Þjóðólfur - 31.12.1881, Qupperneq 1
ÞJÓÐÓLFUK.
Mimiingarliiítío
Jóns Sigurdssonar.
pann 8. f. m. daginn eptir að minnisvarðinn yfir Jón
Sigurðsson var afhjúpaður höfðu margir bæarbúar tekið sig
saman um að halda samsæti til minningar um hinn framlíðna
þjóðskörung vorn, með því slík minningar samkoma hafði enn
ekki verið haldin, en það sem áður hafði gert verið í ræktar og
heiðurs skyni við hann hér á staðnum hafði, að undanskildum
minningarfundinum í hinu íslenzka bókmentafélagi, alt saman
lotið að útförinni og að því að að prýða leiðið, eða staðið í
sambandi við þetta’ sérstaklega. En að þessu afioknn fundu
fyrnefndir menn hvöt til þess, að halda minningarhátíð Jóns
Sigurðssonar, sem að vísu skyldi vera alvarleg, en þó jafn-
framt með fjöri og frjálslegri gleði, svo menn kæmu saman
til að gleðjast hverir með öðrum í líkum anda eins og J. S. í lif-
andi lífi var vanur að gleðjast með vinum sínum og sam-
vinnendum. í samsæti þessu voru um 60 manns, karlar og
konur, eins margir og rúmast gátu i stærri salnum í Hótel
Alexandra. peir sem fund þenna sóttu, voru menn af öllum
stéttum, flestir iðnaðarmenn og verzlunarmenn, bændur og
fáeinir embættismenn. Salurinn var skrautlega búinn með
mynd J. S. og hinni bláu merkisblæu ísiands.
Fyrst var sungið kvæði fyrir ísl. minni, og mælti Stein-
grímur Thorsteinsson fyrir því minni, og tengdi það við minn-
ingu J. S. svo sem framfara-minni íslands, með því aðal-
inntaki, að nú ætti það að vera oss ríkast í huga, að eins og
J. S. var hinn mesti forvígismaður framfara vorra og kom
oss á framfara veg, eins ættum vér nú og eptiiieiðis að halda
áfram i sama anda, svo vér mættum eflast að síðferðislegu
þreki, og þeirri djörfung sem frjálsum mönnum sæmir, og
því næst ná þeim viðgangi í andlegu atgjörfi og verklegii dáð
sem oss væri framast unt. fví næst var sungið kvæði til
minningar um J. S. og að því sungnu mælti kaupmaður
forlákur Johnsen fyrir heiðursminni J. S. þannig:
Við þetta tækifæri er ekki tími til, að minnast als þess,
sem sérstaklega hefir haft áhrif á þjóðiíf vort fyrir starfsemi
og föðurlandsást Jóns sál. Sigurðssonar, en það er sannar-
lega gleðilegt, að svo margir eru hér í kveld til að minnast
vois sameiginlega ástvinar. Eg vil samt einkanlega taka það
fram, að enginn hefir eins vakið þjóðernis tilfinningu vora
eins og Jón Sigurðsson, því með sínu merkilega og starf-
sama lífi hefir hann kveikt það Ijós í hjörtum vorum, að vér
erum bæði farnir að skilja það, og vitum það, að vér erum
sérstök þjóð með voru eigin tungumáli og þjóðréttindnm.
Jón Sigurðsson kendi oss þann milda saanleika, ekki að virða
mennina eptir stöðu sinni, heldur eptir því sem hver og einn
stæði í stöðu sinni. Hann var í raun og veru sannur þjóð-
ríkismaður (Republikaner). Hann vildi kenna oss, að eptir
því sem oss færi fram í öllu andlegu, og verklegu, þá ættum
vér að ná þeirn þroska, er einkennir alla frjálsa og mentaða
menn. Hann gat því aldrei verið neinn svokallaður «ldikku-
maður» því hans mikla og göfuga sál hafði miklu æðri og
síærri sjóndeildarhring heldur enn þann, sem takmarkaður er
af eigingirni eður þokulegri hugsun um alla rétta pólitík.
fað er því skylda vor að lialda áfram í sömu stefnu og hann,
og jafnframt kenna börnum vorum að drekka af hans anda,
svo þjóð vor geti náð því takmarki, sem henni er ætlað. Lifi
minning Jóns sál. Sigurðssonar í heiðri og blessun á meðan
nokkurt íslenzkt hjarta bærist.
forl. Johnsen talaði enn fremur fyrir minni frú Ingi-
bjargar sál. hinnar góðfrægu húsfrúar hins framliðna; fyrir
hinu sama minni og íslenskra kvenna, um leið mælti herra i
123
Gunnlaugur Briem. Jón Ólafsson alþingism. mintist J. S. sér í
lagi sem starfsmanns og framkvæmdamanns, hversu vel hann
hefði notað tímann og hvílíkt dæmi hann í því tilliti hefði
gefið þjóð sinni. Og enn voru margar fleiri ræður haldnar
og minni drukkin. Andinn i þessu samsæti var hinn bezti
og frjálslegasti, og fór alt vel fram með góðri ánægju. Sam-
sætið byrjaði kl. 5 og stóð tfl kl. 12.
FYRIR MINNI JÓNS SIGURÐSSONAR
Lag: Hvað er svo glatt sem góðra vina fnndur.
Hve fríð er þeirra frægðar-æfin góða,
Sem föðurlandi helga sína dáð!
|>eim sprettur eilíf rós í lundi ljóðal
I lið frá lið er þeirra blessun tjáð.
Skal þá ei minzt, hver frelsi fyrrum glatað
Á fornar slóðir aptur leiddi heim,
Hver fyrir vilta veginn hefir ratað
Og vísað leið úr deyfðar þokugeim?
í þjóða sögum þungar finnast tíðir,
Er þrælkun ríkir, frelsið legst í dá;
pá hverfur dáð, menn sættast við um síðir,
Og sannleik, drengskap, þústar harðstjórn grá.
Svo breytast aldir, himinkraptar hrærast,
fví heimslíf stundar frelsis degi mót;
En seigt er strit, unz loks þau tökin lærast,
Er leysa sálir jafnt sem hönd og fót.
Sjá tímans son !—með brosi fram hann brunar,
Hann birtist sinni þjóð á réttri stund,
í snörpum augum sigurgeisli funar,
Og sannleikshjörinn reiðir hann í mund.
Hann höggur hlekki, sviptir svefna þorni,
Um sára limu strýkur þjóð með hik,
Og fálmar höndum fyrir sjón á morgni,
Sem fái’ ei þolað árdagsgeisla blik.
Hér borið er Jóns Sigurðssonar minni:
Hann sinnar þjóðar fremsti maður var,
J>ví letrast, ísland! inst á hjartrót þinni
Með ástar trega heitið, sem hann bar.
jpess eptirmælis einn fær hann að njóta,
Að etiginn hontim jafnt til bóta vann,
Og því gefst honura fórn, sem fáir hljóta,
Að fáir hafa elskað þig sem hann.
f>ann manndóras kappann, silfurhærða, hvíta,
f>inn hróðrar-mög og bjargvætt orpinn mold,
J>ó opt þú saknir, aldrei muntu líta,
Vor endurrisna, kæra móðurfold!
En dæmi hans skal drengjum þínum kenna
í dirfð og framkvæmd hans að rekja spor,
Og aldar nýrrar áfram skeið að renna,
Sem enn þá lifði hann á meðal vor.
í landi hér þá auður vex og andi,
Og ekki margir rétta tóma hönd,
J>á fagurhúsuð blasir bygð á landi,
Og blika þúsund segl í kringum strönd,
Og íslands synir fagna fyltum vonum
Með fögrum bróðurhuga—verði það!
|>á munið vel, að hvötin kom frá honum,
Sem hverjum landa var í bróður stað.
Vér heiðrum þann, sem hóf vort fallna gengi,
í honum þjóðin týnd sig fann á ný,
Jóns Sigurðssonar minning lifir lengi
38. ár.
Kostar 3kr. (erlendis 4kr.),
borgast fyrir lok ágústmán.
ReykjaTÍk 31. Deckr. 1881. Æ. *Æ. 31. hlaí