Þjóðólfur - 08.10.1881, Blaðsíða 3
93
kpt'* 1, 2 að skip þetta hefur steytt, svo að lekinn kom að því,
“eflf það aptur losnað af grynningum og skreiðzt nokkuð út
a <typið, því þar sem það sökk er svo djupt, að einasta um
háfjöru sést lítið eitt ofan á möstrin. Verðnr hér því ekki
talað um að bjarga hinu minsta.
Hitt og þetta.
Nýmæli í skipasmíði. Hinn alkunni náttúrufræðingur
Pictet■ í Genf hefir í seinni tíð lagt sig eptir skip-
Söfiða-fræði og þykist hafa gert þá uppfyndingu, sem gjör-
sarulega muni breyta skipasmíði því, er nú tíðkast, og stór-
UtI< auka ganghraða skipanna. Hann hefir uppfundið nýa
lögun fyrir skipin og ætiar að haga kjalsetningunni þannig,
að mótstöðukraptur vatnsius verði svo lítill, sem minst má
verða. fau skip, sem gerð verða eins og Pictet hugsar sér,
eiga ekki að stinga stöfnunum þeim mun dýpra í vatnið sem
skriðurinn á þeim eykst meira, heldur þvert á móti að lypt-
ast upp úr vatninu því meira sein þau ganga hraðara, svo
að þeir einu partar skipsins, sem vatns-núningurinn mæðir á,
verða kinnungarnir og það sem næst er stýrinu. Skipið á
Þannig ekki að kljúfa sig gegnum vatnið, heldur að renna
yflr það. Pictet á gufuskip i smíðum samkvæmt þessari hug-
tnynd, og hyggur hann það muni geta hlaupið 40 enskar míl-
Ur á klukkustund. pað á að vera alsmíðað í Nóvember og
toun þá verða reynt á Genfarvatni.
Dómsmálaráðherrann i Hollandi, Modderman, hefir ekki
als fyrir löngu í einni ræðu sinni sagt þessi eptirtektaverðu
orð: „pó eg helzt vildi búast við því bezta, þá verð eg
saint að taka þaö skarplega fram, að ástandið, ekki að eins í
v°ru landi, heldur í, aliri Evrópu er mjög svo ískyggilegt og
að maður þarf ekki að vera míkill spámaður til að segja það
fyrir, að í lok þessarar aldar mun Evrópa vorða vitni að
hyltingahruni, langtnm ógurlegra enn hinar fyrri pólitisku
hyltingar kafa verið. — Hvað getur maður gert, til að afstýra
þessari hættn? Endursl^oða löggjöfina? Jú, menn geta reynt
Það, en eg segi: hver trúir því, að löggjöfin geti bætt alla
siðferðislega og félagslega bresti ? þ>ið, sem væntið ykkur als
af löggjöfinni, byrjið á því að endurskoða ykkur sjálfa».
Grikkir eru að reisa Byron lávarði veglega marmarastyttu
nálægt Missolonghi. Á hana er letrað: «Stattu við, vegfar-
andi! og horfðu á Byron, íturlauk Englands, sórna sönggyðj-
anna, sem elskuðu hann svo frábærlega. Til endurminningar
Um velgjörðir hans hafa Grikkir vorrar aldar tekið sig saman
um að reisa honum þetta minnismerki. pegár Grikkland var
i voðafári, þá var það hann, sem kom því til hjálpar og
glæddi guðmóð í hetjum vorum».
Húsí'rú þórdís Jónssdóttir
er f:ecld 15. Maí 1817. Foreldrar hennar voru hin alkunnu
uierkishjón darmebrogsmaður Jón Sigurðsson og húsfrú hans,
Olöf Jónsdóttir á Álptanesi. Ólst, hún upp í foreldrahúsum
þangað tii hún árið 1838. 4. Október, gekk að eiga yngis-
uiann Jón Jónsson í Knararnesi; voru þau í 5 ár í húsum
foreldra bans; varð þeim 3 dætra auðið, lifa 2 af þeim en 1
er dáin. Misti hún þann mann sinn 21. Júlí 1845. Var
hún síðan ekkja/ í 3 ár og stóð fyrir búi tengdaföður síns,
þar til hún giptist í aunað sinn, 29. Maí 1848, yngismanni
Bjarna Benediktssyni í Knararnesi, og byrjuðu þau þar farsæl-
an búskapt, og eigriuðus í hjónabandi sínu 10 börn, af hverjum
7 lifa. penna seinni mann sinn misti hún 17. Maí 1860.
8íðan hetír hún ásamt börnum sínurn búið á Knararnesi, unz
drottni þóknaðist að taka haua til sín eptir langvinna legu
21. Apríl 1881. Hún var mikil lánskona. því drottinn gaf
henni 2 ástríka ektamaka, þó hún fengi að reyna það mót,-
læti, að missa þá báða fyr enn hún hefði kosið sér. En henn-
ar mannvænlegu börn, sem drottinn blessaði þeirra hjónaband
^eð, bættu úr missirnum með því að vera henni til yndis og
a^stoðar í einstæðingsskapnum. Hún :ar ráðdeildarsöm og
s0'órnsöm húsmóðir. Bú hennar rýrnaði ekki þótt hún misti
^ennina; var hún því vel að efnum búin, enda stóð hús
hennar opið þeim, sem þangað komu, og var ætíð góður beini
veittur gestum. Hún veitti líka fúslega þurfandi örláta hjálp-
arhönd, hjartað var hjálparfúst svo enginn fór synjandi frá
hennar heimili. Hún var ástrik ektakvinna, bezta móðir og
fyrirbyggjusamasta húsmóðir. Trúrækin og guðhrædd, hrein-
lynd og bjartagóð, vinvönd og vinföst, alvarleg og einbeitt,
greind og gætin, og kærleikinn einkendi alt hennar líf. Hún
var sönn prýði og sómi sinnar stéttar. Minning hennar góðu
mannkosta geymist í hjörtum ástvinanna með óafmáan-
legu let.ri.
Úr Ísaíjarðarsýslu.
1. dag Maímán. andaðist á Mýrum í Dýrafirði búfræðing-
ur Guðmundur Franklín Gnðmundsson, yngsti sonur Guð-
mundar sál. Brynjúlfssonar dannebrogsmanns samastaðar.
Hann var fæddur á Mýrum 9. desbr. 1855; árið 1875 fór
hann til landbúnaðarskólans á Stend í Noregi, og kom þaðan
aptur 1877 með bezta vitnisburði og var síðan bústjóri á
Mýrum. Franklíns sáluga var alment og sárt saknað, eigi að
eins af ættingjum bans og vandamönnum, heldur og öllum,
sern þektu hann, því hann var hinn ástúðlegasti i umgengni,
velviljaður, stiltur og gætinn og hinn einstakasti reglumaður,
og kom prýðilega fram í sveitarmálum öllum, vildi efla þar
félagsskap til ýmsra þarfra fyrirtækja, og leit út fyrir að
verða heppnasti dýralæknir. f>essi sýsla hefir í honum mist
einn af sínum efnilegustu ungu mönnum og líklegustu til að
verða henni til uppbyggingar.
— Nokkrir vinnumenn í Hrunamannahreppi gengust fyrir
því, að allir vinnumenn í hreppnum ættu fund með sér, til
þess að koma sér sarnan urn betra fyrirkomulag á fénaðar-
fóðrum og kaupi sínu yfir höfuð. Lofuðu bændur fúslega að
veita þeim frían dag til þess. Fundurinn var haldinn í Gröf
2. Júlí 1881, en þá voru ýmsar annir, einkum ferðalög, þess
ollanai, að ekki gátu nema 17 sókt fundinn. Fundarstjóri
var kosinn Gísli Einarsson vinnumaður í Hrepphólum og
Jón Jónsson vinnumaður í Hruna. Fundurinn samþykti í
einu hljóði fylgjandi at.riði:
1. Að þeir skvldu, svo fijótt sem þeir gæt.u, selja ær og lömb
er þeir ættu, en kaupa aptur sauði, sem eptirleiöis skyldi
verða hinn eini fóðrafénaður, er þeir vildu eiga, þar eð
slíkt. væri þeim arðmeira, en bæudum léttara. Sömuleiðis
skyldu þeir af þeim, er stóðhrnss ættu, farga þeim sem
allra fyrst; en ef þeir vildu eiga hvoss, skyldi það að eins
vera brúkunarhestar, er bæði sjáltír þeir og bændur gætu
haft, gagn af.
2. Að gera sér að fastri reglu, að halda reikning yfir fjár-
bag sinn, óg að láta eigur sínar ekki standa ávaxtarlaus-
ar. Ef t. a. m. húsbóndi ekki geldur vinnumanni kaupið
á vissum tíma, álítist það sem hver önnur peningaskuld,
er venjuleg leiga sé borguð eptir.
3. Að skora á alþingi, að taka úr lögum dng<verk ti 1 presta
og hálfan Ijnstoll til kitkna, er hjú hafa goklið af lausa-
fé; en að þau gjaldi eptir sama mælikvarða og aðrir, sem
meiri tínnd gera, eptir réttri tiltölu.
p. t. Gröf, 9. Júlí 1S81.
Gísli Einarsson. Jón Jónsson.
4 ii ii I ý s i n g a r.
— llinn 16. aprílmán. þ. á var fluttur á land hvalur á
Hjallalandi innan Snæfellsnesssýslu, og fanst, í honum skot,
með marki I K.
Löglegur eigandi þessa skotmarks innkallast hér með til
þess innan árs og dags að segja til sín, og sanna fyrir amt-
manninum í Vesturamtinu rétt sinn til skotmannsblutar úr
hval þessum, en missi ella rétt sinn í þessu tilliti.
íslands Vesturamt, Heykjavík 9. Septbr. 1881.
Rergur Thorberg.
— Hvítur sauður 4 vetra rneð marki. stýft bægra og sýlt
í hamar vinstra og hornamarki G. 0. Nesi flæktist hingað í
í rekstri fyrir fám dögum síðan. Réttur eigandi þessa sauðs