Þjóðólfur - 06.02.1882, Síða 2
f
geta, að það kemur heldur mikið á
eptir tímanum. Slíkt rit ætti að koma
út þegar eptir nýár ár hvert, svo að
landsmenn fengi óðum að vita um,
hvað gjörist í landsyfirréttinum.
Nokkur skjöl
til upplýsingar sögu Elliðaáair álinu.
IV.
Bréf Thomsens kaupmanns til ráðgjafans
fyrir ísland, dags. 28. júlí 1880.
[^>ýtt úr dönsku.
Eptir því sem áður er fram komið í
hinum ýmsu ofbeldismálum, er af lax-
veiði minni hafa risið, efast jeg reynd-
ar um, að mér komi fyrir nokkuð, að
snúa mér til hins háa ráðaneytis fyrir
ísland um aðstoð til verndartéðri veiði
minni í Elliðaánum; en þó finn jeg
mér skilt, að skýra ráðgjafanum frá
því, sem nú hefir til borið, og að krefj-
ast þess sem réttar, er mér ber bæði
sem fæddum íslendingi og borgara,
já, jafnvel þótt jeg álítist danskur, að
nú verði með röggsemi endi gjör á ó-
dæmum þeim (,,Uvæsen“), sem helzttil
lengi hafa verið látin uppi haldast og
sem valda þvi lögleysu-ástandi, er mjög
nálgast hreina óstjórn.
Nóttina milli 5. og 6. júlí þ. á. voru
3 af laxakistum mínum brotnar upp,
og er það 6. skipti, á þann hátt, að á-
stæða er til að ætla, að rán hafi sam-
fara verið ofbeldis.verki þessu, þar sem
allir lásarnir, að frá teknum einum
gömlum, sterkum konunglegum íási
frá tíð Friðriks VI., voru sprengdir frá
og horfnir, og hefir síðan eigi heppn-
ast að finna nema einn þeirra, og var
sá brotinn; en með því að brjóta frá
lásana hafa ódæðismennirnir getað náð
í veiðarann [,,Kætscheren“—sir /] (en
það eru netháfar á stangar enda), sem
hafður er til að taka laxinn úr kistun-
um með. Síðari hluta dags, 6. þ. m.,
var vatninu hleypt af engjum jarða
þeirra, er liggja fyrir ofan landareign
mína, því svo mikið vatnsmegn beljaði
þá fram, að skolað mundi með sér hafa
til hafs öllum þeim brotum af laxakist-
um mínum, er lágu á víð og dreif nið-
ur ána, ef jeg hefði eigi þegar látið
bjarga þeim til lands. þetta gaf mér
ástæðu til að gruna bændur þá, er búa
fyrir ofan mig [með ánni fram] og sem
áður hafa verið með að rífa úr laxa-
kistur mínar, um, að þeir líka í þetta
sinn væri meðsekir í þessu síðasta of-
beldisverki, þá samt i vitorði með um
það, og skýrði jeg sýslumanninum frá
þessum grun mínum, en hefi síðan ekk-
ert heyrt um málið. Einnig lítur svo
út, sem hið mikla vatnsmegin frá engj-
unum fyrir ofan hafi átt að gjöra lax-
inum, sem þá um stórstraums-leytið
leitaði upp í árnar í stór-torfum, létt-
ara fyrir að komast yfir torfærur allar,
og að það hafi átt að hvetja laxinn til
að ganga lengra upp ána upp að jörð-
unum fyrir ofan, meðan kisturnar væru
úr, gegn um hin víðu göng, er við það
mynduðust.
Auk þess að jeg snéri mér til sýslu-
manns, snéri jeg mér einnig til lands-
höfðingja um aðstoð, fyrst skriflega, 7.
þ. m„ um að fá út nefnda tvo menn
með lögregluvaldi til að halda vörð við
laxakistur mínar, og var amtmaður þeg-
ar látinn veíta mér það; en með því
að vörður þessi sakir daglaunahæðar-
innar um þann tima mundi kosta mig
8 kr. um sólarhringinn, kaus jeg held-
ur að láta rífa kistur minar niður, ef
hlutaðeigendum þólcnaðist svo og yfir-
völdin gætu horft rólega á það, því
kostnaðurinn við vörðinn geta þau (yfir-
völdin) eigi borið né þora að bera,
með því fé það skortir, er til þess þarf
eða réttara sagt, efasamt er, hvort
heimild sé til að verja fé til þess; á þá
leið svaraði landshöfðingi mér síðar, ef
jeg snéri mér munnlega til hans um
þetta.
Hversu ósannsýnilegt, sem það kann
nú að virðast, þá nálgast eg nú þá
skoðun á meir og meir hjá mér, að
eg eigi enga heimting á vernd yfir-
valdanna hér, til að verja eignir mínar,
sem allar eru hér í landi, og að þetta
komi af því, að eg er íslenzkur kaupmað-
ur og bý í Kaupmannahöfn á vetrum —
en slíkt er hér á landi skoðað sem að
vera danskur, þótt eg sé fæddur og
upp alinn hér í landi — en, að mér
beri að eins sem borgara og meðlimi
þjóðfélagsins hér að greiða skatta alla
og álögur og bera aðrar byrðar. í
þessari skoðun styrkist eg við að lesa
blaðið „ísafold“ frá 16. þ. m., en rit-
stjóri hennar er, eins og kunnugt er,
Dr. phil. Gr. Thomsen, einn af greind-
ustu mönnum á íslandi, því að í þessu
blaði segir þann með ótvíræðum áherzlu-
orðum, að það sé „ósanngjarnt“ og
„ekki nærgætið11 við landsmenn hér,
að lána fé landssjóðs kaupmönnum,
sem hafi vetrarsetu í Kaupmannahöfn.
þ>essi ummæli hins lærða herra, doctors
Thomsens, sem þar á ofan er varafor-
seti þingsins1 og því sá maður, sem
menn fyrir lærdóms hans sakir og
stöðu hans í þjóðfélaginu ættu að mega
vænta af einfaldrar réttlætistilfinningar,
eru sjálfsagt sprottin út af 6000 kr.
peningaláni, sem eg fékk af landssjóði
í júnímán. þ. á. móti fyrsta veðrétti í
grunnmúruðu húsi mínu hér í bænum
sem bæði er virt og vátryggt meir en
tvöfallt stærri upphæð, en lánið nam,
og fyrst eg sem húseigandi og borg-
ari hér í bænum get ekki samkvæmt
bessum ummælum fengið lán óátalið
upp í eignir mínar með sama rétti og
aðrir, hversu get eg þá með sanngirni
vænzt að lögin í öðrum efnum geti
gefið mér jafnrjetti við aðra borgara?
1) f>að var nú þá! En það er nú af, sem áður var.
f>ýðandinn.
þ>að þykir mér undarlegt, að yfir-
völdir skuli hvorki hafa verið fær um
að uppgötva, hverjir þeir menn voru
með grímum fyri andliti, sem í fyrra
unnu ofbeldisverkið á náttar þeli, né
heldur að komast á snoðir um, hverjir
hafi framið hið síðasta ofríkis verk, og
ef til vill ránskap, þar sem jeg hygg
að þetta sé það hlutverk, er unt sé að
framkvæma, ef að því væri gengið
með dugnaði og alvöru og ekki væri
farið í neitt manngreinarálit1). í sér-
hverju öðru landi hefði lögreglustjórinn
efalaust fundið þræðina í þessn máli
og fyrir sjálfs síns sakiu og stjórnar
sinnar mundi hann eigi hafa uppgefizt,
fyrr en þeir seku hefðu fundnir verið.
Allt þetta mál er sönnun fyrir því,
hversu ástandið nálgast meir og meir
óstjórnar-ástand, og sýnir hve stórt það
skeytingarleysi um, að jeg ekki segi
fyrirlitning fyrir lögunum, dómstólunum
og yfirvöldunum, er sem ofurlítill flokk-
ur af landsmönnum, sem heldur saman,
þorir að sýna af sér. Ef stjónin ekki
framvegis vill vernda þá eign, — laxa-
veiðina í Elliða-ánum—sem hún sjálf
hefir selt mér, þá endurtek jeg það hér,
að þá verður hún að bera alla ábyrgð-
ina af því, sem verða munu afleiðing-
arnar af þessu. Meðal þeirra mun ein
hin minsta verða sú, að eigi verður hjá
því komizt að skýra í dönskum blöð-
um frá ástandinu hjer uppi á íslandi2,
svo að Danir þeir, sem kynnu að fá
löngun til, að stofna sér atvinnu hér,
geti rent grun í, hvers þeir megi vænta
sér3.
Lögin af 11. maí 1876 um „viðauka
við Jónsbókar landleigubálks 56. kap.“,
hafa valdið miklum ruglingi í réttar-
meðvitund manna hér uppi (sic!), þar
eð þau með hinum óheppilegu ákvörð-
unum sínum, er virðast vera í mótsögn
við sjálfar sig (sjá § 2.), hafa opnað vítt
leiksvið fyrir þá gáfu til umþráttunar
og ályktana, sem landar mínir eru svo
ríkuglega gæddir4 * *; og með því nú að
lög þessi, síðan þau náðu gildi, hafa
verið notuð sem æsinga-meðal gegn
mjer, svo að margir af okkar betri, en
óupplýstu bændum hér í grend, hafa
látið afvegaleiðast af einhliða og ill-
gjörnum skilningi á þeim—og hefir
kveðið svo ramt að því, að afþví hefir
leitt ofríkisverkið 25. júlí í fyrra sumar
1) J>að má næsta undarlegt þykja, ef sýslumaður
Kjósar- og Gullbr.sýslu, sem hér er dróttað að
dugnaðarleysi, alvöruleysi og hlutdrægni, lætur
hr. Thomsen óátalinn fyrir þennanróg; það gæti
þá nærri litið svo út, sem sýslumaðurinn treystist
eigi að hreinsa sig af þeim sakargiptum.
2) Ekki skortir hótanir til að hræða stjórnina!
3) Hversvegna Danir einir? Hvi ekki líka t. d. i
norskum og enskum blöðum, til að aðvara Norð-
menn og Engla ? Eða býst þá hr. Th. við, að
Danir sínir muni leyfa sér að traðka lands lögum
og rétti, eins og hann gjörir með veiðiaðferð
sinni í Elliða-ám. í>ýð.
4) Hver skollinn! Sauðsvartur íslendingurinn leyíir
sjer að hugsa og álykta! Er það ekki ósvífið ?
* 3?ýð.