Þjóðólfur - 29.10.1881, Side 3

Þjóðólfur - 29.10.1881, Side 3
—et—■ • Saœundi Sæmundsyni fyrir sömu afbrot. 4- Grími Ólafssyni fyrir afbrot gegn hegningarlaganna §§ 108. og 298. " 5- Árna Jónssyni fyrir afbrot gegn hegningarlaganna §§ 108. og 298. og hluttöku í þessu síðasta afbroti. 6.—10. Magnúsi Ólafssyni, Gísla f>orbjarnarsyni, í>orsteini í>orsteinssyni (á Elliðavatni), Bergsteini Jónssyni og Marteini Jónssyni fyrir afbrot gegn hegningarlaganna § 298. U—13. Birni Símonarsyni, Ólafi Sveinssyni, Valdimar Ás- mundssyni fyrir hlutdeild í afbroti gegn hegningarlaganna § 298. 14.-33. Krístni Magnússyni, Bryujúlfi Bjarnasyni, Ólafi Guðmundssyni, Brynjúlfi Magnússyni, Pálma Pálmasyni, f>órði Jónssyni, Herði Jónssyni, Erlindi Guðmundssyni, Pétri Guðmundssyni (á Hrólfsskkála), Jóni Einarssyni, Pétri Guðmundssyni, Ólafi Ingimundssyni, Jóni Guð- mundssyni, Hirti forkelssyni, Einari Hjartarsyni. Sigurði Einarssyni, Guðmundi forsteinssyni, Páli Guðmundssyni, forsteini porsteinssyni, (á Nýlendu) og Árna Árnasyni fyrir afbrot gegn hegniugarlaganna §§ 108. og 298. Svo viljum vér þér og falið hafa að þú hefjir rannsókn §«gn sýslumanni vorum í Gullbringu- og Kjósarsýslu Kristj- 4ni Jónssyni út af svari því, er hann á að hafa vcitt fram- kvæmdarmönnum brots þess, er framkvæmt var á laxakistun- um 25. júlí 1879, þegar honum fyrirfram var frá brotinu skýrt, og út af annari framkomu hans gagnvart binurn drýgðu lagabrotum. Til þess að framkvæma ofannefnt hlutverk viljum vér allranáðugast veita þér heimild til að setja rétt í sérhverju lögsagnarumdæmi, og á sérhverjum stað á íslandi, og skal sérhver, sem þú kynnir að kalla fyrir til að gefa skýrslu, og sem býr innan lögsagnarumdæmis þess, sem rétturinn er í haldinn, eða sem annars á dvöl ekki lengra enn 3 mílur frá Defndum stað, vera skyldur til eptir fyrirkalli sine excepiione að mæta fyrir þér sem umboðsdómara. Að því er snertir rýmkun umboðs þessa, svo að það nái tilannara ákærðra, enn þeirra, er nefndir eru undir nr. 1.—33., ef orsök mætti til þessa sýnast undir frekari gangi málsins, þá átt þú um það að snúa þér til landshöfðingja vors yfir Islandi, og um skipun sóknara og verjanda til amtmannsins yfir suður- og vesturumdæminu. Loks ber þér, þegar þú hef- ir kveöið upp dóm í málinu, að senda dómsgjörðirnar lands- höfðingja vorum yfir íslandi, eptir að dómurinn er tilhlýðilega hirtur hlutaðeigendum. J>ar með verður vilji vor. Felandi þig guði! |>að væri langt mál að segja frá öllum þeim hindrunum, setn Garfield átti við að stríða, til að geta gengið mentaveg- inn, eu hann sigraði þær engu að síður og lauk námi sínu ®eð heiðri, fyrst í lærðum skóla nálægt Cleveland, og fór síð- an til háskólans Williams College í Massachusets. f>ar lagði hann sig einluim eptir hinum klassisku málum, latínu og gi’ísku, og tók á stuttum tíma svo ágætum framförum í þeim, að prófessorarnir dáðust að. Ekki lét hann sér samt nægja að nema tungumál Demosþenesar og Cícerós, heldur lagði hann og kappsamlega stund á hin nýrri mál, frönsku og þýzku, einkum þýzku, sem hann hafði afarmiklar mætur á, og niá vera að honum hafi runnið þar blóðið til skyldunnar, því hann var af þýzku kyni í móðurætt. í lærða skólanum hafði Garfield kynzt trúarHokki þeim, er kallar sig «nemendur» (námsmenn) og sem mjög er út- hreiddur í Ohió og Kentucký. £>að, sem einkennir þann flokk e>' það, að hann vill ekki skorða sínar trúarlegu skoðanir í eeitt ákveðið trúarform, og er ekki bundinn neinum safnaðar- 'egum böndum, hefir ekkert sérstakt prédkaraembætti, og að eadingu það, að milli meðlimanna er hið bróðurlegasta saralyndi. Ah þessum flokki hneigðist Garfield, og er hann var kominn j}errn til Óhíó varð hann prófessor við háskóla þessa trúar- llQkks, hið svo nefnda Hiram College. Kenslugreinir hans latína og gríska. Eptir tvö ár var hann orðinn rektor haskólans; hann kendi, hélt fyrirlestra og prédikaði með •fi'klutn áhuga. petta síðasta hefir vakið þann orðróm, að Ritað í aðsetursstað vorum Kaupmannahöfn, 1. júlí 1881, undir voru konunglega innsigh. (L. S). Eptir allranáðugasta boði hans hátignar konungsins. ,/. Nellemann. Til ritara við landshöfðingjadæmið á íslandi. Jófi Jónsson. Útlendar f r é t t i r. Helzta nýmæli, sem spurzt hefir með síðast komnum skipum er dauði James Garfields, forseta bandafylkjanna; hann andaðist af sári sínu 20. Sept., og daginn eptir vann Arthur (varafors.) forsetaeiðinn á Kapitólium í Washington. Lík Garfields var til sýnis (á lit de parade) í forsetahöllinni (hvíta húsinu) og flutt þaðan til Cleveland og jarðað þar með miklum veg og svo almennri sorg, að víða voru vegirnir þar nálægt, svo mílura skipti, alskipaðir syrgjandi fólki. Arthur er fimtugur að aldri og var fyrst málafærslumaður, síðan varð hann «general» í stríðinu; var það mest fylgi Conklings að þakka, að hann var kjörinn varaforseti. 1 ræðu þeirri, er hann hélt þegar hann vann eiðinn, fór hann þeim orðum, að hann mundi fylgja sömu stjórnarstefnu og Garfield. Alex. III. Rússakeisari hefir átt stefnulag við Vilhjálm fýzkalandskeisara í Danzig og er það mál manna, að þeir hafi bæði trygt vináttuna sín á milli og bundið fastmælum, að ganga fast á móti stjórnbyltinga hreyfingum í löndum sínum. I>að er vitaskuld, að Austurríkiskeisari er skoðaður sem hinn þriðji í þessu «helga» sambandi. Engar eru enn þá orðnar réttarbætur í Rússlandi, en þar á mót innleidd ný lög í alveldis anda til að halda njósn í hverri holu, og hefir lögreglunni verið veitt næsta óbundið vald, sem getur haft enda meira gjörræði í för með sér enn áður hefir átt sér stað. Á £>ýzkalandi var fátt til tíðinda og gekk mest á með undir- búninginn til ríkisþingskosninganna. Vinarorð hafa farið milli Bismarcks og páfans og enda í orði, að prússneskur sendiherra skuli vera í Róm (í Vatíkani), en páfalegur í Berlín. Svía krónprinz gekk að eiga heitmey sína, Victoriu prinzessu af Baden, 20. f. m. í Karlsruhe og fór brúðkaupið fram með mikilli vegsemd. Á Frakklandi eru menn óánægðir með, hvernig gengur í Túnis og kenna ráðgjafastjórninni um; það hefir jafnvel leikið orð á, að hún ef til vill fari frá áður enn fnlltrúadeiklin kemur saman. Gambetta er enda sagt að muni beiðast undan forsetadæminu í fulltrúadeildinni, og muni honum búa það í hug að vilja beita sér því betur í þinginu til að komast í sjálfa ríkisstjórnina. írar eru æstir móti landbúnaðarlögunum nýu, og er Parnell ótrauður að stappa í þá stálinu og brýna fyrir þeim að þjóðin megi ekki Garfieid hafi verið prestur, en slíkt hefir honum aldrei til hugar komið, þvi lög og stjórnvísi voru þær aðalgreinir sem einkum löðuðu hann til sín. En hver og einn af «nemendum» sté í stólinn þegar hann fann sig kallaðan til þess, og hefir þessi vani eflaust, með fram orðið fil að þróa hjá Garfield þá hina áhrifamiklu málsnild, sem síðar varð honum til svo mik- ils ágætis. Um þenna tíma kvæntist hann Lúkreziu Randolf, vel mentaðri og elskuverðri yngismey, sem varð honum hinn bezti lífsleiðtogi, og sem nú síðast í liinni löngu banalegu Garfields hefir sýnt svo óþreytandi elju, elsku og trúfesti, sem hennar var von og honum verðugt. Árið 1859 var Garfield kjörinn fulltrúi tfl löggjafarþings Óhíófylkis og tveimur árum síðar byrjaði stríðið; gekk hann þá í Íierþjónustu í liði norðurfylkjanna og þótti hinn bezti hermaður, svo hann hóf sig stig af stigi þangað til hann varð hershöfðingi (general). Og meðan enn stóð á stríðinu valdi Óhíofylki hann fyrir fulltrúa á fylkjaþinginu, og hafði hann þó ekki boðið sig fram. Var þess ekki langt að bíða, að hann komst í tölu hinna mestmegandi fulltrúa á þinginu, bæði fyrir.mælsku sína og aðra afbragðs hæfilegleika. 2. nóvbr. 1880 við forsetakosninguna bar Garfield hærri lilut yfir keppinaut sínum, general Hancock, og 4. martz 1881 flutti hann í «hvíta húsið» sem eptirmaður Hayes. (Niðurl. í næsta bl.).

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.