Þjóðólfur - 22.11.1881, Síða 2

Þjóðólfur - 22.11.1881, Síða 2
/0S' —68-' eystra um ker þetta, að í Bláfelli á Biskupstúngaafrétt hafi búið bergrisi eða jötunn, sem Bergþór hét, og er hann sá, er getur um í Ármannssögu að glímdi við Orm Stórólfsson; er svo sagt, að hann hafi farið í kaupstað suður á Eyrarbakka, og lagt korntunnu á bakið, og borið hana norður í Bláfell, en það eru nál. 3 þingmannaleiðir vegar; á þeirri leið er mælt, að^hann hafi hvílt sig tvisvar, til þess_að fá að drekka, í fyrra skiptið hjá Kolsholtshellir í Flóa og er sagt hann hafi klappað þar með staf sínnra1 líkt ker og á Bergstöðum, en ekki hef eg séð það; í síðara skiptið, er hann hvíldi sig, er mælt hann hafi klappað þetta ofannefnda ker á Bergstöð- um, og hafi hann mælt svo fyrir, að vatn og sýra skyldu aldrei blandast saman í því, og eiturpöddur, er settust á vatnið, skyldu engum manni verða að tjóni, en jafnframt skyldi það verða kúgildis skaði á málnytu, ef það kerið yrði eigi notað, enda hefir s}'ra ávallt verið geymd í því á vetr- um, og geymist furðanlega vel, nema hvað dálítið «fúkka bragð» verður að henni, sökum þess, að sýran uppleysir mó- steininn. pannig er þessi þjóðsaga; er hún að vísu ekki sennileg, en fróðlegt væri ef náttúrufræðingar vorir vildu ránnsaka hvort samkvnja grjót hefði líka náttúru; væri svo, þá yrði þjóðsagan að lokleysti. — í þ. á. ísafoldar tölublaði 8 stendur, «Mosfellsheiði og nokkur orð um vegagjörð» eptir Jens prest Pálsson á jping- völlum. Grein þessi er svo vel og greinilega samin, að fátt er út á hana að setja, að mínu áliti; en eg skal þó leyfa mér að gjöra þar við nokkrar athugasemdir. Höfundur greinar- innar segir þar meðal annars, að upphleyptu vegirnir séu hinir hagkvæmustu til að mæta áhrifum vatns og vinda, og er eg honum í þessu efni samþykkur, séu þeir vel gjörðir. En eg álít engu að síður nauðsynlegt að ryðja veginn þar sem upphleyptu vegirnir ekki geta komizt á fyrr enn eptir svo og svo langt árabil, svo þeir séu fœrir mönnum og skepnum. En eins og auðvitað er, verður langt að bíða þess, að upp- hleyptir vagnvegir komizt á yfir land alt.. Einnig getur höf- undurinn þess, að snjó festi lítt á upphleyptum veghm; við þetta ætti samt., að mér virðisf, að vera undantekning, því snjór fýkur ekki af þeim nema einungis meðan hann er lítill og vindur sé. Eg hef nokkrum sinnum farið á vetrardag yfir Mosfellsheiði, er ekki hefir sést nema á toppinn á þriggja álna háum vörðum, og það þeirra, sem á bölum hafa staðið, og virðist mér sjálfsagt til þess að fjallvegurinn á Mosfells- 1) flringurinn úr staf Bergþórs, er sagt að sé nú i kirkjuhurðinni f Haukadal, og fyrir austan kirkjuna sé Bergþór grafinn. (Sbr. Isl. pjóðsögur). arar. —|>að er eins mikil skylda fyrir alla góða menn, að verja og vernda ráðvanda embættislega þjóna, eins og að koma upp um embættislega fanta. — Vertu hæfur til fleiri hluta enn þess eina, sem þú gerir. — Ungir menn tala um að treysta spora tækifærisins. pað traust er fánýtt Tækifærið getur ekki gert spora. Ef þú vonast eptir að bera spora, þá verðurðu að vinna þá. Ef þú vilt bera þá, þá verðurðu að spenna þá á þína eigin hæla áður enn þú fer út í bardagann. — Grískan er ef til vill hið fullkomnasta verkfæri hugsunarinnar, sem mannlegt hugvit nokkurn tíma hefir uppfundið, og ekkert hefir enn þá náð að jafnast við grískar bókmentir í hreinleika stílsins og djarfleika orðfærisins. — Stórar hugmyndir fara hægt og ganga lengi vel hljóðlega, eins og guðir þeir, er höfðu ull- skóaða fætur. — Heimssagan er guðdómleg kviða, saga hverr- ar þjóðar er einn þáttur hennar, og hver maður eitt orð. Hljómar hennar hafa ómað gegnum aldirnar, og þó þar inn- an um hafi blandazt ýskrandi mishljóð af skotbrestum fallbyss- anna og veini deyandi manna, þá hefir samt fyrir hinum kristna manni, fyrir heimspekingnum, sagnfræðingnum og hverjum auðmjúkum áheyranda verið svo að heyra sem í gegnum sönginn streymdi guðlegt lag, með vonfögrmu fyrir- heiði geti svarað tilgangi sínum á vetrardag, að vörður séu hlaðnar með fram honum, með hér um bil 50—70 faðma millibili, og skýli sé bygt við hann á sýslutakmörkum nálægt miðri heiði, hjá þrívörðum, til leiðbeiningar og áfangastaðar fyrir ferðamenn á vetrardag í vondurn veðrum, er hvort- tvegga væri kostað af sama sjóði og vegurinn sjálfur. Að þetta sé nauðsyn, sannar eitt með öðru fleiru slys það, er kom fyrir 7. Marz 1857, þegar 6 menn af 14 sem lögðu að morgni frá þingvöllum dóu úti á heiði þessari, af því þeir viltust af réttri leið, og náðu því ekki til bygða, — auk þess sem vegalög vor gjöra ráð fyrir vörðum á fjallvegum. En svo þegar suður af heiði þessari er komið, tekur við sýsluvegur, jafn fjölfarinn og yfir heiðina sjálfa. ofan eptir Seljadalnum og alla leið að Elliðaánum, sem einnig þarf að vera greiðfæi' og góður yfirferðar, og hefir sýslunefnd Gullbringu og Kjós- arsýslu séð um að halda þeim vegi vel færum nú í seinni tíð. þ>á komið er að Elliðaánum er þar kominn saman við nefndan Seljadals- eða Mosfellsheiðarveg Hellisheiðarvegurinn, og Svínaskarðs eða Borgfirðinga vegurinn, svo að nálega alli*' sem ferðast að og frá höfuðstað lands vors, eiga þar leið yfir og er því sá langfjölfarnasti vegur á landi hér. Jeg hef kynzt við nefndar ár rúm 20 ár, en mér er ómögulegt að telja, hvað opt eg hef séð þær ófærar mönnum og skepnum, vor, haust og vetur. Eins og kunnugt er, býr héraðslæknir Kjósarsýsluíí Reykjavík, svo þótt sýslubúar þessir þuríi í lífsnauðsyn, sem opt kemur fyrir, að leita læknis, koma þeir að ánum svo engum er yíir fært; sjáfarsundið ófært af ís cða stormi, svo sjúklingarnir, hvort heldur eru einn eða fleiri, mega deya drotni sínum án læknishjálpar; en ekki er þar mpð búið, ferðamenn sem slarka með illan leik yfir nefndar ár með skepnur sínar, naut.gripi, fé og hesta, til að reka verzlun í líeykjavík, hljóta að beita ofbeldi við skepnurnar, svo sumar þeirra eru nær dauða enn lífi þegar með þær er komið til höfuðstaðarins, klakaðar upp á hrygg, og opt verða þær að standa þar dægrum saman, hjúkrunarlausar í illum veðr- um, því ekki er þar það eg til veit Hótel handa skepnuffl, ekki einusinni handa hestum, sem eg álít þó nauðsynlegt — svo lögreglustjórnin er stundum neydd til samkvæmt gildandi lögum, að láta hlutaðeigendur sæta ábyrgð og sektum fyrir illa meðferð á skepnum, að eg nú ekki fái mér til orða, hvað ó- færa þessi hnekkir opt verzlun og viðskiptum milli hæði út- lendra og innlendra manna. Er nú ekki nauðsynlegt að bæta úr þessu ? Er ekki brýo þörf á að leggja brýr ýfir árnar? Eða er það ekki mögulegt ? Eg segi já við öllu þessu; því hefir nokkrum sinnum verið hreyft bæði á fundum og utan funda, og einnig hef eg nokkr- boða um friðsæla daga. — Frelsið er aldrei óhult, nema atkvæð- isrétturinn sé upplýstur með almennri fræðslu». (Eptir Public Opinion). Lýðveldio. (Eptir Emil Zola1 í blaðinu Figaro). Bráðum er hún þá á enda þessi ferð mín í «Figaro» sem átti ekki að standa nema í eitt ár. En þegar eg nú renni augunum tilbaka yfir greinir mínar, þá verður mér einhvern- veginn órótt; eg er hræddur um að eg liafi ekki alténd gáð að mér þegar móðurinn var á mér í baráttunni, þegar eg espaðist af flónsku manna og vonzku, og að eg hafi þá ekki nógu skarploga framtekið ást mína til aldarinnar, mína inni- legu trú á hinni voldugu lýðveldislegu hreyfingu, sem dag frá degi útbreiðir sig. þegar eg í þessum dögum fór að lesa Chateaubriand upp á nýtt, þá festist athygli mínviðþessar línur: «Evrópa flyeg- ist áfram í lýðveldis stefnuna. Alt frá Davíð og fram á vora daga hafa konungarnir verið oddvitar; nú kemur röðin að 1) Frægur rómana- og sjónleika höfundur á Frakklandi (f. 1840), oddviti “realistanna,,.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.