Þjóðólfur - 02.11.1882, Page 1
PJÓÐÓLFUR
34. ár.
Kostar 3 krónur (erlendis 4 krónur),
á að borgast fyrir lok ágústmánaðar.
Reykjayík 2. nóv. 1882.
Uppsögn á blaðinu gildir ekki, nema VvIqÁ
hún sé gjörð fyrir i. okt. árinu fyrir. UlciO.
keisarinn hlær1.
Við Plevna var búið hið blóðuga starf
og bleikur var margur er dagstjarnan hvarf,
og valurinn blóði sig þegjandi þvær,
en þó fagna Rússar — því keisarinn hlær.
En þjófar og níðingar flykkjast um fold
og felast í húminu’ er leggst yfir mold;
þeir myrða og stela og stefna um val
og stinga’ á sig gripum af nýmyrtum hal.
Bn keisarinn hlær, því að fána sinn fann
hann fegurri’ af sigrinum’— merkinu’ hann
ann,
og frægðsólar skínanda skininu slær
á skjöld hans hinn göfuga — keisarinn hlær.
En hendur og fætur og hausar lá þar
og heiptglottið þrotið um varirnar bar,
og máninn fram lítur svo skjálfandi skær
á skelfingarundrin —■ en keisarinn hlær.
Og hauslausir búkpartar byltust í mold
og banahljóð deyjanda stigu’ upp af fold,
en hræfuglasveimurinn hvínandi slær
1 helsærða nefjum — en keisarinn hlær.
Bitt stríð fæðir annað, já öld eptir öld
og aldregi linnir það hörmunga kvöid,
á þjóðanna kinnum æ gráturinn grær
og gremjan og eymdin — en keisarinn hlær.
Og menn kveðja fljóð sín og feður sín börn
og fæða á sjálfum sór styrjarins örn,
og lönd standa’ í eyði og borgir og bær
er borgað það allt — ef svo keisarinn hlær ?
Nei, verði fyrst þjóðanna skilningur skýr
og skynji hvað keisara hlátur er dýr,
fyrst þá rís sá boði, að blikna mun sól
og buðlungar skolast úr sögunnar stól.
því básúna fólksins þá bendir í styr
og björgin við skjálfa og sær stendur kyr,
sem þruma hún drynur um haf og um heim:
vei hervöldum, keisurum, vei öllum þeim.
-----Og svo verður friður um foldarból svinn
og fljóðin og börn þerra tár sín af kinn ;
þá blómgun fyrst mannúð og frelsi vort fær,
er fólkið á keisaragröfunum hlær.
Gestur Pálsson.
Útlendar frjettir.
Helztu tfðindin frá útlöndum eru
leikslok Englendinga og Egipta. Arabi
hafði aðalstöð sfna þar sem Tel-el-Kebir
heitir, miðja vegu milli Ismailia og
’iþað er sagt, að Alexander II. Rússakeisari hafi
°rðið svo glaður við, er hann frétti, að Plevna
v®ri unnin i síðustu styrjöld Rússa við Tyrlci, að
hann hafi hlegið, en Alexander keisari var manna
Þunglyndastur og stökk aldrei bros.
Kairó, og þar var meginher hans sam-
ankominn, um 30 þúsundir manna.
Arabi hafði búizt vel um og lét mikið
yfir liði sínu og varnargörðunum við Tel-
el-Kebir, enda höfðu Englendingar lið
hálfu minna til sóknar; smáorustur
nokkrar átti hann við Englendinga
og fór jafnan halloka fyrir, en til höf-
uðborgarinnar Kairó gjörði hann boð
um hvern sigurinn á fætur öðrum og
kvað þess eigi langt að bíða, að hann
kæmi sjálfur til Kairó og hefðý með
sér höfuð þeirra Wolseley hershöfð-
ingja, Seymours aðmíráls og hertogans
af Connaught. En hertoginn er sonur
Viktoríu drottningar og stýrði stórflokk
einum í liði Breta. En hér varð allur
annar endir á, en Arabi hafði búizt við.
fegar Wolseley þóttist svo búinn, sem
þurfa muudi, hélt hann með lið sitt á
næturþeli allt að virkjum Egipta og
hóf atlöguna, þegar er lýsa tók af degi
hinn 13. septembermán. Egiptum varð
felmt við, er þeir urðu einskis varir fyr
en Englendingar voru komnir að þeim
með brugðnum sverðum, varð því minna
um viðtöku af þeirra hendi, en ella
mundi. Stóð orustan skamma hrfð áð-
ur flótti brast f liði Egipta og féllu þeir
hrönnum saman í virki sfnu því hi'nu
rammgjöría, er svo mikið var af látið.
þeir Egiptar, er undan komust, leituðu
á flótta til Kairó. Héldu Englending-
ar þangað viðstöðulaust og gekk borg-
in þegar á vald þeim, svo að ekki varð
af mannvígum. þ>angað hélt og Arabi
og varð lítið um sæmdarviðtökur, er
hann kom sem flóttamaður og borgin
var á valdi Englendinga. Sá hann
sinn kost einan þann, að ganga Eng-
lendingum á vald, og fengu þeir hon-
um og foringjum hans hinum helztu
fangelsi sæmilegt. Öðrum herforingj-
um Egipta féllst hugur, er þeir fréttu
hrakfarir Arabi og gáfust upp hver af
öðrum, og um 20. septemb. mátti heita
að ófriðnum væri lokið.
Hinn 25. september hélt Tewfik
jarl innreið sína f Kairó. Riðu þeir
Wolseley hershöfðingi og hertoginn af
Connaught sinn til hvorrar handar hon-
um og á eptir fylgdi her Englendinga.
Stóðu borgarbúar hljóðir og horfðu á
hina glæsilegu för, en lítið varð um
fagnaðarkveðjur við jarlinn, sem með
styrk Englendinga hafði unnið blóðug-
an sigur yfir þegnum sínum og nú reið
með miklum veg inn í höfuðborg sína
f skjóli enska liðsins. Almennt telja
menn Egipta uppreistarmenn, fyrir þvf,
að þeir börðust gegn jarli sfnum, enn
ef vel er að gætt, er þó nafn það ó-
heppilega valið. Egiptum þótti, og það
með réttu, útlendingar, einkum Eng-
lendingar og Frakkar hafa meiri ráð
hjá jarli, en góðu hófi gegndi, og það
svo, að stjórn Egiptalands mætti vart
kalla innlenda. Gegn þessum útlend-
ingum, er öllu vildu ráða á Egiptalandi,
var það að Egiptar börðust, en jarlinn
gekk f lið með Englendingum og barð-
ist mót þegnum sfnum. þ>að er satt,
að Egiptar eru lítt menntaðir, og þeim
mætti mikil gæfa verða að þvi, að
kynnast og standa f nánu sambandi við
aðra eins þjóð og Englendingar eru, og
nema af þeim mannúð og menntun.
En á hitt verður og að líta, að engin
furða er, þó Egiptum þyki mannúðin
og menntunin nokkuð beisk á bragðið,
þegar þeir, sem slíkar nýjungar boða
í landi þeirra, skjóta víghnöttum á hina
blómlegustu borg þeirra, Alexandríu og
hlaða valköstum um landið.
Arabi og félagar hans bfða nú
dóms síns. Mælt er, að Englendingar
vilji þyrma honum og fengið hafa þeir
honum enskann lögvitring einn, til að
verja mál hans. Aptur telja menn víst,
að Tewfik jarl vilji hann og helztu her-
foringja hans feiga.
Ekki vita menn með vissu hverja
tilhögun Englendingar ætla að hafa á
stjórnarskipun Egiptalands framvegis.
Rússar og Frakkar vilja hafa hönd í
bagga með Englendingum, en þeir
segjast einir hafa unnið sigurinn og
undir sér einum sé því málalok Egipta
komin, en láta þó f veðri vaka, að lítt
skuli haggað því, er áður var.
Á Rússlandi er allt kyrt sem stend-
ur, en fáir eru þeir, sem nokkura vonhafa
um, að slikt muni lengi svo búið standa.
Herfjötur sá, er zarinn af föðurlegri
mildi sinni hefir lagt sína ástkæru þjóð
f, mun vart reynast traustari en brunn-
inn þráður, þegar á herðir. Allir þeir,
sem kunnugastir eru ástandinu á Rúss-
landi, telja það engum efa bundið, að
hver dagur flytji stórþjóð þessa nær
og nær voðabyltingunni. Keisari og
drottning hans ferðuðust f/rir skömmu
til Moskva til gripasýningar, er þar
hefur staðið um hríð. En svo voru
menn hræddir um líf keisarahjónanna,
að öll ferð var hept á járnbrautinni frá
Pétursborg til Moskva, frá því þau
lögðu á stað frá Pétursborg til þess
þau komu til Moskva. í Moskva var
þeim vel fagnað, en þar búa flest göf-