Þjóðólfur - 20.01.1883, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 20.01.1883, Blaðsíða 3
7 hefir dvalið á Frakklandi, hefir lengi verið grunaðr um byltingaráð, en þó eigi mik- ill gaumr gefinn, því hann var fremr skoðaðr sem vísindalegr sveimhugi, heldr en háskalegr byltingamaðr, En nú þóttist lögreglustjórnin verða þess vör að hann stœði fyrir morðráðum og öðrum hryðjuverkum. Var hann nú höndum tekinn, en eigi er enn frétt, hvort hann er að nokkru uppvís orð- inn. —„Laura“ (póstskipið) kom til Hafn- ar 23. desbr. —Tið köld og frostasöm í Danmörku; hörkur venju fremr. —Kvis hefir heyrzt úr bréfum, en eigi vitum vér þar sönnur á, að póst- skip muni eiga að koma við í Skot- landi og Færeyjum í hingaðleið. —Ávarp það, sem Reykvíkingar sendu „Times“ út af grein dr. Guðbrands, er tekið upp í ,.Times“ 27. f. m. Innlendar fréttir. Að norðan fréttist núna nýlega andlát merkis- prestsins séra Bjarnar Halldórssonar í Laufási, góðskálds og gáfumanns. Er vonandi að einhver, sem kunnugri er og til færari en vér, geti þessa manns síðar bér í hlaði voru. Húshrunar hafa ný-frézt tveir hingað. Bærinn á Svertingsstöðum í Húnavatnssýslu brann til kaldra kola ; varð þar litlu sem engu bjargað, en fólk komst af. — Nýlega hefir brunnið eldhús og bæjardyr (með lofti) á Gilsbakka hjá séra Magnúsi Andréssyni. Skaðinn talinn um ioookr. Að austan úr Múlasýslum og Austr-Skaptafells- sýslu er að frétta stök harðindi. Snjór ómuna-mikill hafði lagzt þar yfir í nó- vember snemma, og voru menn í desbr. sumir að byrja, en fleiri að ráðgjöra að fara að skera af sér skepnur. Aflabrögð. —Þeir, sem fóru suðr í Garð og Leyru á dögunum, fiskuðu allvel. Hér innra fiskilaust. Tíðin hér syðra hefir verið staklega mild og snjólaus síðan um hátíðir. þótt vér að líkindum eigi eigum kost á að fá jarðfræðislega lýsing á inum ýmsu héruðum lands vors að sinni, álít ég æski- legt, að kunnugir menn vildu gefa í blöð- unum nokkurn veginn nákvæmar héraða- lýsingar, þar sem lýst væri landslagi, land- kostum, loftslagi, búnaðarháttum o. fl., sem einkennir héruðin hvert um sig í bún- aðarlegu tilliti. Ég býst við, að margr só sá hérlendr maðr, er hefir mjög óljósa hug- mynd um in fjarlægustu héruð landsins í því tilliti, ‘og er þessu jafnvel kunnugri í annari álfu heims, en á sinni eigin eyju; því blöðin ræða opt greinilegar um loptslag og landsháttu út í Ameriku en á Islandi, sem vér ættum þó eigi síður að þekkja. Eg vil hér stutflega lýsa Borgarfjarðarsýslu. 1. Hvalfjarðarstrandarhreppr; þar til heyrir : a. Botnsdalr fyrir botni Hvalfjarð- ar. Dalrinn er mjór og djúpr, því brött fjöll lykja hann á þrjá vegu: að sunnan Múlafjall, að austan Hvalfell, að norðan Botnsheiði. Hlíðarnar eru að miklu leyti smáskógi vaxnar. Hagkvisti er þar gott fyrir sauðfó og oft vetrarbeit; landrými nóg. Slægjur litlar og rýrar. þar má heita veðrsælt. 2 bæir eru í dalnum. h. Hval- fjarðarströnd. 1. Innströndin (frá þyrli að Ferstiklu); á henni eru 7 jarðir, er liggja í hlíðinni sunnan Botnsheiðar við Hval- fjörð norðanverðan. Hlíðin er há, ójöfn og skörðótt; undirlendi lítið. Graslendi lítið; meiri hlutinu er skriður, melar og klettar. Slægjur eru rýrar; túnin hörð. Mótak vantar á fleiri af jörðum þessum. þar er veðrnæmt af norðri. Sauðbeit á sumrum allgóð. Helztu hlynnindi til sjóar er hrogn- kelsaveiði og beitutekja. 2. Útströndin; það eru 6 jarðir í hlíðinni fyrir sunnan Fer- stikluháls, er gengr vestr af Botnsheiði. Hlíðin lág, fremr jöfn; undirlendi töluvert, og það mest mýrlendi og graslendi. Nokkur hluti hliðarinnar (Saurbæjarhlíð) er skógi vaxinn. Hagaganga á vetrum töluverð; slægjur nægilegar og mótak. Fremr veðr- næmt af norðri. c. Svínadalr milli Fer- stikluh., og Skarðsheiðar að norðan. Heið- in er hátt fjall hornótt bg ekörðótt, og eins sá hluti Botnsh., er að dalnum liggr að austan. 3 vötn taka tir mikið af undirlend- inu í dalnum ofan til, en í neðri hluta hans er það meira, og mest mýrlent. Um miðj- an dalinn er skógr beggja vegna; þó er Skarðsh. að meiri hlut jarðvegslaus. Allar jarðirnar í dalnum (12) hafa slægjur tölu- verðar, allgóða beit og mótak. Veðrnæmt er af norðri í norðrhluta dalsins, en af landsuðri í efri hlutanum, að undanteknum Draghálsi; þar er veðrsæld. I allri sveitinni er búið mest að sauðfé; enda er hún bezt fallin til þess,—I tveim tjörnum á útströndinni er líklegt að planta mætti æðarvarp. Nokkrar jarðir í Svína- dal eru vel lagaðir til vatnsveitinga. Á inn- ströndinni er of fjölbýlt og smábýlt að mínu áliti; eins og er, þrífst þar ekki nema lítill búnaðr og fátt fólk; því jarðirnar vantar heyskap fyrir margan fénað. þar mætti að skaðlausu fækka 3 býlum. Sveitin á jarðabótasjóð (legat) sem hefir töluvert stutt að túnasljettun, en af öðrum jarðabótum er þar lítið ; tún óvíða girt (á einni jörð); hlöð- ur óvíða (1). Búnaðrinn yfir höfuð fremr lítilfjörlegr. þar er Saurbær bújörð bezt, önnur Dragháls. 2. Akraneshreppr. a. Innnesið: bygðin á undirlendinu milli Hvalf. utanverðs, og Akrafjalls að norðan. Undirlendi þetta er hér um bil ý mílu breitt, alt mýrlent, og standa bæirnir á sjávarbakkanum. Fjallið er klettótt, bratt, skriðurunnið. þar er nokkuð veðurnæmt af norðri. Býlin eru mörg og smá. Menn stunda þar bæði sjáv- arútveg og landbúnað, en hvorttveggja kraftlítið, og ala upp óþarfa-hross á úti- gangi. Túnin víðast grasgefin, þó mýrlend; flóarnir fyrir ofan blautir; beitiland lítið og rýrt; dálítil fjörubeit. Mór er þar nógr. b. Útnesið (Vogar) vestan Akrafj. við Borg- arfj arðarmynni. Undirlendið er þar um 1—| mílu breitt, annars er ið sama að segja um það og innesið. b. Skipaskagi (Akraness verzlunarstaðr) er yzt á nesinu, það er sjómannaþorp þjettbýlt, mest þurra- búðir eða smálóðir. þar eru hafnirnar Krossvík og Lambhússund. þar eru 5 verzlanir. Jarðrækt er þar töluverð, og dá- lítil grasrækt, er misheppnast í þurum sumrum ; því jarðvegrinn er sendinn mjög. Útræði er þaðan gott, hefir oft verið fiski- sælt. þaðan næst til ins fiskisæla Sviðs í Faxaflóa. Hvað landbúnaði viðvíkr, er sveitin bet- ur löguð fyrir nautfé en sauðfé. Höfuðmein landbúnaðarins þar er smá-grasbýla-fjöldinn og tvískipting atvinnuveganna; því flestir bændr stunda bæði sjó og land. þar er lítið um jarðabœtur og lítilfjörlegur búnaður, að undanteknum Skaganum nú á síðustu fám árum; því búnaðrinn er þar stórum að batna og velmegun að aukast, byggingar að lagast og steinhúsum og timbrhúsum óðum að fjölga. Skagann álít ég að útvegsbændr einir ættu að byggja, og ekki stunda aðra jarðyrkju en jarðeplarækt, sem þar mun borga sig bezt; en í öðrum hlutum sveitar- innar þyrfti að laga landbúnaðinn með því að fækka býlum og stækka þau. þar eru jarðir beztar Hólmarnir báðir, og Garðar; þar er nýbygt íveruhús úr steypusteini (be- ton). 3. Skilmannahreppr. Hann liggr norð- an og austan Akrafjalls; að norðanverðu skerast inn Leirárvogar. þar er landslag og landskostir líkt og á Akranesi, en jarðim- ar dálítið stœrri. Búið er hér um að jöfnu bæði kúm og sauðfé. Útrœði til sjóar lítið. Hrossaganga er þar mikil; því á flóunum er oft hagasamt, og fjörubeit töluverð sums staðar. Sumarland rýrt fyrir sauðfé en þén- ugra fyrir nautpening. Sveitin er lítil (15 jarðir). Yatnsveitingar gætu vel átt sér stað á sumum jörðum þar; í vatni mætti planta æðarvarp og jafnvel líka á töngum við sjó. Ós og Hvítanes eru helztar jarðirþar; á báðum er íveruhús úr steini og hlöður. 4. Leirárhreppr fyrir norðan Leirárvoga; að vestan er Borgarfjörðr, en að norðan Skarðsheiði. Sveitin er flatlend, mest mýr- lendi, en heiðin fyrir ofan hrjóstrag. Sauð- land er þar rýrt á flestum jörðum, en slœgj- ur miklar. Nógr mór til brenslu. Veðr- næmt af norðri. Búið er að sauðfé og kúm jöfnum höndum, og stóðuppeldi á útigangi. Sveitin er fremr smábýl og þéttbýl. þar er á nokkrum bœjum vel lagað til vatnsveit- inga, og æðarvarp gæti þar verið víðar og meira en er. Beztar jarðir þar eru Leirá, Höfn og Melar. Á Leirá er hýsing góð af timbri. Á nokkrum bœjum eru nýbygðar járnþaktar hlöður. (Niðrlag síðar). Fjárrckstr. það hefir lengi verið tízka að reka kaup- gjaldsfé til kaupafólks í sjóplázunum,og slátr- fé til verzlunarstaðanna á haustin. Margir slíkir fjárrekstrar ganga hér um Borgar- fjarðarsýslu þjóðleiðir til Borgarness, Akra- ness, Beykjavíkr og sjóplázanna í Gull- bringusýslu, bæði hér úr héraðinu sjálfu, Mýrasýslu og stundum lengra að. Síðan fjárverzlunin við England fór að tiðkast, síðan kaupmenn og kaupamenn fóru að draga saman féð í sveitunum og annast

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.