Þjóðólfur - 08.10.1881, Síða 1
ÞJÓDÓLFUK.
ar.
Iiostar 3 kr. (erlendis 4kr.),
borgast fyrir lok ágústmán.
Reykjavík S. Oktbr. 1881.
Uppsögn á blaðinu gildir ekki, nema
f>a8 se gjört fyrir 1. okt. árinu fyrir
2B. blað.
Ýms nýmæli frá alpingi.
Útflutnmgsgjald á fiski, lýsí o. fl. Af ölluni fiski og
lýsi, sem flytst út í skipum, sem afgreiðast frá einhverri höfn
á Islandi, eða frá eða í skipnra, sem hafa um hönd síldarveiði
1 fjörðunum og við st lendurnar. eða sem leggjast við akkeri
mnan þeirra takmarka á sjó, þar sem landhelgi er, til þess
að fiska á bátum, skal greiða útflutningsgjald, hvort sem fisk-
tninn er verkaður á landi eða fiuttur út á skip óverkaður. Út-
fiutningsgjaldið skal greitt eins og hér segir:
1- Af hverjum 100 pd. at saltfiski eða hertum fiski 10 aura
2- — tiski sem flytst út, hálfhertur, saltaður eða nýr,
af 100 pd.......................................20 —
3. — hverjum 100 pd- af sundmaga....................30 —
4. — hverri tunnu af hrognum........................15 —
5. — síldartunnu (108 pottar) í hverjum umbúðura
sem hún flytst . 25 —
6. — hverri tunnu lýsis...........................30 —
7. — laxi, hvort heldur söituðum, reyktum eða nið-
ursoðnura, af 100 pd...........................30 —
8. — öllum fiski niðursoðnum öðrum enn laxi, af
hverjum 100 pd.................................10 —
Gjaldið skal tekið eptir farmskrám skipa, og gjaldast áður enn
skipið, sem flytur vöruna út, fer frá landi. Brot gegn regl-
unum fyrir útflutningsgjaldi þessu varðar sektum frá 50—500
krónur. Sá setn verður uppvís að hafa sagt rangt til útflutn-
ings, skal að auki greiða þrefalt útflutningsgjald af því sem
sannast að hann hefir dregið undan. Sektirnar renna í land-
sjóð. Skip og farmar eru í veði fvrir útflutningsgjaldinu. Mál
út, af brotum gegn lögum þessum eru opinber lögreglumál.
Fyrir innheimtu gjaldsins fær viðkomandi gjaldheimtumaður
2 af hundraði. Tilskipun 12. febr. 1872 um spítalagjald af
sjjivarafla og konuugsbréf 20. Maí 1824 um spítalagjald af
íugltekju séu með þessum lögum úr gildi numin. þ>essi lög
eiga að öðlast, gildi 1. Janúar 1882.
Kosningarréttur kvenna. Ekkjur og aðrar ógiptar kon-
ur, sem standa fyrir búi, eða á einhvern hátt eiga með sig
sjálfar, skulu hafa kosningarrétt, þegar kjósa á í hreppsnefnd,
sýslunefnd, bæarstjórn og á safnaðarfundum, ef þær eru 25
úra og að öðru leyti fuilnægja öllum þeim skilyrðum, sem lög
úkveða fyrir þessum réttindum.
Úr lögum um bæarstjórn á Aknreyri. 4. grein Kosn-
iugarrétt hafa allir bæarbúar, karlar sem kunur, sem eru
orðnir fullra 25 ára að aldri, þegar kosníngin fer fram, eru eigi
vistráðin hjú annara, hafa verið heimilisfastir í kaupstaðnum
eitt ár, hafa óflekkað mannorð, eru fjárs sín ráðandi o. s. frv.
Friðun f'ugla og hreindýra. 1. Kríur og spörfuglar allir,
svo sem snjótitlingar, þúfutitlingar, maríuerlur og þrestir skulu
hvervetna friðhelgir á hverjum tíma árs sem er, en allir aðr-
ii' fuglar, utan hræfuglar og gripfuglar, lundi og bjargfugl, á
Ornabilinu frá 1. Mai til 20. Ágúst og rjúpur frá 1. Apríl til
20. Ágúst. Net og skot skulu bönnuð við lunda- og fýla-
veiöi. 2. Fyrir hvern fugl, sem friðlýstur er í lögum þessum,
skal sá, er brotlegur verður, gjalda 50 aura sekt, er tvöfald-
ús't fyrir hvert brot allt að 16 kr. 3. Hreindýr skulu frið-
helg vera frá 1. Jan. til 1. Ágúst, og varðar 5 kr. sekt fyrir
fiýv hvert hið fyrsta sinn, ef drepið er. Sektin tvöfaldast, ef
Grotið er optar, allt að 80 kr. 4. Mál þau, er rísa út af
hrotum gegn því, sem fyrir er mælt í lögum þessum, eru
I opinber lögreglumál. Rennur helmingur sektarfjárins í lands-
i sjóð, en hinn helraingurinn ber uppljóstrarmanni.
Lög um lækningar þeirra, er eigi liaí'a tekið próí' í
læknisfræði. Eigi varðar manni við lög, þótt hann, án þess
að hafa tekið próf i læknisfræði, fáist við lækningar, nema
það fullsannist, að hann með þeim hati gert einhverjum skaða;
en verði það lullsannað, og brotið eigi heyri undir hin al-
mennu hegningarlög, skal liann lúka sekt, er þó eigi skal
hærri vera enn 60 kr. 2. þykist maður hafa tekið próf í
lækuisfræði, án þessi þó að hafa gert það, og fáist við lækn-
ingar, skal hann sekt sæta þar fyrir, allt að 100 kr. eða eiu-
földu fangelsi. 3. Með mál þau, er rísa út af lögum þess-
um, skal fara sem opinber lögreglumál. Sektirnar renni í
landsjóð.
Mormónamálio.
Eins og eg lofaöi í 8. blaði Rjóðólfs, vil eg nú auglýsa
þeim, sem fylgt hafa með í sameign minui og bæarfógeta
míns, út af veru og framferði mormónanna hér í bænum
síðastliðinn vetur, og aðgjörðum yfirvalds vors í þeim efnum,
að nú er undirréttardómur fallinn í málinu, og til þess að
fara sem fæstum orðum um þetta, þá er eg dæmdur í 100
króna sekt til landssjóðs og 25 kr. í málskostnað, dóminum
að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans, sem var
gjört þ. 24. þ. m., en verði sektin þá ekki goldin, þá að
snara mér í einfalt fangelsi í 30 daga. f>að verður þá eptir
því, að þeir, sem þurfa að finna mig eptir þ. 9. oktbr. þ. á.
til jafnlengdar í Nóvember, verða að snúa sér upp í tukt-
hús, þar sem fógeti vor heldur hús fyrir meðborgara sfna til
tryggingar góðs samkomulags og til þess að keuna bæarbú-
um, hverra vernd og leiðtogi hann á að vera, hvað það kosti
að segja satt. En þér, sem hafið lesið grein mína, sem eg
er dæmdur íyrir, viljið að líkindum vita, fyrir hvað í grein-
inni eg sé dæmdur, eða hvort það sé fyrir hana alla í heild
sinni. Nei, það fer fjarri, að það sé fyrir hana í heild, því
hinn skarpvitri Flensborgardómari hefir farið þessum orðum
um greinina í heild sinni, í ástæðum sínum fyrir dóminum:
“Pess utan getur greinin í heild sinni, þótt hún se óvin-
gjarnlega samin til stefnandans (fógetans) eigi álitist
meiðandi fyrir hann». Úér sjáið þá, heiðruðu lesendur, að
greinin er ekki meiðandi; en fyrir hvað er þá dæmt? En
með þessu þykist dómarinn víst hafa ot'sagt, því nú fer hanu
að tína til ýmislegt, sem fógeti hafi helzt kært mig fyrir úr
greininni, og er þá það fyrsta, að eg hatí skrifað: «að fógeti
hafi handsamað mann gegn lögum og rétti, að minni mein-
ingu». J>etta þykir dómaranum óguðlegt, og straffsvert, því
hafi fógeti gjört það, þá væri hann hegningarverður samkv.
129. gr. hegningarlaganna. Dómarinn segir, að eg hafi að
sönnu leyfi til að hafa slíka meiningu, en að láta almenn-
ing heyra þá meiningu, það sé saknæmt. Ó! hvað þetta smell-
ur vel, og hvað dýpi slíkrar lögkænsku er ómælanlegt. En —
hefi eg breitt það út í almeuning með þessu, sem ekki var
satt? Nei, fógetinn sjálfur játar hátíðlega, að hann hafi
handsamað og sett í fangelsi gullsmið Björn Símonarson,
ekki af því, að hann hafi haft nokkra sök á hendur honum,
heldur af því að Álaborgar-Jón hafi beðið sig þess á hans
ábyrgð. fetta játar fógetinn ótilkvaddur og leggur það fyrir
dómarann og tnig. En hann gleymir að framleggja þessa
91