Þjóðólfur - 12.04.1881, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 12.04.1881, Blaðsíða 2
30 þær verði nú bældar niður. Fyrir Búum (Boers) hafa-Englendingar farið hverja óförina eptir aðra, enda hefir foringi Búa sagt, að ætli Engl. sér að drotna yfir Transval, «þá verði þeir fyrst að drepa alla Búa*. Hafa nú Engl. boðið Búum frið upp á þá kosti, að Transval haíi sjálfsforræði undir vernd Englands. Á Frakklandi fer alt vel fram og er fjárhagur ríkisins í hinum mesta blóma. Er nú' lýðveldisstjórnin komin á fastan fót, og fylgifiokkar ríkiskrefjenda (Bonapartista og Legitimista) farnir að leysast sundur. Höfuðskáld Frakka, Victor Hugo, fylti 26. Febr. 80ta árið og var honum á þeim degi sýndur frábær heiður af stjórn og þjóð. Sendinefndir komu víðsvegar að og alt að 300,000 manna höfðu þyrpzt saman til að heiðra hinn aldraða skáldsnilling og frelsismann. Droúyn de Lhuys fyrverandi utanríkisráðgjafi Napóleons 3. var dáinn. 4. d, Marzm. varð jarðskjálfti mikill á eynni Ischia (fram undan Napolívíkinni) og hrundi bærinn Casamicciola mestall- ur og biðu margir íbúanna líftjón eða lima. Stríðið milli Chile og Peru-Bolivía mun nú á enda og friður í vændum, er Chilemenn eptir ýmsa bardaga hafa unn- ið Lima höfuðborg Perúmanna. Hinn frægi sagnaritari Th. Carlyle, meðal annars höfund- ur sögu stjórnarbyltingar Frakklands og Friðriks mikla, and- aðist í London 5. Febrúar. Úr Danmörku er fátt nýmæla. 9. Marz andaðist ekkju- drotningin Karólína Amalía rúmlega 84 ára gömul. Hún giptist 19 ára Kristjáni Danaprinz (er síðar varð Kristján 8. konungur). 20. Janúar 1848 varð hún ekkja eptir hann. Hún var göfuglynd kona, góðhjörtuð og gjafmild við fátæka, og leifir eptir sig hinn bezta orðstír. Síðan vér skrifuðum síðast, hafa engar fréttir komið lengra að; póstar fóru norður og vestur þann 1. þ. m. og höfðu þeir eingöngu bréf meðferðis, því ekki þótti fært að hafa klyfjahesta, sökum fanna. Voru það í þetta sinn eiugöngu innlend bréf, sem með póstum fóru, því þá var póstskipið ó- komið. Með þessum mánuði dró úr hörkunum, og hefir síð- an verið hin hægasta og affarabezta hláka, hægur vindur á landsunnan með sólfari á stundum, og kemur nú jörð upp óðum. Fiskirí í net á Suðurnesjum hefir verið mjög misjafnt og heldur tregt, þangað til þ. 4. þ. m fréttist að það hefði örfast mikið í Garði og Leiru, en hér á Innnesjamiðum er al- veg þurr sjór og hefir verið reynt með öllu móti. Fiskiskip héðan eru 4 lögð út, tvö á þorskveiði (Ingólfur og Jósefína) en hin tvö á hákallaveiði (Gylfi og Keykjavík); er það í síð- asta lagi hér syðra að skip hafa farið út, og var það sökum ísa. Kaupstaðurinn hér var alveg alslaus af nauðsynjum, þegar póstskipið kom, og mundu mikil brögð hafa orðið að matarskorti, einkum brauða, hefði dregizt viku lengur að vör- ur kæmu. Lengst af öllum kaupmönnum hér gat verzlunar- stjórinn við W. Fischers verzlun hjálpað um mat, og engin skortur hefði orðið hér fyrst um sinn, hefði hinir aðrir kaup- menn verið jafn byrgir. — Alt fyrir öll þau vandræði sem þessi bága tíð hefir haft í för með sér, þá hafa Keykvíkingar víst sjaldan reynt að skemta sér eins og í vetur; hefir það verið með dansi, drykkjum og áti, og eiga forgöngumenn slíkra framfara ekki lítinn heiður skilið fyrir það; eru það einkum fáeinar danskar hræður, sem ekki hafa haft annað að gjöra og ekki heldur haft gáfur né greind til að hagnýta tímann á annan veg, sem eiga þenna heiður skilið. Lyfja- búðin hér var orðin mjög fátæk og mikið spursmál um, hvort það lítið sem til er, sé kaupandi, en vín er sagt að lyfsalinn hafi nóg af, og er hann víst önnum kafinn við þá verzlun, því aldrei sést hann í lyfjabúðinni. Úr brefi úr Skagafirði 28. febr. 81. í>ó að hart hafi verið í vetur, þá hefir samt ekki allur framfara og framkvæmdarandi vor Skagfirðinga sofnað, heldur horfið heim til sín aptur með daglengingunum. Er þá fyrst, að gripasýning skal haldin 10. dag. maím. að Garði í Hegra- nesi, og skal þar sýnt alt. það er nöfnum tjáir að nefna sem að undanförnu ; en sömuleiðis er í ráði að á þeirri sýn- ingu verði markaður, þar sem hver geti selt og keypt ým's- legar þarfir manna, eptir því sem þörf er á; ætti það að geta orðið að miklu gagni bæði fyrir seljendur og kaupendur, og viljum vér því líta svo á, að þessi ákvörðun miði til inikill3 framfara með viðskipti manna á meðal. Annað er það, fara að koma á búnaðarskóla ; það sást brátt á, að búnaðar- kensla mundi aldrei geta þrifizt á Möðruvallaskólanum, og var því tekið það ráðs, að skipta upp búnaðarskólasjóði Norð- austur amtsins á milli þriggja búnaðarskólahéraða í arat- inu. og við þá niðurjöfnun komu 4256 kr. í hlut Húnavatns og Skagafjarðarsýslna; afþessu fé, með meira styrk sem auð- vitað er, skal nú stofna búnaðarskólann, og eru menn þegar hér í Skagafirði teknir að reyna til að fá Hóla í Hjaltadal til þess að stofna skólann á; hefir í vetur verið við orð að selja jörðina og kaupandi boðizt, en kaup voru eigi með ölh' fastgjör. Hefir þess verið farið á leit við kaupanda að slepPa jörðinni við þjóðframfara-fyrirtæki, en eigi hefir hann on!1 þá viljað; stendur svo í því stimabraki enn ; en ekki munu Skagfirðingar hætta við svo búið, og er öll von til að jörðin náist, enda mælir flest með henni; hún er fornt höfuðból Og höfðingjasetur Norðuilandsjarða stærst og bezt, og stendur til svo afarmikilla umbóta, að hvergi mun nú betra færi a að nema verklega búfræði enn þar. Er óskandi og vonandi, áð eigingirni og þvergirðingsskapur geti eigi staðið svo a móti þjóðlegum og almennum framförum að jörðin náist ekki til þessa fagra og lofverða fyrirtækis. Gömlukonunni «ísafold» hefir í síðasta númeri sínu tekizt mæl® velaðtala um fyrir börnum sínum, fyrst um pöntunarverzlaö Eggerts Gunnarssonar, svo um, að við eigurn að vinna 648,000 duggarapeisur á ári, og koma á fót lánsst.ofnunum. Öll kvöld- ræða gömlu konunnar er svo góð, að henni heflr ekki í annan tíma tekizt eins vel. Pöntunarfélagið er ágætt, og vér eru® þess fullvissir að Eggert Gunnarsson mun berjast svo ótrauð' lega fyrir að fá sem fiesta í það, og svo margir málsmetand' menn styðja það og ábyrgjast, að á því þarf enginn efi vera að fyrirtæki þetta geti náð bæði vexti og viðgang'- Heilræði hennar um að fara ekki mjög geyst í fyrstu er holfi og það viljum vér leggja mönnum á hjarta, og ekki síður a® þessari reglu sé haldið fast, að alt sé borgað út í hönd ng skil á öllu sýnd strax, eins og ísafold tekur fram. ísafold fræðir oss þar næst á því að 9000 Færeyingar vinni á ári ull af 70,000 fjár í 80,003 duggarabandspeisn1’ sem hver er 3 merkur vegnar, og 72,000 íslendingar ættuþ'1 að vinna 648,000 duggarapeisur. Alt þetta yinna Færeying31 úr því sem er lakara af ull þeirra, og ef gerð eru 2 pnd- hverri kind, verður öll ull Færeyinga 140,000 pnd. en 120,0 ^ fara í blessaðar peisurnar og verða þá eptir 20,000 pnd- . góðu ullinni, þetta er fallegur lagður, en þó er hann elí nema V? af allri ullinni. Mörg verður nú matarholan Þe§ , vér vinnum 648,000 peisur eins og Færeyingar, en það fer D. líkt um það eins og þegar gamla konan um daginn sa£ , krökkunum, að landssjóðurinn gæti fengið 4—5000 %{‘ tekjur fyrir löggildingu 30,000 viðskiptabóka, auk þes9 kaupstaðarskuldirnar mundu minka. Skárri var það inn, en vér fáum líka nokkuð í aðra hönd. fað er satt ^ ísafold segir, að vér ættum að vinna meira úr ull vorrfi því fer fjærri að vér getum unnið eins mikið og FæreylD®^.t Færeyingar hafa mestalt sauðfé sitt út í eyum á vefrar ^ eins og Vestmannaeyingar, þurfa ekki að smala því og hverjum degi eins og við, sem höfum auk þess svo ® skepnur að stunda, aö talsveröur tími gengur frá ullarV unni. Færeyingar nytka heldur ekki fé sitt á sumrunu, °S ^ búnaðarlag þeirra er svo, að þeir hafa meiri tíma tif 11 vinnu enn vér. Vérgætum því unniö talsvert meira af ulleflíl

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.