Þjóðólfur - 30.08.1882, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 30.08.1882, Blaðsíða 4
78 'P■ 3- gr- Af fé viðlagasjóðsins skal verja fimm hundruð þúsund krónum fyrir helming- inn af hlutabréfum bankans. Hinn helming hlutabréfanna skal selja öðrum, er hluttakendur vilja verða í stofnun þessari. 4- gr. Bankinn tekur til starfa, þá er við- lagasjóðurinn hefir keypt þann helming hlutabréfanna, sem honum er ætlaður eptir 3. grein. (Framh. síðar). Burtfararpróf á prestaskólanum, 15.—19. ágúst 1882. 1. Finnbogi Rútur Magnússon: 2. betri aðaleinkunn (39 tröppur). 2. Lárus þorláksson: 2. betri aðaleinkunn (39 tröppur). Spurningar í skriflega prófinu voru : 1. í biblíuþýðingu : Rómv. 7, 1.—6. 2. í trúfræði: að útlista biblíufræ*ðis- lega og trúfræðislega sambandið milli rétt- lætingar og helgunar. 3. í siðfræði: að lýsa eðli iðrunar- innar, og sýna, hvað álykta megi af því um frjálsræði mann- legs vilja. 4. Ræðutexti: Matth. 25, 31.—40. Auglýsingar. Samkvæmt opnu bréfi, 4. jan. 1861, og lögum 12. apríl 1878, er hér með skorað á alla þá, sem telja til skulda í dánarbúi dannebrogsmanns þorleifs heitins Kolbeins- sonar frá Háeyri hér í Arnessýslu, til þess áður 6 mánuðir sóu liðnir frá síðustu birt- ingu þessarar auglýsingar, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Arnessýslu. Sömuleiðis er einnig skorað á alla þá, er skulda kynnu téðu búi, að hafa borgað skuld- ir sínar innan sama tíma til sama skipta- ráðanda. Til staðfestu Skrifstofa Arnessýslu á Eyrarbakka, 31. júlí 1882. Stefán Bjarnarson. Erfingjum bóndans Arnórs Árnason- ar, sem andaðist að Dalkoti í Kirkju- hvammshreppi hér í sýslu 13. febrúar þ. á., tilkynnist hér með, að skipti á dánarbúi hans verða til lykta leidd að forfallalausu að Stóruborg í þverár- hreppi föstudaginn 27. október næst- komandi um hádegisbil. Skrifstofu Húnavatnssýslu, 31. júlí 1882. Lárus Blöndal. íbúðarhús úr timbri 14 ál. á lengd 10 ál. á breidd, tilheyrandi dánarbúi M. A. Th. Clausens í Hafnarfirði, fæst til kaups nú þegar. Lysthafendur eru beðnir að snúa sjer til undirskrifaðs, er í umboði skuld- heimtumanna semur um kaupiu. Keflavík 24. júlí 1882. H. J. Bartels. Umburðarbréf og kort yfir Kauðárdalinn (á íslenzku og dönsku) verða send og borgað undir með póstum til íslands hverjum, sem sendir utanáskript til sín eða vina sinna til A. E. Johnson, Com. of Emgr., St. P., M. & M. R. R. St. Paul. Minn. America. Húsið nr. 2. á Arnarholtslóð er til -sölu. Lysthafendur semji við þorf. Jónathansson. f>iljubátur til sölu. Hann er þ/2 lest að stærð, allur nýr að ofanverðu og umför að nokkru leyti, með góðum seglum, sumum nýjum og nýjum vanti, ágætum 3 akkerum og 2 akkerisfestum full-löngum. Hann er eptir stærð bezta skip í sjó að leggja, og siglir mjög vel, og svo sjófær, að fara má á honum hafna í milli. Sá, sem kaupa vill, semur við Nikulás Jónsson í Norðurkoti í Vogum. Söngvar og kvæði með þremur og fjórum röddum, útgefandi Jónas Helga- son, 5. hepti, Reykjavík 1881, fást nú og framvegis hjá undirskrifuðum. Kr. O. þorgrímsson. Undirskrifaður hefir til sölu nokkur góð vasaúr, frá 20 kr. til 30 kr. Símon fohnsen. THE BRANDFORSIKRINGS-SELSKABILONDON. Kapital £ 2,000,000 = Kr. 36,000,000. Forsikring overtages mod Ildsvaatle, saavel paa Indbo, Varelagere, Byg- ninger, Skibe i Havn og paa Beding etc. etc. som paa industrielle Eta- Iblisseincnter og Eabriker til faste, billige Præmier ved Selskabets §ernert-at-6l<^e-n-i>ii'í- fov OH. j_y. yÆ ADSEN, Kontor: Ved Stranden 2, St., overfor Holmens Bro. Sá, sem getur sagt undirskrifuðum hver tekið hefir í Hótel Alexandra 20. þ. m. skáktafl með töflum, skal fá í uppljóstrar laun 20 krónur. Reykjavík 22/g 82. A. Jespersen. Hotel Alexandra. STUTT YFIRLIT yfir aðgjörðir búnaðarfélags Mosfells- og Kjalarnesshreppa, stofnsett 3. ágúst 1874. 1. hafa félagsmenn þeir, er innanhrepps eru, sljettaðþiífurí tiinum 12,979 □ faðm. 2. hlaðið varnargarða að lengd ...................... 762 — 3. grafið skurði til vatns- veitinga að lengd ......... 722 — 4. byggt forir til aukningar áburði........................ 3 Verðlaunum hefir verið útbýtt................. 213 kr. 49 a. Um veturnætur 1881 áttifé- lagið í sjóði ............ 427 — 27- Nú eru fólagsmenn 36 að tölu, og þrír af þeim utanhrepps, og væri óskandi, að þeir, sem eiga jarðir í hreppum þessum, vildu ganga í félag þetta, annaðhvort með árs- tillag 1—6 kr., eða þá með nokkrar krónur einu sinni, og getum vér því fremur vænzt þess, sem vér vitum, að nokkrir ríkir menn eiga jarðir innan þessara takmarka, og þó félagið ekki geti heitið hafa starfað mikið, sýnir þessi skýrsla góðan vilja félagsmanna með litlum peningastyrk, sem þó eru afl þeirra hluta sem gjöra skal. Jóhann þorkelsson G. Gíslason (félagsstjóri). (gjaldkeri). Nýlega hafa fundizt á götunni fyrir no-rð- an kirkjuna hér í bænum tvö skozk ljáblöð vafin innan í striga og snæri bundið utan um. Ljáblöð þessi getur réttur eigandi fengið á afgreiðslustofu þjóðólfs gegn borg- un á þessari auglýsingu. Ef einhver hér í bænum hefir fundið í húsi sínu ókunnugt silkiparaply nýtt, er tapaðist um það bil, er mislingarnir gengu hér sem ákafast í vor, er hann beðinn að skila því til ritstjóra þjóðólfs. Horfið hefir héðan af mýrunum dökk- jarpur áburðarhestur um tólf vetra, stór, latur til reiðar, mark : lögg fram. vinstra. Hann var aljárnaður sexbor- uðum skeifum, er hann hvarf. Finn- andi er beðinn að halda honum til skila til undirskrifaðs. Reykjavík, 23. ág. 1882. Jóh. Olsen. Mig undirskrifaðan vantar tvær hryss- ur, önnur grá að lit, með mark: hóf biti aptan hægra, en hin bleikskjótt á lit með mark: heilrifað bæði; báðar ofan- skrifaðar hryssur eru óaffextar. Hver, sem hitta kynni fyrnefndar hryssur, er vinsamlegast beðinn að koma þeim til mín mót sanngjornum fundarlaunum. Kolbeinsstöðum, ig. ágúst 1882. Einar Jónsson. Fjármark Péturs Hoffmanns á Akranesi: Tvístýft fr. h., hálftaf aptan v. og biti fr.; brennim.: P. H. Afgreiðslustofa pjóðólfs: ,4» 8 við Austurvöll, Utgefandi og ábyrgðarmaður Kr. O. þorgrímsson. Prentaður í prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.