Þjóðólfur - 03.04.1882, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.04.1882, Blaðsíða 1
JJOÐOLFUR. 34. ár. Kostar 3 krónur (erlendis 4 krónur), á að borgast fyrir lok ágústmánaðar. Ileykjavík 3. apríl 1882. Uppsögn á blaðinu gildir ekki, nema það sé gjört fyrir i. okt. árinu fyrir. blað. Leiðrétting.—í 30. blaði 38. árgangs af »|>jóðólfi«, 24. desbr. 1881, bls. 121, 2 dálki, 9. línu að ofan stendur: »Jónssonar, prests í Vatnsfirði«, en á að vera: »G'ísíasonar, prests í V«. Fréttir frá útlöndum. f>ótt blöð þau, er með póstskipinu komu nái yfir æði langan tíma — rúma þrjá mánuði,—þá hafa þau með minna móti inni að halda af því, er með ný- mælum má telja. Veturinn hafði þang- að til skipið lagði af stað verið hinn mildasti með frostleysu og optast hlý- indum, en þó höfðu stundum gengið talsverðir stormar. í Danmörku hafði ekkert gerzt til stærri breytinga i póli- tiskum efnum, því á ríkisþinginu gekk alt eptir vanda að þingdeildirnar gátu ekki komið sér saman, og verður lík- lega sama ofan á og verið hefir næst undanfarin ár að stjórnað verði með bráðabyrgðafjárlögum og ráðherrarnir sitji við. |>ó er vert að geta þess, að sumir merkir menn úr hægra flokki hafa nálgast nokkuð vinstri menn í sumum málum, einkum fyrverandi ráð- herra Klein, og má vera að ekkikomi af góðu heldur vilji þeir að eins vera til taks að laumast inn 1 nýtt ráða- neyti ef Estrup ráðherra yrði frá að fara með sínum félögum. Frá Noregi er hið sama að heyra og áður að mótgangsflokkur stjórnar- mnar magnast, og þjóðríkissinnar fjölga. Gústaf krónprinz Svía var á ferð í Kristjaniu með konu sinni, og var þeim fagnað með ljómandi viðhöfn, enn þess konar hverfandi tildur mun lítið sanna um það, hvað sjálfri þjóð- inni býr í brjósti. — í Finnmörk hafði nokkuð eftir nýjár orðið fjarska skaði að stormum og flóði, og fjöldi fólks misti aleigu sína, en bæði stórþingið og einstakir menn hafa hlaupið undir bagga með að bæta hlutaðeigendum tjónið. jpótt ekki verði beinlínis sagt að ófriðvænlega áhorfist í Evrópu á þessu ári, þá fer þó fjærri því að menn séu ugglausir í því efni, þó friðlega hafi verið látið og þrátt fyrir keisarafund- ina árið sem leið í Danzig og Gastein. Svo er mál með vexti að uppreisn hefir hafizt gegn Austurríki sunnantil í Dal- matíu, í Bosníu og Herzegóvínu, og var tilefni uppreisnarinnar í orði kveðnu að íbúar Dalmatíu vildu ekki lúta land- varnarlögum Austurríkisstjórnar, en í raun réttri er aðalrót uppreisnarinnar sú að íbúarnir i téðum löndum eru að miklum hluta Slafar og hata þ>jóðverja og þeirra yfirráð. Að baki uppreisn- arinnar segja menn að Rússastjórn standi, enda er nú Panslafista flokkur sterkastur á Rússlandi, það er sá flokk- ur sem safna vill öllum slafneskum þjóð- um í eitt til móts við hina pangermanis- tisku einingu germanskra þjóða (Pange- manisme). Ef því þessu ófriðarefni lysti í loga, þá gæti þessum tveimur stóru þjóðættum lent saman í stríði. En það sem mönnum hefir fundizt hvað mest um, er það að hershöfðingi Skobe- leff, sem Rússar telja þjóðhetju sína, hefir við tvö tækifæri kveðið opinber- lega upp með það sem undir niðribýr hjá Slöfum. það var fyrra skiptið (í janúarm.) í Pétursborg í veizlu einni sem haldin var í minningu sigursins við Geok Tepe (1881) og seinna skiptið í París (18. febr.) og þá með enn frek- ari orðum í ræðu einni er hann hélt til Serba þeirra, er stúdera í París, þar komst hann þannig að orði: „Ut- lendingurinn er hvervetna; vér erum ginningafífi stjórnvéla hans, skotmál hrekkvísi hans og þrælar styrkleika hans og svo lamaðir af hans áhrifum, að oss er engin önnur björg enn að frelsa oss með sverð í höndum. Eg skal nafngreina ykkur þenna útlending, þenna háskalega óvin; það er þ>jóðverj- inn. Stríð á milli Slafa og Tevtona (o: fjóðverja) er óumflýjanlegt og mun verða bæði langvint og blóðugt, enn Slafinn mun að lokum sigri hrósa.------ Hittumst heilir aptur á vígvellinum fylktir hlið við hlið mót hinum sam- eiginlega óvin‘‘. í>etta voru ótvíræð orð og þeim mun þýðingarmeiri sem Skóbeleff er vildarmaður keisarans auk þess að vera þjóðdýrðlingur Slafa. Hefir Rússakeisari á þessu ári látið eitt nýsmíðað herskip heita Skóbeleff Hægra er um að tala enn í að komast. („Erotik og Idyl“ eptir Alex. Kjeliand). (Framhald frá bls. 22). Hún sér hvað ungu stúlkunum leik- ur mikill hugur á að giptast og hvað ungu mennirnir eru sjálfbyrgingslegir, er þeir bjóða meyjunum, að „innganga í það heilaga hjónaband11. Hún rifjaði það upp fyrir sér, er hún hafði reynt, og henni fanst hún hafa verið dregin á tálar. En það var ekki rétt af Maríu, að hugsa á þessa leið, því hún hafðifeng- ið ágætt uppeldi. Lífsskoðun sú, sem henni hafði verið innrætt frá blautu Larnsbein var allra lífsskoðana fegurst. Það var henni einni að þakka, að hún hafði ekki alveg misst sjónar á hinu fegra í lífinu. Hún hafði verið alveg ^hyggjulaus á uppvaxtarárum sínum. ^ún hafði aldrei haft fyrir því, að hugsa um lífið og tilveruna. J>að var svo erfitt og óskáldlegt. Hún vissi, að ástin er langfegurst af öllu í þessum heimi, að hún stendur skör hærra en skynsemin, og, að það er hjónabandið, sem hefir ástina f för með sér. Henni hafði verið kent að sótroðna, er börn voru nefnd á nafn. J>að höfðu ávalt verið hafðar strang- ar gætur á því, hvað hún las. Hún hafði lesið margar alvarlegar bækur um skyld- ur kvenfólksins. Hún vissi, að það er því að eins sælt, að karlmennirnir elski það, og það er ákvörðun þess að vera konur þeirra. Hún þekti vonsku mannanna ; fannst henni hún einkum vera fólgin í því, að þeir vörnuðu opt ungum elskendum þess, að njótast, enn hún vissi og, að hin sanna ást ber sig- ur úr býtum að leikslokum. Og þá er mennirnir urðu undir í baráttu lífs- ins, kom það til af því, að þeir fylgdu ekki nógu fast fram hinni fegurstu og æðstu hugsjón sinni, og henni trúði hún eins og nýju neti, þótt hún skyldi ekkert í henni. Hún var vel kunnug skáldritum þeirra, er hún mátti lesa og unni höf- undum þeirra. Hún skildi ekki nema helminginn af sumum ástarljóðunum, enn þau voru þó lang-inndælust. Hún vissi, að hjónabandið var alvarleg, já, fjarska-alvarleg athöfn, sem prestur varð að vera við, og að hjónaböndin eru stofnuð í himninum eins og trúlof- anir hefjast í dans-salnum. En þá er hún hugsaði um þetta alvarlega mál- efni á æskuárum sínum, þá vareinsog hún liti inn í töfraskóg og sæi ástar- guði hnýta sveiga, enn storkana koma færandi hendi, með ofurlitla ljóshærða engla. Henni sýndist svolítið hús vera þarna aptur frá. J>að var lítið, enn samt geymdi það hinnar æðstu sælu, sem mögulegt er að njóta hér í heimi:

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.