Þjóðólfur - 25.02.1882, Page 2

Þjóðólfur - 25.02.1882, Page 2
14 álít eg ekki sé til annars en að gjöra vont verra ; því við það lækkaði verð það, sem seljendur fengi fyrir þau: kaupmenn borguðu þeim mun miður fyrir þau ; enn þeir einir, sem skaðinn getur ekki gjört hyggna, héldu sig að markaðinum, og þeir, sem koma svo ár sinni fyrir borð, að þeir hafa sjálfir minst þyngsli af hrossum sínum — sem nú selja opt mest og bezt — mundu, svo lengi sem þeir geta látið aðra bera þá byrði sína, aðhyllast markaðinn ept- ir sem áður; kæmi svo útflutningsgjald- ið óbeinlínis á þá, sem verða fyrir á- troðningi af hrossum þessara síðartöldu. Ekki get eg heldur aðhyllzt þá til- lögu hr. „Rangvellings11 að gjörð sé „samtök í þá stefnu að selja um nokk- ur ár engin hross til útlanda fyrir minna verð en ioo kr.“, því eptir reikningi sem hann birtir (frá einum hrossa-kaupmanni) seljast hrossin útflutt (til Leith) fyrir innan xoo kr., eða minna en þau ættu þá að seljast hér. Hrossin yrðu þvi að miklum mun að hækka í verði ytra til þess að kaup- menn gætu haft hag af að verzla með þau, enn eg efast um að samtök hér gætu kom því til leiðar. Og þegar aðgætt er, hvað samtök og félagsskap- ur yfir höfuð á örðugt uppdráttar hjá oss, má ganga að því vísu, að samtök ættu sér ekki iangan aldur, því kaup- menn hefðu, samkvæmt áður sögðu, talsverða hvöt til, að draga úr verð- hæðinni ef þeir annars keyptu nokkuð. þ>að er líka aðgætandi, að þó bátt verð fáist fyrir hrossin er það ekki beinlín- is hrossasalan sem vér höfum óhagn- að af, heldur það að eiga hross til að selja ; því úr því maður á hross til að selja er betra að selja það með því verði, sem nú býðst, heldur enn hafa það óselt. En þó eg telji það skaða, að eiga hross til að selja, er svo hátt verð áþeim hugsanlegt—og hefir fengizt — að sá skaði hverfi af sjálfu sér, þó því að eins, að menn leggi ekki of mikla stund á að fjölga hrossunum. — Ef að þessi samtök væri stofnuð — og haldin — yrðu þau að líkindum meðal til þess, að engin hross yrðu um nokk- ur ár (svo mörg sem samningurinn tæki til) seld til útlanda, en þá yrði þeim árum varið til undirbúnings und- ir hin, sem eptir þau koma, og undir- búningurinn yrði sá, að safna hrossum til að selja þegar bönd samtakanna leystust,.og þá allt sækja í sama horfið. Aí því eg óttast fyrir, að hrossa- fjöldinn, sem við hefir gengizt, og jafn- vel fer vaxandi, muni áður langt líður leiða til vandræða, enda þótt verðjþað fengist fyrir hrossin, sem kalla mætti sæmilegt, álít eg ekki síður nauðsyn- legt að fækka þeim, eða hamla ofmik- illi fjölgun þeirra, heldur enn hækka þau í verði, enda yrðu þau beturborg- uð væri þau færri; en vænlegasta ráð- ið til þess álít eg það : að almennt sé við höfð ítala í búfjárhaga; hrossin fylltu mest töluna, og þó menn væru látnir sjálfráðir um með hverju þeir fylltu sína ítölu, gæti þeim þá ekki dulizt hvað mjög hrossin standa í vegi fyrir fjölgun og þrifum annars bú- penings. ítölu, hvort heldur hún væri gjörð fyrir hreppa í heild eða fyrir einstak- ar jarðir með hjáleigum, tel eg líklega til að koma fleiru góðu til leiðar, held- ur enn því, sem eg hefi nú minnst á ; hún mundi t. a. m. koma í veg fyrir ójafnað þann, sem fénaðarlitlir bændur verða einatt fyrir, bæði af þeim, sem mikinn fénað eiga en lítið landrými, og einsafþeim, sem mikinn fénað taka taka af öðrum til göngu, sem nú gjöra einatt þeir, sem sízt skyldu, nefnil. þeir, sem ekki hafa Hóg land fyrir sinn eiginn. Sömuleiðis kæmi hún að nokkru leyti í veg fyrir það, að jarðir væri tættar í sundur í mörg býli, sem ennþá fer í vöxt, sumpart af því, að efnalitlir menn kinoka sér við að taka stóra jörð af þeirri ástæðu að þeir sjá sér lítt mögulegt að færa sér hana í nyt, að því leyti þeir hafa ekki næg- an fénað til þess, sumpart af því, að efnaðir menn hirða ekki um, eða jafn- vel forðast, að taka jörð, efnahag sín- um samboðna að stærð, af því þeir vilja heldur nota land nágranna sinna, og gætir þess einkanlega þar sem slægj- ur eru nægar, að eg ekki tali um þar sem þeim er óskipt. Margt fleira mætti telja ítölu til gildis. Rangæingur. í Jjóðólfi, 7. þ. m., hefir oddviti sýslunefndarinnar í Árnessýslu svarað hinu sama bréfi frá hreppsnefndinni á Skeiðum, sem sýslunefndin, með hann í oddi, dæmdi á síðasta fundi sinum ekki svara vert, og er eg honum þakk- látur fyrir þessa mótsögn, enætlaþóað gjöra stuttar athugasemdir við svar hans. Unglingaskólahugmyndinni bregð- ur hvergi fyrir í sýslunefndargjörðun- um árið 1880 eða 1881 heldur er þar allstaðar talað um gagnfræðaskóla, og þegar nú oddviti þar að auki játar sjálf- ur í hjartans einfeldni, að hinu sama orði hafi verið haldið á reglugjörðinni, leiðir beint af þessu, annaðhvort að sýslunefndin hugsar annað en hún rit- ar eða að oddviti gjörir henni upp hugs- anir. En hvað sem nú sýslunefndin hugsar eða ekki hugsar vona eg að oddviti játi, að eintómar hugsanir geti ekki leiðrétt ritaðar mótsagnir. Sama er að segja um gjaldið til Eiríks. í nefndargjörðunum 1880 er engin ástæða talin fyrir greiðslunni á 200 kr., önnur en „ítrekaðar bænir Eiríks“. — „Undir brekku og upp á brekku brún“, hefir þá líklega verið neðst á botni í huga nefndarinnar, en svo þylckur hroði verið ofan á, að þetta á botninum betra komst fyrst upp að ári íiðnu“. ' (Niðurl. í n. bl.). hennar, sem var og hafði verið svo á- gæt og eptirbreytnisverð. Viðræða þessi hafði mikil áhrif á konuefnið, því hún bar mikið traust til frúar Olsen. Hún var svo hygginn og ráðsett, Hún hafði og látið sér mjög ant um Maríu, síðan hún trúlofaðist full- trúa sýslumannsins. Frú Olsen var dug- leg kona. Börn hennar voru orðin full- orðin og höfðu gipzt hvert í sína átt- ina. Hún vildi fyrir hvern mun hafa hönd í bagga með hjónaefnunum, og taka þátt i öllu, er snerti þau. f>ar gat hún þó beitt dug sínum. Aptur var móðir Maríu hæg kona. Maður hennar hafði verið launalítill em- bættismaður. Hann hafði dáið snemma, svo eptirlaunin voru mjög lítil. Hún var af góðum ættum, og hafði ekld lært annað í æsku en að leika á hljóð- færi. Hún var samt hætt að leggja stund á þessa list fyrir lifandi löngu og var orðin fjarskalega guðhrædd. „Heyrið þér fulltrúi góður! dettur yður ekki í hug að kvongast?" spurði sýslumaðurinn. Hann var meinleysis- legur í máli, eins og hann átti að sér. „Jú!“—svaraði Sören hægt og seint, „J>egar eg hefi efni á því“. „Efni“, át sýslumaðurinn eptir hon- um, þér eruð svei mér ekki illa stadd- ur. Eg veit að þér hafið dregið sam- an nokkurt íé“,— Sören tók fram í: „í>að er svo sem ekkert11. „ Jæja—þér um það; en það sýnir, að þér bafið búskaparvit, og það er fjarska mikils virði. J>ér stóðuð yður vel við embættispróf, eigið frændur og kunningja í höfuðborginni, svo það er ekki víst að stæði á löngu, áður en þér getið farið að sækja um eitthvert smá-embætti, og þegar maður er orð- inn embættismaður, þá gengur allt eins og í sögu, eins og yður er kunnugt. Sören beit í pennastöngina og vissi ekki hvað hann átti til bragðs að taka. Húsbóndinn tók aptur til máls: „Setjum nú svo, að þér hafið dregið saman svo mikið fé, að þér getið sett yður á laggirnar, hjer um bil skuldlaus; þá eru fulltrúalaunin eptir, og það, er þér getið unnið yður inn með auka- vinnu. Mér þætti undarlega við bregða, ef annar eins dugnaðarmaður og þér eruð, gæti ekki haft kappnóg að starfa, í annari eins framfaraborg og vér bú- um í“. Sören hugsaði um orð sýslumanns- ins allan fyrri partinn. Hann sannfærð- ist ávallt betur og bétur um það, að hann hefði gjört allt of mikið úr mein- bugum þeim, er væru á hjónabandinu í efnalegu tilliti, og það væri í raun réttri satt, að hann hefði allmikinn tíma afgangs. (Framh. síðar). L.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.