Þjóðólfur - 23.09.1881, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 23.09.1881, Blaðsíða 3
húsið sjálft gerir nú eigi orðið betur en að rúma pilta og er í því búa; og ef piltar fjölga rnjög verða mestu vand- r*ði œeð húsrúm, því að engin mvnd er á því. að taka eigi pilta í skólann, sem færir reynast. Til þess að eigi verði takmörkuð lærisveinatalan verður að sjá fyrir nægu húsrúmi, °g er þá ekki nema um tvennt að gera, að því er sumum Vlrðist, annaðhvort að prýða skólahúsið með því á fertugs- al(H að byggður væri út úr því skúr, eins og heyrst hofir að sumir vildi, ef á þyrfti að halda, eða þá að einhver af Þeiltt, sem bústað heflr í skólahúsinu, flytti burt. Reyndar Væri kannske bezt að byggja annað hús til, sem væri eins °S hjáleiga. Svolítið er eptir, sem mér heflr gleymst að geta um, en Það eru bœnahhldin í skólanum. Mér dettr ekki í hug að fara að prédika hér neitt guðleysi, þó eg ætli að leyfa mér að segja, að bænirnar séu ekki til mikilla bóta. ]?ví verður eljki neitað, að það er ekki ljótur siður, að fara með guðs- °rð kveld og morgna, en að vera að stagast á sömu bænun- Uln morgtin eptir morgun, kveld eptir kveld, viku eptir viku, úf eptir ár, eins og hér er gert., held eg sé ekki til mikils gagns, því að menn verða leiðir á þess háttar rétt eins og að éta alt af tóman vatnsgraut og ekkert annað. Piltar Þanga náttúrlega hálfsofandi á bekkjunum undir ■ bænum á iveldin, er komið er fram á elleftu stund og taka víst ekki sérlega mikið eptir. pað er líka ætlun mín, að bænahöldin bseti ekkert úr því guðleysi, sem sagt er að sé alment í skólanum, nema miður sé. $ Ósannindi og sleggjndómar eru nú auðvitað aldrei ljúffengir réttir, en þó hugsar «ísafold» að það muni ren'na niður lesendum hennar, þegar það er "serverað* með hinni nafnkunnu gallblönduðu doktors-malurt fi'á Bessastöðum. I því trausti eru réttir þessir bornir fram 1 ísafold VIII, 23, í upphafi blaðsins. Fyrsti biti í háls er sá sleggjudómur um hið nýafstaðna þing, að þar hafi verið «margt talað, lítið afrekað». Hvort fieira hafi verið talað á þingi í sumar, cnn áður, skal eg láta ósagt; eg hef ekki ekki mælt það; þingtíðindin bera þess vott ú sínum tíma. En þó svo hefði verið, ’að meira hefði talað Verið nú, enn áður, þá væri það ekki nema eðlileg afleiðing þess, að meira var afrekað í sumar enn á fyrri löggjafarþing- ttm. Aldrei hafa á fyrri þingum fieiri lög verið samþykt, aldrei jafnmörg mál rædd sem í sumar, enda þótt ekki væri níðst á kröptum þeirra tvíburanna dr. Gríms og Halldórs K. Friðrikssonar. Vera má nú að doktornum þyki ergilegt, að bann skyldi bvergi vera notaður í neina nefnd í hinum stærri naálum í sumar, og sérstaklega að hann skyldi ekki komast í ffárlaganefndina; svo hefir það nú varla bætt honum fyrir bi'jóstinu, að eg, sem þá var ósáttur óvinur doktorsins, skyldi íenda í nefndinni, því svo var á ísu að heyra í fyrra, sem doktorinn hefði ætlað mér annað hlutskipti á þingi. Ut úr ð.llu þessu er nú, sem sagt, doktorinn ergilegur og spýtir nú gallinu í ísu. það er nú til vorkunnar virðandi. það var á doktornum að heyra stundum í sumar sem hefði hann verið að undanfömu því nær einvaldur alræðismaður í fjárlaganefnd og á þingi, og er því vorkunn að honum sárnaði að sjá sér svo úr völdum steypt, að hann áleit sjálfur hvert vesalings breytingaratkvæði til dauða dæmt, ef nafn hans stæði undir. Af því doktorinn hafði nú þannig heldur lítið að starfa ú þingi í sumar, þá hefir hann auðsjáanlega varið tímanum til, að hugsa því meira. Hann hefir verið að reyna að gera 8ér grein fyrir, hvaða veður væri í lopti í pólitíkinni, og fanst honum sér til handa «alt ömurlegt útnorður í haf» — hann fann ekki annað enn tóman norðomvind í fjárlaganefnd, í þinginu. Framan af í sumar kallaði Isa því meiri hluta þingsins «Norðlinga-flokk», en kannaðist þó við, að í honum vseru nokkrir Sunnlendingar og Vestfirðingar. Austfirðinga taídi hún þar á móti ekki með, og var því að sjá sem hún annaðhvort teldi þá með doktornum (en þá æru frábiðjum vér Austfirðingar oss sem als óverðugir þeirrar upphefðar) eða þá að hún teldi oss Austfirðinga ekki með í manna tölu, og það hafði eg ætlað sönnu næst hingað til, og sætti mig vel við það fyrir mitt leyti. Nú alt í einu er að sjá, sem dokt- orinn telji mig ekki að eins með í meiri hlutanum, heldur jafnvel sem einn «höfuðpaura» í þeirri «mislitu lest» (svo kallar hann meiri hlutann), þar sem flokkurinn hati átt að klofna af mínnm völdum og eg átt ekki að eins að «draga þriðjung stjarnanna í mfnum hala», heldur hafa í fylgi með mér meiri hlut merkustu þingmanna neðri deildar, þar á meðal varaforseta deildarinnar séra fórarinn og annan eins þingskörung og Benedikt Sveinsson, auk annara lieiri mér vitrari og merkari manna. Mikil er nú æran sem mér er sýnd glænýjum og óvönum þingmanni; en því er miður að eg á ekkert í henni. £að er fyrst og fremst alveg tilhæfu- laust, að nokkur misklíð 'nafi verið milli mín og nefndra þing- manna á aðra hlið og þeirra séra Arnljóts og Tryggva m. fl. á hina. pað munu þeir fúslega við kannast sjálfir. Tilhæfu- laus og uppspunnin ósannindi eru það og, að Arnljótuv og Tryggvi hafi orðið að flýja til efri deildar, til að leita liðsinnis hennar gegn mér og varaforseta og fleirum öðrum, til að koma fram «nauðsynlegum breytingum á fjárlögunum», sem eg og mínir «áhangendur»(!) höfum felt í neðri deild. f>etta veit doktorinn ofur vel að enginn minsti flugufótur er fyrir. pað er furða að svo gömlum manni skuli enn ekki vera farið að lærast að hafa óbeit á ósannindunum. J>að var ekhi Arn- Ijótur og Tryggvi móti okkur varaforseta, sem hafði samkomu- lags-fund við efri deild, heldur vorum það við í sameiningu: Arnljótur, Tryggvi, séra fórarinn, J>orst. Thorsteinsen og eg, með öðrum orðum: fjárlaganefndin, að þeim séra Magnnsi og Bened. Sv. frá skildum, og kom það ekki til af neinni sundur- þykkju, heldur tímaleysi, að þeir voru ekki við. — Að svo miklu leyti sem um flokkasldpun gat verið að tala á jþingi, þá verð eg að ætla, að doktorinn hafi alveg misskilið afstöðu þingmanna. Eg segi fyrir mitt leyti, að mér féll við fáa samþingísmenn mína betur, enn við þá séra Arnljót og séra þórarinn; en hitt vita allir, og doktorinn með, að séra J>ór- arinn er einn hinn sjálfstæðasti maður í skoðunum, og mun enginn, sero þekkir hann, ætla honum að hann «labbi á eptir» öðrum; hann hefir jafnan verið kendur við fylkingar-brodd hingað til, og ætla eg hann sé svo skapaður að hann eigi þar heimu enn sem fyrri, en ekki í neinui «halarófu». Hvað séra Arnljót snertir, þá ætla eg að eg megi fullyrða að við höfum optari verið samdóma, enn flestir aðrir þingmenn og optari en við sóra þórarinn, þótt okkur kæmi og mjög vel saman, svo það mundi meiri ástæða til að segja, að eg hafi «labbað á eptir» séra Arnljóti, enn að við höfum staðið andvígir. Ann- ars er þetta: «að labba á 3ptir» ekki annað enn eitt af geð- stygðar-yrðum doktorsins. pví allir vita, að menn með lík- um eða svipuðum grundvallarskoðunum geta opt verið sam- mála og hljóta opt að vera sammála, án þess þeir «labbi á eptir» eða hangi aptan i hvor öðrum. En ef doktor hneyksl- ast á slíku eptirleiðis, vildi eg biðja hann, að hengja ekkh merkustu þingmenn og mér vitrari menn aptan í mig, en krækja mér heldur aptan í þá. |>að kann eg miklu betur við, því eg læt mér enga lægingu þykja í því, að vera á sömu skoðunum, sem helztu samþingismenn mínir og vinn það aldrei til, að eg fari að breyta skoðun minni rétt til þess að vera ekki á sama máli og vissir menn aðrir, en geta notið þeirrar ánægju aptur á móti að standa einn uppi með «tvíburanum» með breytingaratkvæði, sem að eins eru gjörð. til þess, að vera breytingaratkvæði! Eg vona að doktor sjái, að lesendum ísu rennur ekki alt niður, þó malurtin meðfylgi, og vona eg hann forsómi ekki að koma bráðlega með eptirréttinu í næsta blaði ísu og traktéri okkur þá á poetiskum hrognakökum og pólitískri roðastöppu og svali okkkur svo á eptir með diplomatisku graðhesta-skyri (sbr. Timarit bókm.fél., II, 1, bls. 64—71.).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.