Þjóðólfur - 14.03.1882, Blaðsíða 3
19
fyrri enn 18. maí, og næstu mánuði,
þangað til vatnið lagði aptur í miðjum
nóvember var veðurlagið svo storma-
samt og rigningasamt að nær því var
ómögulegt að sá. Af þessu hefir leitt
að meira enn helfingur nýlendubúa hefir
flosnað upp.
„Aumingja fólkið", stendur í blaði
einu í Kanada, er skýrlsa þessi er tek-
in úr, „er samt eigi eins heimtufrekt
eins og aðrir hefði að líkindum orðið,
enn bera ólán sitt umtölulaust og án
kvartana, þó að þeir neyðist til að leita
sér atvinnu sem daglaunamenn suður í
Manitoba til þess að firra sig hungurs-
neyð“.
„Fulltrúi Kanadastjórnar á Gimle
segir að nýlendan hljóti bráðlega að
farast með öllu, enn þegar als sé vel
gætt, sé ekki fyrir því hafandi að tálma
því. Skjólstæðingar Duíferins lávarð-
ar geti átt miklu betri æfi í Manitoba
enn þar, og þar eð eigi líti út fyrir að
þeir kvíði sérlega mikið fyrirað skilja
virðist engi nauðsyn til að halda
þeim saman“.
Eptir því er nú hefir sagt verið virð-
ist eigi efamál, að ef nýlenda þessi mis-
hepnast, sprettur það af þvi einu og
eingöngu, að staðurinn hefir verið illa
valinn. f>egar blaðið kemst svo að
orði: „í>ó loptslagið við Winnipeg sé
bæði kalt cg saggasamt er það þó að
minnsta kosti skárra enn á íslandi111
gleymir höfðinginn því, að hann er ný-
búinn sjálfur að segja frá því að ís-
lendingar lifi ei á akuryrkju.
(„Fra alle Lande“, io. h. oct. 1881).
i) f>að er auð séð á þessu hvað greinarhöíundur
Kanadablaðsins er vel að að sér í því
hvernig loptslagið er úti á Islandi.
—Jæja ! það var þá haldin veizla, já
meir að segja veizla, sem sagði sex.
Ungfrú Lúðvíksen hafði orkt rímlaust
kvæði um hina sönnu ást; það var sung-
ið undir borðum. Lúisa var glæsilegust
af öllum aðstoðarmeyjum brúðarinnar.
Ungu hjónin settust að í húsi því, er
frú Olsen hafði leitað uppi, og nutu
þar hinnar óljósu enn inndælu sælu, er
hveitibrauðsdagarnir hafa í för með sér.
Englendingar nefna fyrstu dagana eptir
brúðkaupið „hunángsmánuðinn11 af því
að þeir eru of sætir, þjóðverjar kalla þá
„glingur-viku“ (Flitterwochen), af því
að ljóminn hverfur svo fljótt, og vér
nefnum þá „hveitibrauðsdaga" því vér
vitum, að óbreyttur matur er í vænd-
um, þá er þeir eru liðnir.
Enn það voru lengi hveitibrauðsdag-
ar hjá Sören. Guð gaf þeim og ofur-
lítinn ljóshærðan engil, svo þau voru
eins farsæl og auðið er í þessum dauf-
lega heimi.
Auglýsingar.
Á Víkursandi í Héðinsfirði í Eyjafjarð-
arsýslu, rak, í lok nóvemberm. þ. á.,
járnbent fat eða áma með steinolíu, og
með hér um bil io til 20 potta borði
á. Fatið er merkjalaust, að þvíundan-
teknu að ráða má í tölustafina „200“ á
öðrum botninum.
Fyrir því skal hér með, samkvæmt
lögum um skipströnd 14. jan. 1876, 22.
gr. (sbr. opið bréf 4. maí 1778, 1. gr.)
skorað á eigandann að þessari ámu, að
segja til sín innan árs og dags, frá því
að auglýsing þessi í síðasta sinn er
birt í þessu blaði, og sanna heimildir
sínar fyrir amtmanninum yflr norður-
og austur-umdæmi íslands, til þess
bjargaða, og ef til kemur taka við því
eða andvirði þess, að frádregnum öll-
um kostnaði.
Skrifstofu norður- og austuramtsins,
28. des. 1881.
J. Havsteen,
settur.
UPPBOÐSAIJGLÝSING.
það gjörizt heyrum kunnugt, að eptir álykt-
un hlutaðeiganda í dánarbúi Asg. danne-
brgsm. Finnbogasonar frá Lundum, og eptir
áskorun skiptaráðanda í tjeðu búi, verða
f partar af heimajörðunni Efralangholti í
Hrunamannahreppi og öll hjáleigan Snússa,'
alls að dýrleika 29 hdr., sett til opinbers
uppboðs, sem haldið verður á skrifstofu sýsl-
unnar fimtudaginn þann 20. apríl, og mánu-
daginn þann 8. maí, og í Efralangholti mánu-
daginn þann 22. maí 1882, til slegið hæðst-
bjóðanda, ef viðunanlegt boð fæst. Öll 3
uppboð byrja um hádegisbil í hvert skipti.
þess skal hér getið að kaupandi getur feng-
ið jörðina í fardögum 1883, en verður að
vera undir það búinn, að borga hana við
hamarshögg, eða að minsta kosti á viku fresti,
þó þannig, að áreiðanlegur borgunarmaður
þ>að er um tekjurnar að segja, að
þær hrukku hér um bil. Samt hafði
Sören, til allrar óhamingju, or&ið að
taká til láns, til að geta sett sig niður;
enn það hlaut að lagast með tímanum.—
Já, með timanum! — Árin liðu og góð-
ur guð gaf Sörin svo lítinn ljóshærðan
engil á hverju ári. J>á er hann hafði
verið 6 ár í hjónabandi, átti hann 5
börn, hvorki fleiri né færri. Bærinn
var alveg óbreyttur. Sören var full-
trúi eins og áður. Sýslumannsfólk-
ið hafði ekki tekið miklum breyting-
um, enn Sören sjálfur hafði tekið fjarska
miklum stakkaskiptum. J>að er sagt
að til séu svo sárir og beiskir harmar,
að þeir, sem eiga að búa við þá, verði
gráhærðir á svipstundu. Slíkt hafði
ekki drifið á dagana fyrir Sören. J>að
sem olli því, að hann var orðin grá-
hærður lotinn og ellilegur var hæglát
almenn sorg. J>að var búksorgin.
Búksorgin er að mörgu leyti svipuð
ínnán sýslu standi í ábyrgð fyrir borguninni
Ella verða söluskilmálarnir auglýstir|á upp-
boðsstaðnum, sem og landskuld, leigur og
skyldur, sem á henni hvílir.
þessu til staðfestu er mitt undirskrifaða
nafn. Skrifstofu Arnessýslu, 9. janúar 1882.
St. Bjarnarson.
Hér með er skorað á þá, er teljatil skuld-
ar í dánarbúi prestsins Hannesar Stephen-
sens, er andaðist á Mýrum í Alptaveri hér í
sýslu 12. dag ágústmán. þ. á., að lýsa kröf-
um sínum og sanna þær fyrir skiptaráðanda
hér í sýslu á sex mánaða fresti frá síðustu
birtingu þessarar auglýsingar.
Skrifstofu Skaptafellssýslu.
Kirkjubæ lö, dag nóvemberm. 1881.
Sigurður Ólafsson, settur.
ENSKA.
Málfræði, lestrarbók og orðasafn enskt-
íslenzkt, með framburði, og íslenzkt-enskt,
eptir Jón A. Hjaltalín. Orðasöfnin hafa
hvort um sig nálægt 9000 orða, það er, öll
hin helztu orð í hvorutveggja málinu. Bók-
in fæst í sumar hjá öllum bóksölum á landinu.
Hér með auglýsist, að Litlibær í
Garði fæst keyptur næstkomandi vor;
hús eru þetta: portbygð baðstofa, 10
ál. löng, 6 ál. breið, þiljuð stofa undir
lopti i suðurenda, eldhús og bæjardyr
hvorttveggja portbygð. Fleiri hús
geta fylgt ef vill; kálgarður fylgir þar
með, 12 faðma langur og eins breiður.
Ef einhver vill kaupa bæ þenna, þá
bið eg hann að láta mig undirskrifað-
ann vita það allra fyrsta, og undir eins
semja um verðið.
Litlabæ, 9. febr. 1882.
pórður Bjarnason.
Seldar óskilakindur í Álptaneshreppi
haustið 1881.
1. Hvítt lamb, tvístýft apt., gat hægra
sneitt fr., gat vinstra.
2. Hvítt lamb, stúfrifað, lögg apt, h".,
hvatrifað, biti fr. v.
tannpínu. Hún er ekki neinn einstak-
ur verkur, sem hægt er að eyða með
ákveðnum meðulum. Hún elnar ekki
eins og taugaveiki og aðrar „almennar“
sóttir.
Nei, tannpínan er löng og tilbreyt-
ingarlaus eins og bendilormur. Líkt
er búksorginni varið. Hún legst um-
hverfis aumingann, eins og grátt ský.
Hún legst á hann hvern morgun, og
hann sefur sjaldan svo vært, að hann
gleymi henni alveg.
þ»að var hin langvinna barátta við
fátæktina, sem hafði riðið Sören að
fullu og þó hafði hann gott búskap-
ar vit. Hann hafði barizt hraustlega
Og samt hafði hún rutt sér til rúms.
(Framhald síðar).
v