfunda hann af því. «Gjörðu flestir hinir ómerkari hreppsbúar samtök» þetta er svo ósvífið, að það er varla hugsandi að nokkur maður með skynsemi, láti sér slíkt um munn fara, og varla þó hann væri svo meiningarlaus eða sjálfselskandi, að hann kæmi á kjörþing án þess að greiða at- kvæði eins og Hjálmur gjörði í þetta sinn. I þeim flokk, sem kusu Egilsson voru meðal annara: presturinn á Borg síra Guðm. Bjarnason, Kristófer Finnbogason á Stórafjalli, Jón Helgason á Eskiholti, Jón hreppst. Jónsson í Galtarholti, Guðm. Stefánsson í Ferjukoti, Helgi Sæmundsson á Ferju- bakka, GunnarVigfúson á Hamri, Erlindur bóndi á Jarðlang- stöðum, Guðmundur bóndi í Stangarholti, og margir fleiri heiðursmenn. Að hafa þvílík orð, sem höfð eru í ísafoldar- greininni, um slíka menn, er miður sæmandi nema fyrir ó- hlutvanda menn. í ísafoldargreininni stendur: ofæstir þekktu Egil neitt, ekki einusinni meðmælendurnir færðu honum til gildis það sem hann á skilið», kjósendur létu sér duga að í framboðsskjölunum stóð nafn, staða og heimili Egils, og þau las oddviti kjörstjórnarinnar upp á kjöiþinginu. Gat það ekki dugað? Auk þess stóð í bréfi því frá Agli, sem upp var les- ið á kjörþinginu, staða hans og heimili. «Enginn færði Hjálmi neitt til ógildis» ætli flestum hafi ekld þótt, að ekki væri gjörandi að æsa skaplyndi hans úr því sem það var á fundi þessum, því skynsamur maður með rólegum geðsmun- um hefði sjálfsagt ekki haft á móti, að nauðsynlegir væru héraðsfundic og fl. þvílíkt, því sízt er ætlandi að hann með því hafi ætlað að bæta úr skeytingarleysi sínu, að hann þrátt fyrir áskoranir kjósanda sinna, engann héraðsfund hélt áður hann fór til síðasta alþingis. <• Allir sem á það minntust, sem stendur í blöðunum um Hjálœ,játuðu það satt og rétt». Hverjir voru það? voru það höfðingjar? Höfðingjar héldu líka upp á Starkað gamla. «Flestir ráðsvinnustu mennirnir í Borg- arhreppi sátu heima, þar á meðal oddviti; hann var veikur» Vér höfum hér áður minzt á nokkra kjósendur Egils, og vitn- um til þess, en hefði oddvlti verið frískur, mundi hann hafa sótt kjörþingið og efumst vér ekki um að hann þá hefði gefið Agli atkvæði sitt, en ekki Hjálmi. I síðasta kafia greinar- innar er verið að hugga gamla Hjálm með ástæðulausum von- um, og ekki með öllu ólíkt því, sem ekki væri langt seilzt eptir þeirri huggun, enda mundi enginn Mýramaður vilja gángast við faðerni greinarinnar, nema ef væri Hamrabúinn sjálfur. Og síðan hefir ekki heyrzt að neinn af þeim, sem kusu Egil hafi séð eptir atkvæði sínu. Kjörþingið var ekki úti fyr en kvöld var komið. Nokkrir kjósendur í Mýrasýslu. 14 O 1. J>essi vetur kennir mönnum sannarlega að meta, hversu notaleg kolin eru, og hann lætur líka margan finna til þess, hve dýr þau eru hér hjá oss. í sumar voru kol seld hér á staðnum minst fyrir 3 kr. skpd., var það við verzlun stórkaupmanns Fischers ; fyrir sama verð seldi líka Slimon kol hér, en kaupandi varð sjálfur að sækja þau út í skip hans, og urðu þau því talsvert dýrari. Aðalkolaverzlunin hefir hér verið -nú sem fyr hjá koasul M. Smith, sem seldi þau í sumar á 4 kr. skpp., en setti verðið upp í haust um 25 aura; eru það allgóð kol f sjálfu sér, en nú er fyrir sama verð seld dauðamylsna og ekki nema móti beinhörðum pen- ingum og neyðir kuldinn menn til að hlíta þessu, og seljandi notar sér, að enginn annar hefir þessa nauðsynjavöru. þ>ó að hinn nafnkunni danskí prófessor Jonstrup, sem hér ferðaðist um árið og sá ekkert og fann ekkert, hafi neitað, að kol væru hér í landi, þá ern þau samt til, og það þau kol, seni standa fremur þeim kolum, sem hingað eru flutt. A einU höfuðbóli í Mýrasýslu er sagt að kolin frá konsul Smitb, sem þangað höfðu verið flutt í sumar og kostuðn þangað korom 9 kr. skpd., ekki hafi getað hitað herbeigi húsbóndans nema til fi stiga hita; reyndi hann þá kol. sem hann hafði eignazt frá Hreðavatni í Norðurárdal og gáfu þau þegar 15 stiga hit3 í sama herbergi og í sama knlda sem hin höfðu verið brúkuð (• þ>au kol höfðu kostað húsbónda þennan 3 kr. vel mæld tunn* flutt heim í hlað. Um kolanáma þann á Hreðavatní, sem þessi kol voru tekín úr. er fyr skrifuð ritgjörð í ísafold fyrir fám árum. sem og um járnstein þann, sera er í grend við hann, og hefir því enginn gaumur verið gefinn, heldur enn vant er, þegar urn eitthvað verulegt, er að ræða. 3 eða 4 eru kolalögin sögð • náma þessum, og allþykk; Ijggur hann næstum á jafnsléttu, og vegur engan veginn ógreiður þaðan ofan að Norðurá, Þur sem hún er skipgeng, svo að ofan eptir henni mætti flytja kolin þar til hún rennur í Hvítá og svo eptir henni til sjáv- ar út, hvort sem maður vildi á Brákarpoll eða máske maður ekki þyrfti svo langt út í fjörðinn, því skip, til að taka móti kolunum, gætu vel legið mikið innar í firðinum. Væri nánú þessi í gangi, þá væri ekki vandi að fá farma handa gufu- skipi, sem gengi milli hafna í Faxaflóa. Hitt «g þetta. — Til prestaskólans er borgað af landssjóði 12600 krónur yfirstandandi ár; í skólanum eru 8 lærisveinar; borgu landsmenn þannig 1575 krónur fyrir hvern lærisvein um árið- Til læknaskólans er borgað af landssjóði 4840 kr-j í þeim skóla eru nú (5 lærisveinar; borga landsmenn þá 806 krónur 66 aura fyrir hvern þeirra um árið. pessi 14 embættismannaefni kosta landið í þau 2 áU sem þau læra undir embættispróf, ef eltki fjölgar á skólanuffl að ári, samtals 35,080 krónur, og ofan á alt þetta hefir landið enga vissu fyrir að þeir nokkurn tíma þjóni því, sem prestar eða læknar. Hefði nú enginn prestaskóli og enginn lækuaskóli verið hér í landi, og landið í þess stað tekið að sér að styrkja stúdenta úr latínuskólanum til háskólans í Kaupmannahöfn, hvar þeir eru aðnjótandi svo mikilla hlunninda, að 500 kr- styrkur fyrir hvern stúdent um árið hefði verið nægur, og 5 ára tími á háskólanum hefði verið fast ákveðinn, á hverjuff stúdentarnir áttu að hafa lokið námi sínu og tekið embættis' próf, þá hefði landið borgað þannig fyrir þessa 14 stúdenta I 5 ár 35.000 kr. eða 80 kr. minna en þeir kosta hér. En -y hversu mikið meiri mentun hefðu þessir menn ekki fengið fram yfir það, sem þeir fá hér, einkum læknaefnin. — Væri ekki reynandi að afnema 48 króna gjaldið tu dómkirkjuprestsins fyrir að taka skólalærisveina til altaris, og vita, hvort það færu ekki fleiri af þeim til altaris en nú er farið að tíðkast, ef þeir fengju það «gratis», mns og aðrh kristnir menn ? Skýrsla um veðuráttufar á Eyrarbakka í Desbr.mán. 1880. Loptþungi. Meðaltal loptþungans í Desbr. hefir verið 749.7m.nn Mestur loptþungi hinn 13. 765 m.m.; minstur lopt' þungi hinn 5. 726 m.m. Umferðarsvæði loptþyngu' arvísirsins hefir þannig verið 39 m.m. Vindur. Eptir vindstiganum 0—6, hefir vindaflið verrð þannig að meðaltali 1.9. .. Vindaflið 0 (logn) er tekið 8 sinnum, 1 (andvarO 29 sinnum, 2 (hægur vindur) 32 sinnum, 3 (stinn' ur vindur) 20 sinnum, 4 (sterkur vindur) 6 sinn' um, 5 (stormur) 2 sinnum, 6 (sterkveður) 4 sinm- Vindurinn hefir verið á þessum áttum: N. N.N.W. N.W. W.N.W. W. W.S.W. s.w. s.s.w. sinn. S. S.S.A. S.A. A.S.A. A A.N.A N.A 1 2 2 2 1 17 23 sinn. N.N.A.12 — Hiti. Aðaláttin hefir þannig verið N.A. Hiti í Desbr.m. hefir verið að meðaltali 'Meðaltal á morgnana (kl. 8) — 7.8°. 7 30 C- ' Meðaltal

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.